Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 41 „Lista- og viðskiptaheimurinn eiga að styðja hvor annan“ Rætt við Tomas Holton, forstjóra Hildu hf. Sýningin „Iceland Crucible“ eða „fsland í deiglunni“, sem haldin var á Kjarvalsstöðum í sumar, fór víst fram hjá fáum er með fjölmiðlum fylgjast á annað borð. Svo notuð séu orð aðstand- enda sýningarinnar var þarna um að rjeða átak til kynningar á því sem efst er á baugi í íslenskri nútímalist og því ekki í lítið ráðist. Það ætti að vera óþarfi að tí- unda í smáatriðum út á hvað Ís- land í deiglunni gengur; sýningu á ljósmyndum hins pólska ljósmyndara Vladimirs Sichov af nafnkunnum íslenskum lista- mönnum, bók Sigurðar A. Magn- ússonar um íslenska iistamenn, gefna út af bókaútgáfunni Vöku, skreytta myndum Shicovs og að lokum hálftímalanga kvikmynd bandarísku kvikmyndagerðar- mannanna Hal Calblom og Phil Davies um sama efni. Í kvik- myndinni gefur m.a. að líta við- töl við forseta landsins, Vigdísi Finnbogadóttur, og listamenn úr hinum ýmsu listgreinum og Ijúka þar allir miklu lofsorði á sköpunarkraft og menningar- þorsta íslensku þjóðarinnar. Maðurinn að baki þessu fram- taki er Tomas Holton, íslenskur ríkisborgari, sem fluttist til ís- lands frá Bandaríkjunum fyrir 23 árum og er, ásamt ásamt hinni íslensku konu sinni Hönnu, eigandi ullarútflutn- ingsfyrirtækisins Hildu hf. Það fyrirtæki stendur með miklum blóma og mun óhætt að fullyrða að fáir einstaklingar hafi meiri reynslu í að koma íslenskum af- urðum á markað erlendis en þau hjón Tomas og Hanna Holton. það er því varla fjarstæðukennt að ætla að sömu aðilar geti átt þátt í því að kynna annað hand- verk íslenskt á erlendri grund en það sem unnið er i ull. Enda mun ætlun aðstandenda að sýningin fari víða um lönd með Bandarík- in sem fyrsta viðkomustað. — En er á hinn bóginn ástæða til að ætla að útlendingar hafi sérstakan áhuga á að kynna sér lífshlaup tæplega eittþúsund ís- lenskra listamanna og virða fyrir sér ljósmyndir af hundrað og sjötíu þeirra, þó vel séu tekn- ar? Þetta er eitt það fyrsta sem blaðamaður spyr Tomas Holton að þegar við höfum komið okkur fyrir á skrifstofu hans í Bolholt- inu með bleksterkt kaffi í boll- unum og útsýni yfir sundin blá. „Þessi sýning verður að vera í réttu samhengi við annað fram- tak,“ segir hann. „Sé hún það getur hún opnað íslenskum lista- mönnum leiðir til þess að kynna list sína á ótal nýjum stöðum. Ég sé sýninguna ekki sem eitthvert einangrað fyrirbæri heldur sem hluta af miklu viðameiri kynn- ingu. Ég held að það sé grund- völlur fyrir slíku því að áhuginn á íslandi, sem ég hef orðið var við í Bandaríkjunum, er meiri en bara venjuleg kurteisisforvitni útlendinga um lítið land. Þessi mikli áhugi á íslandi er líka veigamikill þáttur í sögunni á bakvið það hvernig „Iceland Crucible" er tilkomið. Við erufn búin að standa í kynningu á landinu árum saman í tengslum við markaðsfærslu á vörum Hildu. Mér fannst ég vera búinn að nota allt sem tiltækt var til kynningar á Islandi, en að samt væri miklu meira að segja. Markaðsfærsla er ekkert annað en að uppfræða fólk og hvers vegna ekki nota aðferðir hennar til þess að kynna menningu eins og hverja aðra vöru?“ spyr Tom- as Holton og svarar sér síðan sjálfur: „Ég lít á starf mitt sem skap- andi. Eins og listamennirnir er- um við að reyna að ná til fólks, þannig að list og viðskipti eiga ýmislegt sameiginlegt og ég sé enga ástæðu til þess að líta neikvætt á tengsl þar á milli.“ — ÞaÓ er ekki úr vegi að spyrja mann sem hefur svo mik- inn áhuga á menningararfleifð Islendinga örlítið um hans eigin uppruna. Því vindum við okkur aftur í tímann og staðnæmumst fyrst þar í sögunni sem Tomas Holton er ungur viðskiptafræði- nemi í Kaliforníu og hittir Hönnu þar sem þau eru í fríi í sama litla skíðabænum. En þau giftu sig síðan í bænum Carmel árið 1957. „Eins og flestir ungir menn í Bandaríkjunum á þessum árum var ég kvaddur í herinn vegna Kóreustríðsins. Um leið og ég var útskrifaður úr háskólanum fór ég í sjóherinn og var í honum næstu átta árin, á móðurskipi fyrir landgöngupramma. Þetta voru undarleg farartæki, 100 metrar á lengd og 17 metrar á breidd, hægfara og þunglamaleg, enda oft kölluð „löngu, hægfara skotmörkin", segir Tomas og bætir við hugsi: „Annars er her- inn ekki eins og fólk sem ekki þekkir til hugsar sér hann. Þetta var samansafn af krökkum, kornungum strákum sem ekkert skildu í því hvað þeir voru eigin- lega að gera í þessu undarlega farartæki úti á rúmsjó." Tomas Holton er frá N-Kali- forníu, fjórði ættliður fjölskyld- unnar sem þar er fæddur. „Fjöl- skylda mín kom snemma til Bandarikjanna frá Englandi," segir hann. „Ég tilheyri tíundu kynslóð hennar í Bandaríkjun- Tomas Holton, forstjóri Hildu hf. um og get rakið ættir mínar aft- ur til Englands ef því er að skipta. Forfeður mínir stofnuðu þrjá bæi, Hartford í Connecti- cut, og Northampton og North- field í Massachusetts. A gullöld gufuknúnu fljótabátanna voru margir þeirra skipstjórar, t.d. langalangafi minn, sem sigldi á leiðinni frá San Francisco til Sacramento. Mér þykir mjög gaman að velta fyrir mér lífi þessa fólks, hvaðan það kom og hvað það fékst við og þessi áhugi á því upprunalega hefur ekki dvínað við það að setjast að á tslandi. Ég hafði ekki komið oft til Is- lands þegar ég fór fyrst að velta því fyrir mér hvað íslenska ullin byði upp á marga möguleika. Þarna var þetta stórkostlega hráefni, sem svo lítið var nýtt. Ég var samt hræddur við að fara út í eitthvað sem enginn hafði gert áður, en svo fór að ég hætti í hernum, þar sem ég var orðinn yfirlieutinant, þ.e. næstur skip- herra, til þess að láta reyna á það hvað ég gæti gert í ullarmál- unum. Stjarna þeirrar sögu er að sjálfsögðu íslenska sauðkindin," bætir hann við og framhaldið þekkja víst flestir. Frá árinu 1974 hefur umsetning Hildu hf. aukist um 30% á ári og nú selur fyrirtækið varning sinn í versl- unum út um öll Bandaríkin. „Ég hef alltaf valið verslanirnar," segir Tomas, „ekki öfugt." Jafn- framt rekur Hilda tíu verslanir þar undir eigin nafni, allt frá Pittsburg til Jómfrúreyja og næsta skrefið verður síðan að opna útibú í Kobe í Japan. Það virðast því orð að sönnu, sem sögð eru á einu auglýsinga- myndbandanna, sem Tomas Holton bregður á skjáinn og sýn- ir blaðamanni, að við markaðs- færslu íslensku ullarinnar séu notaðar „mjúkar söluaðferðir, sem gefa í aðra hönd beinharða peninga". — En hve miklu var kostað til „Iceland Crucible"? „Ég hef ekki tekið það saman nákvæmlega," segir Tom Holton, „en það er sjö stafa tala. Annars skipta peningarnir ekki megin- máli. Það tók þrjú ár að undir- búa þessa sýningu og hún hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig persónulega, er mér meira virði en margt annað, sem hærri upp- hæðir hafa farið í. Þetta er líka viss tilraunastarfsemi, sem er nauðsynleg því annars stendur maður í stað.“ — Hvernig er ætlunin að koma „Iceland Crucible" á fram- færi? „Við höfum ótal möguleika á því að koma sýningunni á fram- færi, en aðstæðurnar verða að vera réttar, til dæmis væru allar listahátíðirnar, sem sífellt er verið að halda um allan heim, kjörinn vettvangur," segir hann. „Nú, svo er heimssýning í Vanc- ouver í Kanada á næsta ári. Hugmyndin að „Icelandic Crucible" fæddist í tengslum við sýninguna „Scandinavia Today“ í Bandaríkjunum 1982. Það gerð- ist margt stórkostlegt í tengsl- um við þá sýningu og einhvern veginn æxlaðist það þannig að við Hanna lentum í miðri hring- iðunni,“ segir Tomas Holton og lýsir því síðan hvernig fjölmiðla- fólk, m.a. frá New York Times, People Magazine og NBC-sjón- varpsstöðinni, sem kom til ís- lands þegar Norðurlandasýning- in mikla stóð fyrir dyrum í Bandaríkjunum, fékk áhuga á að segja söguna af ullarævintýri Hildu hf. „Þegar farið var að undirbúa Bandaríkjaför forseta Islands vegna „Scandinavia To- day“, hringdi Tómas Karlsson í utanríkisráðuneytinu og bað okkur að vera með í ferðinni, sem við gerðum og varð okkur ógleymanlegt. Forsetinn stóð sig svo glæsilega í þessari ferð að það verður seint fulllofað. Ferðin varð líka afdrifarík fyrir fyrirtækið því að NBC-sjónvarpsstöðin leyfði okkur að nota það efni sem varð afgangs þegar þeir höfðu gert þáttinn um Hildu, en þá var myndbandabyltingin að skella á í öllu sínu veldi. Eins og ég hef alltaf sagt þá fannst mér að það hlyti að vera hægt að nota fleira til að auglýsa Island en við hjá Hildu höfðum gert hingað til og allt í einu small allt saman. Hér höfum við alla þessa listrænu hæfileika á stað sem er ekki stærri en úthverfi amerískrar meðalborgar, hvers vegna ekki segja frá því? Sigurður A. Magn- ússon var með í ferðinni, réttur maður á réttum stað, enda er engum fisjað saman sem hefur hugrekki til þess að gera því skil sem hann gerir í þessari bók. Nú stendur til að gefa út aðra „Icelandic Crucible“-bók og Magnús Magnússon er þegar byrjaður að vinna að henni. Sú bók á að ná aftur i tímann og ljósmyndirnar í henni verða einnig eftir Shicov, en það er best að segja ekki meira um hana að svo stöddu. Vonir standa til þess að Þorkell Sigur- björnsson semji lag, sem yrði flutt í tengslum við sýninguna og svona eru alltaf að koma upp nýjar og nýjar hugmyndir í tengslum við þetta kynningar- átak. Eins og Nanna Ólafsdóttir segir i kvikmyndinni þá erum við öll listamenn á vissan hátt. Allir þurfa að búa yfir vissum hæfileikum til þess að gera vel það sem þeir fást við, húsmæður, vörubílstjórar o.s.frv. Á Islandi er markið sett mjög hátt og það er kominn timi til að öll þessi sókn til fullkomnunar verði virkjuð. I þeim tilgangi eiga lista- og viðskiptaheimurinn að styðja við bakið hvor á öðrum og setja sameiginlega fram kröfuna um mestu fáanleg gæði,“ segir Tomas Holton. „Ég get nefnt sem dæmi að í október i fyrra vorum við með mikla kynn- ingarherferð í Bandaríkjunum, sérstaklega á stórri vörusýningu í Carmel þar sem hljómsveitin Mezzoforte kom m.a. og lék fyrir gesti. Þá hefði ég þegið að hafa „Iceland Crucible” í höndunum. Ég vona líka að þetta framtak verði öðrum islenskum fyrir- tækjum fyrirmynd, því í mörg- um löndum rennur fast hlutfall af gróða fyrirtækja, t.d. 5% í Kanada, til lista og menningar i landinu. Slíkt fyrirkomulag gæti orðið íslenskri menningu mikil lyftistöng, bæði innávið og útá- við, því ég hef ekki hitt einn ein- asta útlending sem ekki hrífst af feikilegum sköpunarkrafti Is- lendinga og því hve listin hér er í háum gæðaflokki." — Hafa Islendingar þá enga galla? „Nei.“ Málið er sem næst útrætt en þegar Tomas Holton hefur þagað í smástund bætir hann við: „Það er hægt að gagnrýna allt ef út í það er farið, en það eina sem angrar mig á íslandi er að hér eins og annars staðar eru til ein- staklingar sem virðast vera bún- ir að gleyma meginstefi íslend- ingasagnanna, að orð skulu standa. Ef menn hætta að standa við orð sín þá er endirinn skammt undan.“ H.HJS.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.