Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 18.09.1985, Qupperneq 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985 — sagði Guðmundur Þorbjörnsson sem skoraði bæði mörk Vals „Þetta er ad verða alveg þokka- legaata vika, já,“ sagöi Guömund- ur Þorbjörnason, hetja Vals- manna í gœrkvöldí. Hann skoraöi baaöi mörk liösins. Á sunnudag var hann sem kunnugt er kjörinn Leikmaöur íslandsmótsins af leikmönnum 1. deildarliöanna og síöastliöinn fimmtudag skoraði hann markiö sem tryggði Val ís- landsmeistaratitilinn. Um fyrra mark sitt i gær sagði Guömundur: .Boltinn frá Hilmari úr hornspyrnunni kom á nærstöngina, fór skyndilega yfir varnarmanninn sem var fyrir framan mig og óg náöi aösneiöa boltann ímarkiö." í seinna markinu var Hilmar Haröarson meö knöttinn úti íteig — hugöist skjóta en hitti knöttinn ekki vel og hann stefndi framhjá er Guðmundur þrumaði honum í net- iö. „Það er kannski ekki hægt að segja aö Himmi hafi hitt boitann illa!" sagöi Guðmundur. „Sennilega má segja aö hann hafi hitt hann mjög vel; Þaö var ólýsanlegt aö sjá boltann í netinu. Ég hef aldrei, held ég, skoraö í Evrópuleik áöur. Þaö var frábært aö skora tvö nú — og ekki verra aö þaö skuli hafa veriö gegn Nantes." Var erfitt aö leika gegn þeim? „Nei, þaö var í raun ekki svo mjög erfitt. Ég hef fylgst meö þessu liöi og þaö er nú í 2. sæti frönsku 1. deildarinnar. Þaö kom mér á óvart hve viö stóöum jafnfætis þeim. Þeir voru reyndar mikiö meö boltann fyrstu tíu mínúturnar en í lokin sýndum viö hverjir voru betri!" Sagt eftir leikinn: ég gntí jafnvel veriö brákaöur," sagöi Heimir. „Ég held aö þetta hafi veriö besti Evrópuleikur sem nokkurt lið hefur leikiö hér. Meö viröingu fyrir öllum öörum leikjum held ég aö ég geti sagt þaö. Eftir fyrstu tíu mínúturnar komumst viö vel inn í leikinn. Þeir leika knattspyrnu sem viö erum ekki vanir og því tók þaö tíma aö venjast þeim." „Lékum illa“ Robert Budzynski, fram- kvæmdastjóri Nantes, var ekki sórlega hress meö sína menn. Hann virtist þó ekki hræddur vió síöari leikinn — var á því aó sínir menn ættu auövelt með aó kom- ast í 2. umferöina. „Viö lékum mjög illa í kvöld. Mjög illa," sagöi hann í samtali viö blaöa- mann Morgunblaðsins. „Viö áttum í vandræöum meö aö láta leikmenn okkar einbeita sér aö leiknum fyrir- fram. Valsmenn eru áhugamenn, okkar leikmenn þekkja lítiö til þeirra og í slíkri stööu er alltaf erfitt aö fá leikmenn tii aö trúa því aö viöur- eignin geti oröiö erfiö. Þáeigum viö erfiöan leik framundan í deildinni á laugardag og þeir hafa eflaust veriö meö hugann viö hann. En viö feng- um vænt högg í andlitiö í kvöld! Þegar Valsmenn koma til Nantes eftir hálfan mánuö munu þeir sjá mjöggott Nantes-lið. Ég haföi séö Valsliöiö leika áöur. Þetta er gott liö. Leikmenn liösins eru líkamlega sterkir og mjög áhugasamir. Þaö er þeirra aðal- styrkur." „Lékum vel“ „Ég vildi aö fyrsta umferóin væri búin meö þessum leik og þessum úrslitum!" sagöi lan Ross, þjálfari Vals, í samtali vió Morgun- blaöiö eftir leikinn. Lái honum hver sem vill — sigur Vals var glæsilegur og hver veit nema hagstæö úrslit náist á útivelli.... „Ég er mjög hrifinn af franska liöinu. Þaó er geysilega gott. En viö lékum mjög vel. Eg var ekki undrandi á úrslitunum — óg læt aldrei neitt koma mér á óvart,“ sagöi Ross. „Eltum þá ekki út á vöilinn“ „Við lókum alveg rétt í þessum leik. Framherjarnir hjá þeim bökk- uöu mikiö — voru aö reyna aö draga okkur fram á völlinn, en viö eltum þá ekki. Létum þá bara koma. Þetta var mjög góöur og skemmti- legur leikur og við vorum í alveg jafn góöri æfingu og þeir," sagöi Sævar Jónsson eftir leikinn í gær- kvöldi. Förum óttalausir til Frakklands — segir Grímur Sæmundsen, fyrirliði Valsmanna „Ég er alveg í sjöunda himni,“ sagói Grímur Sæmundsen, fyrir- liöi Vals, eftir leikinn. „Þaö var ofsaiega sætt aó vinna leikinn. Þaó er alveg Ijóst að hingað kemur ekkert lið og gengur yfir íslenskt liö — hvorki félagslió né landsliö,“ sagöi Grímur. „Ég er mjög hreykinn fyrir hönd íslenskra knattspyrnumanna eftir þennan sigur. Eins og ég segi, þaö sannast enn einu sinni aö erlendir knattspyrnumenn koma ekki hing- aö „í frí" og vinna. Þaö var svo sannarlega gaman aö gefa frönsku blööunum „utan undir" — þau höföu sagt aö ieikurinn hér i Reykja- vík væri aöeins formsatriöi. Sigur Nantes yröi svo léttur. Þaö kom mér á óvart hve Frakk- arnir voru linir í taklingunum — þaö var aðeins landsliösmaöurinn Le Roux (númer 4) sem gat taklaö eins og viö íslendingar þekkjum úr leikj- unum hér heima! Hinir voru eins og kettlingar." Hvaö segiröu um síóari leikínn? „Viö förum alveg óttalausir út til Frakklands. Við hræöumst ekkert." Grimur sagöi aö undirbúningur Valsara fyrir þennan leik heföi veriö mjög góöur. „Þaö hefur veriö svo mikiö aö gera hjá okkur undanfarna daga aö viö höfum ekki haft tíma til aö „stressa" okkur út af þessu. Þaö hefur enginn veriö aö segja okkur hve góöir Frakkarnir væru. Við fórum svo bara inn á völlinn meö þaö í huga aö viö gætum unnið. Viö trúöum því sjálfir — og viö vitum að ööruvísi vinnast leikir ekki. Ég er sannfæröur um aö viö hefðum unniö 2 eða 3:0 heföu þeir ekki jafnaö fljótt eftir fyrra markiö hansGumma." Morgunblaöiö/Júlíus Heimir Karlsson sést hér í baráttu vió markvörð Nantes og nokkra varnarmenn liösins í leiknum í gær. Heimi tókst ekki aö skora í leikn- um, en lék engu að síöur mjög vel eins og reyndar allir leikmenn Vals. Heimir Karlsson meiddist í leiknum og varó að fara af velli. Liót takkaför voru á legg hans. „Eg stóö í fótinn er hann taklaöi mig — þetta er mjög slæmt. Ég fer í myndatöku, menn halda aö „Þokkaleg vika!“ Besti Evrópuleikur sem fariö hefur fram hér Kennedy til Newcastle! Frá Bob Hennessy, fréttamanm Morgun- blaösins í Englandi ALAN Kennedy, vinstri bakvöröur Liverpool, mun nær örugglega skrifa undir samning viö New- castle í dag. Hann lék meö New- castle áöur en hann var keyptur til Liverpool fyrir 300.000 pund áriö 1978. Newcastle kaupir hann nú aftur á 100.000. Félögin hafa samiö og leikmaöurinn var í gær í Newcastle þar sem hann ræddi viö lan McFaul, stjóra Newcastle um launamál. Liverpool lók í gærkvöldi við Southampton á heimavelli sínum í Super-Cup-keppninni — keppni sem sett var á laggirnar fyrir liöin sex sem áttu aö taka þátt í Ev- rópukeppninni fyrir hönd Englands, en sem kunnugt er setti UEFA-liðin í bann. Liverpool vann Southamp- ton 2:1 í fyrsta leik keppninnar. Jan Mölby og Kenny Dalglish skoruðu fyrir Liverpool en Danny Wallace fyrir gestina. Liverpool og Sout- hampton leika í riöli meö Totten- ham en í hinum leika Everton, Manchester United og Norwich. Everton og United mætast einmitt í kvöld á Old T rafford. ÍA—Aberdeen í Laugardal í kvöld: „Ekki sigurviss" — segir Alex Ferguson, stjóri Aberdeen „Við höfum ekki leikið vel í vetur. Höfum einhvernveg- inn ekki náö nógu vel saman. Það er erfitt aó segja hvers vegna en ég hef orðiö fyrir miklum vonbrigðum með leik líðsins í vetur,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, í samtali við blaða- mann Morgunblaösins í gær. Lió hans mætir Akurnesing- um í kvöld á Laugardalsvellin- um og hefst leikurinn kl. 18. Liöin léku einmitt í Evrópu- keppninni fyrir tveimur árum og þá voru Skotarnir heppnir aö sleppa meö sigur úr Laugar- dalnum. Ég spuröi Ferguson hvort lið hans væri jafn sterkt í dag og þá. „Nei, það er ekki jafn sterkt. Það hafa oröiö miklar breyting- ar á liðinu síðan þá. Viö höfum selt Strachan, Kennedy, Morgunblaðið/Árni Sæberg • Alex Ferguson, fram- kvæmdastjóri Aberdeen. Hann tók vió skoska landsliöinu til bráöabirgóa á dögunum eftir andlát Jock Stein, sem var landsliösþjálfari. McMaster, Rougvie og McGhee og Peter Weir er nú meiddur og getur ekki leikið. En viö eigum talsvert af ungum góöum leikmönnum. Liöið sem lék hér fyrir tveimur árum var mjög leikreynt." Hvernig Ifst þér á leikinn viðÍA? „Tja, eftir þá reynslu sem viö fengum af því aö leika gegn ÍA fyrir tveimur árum er maður ekki sigurviss. Akranes heföi a.m.k. átt skilið jafntefli í þeim leik, þeir nýttu ekki vítaspyrnu í leiknum og viö vorum í raun heppniraö sigra." Heldurðu að þið getiö náö langt í Evrópukeppninni í ár? „ Ef liðið fer að leika aftur eins og þaö best getur gætum við gert góöa hluti. Viö leikum ekki vel í augnablikinu en ég vona bara aö þaö breytist.“ Lárus skoraði ÞEIR félagar hjá Bayer Uerdingen, Lárus Guömundsson og Atli Eö- valdsson, báru sigurorö af bikar- meisturum Möltu, Zurríeq, í Evr- ópukeppni bikarhafa þegar liöin mættust í fyrri leik liöanna á Möltu í gærkvöldi. Uerdingen sigraöi 3:0 og skoraói Lárus þriðja og síðasta mark liös síns. Funkel skoraði fyrri mörkin tvö í fyrri hálfleik en Lárus bætti þriðja markinu vió á 87. mínútu. í Evrópukeppni félagsliöa sigraöi Slavia frá Prag lið St. Mirren frá Skotlandi 1:0 j>egar liöin mættust í Tékkóslóvakíu. Eina mark leiksins skoraöi Kouril á 77. mínútu og tryggöi liöi sínu þar meö sigur. Áætlun Akra- borgar breytt VEGNA Evrópuleiks ÍA og Aber- deen í kvöld hefur áætlun Akra- borgar veriö breytt. Feróinni klukkan 14.30 frá Akranesi er frestað til kl. 16 og Akraborgin fer aftur til Akraness aö leik loknum kl. 20.30.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.