Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 43

Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 43
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 43 Þórarinn Ág. Flygen- ring — Kveðjuorð Tíminn hefur engar strendur. Samt er það svo, að hvað bíður sinnar stundar. Sérhver dagur í lífi okkar er atburður, hlekkur í langri eða skammri keðju, sem hefst við fæðingu og lýkur við dauða. Þrátt fyrir þessar staðreyndir geta menn fyrr en varir staðið í þeim sporum, að eiga örðugt með að ná áttum. í þeim sporum stóð ég, er ég frétti láts góðs vinar og fyrrum samstarfsmanns, Þórarins Ág. Flygenrings, sem lézt, langt um aldur fram, þann 3. september. Þegar unglingur ræður sig í vinnu, hvort heldur er til lengri eða skemmri tíma, skiptir það oft sköpum, hvernig til tekst í kynnum við þá, sem fyrir eru á vinnustað. Ég var lánsamur, þegar ég réðst á m/s Gullfoss til sumarstarfa. Þar voru fyrir góðir og gegnir skipsfélagar, og að öðrum frátöld- um varð Þórarinn mér hugþekk- astur. Ljúf og prúðmannleg framkoma, ásamt drenglyndi og staðfestu báru uppruna hans gott vitni. Þetta var sumarið 1950. Það vor kom hið nýja flaggskip íslenska flotans, Gullfoss, til Islands. Það var margt um manninn að taka á móti þessu skipti. Án efa þúsundir. Áhugasamur unglingur fylgdist grannt með af hafnar- bakkanum, hverjir hefðu hlotið það hnoss að hreppa skipsrúm á svo glæsilegum farkosti. Maður bar kennsl á einstaka andlit. Sum þekkt úr farmennsku undangenginna ára hjá Eimskipa- félagi Islands. En þarna mátti líka líta nokkra jafnaldra, sem ýmist hölluðu sér yfir lunninguna, stjórnborðsmegin — en þannig lá Gullfoss oftast bundinn í Reykjavíkurhöfn — eða þeir stóðu hnarreistir, á meðán „Magni gamli" þokaði fánum prýddu fleyinu að bryggjunni. Og það var tilefni til! Þórarinn var einn þessara ungu manna. Ég þekkti hann ekki þá. Kunningjarnir á hafnarbakkanum höfðu öll nöfn á hraðbergi. „Þessi, þarna með ljósrauða hárið, — það er Þórarinn Flygenring." Þarna var líka annar ungur maður, með rauðleitt hár. Hann átti eftir að verða einn af bestu og afkasta- mestu rithöfundum þjóðarinnar. Já, þeir voru margir, sem áttu eftir að ráðast í skipsrúm á Gull- fossi. Og framundan voru skemmtileg sumur í starfi á þess- um glæsilega farkosti. Þórarinn hafði strax áunnið sér traust til starfa, þar sem best og mest var lagt í aðbúnað fyrir far- þegana, á fyrsta farými. Hann var glaðsinna, ungur maður, sem tók þátt í félagsskap okkar hinna, lagði sitt til málanna, þekkti sín takmörk og hallaði á engan í orði. Við urðum miklir mátar á þess- um árum og hélst sú vinátta okkar til vegamóta. Þórarinn var skarpgreindur maður, víðsýnn og vel að sér, enda fróðleiksfús um flest það, sem lífið og tilveran býður upp á. Það er að vera mannlegur. Frá því að hefja störf sem að- stoðarmaður við framreiðslu, tók hann þá ákvörðun að fullnema sig í framreiðsluiðn. Hann var góður fagmaður, og lagði alúð við starfið. Hann var því eftirsóttur af þeim aðilum í veitingarekstri, sem buðu gestum það besta, sem völ var á, í viðurgjörningi og þjónustu. Á Gullfossi varð hann, er tímar liðu, yfirframreiðslumaður. Hann stjórnaði liði sínu á þann veg, að allir fengu notið sín, án skarkala eða stórra orða. Því hlaut öllum að verða hlýtt til hans, og and- rúmsloftið var mótað af persónu- leika hans, háttvísi og höfðingja- skap. Eins og gengur og gerist skildu leiðir okkar í starfi. Þórarinn haslaði sér völl í iðn sinni, þar til hann réðst til Hótel- og veitinga- skóla Islands sem kennari. Þar starfaði hann síðustu árin við góð- an orðstír, sem vænta mátti. Þórarinn var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist glæsilegri konu, Sigríði Valdi- marsdóttur og eignuðust þau tvö mannvænleg börn, ólöfu, arkitekt, og Valdimar Örn, leikara. Heimili þeirra var frá fyrstu tíð góður hornsteinn, þar sem gestir fundu, að húsráðendur höfðu sál. Eðlislæg gestrisni og glaðlyndi hjónanna laða fram minningar um liðna tíð, sem nú skal þökkuð. Á lífsins göngu hittist fólk og tekur tal saman. Sumir staldra lengur við en aðrir. Magn tímans og flaumur orða ræður eki til um það, hvað eftirminnilegast verður, heldur er það innihald orðanna og viðkynning, sem veldur því, að eftir er munað. Kynni okkar Þórarins hófust í þann mund, er hann bar að landi á flaggskipinu íslenska. Síðan hefur tíminn liðið án afláts. Svipur og gerð hvers hlekkjar í atburðarásinni eykur jafnt og þétt nýjum dráttum í þá mynd, sem einkennir lífið. Tíminn hefur enn engar strend- ur, og fley Þórarins hefur lagt frá landi. Síðbúin kveðja flytur honum fararheill og þakkir. Geir R. Andersen Minning: Sigríður Jónsdóttir frá Drangshlíðardal Þann 8. ágúst sl. andaðist í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja Sig- ríður Jónsdóttir, Vesturvegi 17, þar í bæ, og var jarðsungin frá Landakirkju 15. þess mánaðar. Fædd var Sigríður 9. ágúst 1909, að Drangshlíðardal í Aust- ur-Eyjafjallahreppi í Rangár- vallasýslu, 6. barn hjónanna Elín- ar Kjartansdóttur og Jóns Bárð- arsonar, er þar bjuggu lengi. Á uppvaxtarárum Sigríðar lá leið unga fólksins úr sunnlensku sveitunum til Eyja í atvinnuleit, eins og lengi síðar. Sigríður var ekki gömul, þegar hún slóst í þann hóp og í Eyjum stóð svo heimili hennar lengst af. Sigríður giftist sveitunga sín- um, Árna Sigurðssyni frá Rauða- felli, 21. desember 1933 og byrj- uðu þau búskapinn að Skólavegi 25, I húsi Elínar systur Árna. Síðar leigðu þau húsnæði víðar í bænum, eins og gengur, en árið 1951 eignuðust þau húsið Vestur- veg 17. Bjuggu þau þar alla tíð síðan, utan árin 1973-75 er þau dvöldu í Hveragerði í Árnessýslu, vegna eldgossins í Heimaey. Sigríður og Árni eignuðust tvær dætur: Elínu Karólínu, fædda 1938, hún lést á 1. aldurs- ári; og Elínu Lilju, sem fædd er 1939 og býr nú á Selfossi, gift Sigurbergi Guðnasyni vélstjóra. Sá, er þessi minningarorð skrifar, átti því láni að fagna að kynnast á unga aldri þessum yndislegu hjónum, Sigríði og Árna. Hafa þau kynni varað í hálfa öld, svo að margs er að minnast og margt að þakka, þó ekki verði það skráð hér. Sigríður Jónsdóttir var afar hógvær kona að eðlisfari og barst ekki mikið á. Hún var vel af Guði gerð á alla lund, traustur vinur í raun og afskaplega barn- góð. Og þó að hún ætti lengst af heima í Eyjum voru henni átt- hagarnir undir Fjöllunum ekki siður kærir. Þangað fór hún oft og dalnum sínum unni hún mikið, enda er Drangshlíðardalur óneit- anlega fagurt bæjarstæði, þaðan sem Skógafoss blasir tignarlegur við augum. Við leiðarlok fyllir söknuður hugann, en þó jafnframt þakk- læti: Þökk fyrir hjartahlýju, ástúð og fórnfýsi við ungan dreng og móður hans á erfiðum tíma. Blessuð sé minning Sigríðar Jónsdóttur frá Drangshlíðardal og innilegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda hennar. Að endingu langar mig að til- færa síðustu vísuna úr langri drápu, sem Sigurjón, móðurbróð- ir Sigríðar, orti til hennar, þegar hún var barn að aldri, og gera vísuna að hinstu kveðjuorðunum frá vinum hennar: Blessi drottinn byggðir lands, bæinn fjalls í salnum. Signi dýrðleg sólin hans Sigríði í Dalnum. Hvanneyri, Borgarfirði, Trausti Eyjólfsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra fjölmörgu er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdaföður, afa og bróöurs HARALDAR B. PÉTURSSONAR bryta, Digranesvegi 44. Siguröur Haraldsson, Ægir Haraldsson, Sigrún Pétursdóttir, Katrín Líkafrónsdóttir, Helena Svavarsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Halldór Pétursson, Biskup og forsvarsmenn launþega hvetja til að- gerða gegn stjórn S-Afríku ! Á sameiginlegum fundi méð Stein- grími Hermannssyni forsætisráð- herra í gær, afhentu herra Pétur Sigurgestsson biskup, Ásmundur Stefánsson forseti ASI og Kristján Thorlacius formaður BSRB, sam- þykktir funda biskupa á Norðurlönd- unum 10. september sl. og Norræna vcrkalýðssambandsins þann 29. ágúst sl. um málefni Suður-Afríku, þar sem aðskilnaðarstefna þarlendra stjórnvalda er harðlega fordæmd og hvatt er ti) að ríkisstjórnir Norður- landanna beiti sér fyrir viðskipta- þvingunum gegn landinu. óskuðu þremenningarnir eftir því að ríkisstjórn íslands myndi fjalla sérstaklega um málið og gera það sem í hennar valdi stæði til að auka þrýsting á suður-afrísk stjórnvöld. I samþykkt biskupanna segir m.a.: „Síðustu atburðir í Suður Afriku hafa glögglega leitt í ljós, að efna- hagslegar þvinganir erlendis frá gætu náð skjótvirkum árangri. j Sameiginlegar aðgerðir Norður- landa ættu að hafa mikil áhrif bæði á ástandið í Suður-Afríku, sem og á almenningsálitið í heim- inum, eins og málin horfa nú. Við verðum hins vegar að benda á að óskin um sameigiirtegar aðgerðir af hálfu Norðurlandanna, hefur reynst nokkur hemill á fram- kvæmdir í þessa veru, þar sem Norðurlöndin hvert um sig hafa haft tilhneigingu til þess að skjóta þeim á frest með þeim skilningi 4» að árangursríkara væri að vera samstíga hinum Norðurlöndunum. Þannig hefur hin norræna sam- staða, sem ætti að vera til eflingar og örvunar, orðið til tafa og seink- unar. Því förum við þess á leit við í ríkisstjórnir Norðurlandanna að , gerð verið hið fyrsta sameiginleg áætlun sem beinist að því að rjúfa • öll fjárhagsleg samskipti við Suð- ur-Afríku.“ Vatnsskortur hjá vatns- veitu Villingaholts og Gaulverjabæjar Gaulverjabæ í september. Miklir þurrkar síðan í vor hér suðvestanlands eru víða farnir að skapa vandræði í vatnsveitumálum. Hjá Vatnsveitu Villingaholts- og Gaulverjabæjarhrepps hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina í sumar. Fæst nú ekki lengur vatn eftir hefðbundn- um leiðum og hefur þurft að grípa til sérstakra ráðstafana. Vatnsveita þessi liggur á hvert býli í fyrrnefndum sveitarfélögum og auk þess nýtur hluti Stokks- eyrarhrepps góðs af veitunni. Alls eru þetta rúmlega 100 staðir, bændabýli, einbýlis- og sumarhús á stóru svæði hér í neðanverðum Flóa. Vatnið er tekið úr lind í landi Dalsmynnis og Hurðarbaks. Hefur vatnið náðst sjálfrennandi í stóran miðlunartank og síðan niður Fló- ann. Fyrripart ágústmánaðar þornaði sú lind að mestu og hefur síðan þurft að dæla úr heimalind við bæinn Dalsmynni. Hefur þetta verið bráðabirgðaráðstöfun og næst nú ekki heldur nægjanlegt vatn með þessu móti. Er ætlunin nú að dæla inn á lögnina frá lind við Urriðafoss. Nú eru tæp 10 ár síðan vatns- veitan var lögð og hefur ávallt fengist.nægjanlegt vatn þar til nú. Ástæðan er að sjálfsögðu veður- farið. Mönnum líst illa á málin ef sömu þurrkar verða áfram í haust, og jafnvel frostþurrkar. Auglýst hefur verið og brýnt fyrir fólki á þessu svæði að fara sparlega með vatn. Vatnsnotkun er mikil t.d. í mjólkurframleiðsl- unni og eykst enn er skepnur fara aðliggjainni. Ræddar hafa verið ýmsar leiðir til lausnar þessum vanda. M.a. að bora eftir vatni, en ekkert verið ákveðið enn. Ljóst er að það yrðu mjög dýrar framkvæmdir. — Valdim. G. Skagfirska söngsveitin hefur vetrarstarf sitt VETRARSTARF Skagfírzku söng- sveitarinnar í Reykjavík hefst með fundi og myndakvöldi laugardaginn 21. september næstkomandi og verda sýndar myndir frá ferð kórsins til Norður-Ítalíu og Frakklands síðast- liðið vor. Kórinn dvaldi sjö daga í Suður— Týról og söng þar á fjórum stöðum, segir í fréttatilkynningu frá kórn- um. Segir þar ennfremur að hann hafi hlotið góðar undirtektir. Á undan söngnum flutti ítalskur kennari í Bolsano stutt erindi um ísland, en hann er jarðfræðingur og hefur oft komið til íslands og ferðazt mikið um landið. Einnig söng kórinn Litlu orgelmessuna eftir Joseph Hayen við guðsþjón- ustu í kirkju heilags Frans frá Assisi í Bolsano. Á komandi starfsári mun kórinn hafa innlend og erlend lög á efnis- skfa sinni, m.a. nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem samið hefur verið fyrir kórinn. Áformuð er söngferð norður í land, jafnvel á sæluviku Skagfirðinga. Æfingar verða tvisvar í viku og verður raddþjálfari í vetur Halla S. Jóns- dóttir. Kórinn getur bætt við góð- um röddum og geta þeir, sem áhuga hafa haft samband við söngstjórann Björgvin Þ. Valdim- arsson 1 síma 36561 á kvöldin. JttarjpstiMíiSiifo esið reglulega af ölmm fjöldanum! I 4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.