Morgunblaðið - 18.09.1985, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR18. SEPTEMBER1985
63
Frábær Valssigur
— Guömundur Þorbjörnsson skoraöi bæöi mörkin í sætum sigri Vals
NÝKRÝNDIR íslandsmeistarar
Vals sigruöu Nantes frá Frakk-
landi í fyrri leik liöanna í evrópu-
keppni félagsliöa á Laugardals-
velli í gærkvöldi. Guðmundur
Þorbjörnsson skoraöi tvívegis í
síðari hálfleik, sigurmarkiö
skömmu fyrir leikslok en Frakk-
arnir jöfnuöu í millitíöinni. Nantes
voru betri aöilinn á vellinum en
þaö eru jú mörkin sem telja í
Evrópuleikjum sem og öörum
knattspyrnuleikjum. Valsmenn
léku þó ágætlega á köflum og af
mikilli skynsemi. Þeir létu Frakk-
ana um aö hafa knöttinn og eltu
þá ekki upp aö vítateignum hjá
þeim þegar þeir voru að leika
knettinum á milli sín þar. Þetta
var skynsamleg leíkaöferö sem
gaf góöa raun en áhorfendur
vildu þó aö Valsmenn pressuöu
meira á þá frammi en sem betur
fer haföi þaö ekki áhrif á leik
Valsmanna sem náöu frábærum
árangri meö þessari leikaöferö.
Laugardalsvöllurinn var mjög
blautur eftir rigningar aö undan-
förnu og því var erfitt aö leika á
vellinum. Jafnræöi var meö liöun-
um fyrstu mínúturnar en á 6. mín-
útu fengu Frakkarnir óþarfa auka-
spyrnu. Amisse átti þá mjög fast
skot neöst í bláhorn Valsmanna en
Stefán Arnarson varöi frábærlega
vel. Hann renndi knettinum til
Sævars sem renndi honum aftur til
Stefáns, nokkuð sem tiökast hefur
í knattspyrnunni hér heima. Sam-
kvæmt nýjum knattspyrnureglum
sem tóku gildi i Evrópu 1. ágúst, er
þetta óleyfileg. Markvöröur má
ekki fá knöttinn frá varnarmanni
sem hann hefur sent knöttin til
nema sá hinn sami hafi fariö meö
boltann út fyrir vítateig. Stefán
geröi sér greinilega grein fyrir því
og reyndi í iengstu lög aö komast
hjá því aö taka knöttinn aftur en
varö aö lokum aö snerta hann og
óbein aukaspyrna var dæmd.
Valsmenn komu allir á marklínu
sína til aö verjast og þaö varö aö
tvítaka spyrnuna því þeir fóru of
snemma út á móti. i seinna skiptiö
sem aukaspyrnan var framkvæmd
tókst Stefáni aö verja í tvigang áö-
ur er Þorgrímur Þráinsson náöi aö
spyrna knettinum frá marki. Smá
misskilningur sem nærri kostaöi
mark.
Eftir þessa aukaspyrnu náöu
Frakkarnir undirtökunum í leiknum
og sýndu þá oft og tíöum frábæra
leikni meö knöttinn og mjög mikill
hraöi var í leik þeirra. Valsmönnum
gekk illa aö ráöa viö þá en mark-
tækifæri fengu þeir ekki mörg og
þegar þeir náöu skoti aö marki þá
varöi Stefán vel.
Vörn Vals virkaði frekar óörugg
framan af fyrri hálfleiknum, nema
Grímur sem lék mjög vel allan tím-
ann. Ungu strákarnir í liöinu voru
lengi að komast yfir taugaspenn-
inginn yfir því aö vera aö leika sinn
fyrsta evrópuleik fyrir félagiö en
þegar þeir komust yfir þaö þá
stóöu þeir sig mjög vel.
Eins og fyrr segir léku Valsmenn
þennan leik mjög skynsamlega.
Þeir eltu Frakkana ekki upp aö
eigin vítateig heldur létu þá sækja
og beittu síöan skyndisóknum sem
gáfust vel og voru stórhættulegar
á stundum.
Eftir eina slíka sókn munaöi
minnstu aö Magni Pétursson skor-
aöi mark. Valur Valsson komst
upp aö endamörkum og gaf fyrir
markiö. Markvörður og fyrirliöi
Nantes, Demanes, missti knöttinn
og Hilmar Haröarsson náöi aö
renna út til Magna sem skaut góöu
skoti en rétt framhjá.
Þegar ieikiö haföi veriö í tæpa
hálfa klukkustund skall á úrhellis-
rigning og Valsmenn geröust
rausnarlegir og buöu öllum aö
Valur — Nantes
2:1
koma sér fyrir í stúkunni á meöan
plássiö leiföi. Á sama tíma sóttu
leikmenn Vals í sig veöriö og áttu
mun meira í leiknum það sem eftir
var fyrri hálfleiks. Heimir var
óheppinn aö skora ekki eftir góöan
undirbúning Þorgríms og Guö-
mundar Þorbjörnssonar. Skot
hans fór rétt framhjá.
Ingvar Guömundsson átti einnig
gott færi eftir mjög skemmtilega
útfæröa sóknarlotu Vals. Guö-
mundur Þorbjörnsson gaf þá á
Grím Sæmundsen sem gaf góöa
sendingu fyrir markiö á Hilmar
Haröarson. Hilmar skallaöi út til
Ingvars sem kom á fleygiferö og
skaut góöu skoti utan viö vítateig
en rétt framhjá markinu.
Valsmenn fegnu enn eitt færiö
rétt fyrir leikhlé. Heimir Karlsson
skaut þá aö marki í sæmilegu færi
en markvöröur Frakkanna var vel
á veröi og varöi. Þannig lauk
skemmtilegum fyrri hálfleik og
hljóðiö var gott í áhorfendum í
leikhléi því Valsmenn höföu svo
sannarlega leikiö stórvel og voru i
mikilli sókn þegar líða tók á hálf-
leikinn og því bjart framundan.
Síöari hálfleikurinn var ekki eins
góöur af hálfu Valsmanna og sá
fyrri þó svo öll mörkin væru skoruö
í þessum hálfleik. Þaö var strax á
49. mínútu sem Guömundur átti
góöa sendingu á Heimi sem var
alveg viö þaö aö komast i gegn en
varnarmanni tókst aö bjarga i horn
á síöustu stundu. Hilmar Haröar-
son tók hornspyrnuna og sendi
lágan bolta fyrir markiö. Guð-
m Texti: ^
Skúli Sveinsson
Myndir:
Júlíus Sigurjónsson
mundur náöi knettinum fyrstur á
móts viö stöngina nær og skallaöi
fallega í fjærhorniö án þess aö
markveröi Nantes tækist aö koma
nokkrum vörnum viö. Fallegt mark
hjá Guömundi og mikill fögnuöur
hjá áhorfendum og leikmönnum.
En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Eins og svo oft áöur í evrópu-
leikjum hér á landi jöfnuöu and-
stæöingarnir strax. Bracigialano
lék upp í vinstra horniö og gaf fyrir.
Toure stökk hæst og skallaöi fal-
lega neöst í bláhorniö án þess aö
Stefáni tækist aö verja þrátt fyrir
góöa tilraun.
Nú sótti Nantes meira en án
þess þó aö skapa sér hættuleg
færi. Varnarmenn Vals voru þéttir
fyrir og þegar þeim brást bogalist-
inn þá var Stefán alltaf á réttum
staö og varöi vel. Sérstaklega
varöi hann vel skot frá þeim Am-
isse og Le Roux.
Frakkarnir virtust sætta sig viö
jafntefli og tóku sér góöan tíma i
markspyrnur og innköst en þetta
heföu þeir ekki átt aö gera því þaö
voru Valsmenn sem skoruöu sigur-
markiö aöeins tveimur mínútum
fyrir leikslok. Grímur Sæmundsen
tók aukaspyrnu á miöju vallarins
alveg út viö hliöarlinu. Hann gaf
háan bolta á vítateigshorniö fjær
þar sem Hilmar Harðarson ætlaöi
aö skjóta viöstööulaust. Skot hans
var á leiöinni framhjá en Guö-
mundur Þorbjörnsson náöi til
knattarins og þrumaöi honum
viöstööulaust upp í þaknetiö á
marki Frakkanna og sigurinn var í
höfn. Svo virtist sem þetta hafi
verið ósjálfráö viöbrögö hjá Guö-
mundi en markiö var stórglæsilegt
og skemmtilegt fyrir besta leik-
mann á islandi aö skora tvö mörk
svo stuttu eftir aö hann var kjörinn
sá besti.
Eftir markiö sóttu Frakkar mikiö
en nú voru Valsmenn ákveönari en
nokkru sinni áöur og þjöppuöu sér
þétt saman t vörninni og voru
Guðmundur Þorbjörnsson horfir
hér ákveöinn á eftir knettinum í
mark Frakkanna þegar hann
skoraöi fyrra mark Vals í leiknum
í gærkvöldi. Guðmundur bætti
síöan um betur og skoraöi sigur-
markið skömmu fyrir leikslok og
Valsmenn hafa því gott veganesti
í síöari leik liöanna sem verður í
Frakklandí.
reyndar í sókn þegar flautaö var til
leiksloka.
Valsmenn léku þennan leik mjög
skynsamlega eins og áöur segir.
Stefán var góöur í markinu og
vörnin fyrir framan hann var góö
mest allan tímann en í henni var
Grímur bestur. Magni lék vel á
miðjunni og einnig þeir Valur og
Hilmar og Ingvar þó svo sá síöast-
nefndi hafi oft leikið betur. Frammi
léku þeir Guömundur og Heimir
mjög vei og þaö var ekki síst þeim
aö þakka aö leikaöferöin heppn-
aöist svona vel. Þeir létu Frakkana
ekki plata sig of framarlega heldur
héldu sig frekar aftarlega og voru
svo tilbúnir í sóknina um leiö og
færi gafst. Kristinn Björnsson kom
inná fyrir Heimi á 63. minútu en
Heimir meiddist. Kristinn stóö sig
þokkalega en eflaust hefur veriö
mjög erfitt aö koma inná sem
varamaöur i leikinn á þessum tíma.
Hjá Nantes voru þeir Toure,
Amisse og Yvan Le Roux bestir i
annars jöfnu og léttleikandi liöi
þeirra. Dómarinn var frá Noregi og
dæmdi vel. Áhorfendur voru 1951.
„Slæm danska dómarans“
Stefán Arnarson lék mjög vel í
marki Vals. í fyrri hálfleiknum var
dæmd óbein aukaspyrna á Val á
vítateig liösins skv. nýjum reglum
sem tóku gildi 1. ágúst — en voru
þó ekki notaöar í íslandsmótinu
í sumar. Nánar er greint frá þess-
ari reglu í frásögn af leiknum í
gærkvöldi, en Stefán markvöröur
sagöi í samtali viö Morgunblaðíö
eftir leikinn aö um misskilning
heföi verið aö ræöa. „Þetta er
sennilega lélegri dönsku dómar-
ans að kennal Hann skýröi þetta
ekki nógu vel út fyrir okkur fyrir
leikinn, þó hann hafi reynt þaö.“
Stefán sagöi að annars heföi
leikurinn veriö „mjög skemmti-
legur. En þaö er sá seinni sem
verður enn erfiöari. Þá verður
leikið á breiöari velli."
„Það var helv ... gaman aö
þessu. Ég átti varla von á þessum
úrslitum,“ sagöi Valur Valsson.
„Við fórum meö því hugarfari aö
hafa gaman af leiknum — aö spila
góðan fótbolta og þaö tókst.“
„Þeir gáfu okkur alltaf tíma til aö
athafna okkur eins og Frakkar leika
alltaf. Þeir voru nú ekkert of án-
ægöir meö aöstæöurnar hérna,
voru farnir aö kvarta um þaö fyrir
leikinn hve kalt væri, þaö er kannski
einhver afsökun fyrir þá. En þetta
var meiriháttar skemmtilegt," sagöi
Valur.