Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 45

Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 45 Tónlistarskóli Gerðahrepps settur: Engir nemendur í gítar- eða fíðlunámi Garói, 16. september. Tónlistorskólinn í Garði var settur sl. sunnudag í húsi tónlistarskólans ad Eyjaholti 2. Það var Jónína Guð- mundsdóttir yfirkennari sem setti skólann. Nemendafjöldi verður um 60 í vetur en það er svipaður fjöldi og var í fyrra. Ákveðið hefir verið að vera með lúðrasveit og barnakór í vetur auk hins þekkta bjöllukórs sem lét mikið að sér kveða í fyrra og spilaði m.a. fyrir landsmenn alla í sjónvarpinu. Flestir nemendur verða í píanó- námi. Þá eru klarinett og þver- flauta einnig mjög vinsæl. Aftur á móti eru það svo fáir sem vilja læra á gítar að ekki reyndist hægt að halda uppi kennslu í þeirri grein og enginn óskaði eftir því að læra á fiðlu svo ótrúlegt sem það nú er. Fjórir kennarar verða við skólann í vetur en voru sex í fyrra. Tónlistarskóli Gerðahrepps hef- ir undanfarin ár verið útibú frá Tónlistarskólanum í Keflavík og er það reyndar enn en nú einungis að nafninu til. Sótt hefir verið um að skólinn verði sjálfstæður en frá því hefir enn, ekki verið gengið formlega. Arnór. Húsavík, 17. september. SÍLDVEIÐI í lagnet hefur verið stunduð á smábátum frá Húsavík undanfarin haust með góðum ár- angri. Veiðar mátti hefja síðastlið- in mánaðamót, en veiðin verið lítil sem engin. Þó hefur hún aðeins glæðst síðustu dagana. Síldin sem veiðist er falleg, en virðist síðar á ferðinni en undanfarin ár, eða sú vona menn að sé skýringin á dræmri veiði. Fréttaritari Húsavík: Dræm veiði í lagnetin Innilegustu þakkir sendi ég sonum mínum, tengdadætr— um, ættingjum og sveitungum, svo og öllum þeim sem glöddu mig og konu mína meö heimsóknum, gjöfum og góöum kveðjum á sjötíu ára afmæli mínu þann 4. ágúst. Sigurður Magnússon, Hnjúki. getrmma - VINNINGAR! * ^ 4. leikvika — leikir 14. sept. 1985 Vinningsröö: 1X1 — 12 2— 12X—1X1 1. vinningur 12 réttir 61341 37976 (4/11) 44165 (4/11) 101941 (6/11) 13680 (2/11H- 43725 (4/11K 87582 (6/11) 103659 (6/11) 36123 (4/11H 43976 (4/11) 100471 (6/11)+ 104165 (6/11) 36819 (4/11) 2. vinningur: 11 róttir 239 13411 38989 47710 86259 100935 103890 614 13484 39037 47801 86264 101106 104001 1668 13473 40094 47859+ 86400 101208+ 104037+ 2097 13650+ 40307+ 48023 86606 101261 104041+ 2232 13660+ 40444 48283 87103 101573 104166 2541 13672+ 40447 49896+ 87173 101680 104260+ 2897 13677+ 40462 49061 87331+ 101722 166487 2914 13678+ 41097+ 49382 87422+ 101944 36712* 4213 13679+ 41239 49767 87423+ 102149 47795* 5078+ 13760+ 42097 50672+ 88016 102209 48014* 6305 35227 42272+ 51082 88087 102223 52950*+ 6370 35328 42430 51860+ 88229+ 102370 87890* 6409+ 35578 42867+ 52332 90181 102553 101215*+ 6534 36122+ 43189+ 52629 90284 102566 102525*+ 8232 36124+ 44196 52631 90585+ 102570 104022* 8563 36126+ 45567 52665+ 90621+ 102689 Úr 3. vtku: 8820 36129+ 45774 52705+ 90624+ 102799+ 5789 9260 36132+ 45817 52822 90652+ 102951 47740 9786 36141+ 45997+ 85611 92347 102966 10867 36895+ 46201 85647 92409+ 103535+ 10868 37500 46296 85691 100139 103539 11219 38058 46685+ 85774+ 100563 103662 11439+ 38143 47396 85873 100582 103693 12408+ 38154 43721+ 86097 100932 103725 íslenskar Getraunir, íþróttamiðstödinni vlSigtún, Reykjavík Kærufrestur er til 7. okt. 1985 kl. 12 k hádegi. Kæruf skulu vera skritlegar Kænjeyöublöó fást hjé umboösmönnum og á sknfstotunm i Reykjavík Vinningsupphæöir geta lækkað. et kærur veröa teknar til greina Handhafar natnlausra seðla (+) veröa aö framvísa stofni eöa senda stotninn og tullar upptýsingar um nafn og heimilistang til Islenskra Getrauna tyrir lok kærutrests Hans Georg afsalar sér Evrópumeistaratitilinum í hendur landa sínum Wolfgang Berg, sem nú keppti í fyrsta sinn á Evrópumóti. Hreggviður Eyvindsson á Fróða frá Kolkuósi. isgleðin í fyrirrúmi. Eiríkur Guð- mundsson og Hildingur voru þeir einu af íslenska liðinu sem ein- hverjar vonir voru bundnar við. Helstu keppinautarnir voru þeir Prati, Fjölnir og Blossi frá End- rup. Farnir voru alls fjórir sprett- ir, tveir á föstudag og tveir á sunnudag. Eftir fyrri daginn var Dorte Rasmussen á Blossa með besta tímann, 23,3 sek. en Eiríkur kom næstur með 24,5 sek. Aðal- steinn á Rúbín náði 25,0 sek. og Hoyos á Fjölni með 25,1 sek. A sunnudeginum tryggði Dorte Rasmussen sér sigur í skeiðinu er Blossi skeiðaði á 22,7 sek. sem er 9/10 úr sekúndu betri tími en danska metið var. Þess má geta að Dorte er aðeins 18 ára gömul og ættu þessar fréttir að vera ís- lensku kvenfólki hvatning til frek- ari þátttöku í skeiðkeppnum hér heima. Annar í skeiðinu varð Dan- inn Stefan Langvad sem keppti á Sörla frá Húsafelli og tíminn 24,0 sek. Sem sagt, tvöfalt hjá Dönum í skeiðinu. Eiríkur varð svo þriðji á 24,5 sek. en Hildingur lá aðeins þennan eina sprett af fjórum sem farnir voru. Allt á suöupunkti í gæðingaskeiðinu Gæðingaskeiðið fór fram á laug- ardageftirmiðdegi og töldu tslend- ingar sig eiga þar nokkra mögu- leika á sigri, í versta falli ein- hverjum verðlaunum. Kom það reyndar á daginn að svo var þótt allt yrði það tekið af okkar mönnum. Ballið byrjaði með því að Eiríkur Guðmundsson fór fyrri sprettinn án þess að nota hjálm en skylt var að nota hjálm. Því má reyndar skjóta hér inn að f Sví- þjóð er lögboðið að nota hjálm í öllum opinberum keppnum og sýn- ingum á hestum en þar sem slíkt hefur ekki tíðkast á Evrópumótum var veitt undanþága frá því á þessu móti en þó ekki í skeiðgrein- unum. Seinna var Eiríkur kærður fyrir þetta og verður vikið að því seinna. Fljótlega eftir að keppnin hófst í gæðingaskeiðinu varð ís- lendingum ljóst að svissneski dómarinn sem dæmdi niðurhæg- ingu túlkaði reglurnar þvert ofan f það sem gert er hér heima og gert var á siðasta Evrópumóti. Eftir að tímatöku lýkur kemur þessi niður- hægingarkafli og á þá að hægja hestinn mjúklega niður á skeiði, tölti eða brokki og talið gott ef hesturinn er kominn á fet áður en keppandinn er kominn úr dóm. Þannig var niðurhægingin hjá bæði Benedikt og Aðalsteini en sá svissneski gaf þeim 5 i einkunn (hæst gefið 15). Hildingur fór hins vegar á fullri ferð með Eirík gegn- um allan þennan kafla og fékk fyrir það 12. Voru fleiri slíkar uppákomur með aðra keppendur svo þeir Benedikt og Aðalsteinn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og fóru þeir ásamt Ragnari liðs- stjóra til Schabosar sem er forseti íþróttamála FEIF og gerðu athugasemd við það sem þarna var að gerast og fóru fram á að stutt hlé yrði gert á keppninni. Ekki kvaðst Schabos geta veitt það. Ákváðu þá Benedikt og Aðal- steinn að hætta keppni en nú skrast í leikinn Stefan Purrucker þulur keppninnar og sagði hann að þeir Benedikt og Aðalsteinn hefðu sanngjarnan möguleika á að fá leiðréttingu eftir keppnina og Schabos tók undir það. Skoruðu þeir á þá félaga að halda áfram keppni og í trausti þess halda þeir áfram. Tók þessi rekistefna nokk- urn tíma og varð til þess að Aðal- steinn mætti of seint en fékk að fara síðastur seinni sprettinn. Eftir keppnina var þetta reynd- ar tekið fyrir en ekki á þann hátt sem íslendingarnir áttu von á því Aðalsteinn var dæmdur úr leik fyrir að mæta of seint ( keppnina og Eiríkur fyrir aö nota ekki hjálm í öðrum sprettinum. Meðal þeirra sem stóðu að þessari ákvörð- un var Schabots, Hággberg móts- stjóri og Marlisa Grimm yfirdóm- ari. Var ekki verið að hafa fyrir því að tilkynna Eiríki og Ragnari liðsstjóra að Eiríkur væri dæmdur úr leik og stóðu allir íslendingarn- ir í þeirri trú að hann hlyti önnur verðlaun i mótslok. Þótti þessi málsmeðferð hreint fáránleg og má nefna að íslensku dómararnir sem dæmdu gæðingaskeiðið fengu ekki að vita neitt um það sem var að gerast og hvorki Aðalsteini né Eiríki gefinn kostur á að skýra sína hlið á málinu. Áttu þeir með réttu annað og þriðja sætið í þess- ari keppnisgrein því hvergi stend- ur í keppnisreglum FEIF að nota beri hjálm og varðandi Aðalstein má segja að hann hafi verið órétti beittur. Sigurvegari varð Vera Reber Þýskalandi á Frosta frá Fáskrúðarbakka en sæti Eiríks og Aðalsteins skipuðu Johannes Hoy- os á Fjölni og Martin Helles Sviss! á Hrafni frá Bjóluhjáleigu. Þökk sé svissneska dómaranum! Kristján dæmdur úr leik í víðavangnum Víðavangshlaupið sem fram fór á föstudagskvöldið var eiginlega forsmekkurinn að því sem koma skyldi i gæðingaskeiðinu, en þar var Kristján Birgisson dæmdur úr leik þar sem hann fór af baki hesti sínum við eina hindrunina. Eftir því sem Ragnar liðsstjóri tjáði blaðamanni þá er ekki getið um það í keppnsireglunum að kepp- andi skuli dæmdur úr leik þótt hann falli af baki heldur fái hann aðeins +stig fyrir það. Fékkst eng- in leiðrétting á þessu frekar en i gæðingaskeiðinu. Hreggviður Eyvindsson á Fróða varð í 4. sæti en sigurvegari varð Line Haugslin Noregi á Snækolli frá Eyvindarmúla, Els van der Meulen á Eldir frá Groot Lankum 2. og Mariyke van de Graaf Sviss á Heru frá Neudorf 3. Hér hefur verið stiklað á stóru um gang mála í hvérri keppnis- grein fyrir sig í þeirri von að þeir sem ekki höfðu tækifæri til að heiðra mótið með nærveru sinni og þá um leið að fylgjast með at- burðarásinni í nærmynd, fái ein- hverja innsýn í það sem þarna fór fram. Síðar verður kynbótasýn- ingunni gerð skil auk þess sem fjallað verður um aðstöðuna, framkvæmd og mótsbraginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.