Morgunblaðið - 18.09.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
55
Kevin Rowland laginn við að lenda í vandræðum.
Hún kemur ekki,
hún kemur víst
Við greindum frá því hér á síð-
unni fyrir viku að væntanleg
væri ný plata með Dexy’s Mid-
night Runners og væri útgáfudag-
ur hennar áætlaður föstudagurinn
13. september. Sumum fannst nú
sem dagsetning þessi boðaði ekki
gott og eitthvað hlyti að koma upp
á sem stöðva mundi útgáfu plöt-
unnar. í síðustu viku komust svo
þær sögusagnir á kreik að vænt-
anlega yrði sett lögbann á útgáfu
plötunnar. Var það vegna þess að
maður að nafni Alan Wintstanley
hafði ráðið sig til þess að stjórna
upptökum hennar og átti þeim að
vera lokið fyrir 1. mars síðastlið-
inn, því þá átti hann að fara að
vinna með Madness að nýrri plötu.
Það tókst hins vegar ekki að ljúka
Dexy’s-plötunni í tíma og það fór
því svo að Kevin Rowland, höfuð-
paur hljómsveitarinnar, þurfti að
ljúka verkinu án aðstoðar Wint-
stanleys.
Þegar búið var að ganga frá al-
búmi plötunnar kom í/Ijós að
Rowland hafði látið skrá sig sem
upptökustjóra en að hún væri
hljóðrituð af Wintstanley. Þessu
vildi sá síðarnefndi ekki una þar
sem það gefur pening af sér að
vera skráður upptökustjóri og
Wintstanley álítur sig hafa
stjórnað upptökum plötunnar að
mestu leyti, þó svo hann hafi ekki
getað lokið alveg við verkið, þar
sem það dróst á langinn að ljúka
því.
Bjuggust menn við að úr þessu
yrði mikill hnútur sem erfitt yrði
að leysa. Öllum Dexy’s-aðdáend-
um til léttis er þó hægt að greina
frá því nú að þetta mál hefur leyst
farsællega og mun skífa þessi þeg-
ar komin í hljómplötuverslanir og
er Wintstanley skráður upptöku-
stjóri, ásamt meðlimum hljóm-
sveitarinnar og þá er ekkert eftir
nema að láta sig hlakka til þess að
gripur þessi berist í hljómplötu-
verslanir hérlendis.
Kate Bush rýfur þögnina.
sem Wham munu senda frá sér
innan skamms, en plata þessi mun
hafa verið tekinn upp í hinni
víðfrægu Kínaferð þeirra
tvímenninga.
Big Country er tvímælalaust ein
af vinsælli hljómsveitum hér á
landi og það ættu því að vera að-
dáendum þeirra gleðifrengir að
þeir verða með nýja plötu fyrir jól.
Þá eru hér nokkrir punktar úr
eldri deildinni. Diana Ross er með
nýja plötu sem nefnist Eaten
Alive. Þá mun Bob Seger, sem ekki
hefur farið mikið fyrir að undan-
förnu, senda frá sér nýja plötu um
miðjan október. Steve Miller er
sömuleiðis væntanlegur með nýja
plötu. Elton John verður með nýja
plötu í nóvember, sem á að heita
Ice on Fire (minnir á ísland). Joni
Mitchell verður væntanlega með
plötu áður en langt um líður og er
það hennar fýrsta síðan 1982. Þá
hefur heyrst og vonast er eftir að
Rolling Stones muni senda frá sér
breiðskífu innan skamms.
David Sylvian sendi f fyrra frá
sér plötuna Brilliant Trees sem
var í einu orði sagt „brilliant" og
hann mun nú freista þess að fylgja
henni eftir innan skamms með
nýrri breiðskífu.
Hljómsveitin Alarm vakti nokkra
athygli þegar þeir í fyrra sendu
frá sér sína fyrstu breiðskífu. Lít-
ið hefur frést af þeim síðan þar til
nú að ný plata er að koma út.
Strength heitir þessi önnur
breiðskífa þeirra og á henni er að
finna níu lög, sem vel flest eru
eftir þá Mike Peters og Eddie
MacDonald meðlimi Alarm.
Sheffield-hljómsveitin ABC sendi
árið 1982 frá sér góða breiðskífu
sem hét The Lexicon of Love. Þeir
fylgdu henni eftir með hroðalegri
plötu, Beauty Stab, ári síðar en
síðan hefur ekki mikið heyrst af
þeim. Þeir munu hins vegar senda
frá sér sína þriðju breiðskífu inn-
an skamms og kemur hún til með
að heita How to Be a Zillionaire.
Verður nú spennandi að vita hvort
hún verður af sama gæðaflokki og
fyrsta platan eða önnur.
Þá er hér ein „ekki“ frétt. Búist
hafði verið við að Marianne Faith-
ful mundi gefa út plötu á þessu
ári. Henni hefur aftur á móti verið
frestað fram á næsta ár.
Þungir
punktar
UFO munu senda frá sér nýja
breiðskífu í nóvember og lítil
plata er væntanleg síðar í þessum
mánuði. Meðlimir UFO eru nú
Phil Moog, Paul Gray og Paul
Raymond, ásamt gítarleikaranum
Atomik Tommy M. og fyrrum
trommuleikara Magnum, Jim
Simpson að nafni.
Ný plata með Kiss á að vera ný-
útkomin og heitir hún Asylum.
Gítarleikarinn Gary Moore, sem
fyrir nokkru gerði það gott með
Phil Lynott í laginu Out in the
Fields, hefur sent frá sér nýja
breiðskífu sem heitir Run for Cov-
er. Þess má geta að á plötu þessari
er að finna lagiö Empty Rooms
sem gert hefur það gott á
vinsældalistum upp á síðkastið en
þetta lag var að finna á plötunni
Victims of the Future, sem kom út
árið 1983 og eins var það á
tónleikaplötunni We Want Moore
sem kom ut í fyrra. Nú er sem sé
komin þriðja útgáfa þessa ágætis
lags.
Kanadíska hljómsveitin Rush
sendir þann 14. október frá sér
breiðskífuna Power Window. Kiss
sendu frá sér nýja plötu á mánu-
daginn var og WASP munu senn
gefa út nýja breiðskífu. Þá er
nýrrar plötu með Iron Maiden að
vænta einhvérn tíma fyrir jól.
Ekki má gleyma Judas Priest sem
einnig munu senda frá sér
breiðskífu á næstunni.
V^terkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Föstudags- og
laugardagskvold
Eruð þið
búin að
tryggja
ykkur
miða?
• Pantið miða
timanlega í síma
23333 og 23335.
Kvöld sem
enginn má
missa af!
Sælkerakvöld
í Blómasal
fimmtudaginn 19. september kl. 19:00
Hjónin Kristín Gestsdóttir matreiðslubókahöfundur og
Sigurður Þorkelsson bjóða til fyrsta sælkerakvölds \’etrarins.
Sælkerakvöldið hefst kl. 19:00 í Blómasal með hressingu.
Að henni lokinni verður gengið til borðs.
Eftirréttur:
Rifsberjahlaup með bananarjóma.
Matseðill Kristínar:
Forréttur:
Grafheilagfiski avcxrado
Milliréttur:
Appelsínukrap Kristínar
Aðalréttur:
Fylltur lambaframpartur kryddaður blóðbergi
með vatnsmelónusalati.
Borðapantamr i síma 22322 - 22321
HÚTEL LOFTLEIÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL