Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ1913 245. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins # # Morgunblaöið/Snorri Snorrason Oslað inn Eskifjörð Jón Kjartansson, SUIII, i leið inn Eskifjörð í blíðskap- I i dögunum þegar veiðin var mjög góð, en nú hefur arveðri og með fullfermi af loðnu. Myndin var tekin | nokkuð dregið úr hrotunni í bili. ísrael: Stefnt að sjálfstjórn Palestínumenn? Tel Aviv, ísrael, 29. október. AP. SHIMON Peres, forsætisriðherra ísraels, hefur lagt til við Jórdaníumenn, að þeir og ísraelar fari saman með stjórn á Vesturbakkanum og að Palest- ínumönnum, sen> þar búa, verði fengin stjórn sinna eigin mála í hendur. Skal þetta fyrirkomulag vera til briðabirgða og undanfari friðarsamnings milli ríkjanna. Birtist frétt um þetta í dag í ísraelsku dagblaði en talsmað- ur forsætisráðherrans vill ekki við málið kannast Frakkland: Merkur árangurí meðhöndlun alnæmis- sjúklinga París, 29. október. AP. LÆKNAR við sjúkrahús í París tilkynntu í dag, að þeim hefði tekist að draga „verulega“ úr einkennum og áhrifum alnæmis. Eins og kunnugt er ræðst alnæmið á ónæmiskerfí líkamans en þótt undarlegt sé þá beittu læknarnir þeirri aðferð að bæla ónæmiskerf- ið enn frekar og brá þá svo við, að því gafst tóm til að endurnýja sig. Frönsku læknarnir lögðu áherslu á, að ekki væri um lækn- ingu að ræða, ekkert lyf hefði enn fundist, sem upprætti veir- una, en ekki væri ólíklegt, að hér væri fundin aðferð til að með- höndla alnæmissjúklinga með árangursríkum hætti. Læknarn- ir, Philippe Even, Jean-Marie Andrieu og Alain Venet, reyndu aðferðina á sex sjúklingum og byrjuðu á því fyrir aðeins einni viku. Árangurinn var svo „stór- kostlegur", að þeir töldu ekki rétt að bíða með að skýra frá honum. Læknarnir bældu ónæmis- kerfi líkamans um stundarsakir með lyfi, sem kallast „cyclospor- ine-a“, og þá gerðist það, að T-4-eitlafrumurnar, sem eru mjög mikilvægar fyrir ónæmis- kerfið, endurnýjuðust og fjölg- aði í líkamanum. Kváðust lækn- arnir einnig telja, að meðan ónæmiskerfið hefði verið bælt, hefði alnæmisveirunum ekki getað fjölgað því að þær þyrftu til þess virkar T-4 eitlafrumur. Þær væru hins vegar óvirkar á meðan. Læknarnir sögðu frá tveimur sjúklinganna, einum að dauða komnum fyrir viku og öðrum með sjúkdóminn á byrjunarstigi, og varð á þeim veruleg breyting til batnaðar. „Sænska eftirlitsskipið „Orion“ var á venjulegri eftirlitsferð á alþjóðlegri siglingaleið austur af Gotlandi þegar áreksturinn varð,“ sagði Carl-Henrik Norel- Dagblaðið Haaretz birti þessa frétt í dag og kvaðst hafa hana eftir „mjög áreiðanlegum" heim- ildamönnum en talsmaður Peres- ar, forsætisráðherra, vildi í dag ekki kannast við, að fyrrnefnd tillaga hefði verið lögð fyrir Hussein, Jórdaníukonung. Margir hallast þó að því, að rétt sé frá ius, majór í sænska sjóhernum, í kvöld í viðtali við fjölmiðla. Sagði hann, að litlar skemmdir hefðu orðið á sænska skipinu og enginn slasast um borð. Hans í blaðinu. Haaretz sagði, að Hussein, Jórdaníukonungur, hefði fallist á meginatriði tillagnanna en þó farið fram á, að alþjóðlegs sam- þykkis yrði aflað áður en gengið yrði til samninga. I blaðinu var því einnig haldið fram, að Banda- ríkjastjórn hefði lagt blessun sína Dahlgren, upplýsingafulltrúi sænska sjóhersins, sagði, að veð- ur hefði verið bjart þegar árekst- urinn varð og sænska skipið á lítilli ferð. Því væri erfitt að skilja hvernig á honum stóð. Dahlgren vildi þó ekkert um það segja, hvort sovéska skipinu hefði verið viljandi siglt á sænska skip- ið, sagði, að beðið væri nánari yfir þessa áætlun en hún er í aðalatriðum sú, að 750.000 Palest- ínumönnum á Vesturbakkanum verði falin stjórn sinna eigin mála og að þeir kjósi til eigin þings. Sagt er, að Peres hafi átt leyni- lega fundi með fulltrúum Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og að þeir hafi tekið mjög vel í þessar hugmyndir. fsraelska stjórnin stóð í gær af sér vantrauststillögu á þingi og sagði Peres á eftir, að hann liti á úrslitin sem samþykki við, að reynt yrði að semja um frið við Jórdaníumenn. frétta af atburðinum. Það er mál manna þessa stund- ina, að um sé að ræða mjög alvar- legan atburð og flestir telja úti- lokað, að áreksturinn hafi verið tilviljun ein. Fréttir eru um, að sovéska herskipið hafi verið búið að eltast lengi við sænska skipið, sem er búið mjög fullkomnum njósnatækjum og hefur fylgst með ferðum sovéskra herskipa á Eystrasalti. Afganistan: Hafa skæru- liðum borist betri vopn? Islamabad. Pakistan, 29. október. AP. MIKLIR bardagar hafa geisað að undanfornu í Afganistan milli skæru- liða og sovéska hernámsliðsins. Hafa þeir verið harðastir í Panjsher-daln- um og munu Sovétmenn hafa orðið fyrir óvenjulega miklu flugvélatjóni. Er ástæðan sögð sú, að skæruliðar hafa fengið í hendur ný og betri vopn en áður. Haft er eftir heimildum, að Sovétmenn hafi orðið fyrir umtals- verðu mannfalli í bardögunum og orðið að láta undan síga fyrir skæruliðum i Panjsher-dal en dalurinn er ákaflega mikilvægur hernaðarlega. Hafa Sovétmenn gert hverja stórsóknina á fætur annarri til að hrekja skæruliða á brott en virðist lítt hafa orðið ágengt. 1 átökunum nú hafa þeir misst mjög margar þyrlur og er það talið benda til, að skæruliðar séu komnir með betri vopn en áður. Noregur: Trúgirninni eru lítil tak- mörk sett Ósló. 29. október. Fró Jan Erik Loure, frétUríUri MbL OPINBER umboðsmaður neyt- enda í Noregi befur það verk með höndum fyrst og fremst að efla vöru- og verðskyn almennings og þykir hann hafa staðið sig vel í stöðu sinni. Fyrir skömmu fékk hann þó að reyna það sjálfur, að enn er mikið verk óunnið. Neytendaumboðsmaðurinn hefur lengi átt í stríði við ýmis verðlistafyrirtæki, sem hann segir, að séu ábyrgðarlaus og víli ekki fyrir sér að selja lélega vöru, og til að kanna viðbrögð fólks fékk hann inni fyrir aug- lýsingu í verðlista. Reyndi hann að hafa hana sem fáránlegasta í þeirri von, að sem fæstir tækju mark á henni. Umboðsmaðurinn auglýsti vöruna „Lurium 300 X“, nýtt töframeðal frá Bandaríkjunum, og fylgdi það með, að hún gæfi sköllóttum hárið aftur, feitt fólk yrði þvengmjótt á fáum dögum, læknaði fólk almennt af flestum sjúkdómum og fjar- lægði hrukkur. Auk þess mátti setja „Lurium 300 X“ í bensín- tankinn í bílnum og þá átti eyðslan að minnka um allt að 20%. Það vantaði ekki, að fólk brygðist við auglýsingunni en ekki á þann hátt, sem umboðs- maðurinn vonaðist eftir. Hann hafði gefið upp sitt eigið heimil- isfang í auglýsingunni og brátt var hann að kafna í pósti, þús- undum bréfa frá áhugasömum kaupendum. „Menn úr öllum stéttum og alls staðar að af landinu vilja ólmir kaupa þetta undrameðal og það sýnir bara hve auðvelt er að plata næstum því hverju sem er inn á fólk,“ segir norski neytendaumboðs- maðurinn. Sovésku herskipi siglt á sænskt eftirlitsskip Voru á alþjóðlegri siglingaleið austur af Gotlandi Stokkhólmi, 29. oktiber. Frá Krútjini Einarssyni, rréttamanni Moreunblaésins. SOVÉSKUR tundurduflaslæðari sigldi seint í dag á sænskt eftirlitsskip á alþjóólegri siglingaleið á Eystrasalti að því er vamarmálaráðuneytið í Stokkhólmi tilkynnti í kvöld. Litlar skemmdir urðu á sænska skipinu og engin meiðsl á mönnum en í Svíþjóð þykir þessi atburður vera mjög alvarlegur enda talið ólíklegt, að áreksturinn hafi orðið fyrir slysni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.