Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
33
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 35 kr. eintakiö.
Erró
Enn er Erró kominn í heim-
sókn og sýnir myndir sínar
í Norræna húsinu við almennan
fögnuð. Nú eru þrjú ár liðin
frá því hann sýndi hér síðast,
en sjö ár frá því efnt var til
stórrar sýningar á verkum hans
á Kjarvalsstöðum og var svo
sannarlega tími til kominri. Þá
hafði hann ekki sýnt hér á landi
í hálfan annan áratug enda þótt
hann nyti mikilla vinsælda með
öðrum þjóðum og stefndi allt í
að hann missti tengsl við ætt-
jörð sína og yrði fulltrúi þess
franska umhverfis, sem hann
lifir og hrærist í. Það mátti
ekki seinna vera að Erró kæmi
til íslands með málverkin sín
eftir svo langa útivist enda var
það fagnaðarefni öllum þeim
sem unna íslenzkri myndlist og
gleðjast yfir landvinningum
hennar. Erró er svo íslenzkur í
eðli sínu og með svo djúpar
rætur í íslenzku þjóðlífi að ekki
var unnt að sætta sig við að
tengslin milli hans og þjóðar
hans rofnuðu. Honum var vel
tekið þegar hann kom heim
aftur eftir langa útivist. Þá var
hann fullþroskaður og sérstæð-
ur alþjóðlegur listamaður og
það er ekki sízt þess vegna sem
hann er jafn ágætur fulltrúi
íslenzkrar menningar og raun
ber vitni. íslenzk menning hef-
ur aldrei verið neitt útkjálka-
hokur. Hún hefur verið alþjóð-
leg menning, sótt næringu í það
bezta sem heimurinn hefur haft
upp á að bjóða, og þá hefur
henni bezt vegnað þegar hún
hefur verið í mestum tengslum
við alþjóðlega strauma.
Fornar bókmenntir okkar
sem frægastar hafa orðið fjöll-
uðu ekki einungis um atburði á
íslandi heldur einnig — og ekki
síður — um það sem gerðist
með öðrum þjóðum. Þannig er
frægasta rit íslenzkrar tungu,
Heimskringla, undirstaða
norskrar sagnaritunar og
margt í fornum bókmenntum
okkar lýsir alþjóðlegri reynslu
síns tíma. Við höfum aldrei
verið einangruð smáþjóð, nema
á einangrunar- og niðurlæging-
arárum. Þegar íslendingum
hefur vegnað bezt hafa þeir
verið í nánum tengslum við
umheiminn. Erró er sérstæður
fulltrúi slíkra tengsla íslenzkr-
ar menningar við erlenda
strauma. Við erum stolt af
frama hans og óskum honum
alls góðs. Við vitum að hann
er eftirminnilegur fulltrúi
menningarlegra landvinninga í
þeim stopula tízkuheimi sem
gerir kröfu til þess að einkenni
þjóða séu afmáð og helzt allt
sé steypt í sama móti. Vonandi
undirgangast íslendingar aldr-
ei þessa miskunnarlausu kröfu
umheimsins, heldur leita þeir
sérkenna sinna eins og verið
hefur og samtvinna þau þeim
alþjóðlegu einkennum sem eru
í senn marktæk og mikilvæg. í
list Errós fer þetta saman og
þar er ævintýrið upp á sitt
bezta. Það var í ævintýrið sem
íslendingar leituðu athvarfs á
örlagatímum og það er í ævin-
týralega list manna eins og
Errós sem við leitum staðfest-
ingar á því að við höfum aldrei
haft asklok fyrir himin og al-
þjóðleg myndlist er ekki síður
íslenzk en alþjóðleg.
Það hefur verið skemmtilegt
og uppörvandi að fylgjast með
Erró og myndlist hans, ekki
síður en velgengni ýmissa ann-
arra íslenzkra myndlistar-
manna, t.a.m. Lovísu Matthías-
dóttur í Vesturheimi.
Heimsóknir Errós eru fagn-
aðarefni. Sýningar hans eru
yndisauki og velmetnar af öll-
um þorra manna. Sjálfur er
hann hógvær merkisberi nýrra
strauma í samtímamenningu.
Velgengni hans er veigamikið
landnám íslenzkrar listar. Og
myndir hans eru aufúsugestir
í landi sem hefur ekki efni á
öðru en efla tengslin vð þá sem
bera hróður íslenzks umhverfis
og íslenzkrar menningar til
annarra landa. Við erum fáir,
íslendingar, og þurfum á allri
þeirri atorku að halda sem er
sprottin af arfleifð okkar og
einkennum. Það er í verk
merkra listamanna sem við
sækjum haldbeztu rökin fyrir
því að við höfum hlutverki að
gegna sem skiptir máli þegar
fámenn þjóð og fátæk gerir
kröfur til þess að hún sé metin
eins og efni standa til. Það er
því ástæða til að fagna þessari
heimsókn Errós og óska honum
góðs gengis, svo mikilvægur
fulltrúi íslands sem hann er
með öðrum þjóðum.
Rektor
Háskólans
að skiptir meginmáli,
hvern veg er haldið um
stjórnartauma í æðstu mennta-
stofnun þjóðarinnar, Háskóla
íslands. Það vekur því verð-
skuldaða athygli hvert sinn
sem nýr rektor háskólans tekur
við störfum.
Dr. Guðmundur K. Magnús-
son, sem nú lætur af rektors-
störfum, reyndist farsæll og
framsæícinn stjórnandi. Og
velunnarar háskólans binda
miklar vonir við nýjan rektor,
dr. Sigmund Guðbjarnason.
Morgunblaðið þakkar fráfar-
andi rektor farsæl störf og árn-
ar þeim viðtakandi giftu og
gengis í mikilvægu starfi.
Norodom Sihanouk prins á fundi með blaðamönnum á Hótel Sögu í gær. Morgunbiadið/Árni Sæberg
Rætt viö Norodom
Sihanouk prins
frá Kambódíu
„Ég er hingað kominn til að rotta íslendingum
og ríkisstjórn íslands þakklæti mitt, stjórnar
minnar og þjóðar, fyrir þann stuðning, sem þið
hafið reitt okkur frá þrí Víetnamar hernámu
Kambódíu árið 1979. ísland er í hópi þeirra 120
aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sem riður-
kennt hafa ríkisstjórn mína, sem hina einu lög-
mætu stjórn Kambódíu og sá stuðningur er okkur
mikils rirði,“ sagði Norodom Sihanouk, prins, í
upphafi fundar með íslenskum blaðamönnum á
Hótel Sögu í gær. Hann kom hingað til lands á
sunnudag á eigin regum og notaði tækifærið til að
gera ríkisstjórn íslands og fjölmiðlum hér á landi
grein fyrir málstað andspyrnuhreyfingarinnar f
Kambódíu, sem hann er í forystu fyrir.
Sihanouk, sem er tæplega 63 ára að aldri, var
konungur Kambódiu á árunum 1941 til 1955.
Eftir að Frakkar veittu landinu sjálfstæði lét
hann af konungdómi, en hélt embætti þjóð-
höfðingja fram til 1970. Þá var honum steypt
af stóli og næstu fimm árin dvaldi hann í út-
legð í Kína. Hann gerðist leiðtogi andspyrnu-
hreyfingar, þar sem kommúnistar er nefndu
sig „Rauða khmera" höfðu töglin og hagldirn-
ar, og árið 1975 náðu þeir völdum í Kambódíu.
Sihanouk sneri heim á ný, en var þá settur i
stofufangelsi og var valdalaus maður undir eft-
irliti Rauðu khmeranna alla stjórnartíð þeirra.
Alkunna er að stjórn Rauðu khmeranna er ein-
hver hin blóðugasta, sem saga síðari ára kann
frá að greina. Talið er að rauðliðarnir hafi
vegið allt að þrjár milljónir manna, um helm-
ing þjóðarinnar, i viðleitni sinni til að koma á
kommúnísku þjóðskipulagi i Kambódíu. í hópi
þeirra, sem myrtir voru, voru fimm börn Si-
hanouks og fjórtán barnabörn. í janúar 1979
fóru Víetnamar með her sinn í landið og ráku
Rauðu khmerana frá völdum. Kínverjar, sem
stutt hafa Rauðu khmerana, buðu Sihanouk
Sihanouk prins.
landvist, og þar hefur hann dvalið að mestu
leyti á undanförnum árum.
Her Víetnama fari frá Kambódíu
„Ályktun Allsherjarþings Sameinuðu þjóð-
anna um málefni Kambódíu, sem íslenska rík-
isstjórnin hefur stutt, kveður á um tvö atriði,“
sagði Sihanouk á blaðamannafundinum. „í
fyrsta lagi að allt erlent herlið hverfi úr landi.
í annan stað, að Kambódíumenn fái að kjósa
sína eigin ríkisstjórn án erlendrar íhlutunar. “
Kvað Sihanouk Steingrím Hermannsson, for-
sætisráðherra, og Ragnhildi Helgadóttur, sem
gegnir embætti utanríkisráðherra um þessar
mundir, hafa áréttað stuðning íslendinga við
þessa ályktun á fundi sem hann átti með þeim
á mánudag. Vietnamar hafa hins vegar neitað
að beygja sig fyrir henni og sömu sögu væri að
segja af Sovétmönnum, sem eru helstu stuðn-
ingsmenn þeirra á alþjóðavettvangi, en þeir
hafa mikilla hernaðarlegra hagsmuna að gæta
í Víetnam, að sögn Sihanouks.
Hugmynd Sihanouks er sú, að efnt verði til
fjölþjóðlegrar ráðstefnu um málefni Kambód-
íu, sem stríðandi fylkingar í landinu og stór-
veldi, sem þær styðja, eigi aðild að. Ráðstefnan
verði fyrsta skrefið í átt til myndunar „þjóðar-
sáttastjórnar" í Kambódíu. Vill Sihanouk að í
þeirri stjórn, sem sæti meðan undirbúnar væru
frjálsar kosningar í landinu, ættu sæti full-
trúar núverandi stjórnar Heng Samrin í
Phnom Penh (sem hann kallar „leppstjórn Ví-
etnama"), og þau þrjú öfl sem mynda and-
spyrnuhreyfinguna: fulltrúar skæruliðasam-
taka Rauðu khmeranna, fulltrúar Þjóðfrels-
ishreyfingar khmera (en það eru þau skæru-
liðasamtök, sem Vesturlönd styðja) og hans
eigin fulltrúar. Hann varpaði einnig fram
þeirri hugmynd á blaðamannafundinum, að
friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna héldu
uppi röð og reglu í landinu á meðan kosningar
væru undirbúnar.
Bandalagiö við Rauða khmera
Sihanouk var spurður hvernig hann gæti
réttlætt pólitískt og hernaðarlegt bandalag við
Rauðu khmerana eftir þau óhæfuverk, sem
þeir hefðu unnið á þjóð sinni. „Þetta er spurn-
ing, sem ég er hvarvetna spurður af blaða-
mönnum,“ sagði hann, „og vissulega eru mörg
vandamál þessu samstarfi tengd. Rauðu
khmerarnir myrtu tvær milljónir þegna minna
og börn mín og barnabörn hafa fallið fyrir
hendi þeirra. Ég hef enga ástæðu til að láta
mér falla vel við þá, en hafa verður i huga að
nú eigum við í striði við enn banvænni óvin,
sem er 200 þúsund manna innrásarlið Víet-
nama. Samtökin Amnesty International hafa
upplýst, að leppstjórn Víetnama í Phnom Penh
er kúgunarstjórn; fólk er handtekið og tekið af
lífi án dóms og laga.“
Sihanouk viðurkenndi að kúgun Kambódíu-
manna undir stjórn Heng Samrin væri ekki
eins slæm og á dögum Rauðu khmeranna, en á
það bæri að líta að áform Víetnama væru að ná
völdum í Kambódíu til langframa. Auk herliðs-
ins væri um hálf milljón víetnamskra borgara
í landinu, enda ættu Víetnamar við offjölgun-
arvanda að stríða, sem væri ein rótin að út-
þenslustefnu þeirra í Suðaustur-Asiu. Sam-
kvæmt kambódískum lögum fengju víet-
nömsku innflytjendurnir ríkisborgararétt,
þ.á m. kosningarétt, eftir nokkurra ára dvöl.
„Þetta skýrir hvers vegna Víetnamar tala um
að fara með her sinn frá Kambódíu árið 1990,“
sagði prinsinn. „Þá verða þeir væntanlega
orðnir ein milljón að tölu og gætu ráðið úrslit-
um í kosningum, sem fram færu í landinu."
Kvað Sihanouk stefnu Víetnama í landi sínu
ógna sjálfri þjóðartilveru Kambódíumanna.
„Að velja milli tveggja óvina, Rauðu khmer-
anna annars vegar og Vietnama hins vegar, er
kannski eins og að velja á milli þess hvort
maður lendir í gini tigrisdýrs eða krókódíls,"
sagði Sihanouk. „Það er ekki betra að verða
fórnarlamb krókódíls eða tígrisdýrs frá Kam-
bódíu, en það er samt ekki eins vont og hins
útlenda. Þið þekkið ekki þetta vandamál hér á
Islandi, þar sem hvoruga skepnuna er að
finna.“
Pol Pot viðkunnanlegur, en grimmur
Blaðamaður Morgunblaðsins spurði Sihan-
ouk álits á þýðingu þess, að Pol Pot, helsti
ieiðtogi Rauðu khmeranna, er sagður hafa
dregið sig í hlé. Hann benti á, að Pol Pot gegnir
enn formlega embætti í her Rauðu khmeranna
og Víetnamar teldu brotthvarf hans ekki nægi-
legt til að hefja viðræður um friðsamlega lausn
borgarastyrjaldarinnar í landinu. Þeir vildu að
allir forystumenn Rauðu khmeranna létu af
völdum. Sihanouk viðurkenndi að hann hefði
sjálfur efasemdir um þessar fregnir af Pol Pot,
en benti á að svo virtist sem hann væri sjúkur
maður, haldinn malaríu, og renndi það stoðum
undir að breyting hefði orðið á stöðu hans.
„Ég hitti Pol Pot tvívegis,“ sagði Sihanouk.
„í fyrra sinnið var það 1973 og í síðara skiptið
var það 5. janúar 1979, þegar Víetnamar höfðu
ráðist inn í Kambódíu. Á seinni fundinum
hlýddi ég á hann tala i fjórar klukkustundir
samfleytt og gera grein fyrir hernaðarstöð-
unni, sem hann taldi alls ekki vonlausa. Hann
kvaðst geta náð völdum aftur innan þriggja
mánaða. Ég vissi að þetta var ekki rétt, en
hann hefur mikla náðargáfu sem stjórnmálal-
eiðtogi og það er auðvelt að falla fyrir honum.
Hann er viðkunnanlegur maður í sjón, þótt
hann sé grimmur í verki. Hann er eini maður-
inn í sveit Rauðu khmeranna sem hefur þessa
náðargáfu og hann hefur byggt hreyfinguna
upp alveg frá grunni. Ég mundi hins vegar
aldrei vilja hitta hann á ný. Stuðningsmenn
mínir mundu heldur aldrei fyrirgefa mér það
og Pol Pot er nógu vitur til að biðja ekki um
slíkan fund.“
Ekki útlagastjórn
Talinu var vikið að ákvörðun Bandaríkja-
þings fyrr á þessu ári að veita skæruliðum
Þjóðfrelsishreyfingar khmera og liðsmönnum
Sihanouks fjórar milljónir bandaríkjadala í
fjárhagsstuðning. Prinsinn kvaðst þakklátur
fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en sagðist
aldrei hafa farið sjálfur fram á fjárhagslegan
stuðning þeirra. Hins vegar hefði hann óskað
eftir því, að þeir beittu sér fyrir því við Sovét-
menn að fjölþjóðieg ráðstefna um framtíð
Kambódíu yrði haldin.
Norodom Sihanouk sagði, að þeir skæruliðar
í Kambódíu sem væru honum persónulega trú-
ir væru um 5 þúsund að tölu, í liði Son Sann,
leiðtoga Þjóðfrelsishreyfingar khmera, i
Kambódíu væru um 6 þúsund manns, en Rauðu
khmerarnir hefðu hins vegar 50 þúsund manns
undir vopnum, þar af 30 þúsund í Kambódiu.
Þeir væru því án nokkurs vafa sterkasta aflið í
andspyrnuhreyfingunni, sem berðist gegn
Víetnömum og leppstjórn þeirra, og óhjá-
kvæmilegt að taka tillit til þeirra. Hann sagði,
að nokkrum sinnum hefði komið til vopnavið-
skipta á frelsuðu svæðunum í Kambódíu milli
Rauðu khmeranna annars vegar og liðsmanna
sinna og Þjóðfrelsishreyfingar khmera hins
vegar, og hefðu átökin snúist um yfirráð yfir
þorpum sem Víetnamar hefðu verið hraktir
frá. Rauðu khmerarnir hefðu í öll skiptin átt
upptökin, en hann hefði gripið til þess ráðs að
hóta að segja af sér embætti sem leiðtogi hinn-
ar sameinuðu andspyrnuhreyfingar ef þeir létu
ekki af slikum bolabrögðum. Það hefði dugað
fram að þessu.
Norodom Sihanouk vill ekki láta kalla stjórn
þá, sem hann er í forystu fyrir, útlagastjórn.
Hann bendir á, að hún njóti ekki aðeins viður-
kenningar Sameinuðu þjóðanna, heldur ráði
hún nokkrum landsvæðum í Kambódíu. Þegar
nýir sendiherrar erlendra ríkja koma á fund
Sihanouks fer hann með þá á frelsuðu svæðin
og veitir þeim formlega móttöku þar. „Nýlega
tók ég á móti sendiherrum Kína og Bangladesh
við slíkar aðstæður,“ sagði hann.
GM.
Lögin um Lands-
banka íslands
100 ára í dag
í DAG ERU liðin 100 ár frá því aö lög voru sett um Landsbanka íslands.
Þetta átti sér alllangan aðdraganda. Hugmyndir um stofnun banka á íslandi
komu fram á Þingvallafundi í júní 1853 og var þar samþykkt áskoruu til
Alþingis um „að nsgir peningar geti fengist til brúkunar í landinu'*. Ályktun-
in varð til þess, að í ágúst 1853 samþykkti Alþingi bænaskrá til konungs um
að stofnaður yrði banki á íslandi. Konungur synjaði þessum tilmælum, segir
í frétt frá Landsbanka íslands.
Tveim árum síðar, 1. apríl 1855,
var verzlunin gefin frjáls. í kjölfar
þess og aukinna umsvifa lands-
manna urðu óskir um íslenzkan
banka æ eindregnari. Stofnaðir
voru sparisjóðir á Seyðisfirði, í
Reykjavík og á Siglufirði, sem þó
gátu ekki komið í stað banka. Það
var ekki fyrr en á Alþingi 1881 að
borið var fram frumvarp um
stofnun landsbanka. Deilur innan
og utan Alþingis urðu þess vald-
andi að málið dróst á langinn.
Starfsemin hófst síðan 1. júlí í
tveimur herbergjum í húsi Sigurð-
ar Kristjánssonar bóksala við
Bakarastíg. Gatan var síðan
kennd við bankann og nefnd
Bankastræti. Bankinn var ekki
opinn nema tvisvar í viku, þriðju-
daga og föstudaga, tvo tíma í senn.
Fyrsti bankastjórinn varð Lár-
us E. Sveinbjörnsson, dómari i
landsyfirrétti, og síðar háyfirdóm-
ari. Gegndi hann starfinu ásamt
dómaraembættinu. Aðrir starfs-
menn bankans voru tveir, Halldór
Jónsson gjaldkeri og Sigurður
Bjarnason bókari.
Litlar breytingar urðu eftir
þetta á lögum bankans um nær-
fellt fjögurra áratuga skeið. Þó
var veðdeild Landsbankans stofn-
uð með sérstökum lögum alda-
mótaárið 1900. Miklar breytingar
urðu hins vegar á bankamálum al-
mennt þegar Islandsbanki var
stofnaður árið 1904 og honum
veittur réttur til útgáfu seðla.
Hélzt sú skipan bankamála, þar til
ný lög um Landsbankann voru
samþykkt árið 1927, að loknum ít-
arlegum athugunum og umræðum.
Með þessum Iögum, sem var
breytt að nokkru ári síðar og út-
gefin 15. apríl 1928, var Lands-
bankinn gerður að seðlabanka.
Samkvæmt þeim skyldi Lands-
bankinn starfa í þremur deildum
með aðgreindum fjárhag, en þær
voru seðlabanki, sparisjóðsdeild
og veðdeild. Var þar með lagður
Hús Landsbanka Islands á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis. Landsbankinn fluttist í húsið árið 1899, en hinn 25. apríl
1915 brann húsið í mesta eldsvoða í Reykjavík.
grundvöllur að íslenzkri banka-
starfsemi um næstu þrjátíu ár,
eða fram til ársins 1957.
Þegar tímar liðu fram, óx þeirri
skoðun fylgi, að ekki væri eðlilegt
að sú stofnun sem bæri ábyrgð á
seðlaútgáfu og gjaldeyrisvarasjóði
væri jafnframt umsvifamesti
viðskiptabanki landsins. I fram-
haldi af umræðum um þessi mál
samþykkti Alþingi nýja löggjöf
árið 1957, þar sem Landsbankan-
um var skipt í tvær aðaldeildir,
seölabanka og viðskiptabanka.
Skyldi hvor deild um sig lúta sér-
stakri stjórn. Endanleg skipting
bankans var síðan ákveðin 1961, er
Seðlabanki íslands var stofnaður.
Hefur Landsbankinn síðan starfað
einvörðungu sem viðskiptabanki á
grundvelli laga frá 29. marz 1961.
Bankaráð Landsbankans ákvað
fyrir nokkrum árum að minnast
þess á viðeigandi hátt, að bankinn
hefur á næsta ári, 1986, starfað í
eitthundrað ár. Mun það á næst-
unni gera fjölmiðlum grein fyrir
því.
„Lítil miðstýring og vönduð
framleiðsla meðal þess sem veld-
ur velgengni dansks iðnaðar“
— segir Olav Grue, sem hér er staddur í tilefni afmælis Iðnlánasjóðs
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Olav Grue (til hægri) og Bragi Hannesson bankastjóri og framkvæmda-
stjóri Iðnlánasjóðs.
„Við ERUM tilbúnir að sýna hvað
við höfum gert á þessu sviði, en þið
vcrðið sjálfir að dæma um hvað þið
teljið ykkur geta af því lært,“ sagði
Olav Grue forstjóri danska iðn-
lánasjóðsins (Finansieringsinstit-
uttet for Industri og Hándværk
AA<) þegar blaðamaður spurði hann
hvað íslendingar gætu helst lært af
Dönum í iðnaðaruppbyggingu.
Olav Grue er staddur hér á
landi í boði Iðnlánsjóðs i tilefni
50 ára afmælis sjóðsins. Flutti
hann í gær ræðu á hátíðarfundi
Iðnlánasjóðs á Hótel Sögu, þar
sem hann gerði grein fyrir iðn-
aðaruppbyggingu og fjármögnun
iðnaðar í Danmörku.
Á blaðamannafundi með Olav
Grue kom meðal annars fram að
hann telur helstu ástæður þess
að Danir hafa náð jafngóðum ár-
angri og raun ber vitni á þessu
sviði vera þær að þar hefur verið
- lögð áhersla á uppbyggingu
smærri iðnfyrirtækja, sem eru
sveigjanleg í rekstri og leggja
áherslu á framleiðslu vandaðra
iðnaðarvara, með sérstaka
áherslu á góðri hönnun.
Einnig kom fram að hann tel-
ur að frelsi til athafna og greið-
ur aðgangur að fjármagni til
uppbyggingar fyrirtækja, án
opinberrar miðstýringar, hafi
gefið góða raun í Danmörku, en
þar ríkir að hans sögn minni
miðstýring á þessu sviði en víð-
ast í Vestur-Evrópu.
Olav Grue hefur verið for-
stjóri danska iðnlánasjóðsins frá
1981, en áður var hann forstjóri
hjá Bang og Olufsen og þar áður
hjá skipasmíðastöðinni Bur-
meister og Wain. Hann hefur þvi
mikla þekkingu á dönskum iðn-
aði, bæði frá sjónarhóli iðnrek-
enda og lánastofnana.
„Við töldum því tilvalið að fá
hann hingað til lands af þessu
tilefni til að kynna okkur stöðu
þessara mála í Danmörku, en
þar hefur sem kunnugt er náðst
góður árangur í iðnaðarupp-
byggingu,“ sagði Bragi Hannes-
son bankastjóri Iðnaðarbankans
og framkvæmdastjóri Iðnlána-
sjóðs.
Nánar verður greint frá ræðu
Olavs Grue í fylgiblaði Morgun-
blaðsins um viðskipti og at-
vinnulíf á morgun.