Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
Margrét Danadrottning á tali vid Þorleif Hauksson lektor í Uppsölum. Myndina tók Helle Degnbol í hallargarði
Krónborgarkastala.
Sjötta alþjóðlega
fornsagnaþingið
Jónas Kristjánsson I góðum félagsskap. Til vinstri við hann er Anna Larsson
en til hægri Ole Widding.
— eftirSverri
Tómasson
Dagana 28. júlí—2. ágúst sl. var
haldið í sjötta sinn alþjóðlegt forn-
sagnaþing (The Sixth Intemational
Saga Conference) á Helsingjaeyri á
Sjálandi. Verndari ráðstefnunnar var
Margrét II. Danadrottning, en Stofn-
un Ama Magnússonar í Danmörku
undir forystu Jonna Louis-Jensens
prófessors, Christopher Sanders
orðabókarritstjóra og Peter Spring-
borgs lektors sá um allan undir-
búning og skipulag. Verkefni ráð-
stefnunnar vora að þessu sinni tvö,
annars vegar að kanna áhrif kristins
siðar á forníslenskar og fornnorskar
bókmenntir, hins vegar að ræða út-
gáfu þeirra á tölvuöld.
Alþjóðleg fornsagnaþing hafa
að jafnaði verið haldin á 2—3 ára
fresti síðan 1971, þegar Hermann
Pálsson lektor boðaði til fyrstu
alþjóðlegu ráðstefnunnar um ís-
lenskar fornbókmenntir í Edin-
borg. Til þess þings var blásið í
því skyni að auka skilning erlendra
fræðimanna á forníslenskum bók-
menntum og um leið efla kynni
þeirra sem við rannsóknir þessara
bókmennta fást.
Viðfangsefni fyrstu og annarrar
ráðstefnunnar, sem haldin var í
Reykjavík 1973, voru aðallega ís-
lendingasögur, en á þriðja þinginu
í Osló 1976 var fjallað um konunga-
sögur. Á hinu fjórða, sem fram fór
í Munchen, ræddu menn fornaldar-
sögur og í Toulon á Frakklandi,
þar sem fimmta þingið var sett,
var viðfangsefnið norrænar þýð-
ingar úr fornfrönsku og anglo—
normönsku, riddarasögur.
Á þessu sjötta þingi var fjallað
um áhrif kristins siðar á norrænar
bókmenntir og íslenskt og norskt
samfélag á miðöldum, en að auki
hvernig ný tækni getur breytt
aldagömlum aðferðum við vísinda-
lega útgáfu texta eftir handritum.
Stofnun Árna Magnússonar í
Kaupmannahöfn (Det arna-
magnæanske Institut, Köbenhavn)
sá um ráðstefnuna undir stjórn
þriggja manna, Jonna Louis-Jen-
sens prófessors, Chripstopher
Sanders orðabókarritstjóra og
Peter Springborgs forstöðumanns.
Þátttakendur voru yfir 200 frá
16 þjóðlöndum, en þó flestir frá
íslandi, u.þ.b. 50, en einnig all-
margir frá hinum Norðurlöndun-
um, sérstaklega Danmörku og
Noregi. Þingið sátu einnig 5 Japan-
ir og 4 Ástralíumenn, 1 Ungverji
og 1 frá Júgóslaviu. íslendingar
hafa ekki fyrr verið svo fjölmennir
á fornsagnaþingum erlendis og
munaði þar mestu um 20 stúdenta
úr Háskóla íslands en þeir höfðu
flestir sótt helgisagnanámskeið
Sverris Tómassonar á vormisser-
inu. Sáttmálasjóður styrkti stúd-
enta og háskólakennara ríflega til
fararinnar; annars hefði þeim
reynst ókleift að sækja þetta þing
og veldur þar mestu um hve flug-
fargjöld milli íslands og Norður-
landa eru há.
Það hefur lengi verið kunnugt
að áhrif kristins siðar á allar
greinar forníslenskra bókmennta
hafa verið mikil og frjó, enda eru
þær flestar færðar í letur á þeim
tíma þegar kristni hafði ríkt í
landinu í rúmar tvær aldir. En það
hefur verið ágreiningsefni meðal
fræðimanna hve mikil ítök heiðinn
síður átti í mönnum og hvernig
það kemur fram í bókmenntunum.
Fræðimenn hafa einkum leitað
svara við þrennu:
1) Að hve miklu leyti má greina
samruna tveggja trúarbragða í
bókmenntum timabilsins. 2) Eru
þær bókmenntir sem lýsa heiðnum
átrúnaði, veröld Valhallar og Helj-
ar, aðeins kristin útlegging á forn-
um þjóðsögum, leifum sem rit-
höfundar þessarar tíðar tíndu
saman, þegar stund gafst til frá
róstum og vígaferlum? 3) Ef forn
átrúnaður þekktist, hversu virk
voru þau vætti í samfélginu?
Hjartahreinn og hrekklaus
maður gæti ugglaust svarað þess-
ari þriðju spurningu á þá leið að
arJón biskup ögmundsson hefði
þegar í upphafi 12. aldar aftekið
alla heiðni með því að breyta
daganöfnunum: óðinsdagur varð
miðvikudagur, Þórsdagur fimmtu-
dagur og Týsdagur þriðji dagur
vikunnar. En þeir margfróðu menn
sem þekkja vel íslenska rökvisi,
vita sem er, að þetta er aðeins
rykið á yfirborðinu. Um svipað
leyti og Jóns saga Ögmundarsonar
var fyrst færð í letur lifðu íslenskir
höfðingjar búfjárlifi en norskir
drukku sleitulaust. Athöfn Jóns
biskups i sögum hans er því sam-
bærileg við rökhugsun löggjafans
nú á tímum: banna skal áfengan
mjöð en leyfa brennivín. Þetta
dæmi er hér tekið til að sýna
hversu valt er að treysta heimild-
um um siði og venjur forfeðranna,
hvort sem þær kallast heiðnar eða
kristnar.
En þessar vangaveltur lúta þó
aðeins að einum þætti viðfangsefn-
isins. Mestur hlutur þess var um
kristnar bókmenntir, helgra
manna sögur, kristnar drápur og
hymna og áhrif þeirra á veraldlega
sagnaritun. Eru t.d. lýsingar á
dauðastríði manna í Islendinga
sögu Sturlu eða Heimskringlu
Snorra undir beinum áhrifum frá
pínslarsögum, lýsingu á píningu
dýrlinga fyrir trúna? Eða var
Snorra-Edda skrifuð að fyrirmynd
erlendra kennslubóka handa
prestlingum eins og t.a.m. Elucid-
arius sem um margar aldir gegndi
svipuðu hlutverki og kverið á 19.
og fyrri hluta 20. aldar? Og í þriðja
lagi, lærðu islenskir rithöfundar
íþrótt sína og frásagnarlist af
fyrstu þýðingunum úr latínu, t.d.
apókrýfum postulasögum? Urðu
latneskar bókmenntir til að efla
innlenda sagnagerð eða var íslensk
Hermann Pálsson þakkar borgar-
stjórn Kaupmannahafnar fyrir mót-
tökuna í ráðhúsi borgarinnar.
(Ljósm. Helle Degnbol).
sagnaritun eins konar andsvar við
erlendum áhrifum? Hve mikið af
lærdómsritum þekktu forfeður
vorir og hversu mörg tungumál
kunnu þeir? Lék franska eða
valska, eins og hún hét þá, aðeins
á tungu Norðmanna en ekki ís-
lendinga eins og Norðmaður einn
hélt fram í doktorsriti fyrir hart-
nær þrjátíu árum?
Um leið og þessum spurningum
var varpað fram, þá reyndu fyrir-
lesarar að gera nánari grein en
áður hafði verið gert fyrir völdum
kaþólsku kirkjunnar hér á landi
og hvort hugsanlegt væri að kirkj-
unnar ménn hefðu haft hönd i
bagga þegar rit eins og Landnáma-
bók var sett saman.
Eins og sjá má af þessum spurn-
ingum voru þingmálin svo um-
fangsmikil að óhjákvæmilegt
reyndist að skipa þátttakendum
niður í vinnuhópa og urðu þeir níu
talsins, sjö um aðalefni ráðstefn-
unnar, en tveir um útgáfu og út-
gáfutækni á norrænum miðalda-
textum. Til þess að gefa lesendum
Morgunblaðsins nokkra hugmynd
um málaflokkana, skal ég nefna
þá, þar eð ekki gefst rými til að
reifa efni nema örfárra fyrirlestra.
Fyrsti hópurinn fjallaði almennt
um norræna kristni, annar um
eðli og eigind þeirra trúarbragða
á Norðurlöndum, þriðji um áhrif
kristinna kenninga á norræna bók-
menntahefð, fjórði um kristna
túlkun á norrænum goðsögnum,
fimmti um þjóðfélagslega stöðu
kvenna í heiðnu og kristnu sam-
félagi á miðöldum, sá sjötti um
áhrif kristins siðar á norrænan
kveðskap og sjöundi hópurinn
ræddi um menntun og lærdóm á
Norðurlöndum á miðöldum. Fyrir-
lestrarnir voru flestir á ensku, en
fyrirspurnir og umræður fóru
fram á islensku og hinum norrænu
málunum, ensku og þýsku.
Mér telst svo til að á ráðstefn-
unni hafi verið flutt um 70 erindi
og þar af voru 7 eftir íslenska
fræðimenn. Fyrirlestrar þeirra
skiptust nokkuð jafnt milli um-
ræðuhópa. Um sagnfræöi og sam-
félagsvísindi fjölluðu Einar G.
Pétursson og Gunnar Karlsson. Sá
fyrrnefndi endurvakti gamla
kenningu Halldórs Hermannsson-
ar um orsakir ritunar Landnáma-
bókar. Að hyggju Einars hefðu
landnám verið skráð að frumkvæði
kirkjunnar og hefði Gissur biskup
Framkvæmdastjórn Sjötta alþjóðlega fornsagnaþingsins á Helsingjaeyri.
Talið frá vinstri: Peter Springborg, Christopher Sanders, Jonna Louis-Jen-
sen. (Ljósm. Eva Rode).