Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÖBER1985 Nauðsynlegir hlutir, sem hafa þarf með. Rjúpnaveiðimenn — Fjallamenn Þar eð í hönd fer nú tími rjúpnaveiða og vetrarferða um hálendi landsins skal af gefnu tilefni ítrekuð nauðsyn þess að hafa góðan útbúnað meðferðis. Einstaklingsútbúnaður ferða- langsins þarf að geta mætt dynt- óttu veðri og misjöfnum aðstæð- um. Auk hlýrra klæða og litríks skjólfatnaðar skal ferðalangur- inn hafa meðferðis eftirtalin neyðarbúnað: Landabréf og átta- vita, pennabyssu og rauð neyðar- skot, plastflautu, álpoka/álteppi, súkkulaði/hnetur/rúsínur. Taki fararatækið upp á því að bila eða festast á heiðum uppi, anið þá ekki af stað fótgangandi til byggða, heldur bíðið róleg átekta við farartækið. Hafi ferðin verið vel undir- búin, aðstandendur látnir vita hvert ferðinni var heitið og áætl- aður heimkomutími (sem í raun er sjálfsögð tillitssemi) ættu hjálparsveitir fljótt að geta fundið ferðalangana. Hafa ber í huga að mun auðveldara er fyrir leitarmenn að koma auga á fara en mannkríli í viðáttu landsins. Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flug- björgunarsveita hafa komið á fót tilkynningarþjónustu fyrir fjalla- menn. Með því að hringja í síma 91-686068 er hægt að tilkynna ferðir sínar um fjöll og firnindi áður en lagt er af stað, s.s. ferða- tilhögun, áætlaða heimkomu o.s.frv. Hafi ferðalangarnir ekki á tilsettum tíma tilkynnt sig heima að lokinni ferðinni, munu hafnar eftirgrennslanir. Höfum að lokum hugfast að fyrirhyggja og aðgæsla er vörn gegn vá. (Landssamband Hjálpar- sveita skáta) Brosið sem end- ast á ævilangt — eftir Margréti Þorvaldsdóttur Tennur eiga ekki aðeins að vera manninum til skrauts, heldur eru þær mikilvægur hlekkur i melting- arkerfi líkamans. Það er viður- kennt að heilbrigði tanna tengist beint heilbrigði líkamans. Tennur eiga að sjá um fyrsta þrepið í meltingunni, þ.e. að mylja og merja matinn og blanda hann munnvatnsvökvanum til að auð- velda meltinguna. Með tilliti til þessa hlutverks tannanna, sem líffæri líkamans, er nauðsynlegt að beina umræðum um tannvernd inn á meira fræðandi svið en gert hefur verið til þessa. Reykjavíkurborg greiddi um 46 milljónir króna í kostnað vegna tannviðgerða skólabarna borgar- innar á síðasta ári. f þeirri upphæð eru að sjálfsögðu innifaldar greiðslur fyrir tannréttingar (borgin greiðir helming kostnað- ar), efni, stofukostnað og manna- hald og fl. Það er reyndar ekki auðvelt að sjá á endurskoðuðum reikningum hve mikið af þessari upphæð fer í hinar raunverulegu viðgerðir. Við eftirgrennslan kom í ljós að upplýsingar um það hefur enginn. Einnig virðist eftirlit borgarinnar og aðhald í skólatann- lækningum vera í lágmarki. Flestum foreldrum er mjög annt um tannheilsu barna sinna. Þeir eiga mjög erfitt með við að ekki sé við þá rætt þegar skólatannlæknir ákveður og fram- kvæmir stórfelldar viðgerðir á tönnum barna þeirra. Og það jafn- vel tönnum sem heimilistannlækn- ir hefur ekki fundið skemmd í. Um það er nærtækt dæmi. Hvenær tönn telst skemmd og hvenær ekki er nánast matsatriði tannlæknisins. Viðhorf þeirra til þessa mikilvæga þáttar er mjög mismunandi og einnig hvernig tannviðgerð skuli framkvæmd. Flestir tannlæknar fylgjast mjög vel með framþróun í tann- lækningum. Þeir láta sér mjög annt um glerunginn og spóla ekki meira en brýna nauðsyn ber til. En svo eru það aðrir sem telja tönn skemmda um leið og skuggi og litabreyting er í glerungnum. Nú geta litabreytingar orðið á tönnum af ýmsum ástæðum. Þær geta orðið vegna veikinda og lyfja- gjafa, en breytingin getur einnig verið vísbending um að þar hafi tannáta þegar tekið sér bólfestu. Að sögn margra tannlækna, getur það ástand varað nokkra mánuði upp í nokkur ár. Þó er það mat sumra tannlækna að þar sé ætíð til staðar alvarleg skemmd, sem þurfi skjótra rótækra aðgerða við. Hefur komið fyrir eftir slíka aðgerð, að lítið meira hefur verið eftir af tönninni en glerungsskel sem síðan hefur verið byggð upp á ný með silfurfyllingu, almalg- ami. Raunar eru foreldrar ekki í aðstöðu til að rengja nauðsyn tannviðgerða eftir að þær hafa þegar verið framkvæmdar. En það læðist óneitanlega í huga efi um nauðsyn allra tannviðgerða þegar upp koma atvik sem þetta. Bam sem er með sterkar tennur og fer reglulega tvisvar á ári til heimilistannlæknis til tannhreins- unar og einskis annars þar sem engin skemmd var sjáanleg. Fljót- lega var hringt og umbúðalaust tilkynnt að barnið hefði 5 tennur skemmdar sem þyrftu nauðsyn- lega viðgerðar við. Því var svarað til að það gæti ekki verið og því ættu engar viðgerðir að fara fram. Svar skólatannlæknisins verður ekki endurtekið. En honum var svarað því til, að áður en það yrði gert yrði fengin umsögn annars tannlæknis. Það var gert og fann hann ekkert að. Var honum þá sagt frá umsögn skólatannlæknis- ins og hann beðinn að fara yfir tennurnar gaumgæfilega aftur. Gerði hann það og sagði að sjá mætti í einni tönn litabreytingu en ekki skemmd og hann bætti við, að mjög umdeilt væri meðal tannlækna hvort gera ætti við tennur með litabreytingar á slíku stigi. Nú veit ég, að ekki gera allir skólatannlæknar svo gagnrýnis- laust við tennur sem ofangreindur virtist ætla að gera. Það má einnig vera að hér hafi verið um einstakt tilfelli að ræða. En þegar gefnar eru upp háar tölur á skemmdum tönnum íslenskra barna og þær birtar út um allan heim, þá væri ekki óeðlilegt að spurt sé hvernig tölurnar séu fengnar. Eru taldar viðgerðir og þær bornar saman við röntgenmyndir af tönnunum eða er aðeins um að ræða tölfræðilegt úrtak sem gert er á nokkurra ára fresti? Þar sem við foreldrar liggjum mjög undir ámæli vegna þessarar slæmu útkomu er ekki eðlilegt að við æskjum skýringar. íslensk börn hafa tannskemmd- ir, ekki síður en börn annarra þjóða, og sum meiri en önnur. Yfirskólatannlæknir benti á í við- tali, að um 30 prósent barna á grunnskólaaldri færu ekki til skólatannlæknis, jafnvel þótt tannlæknir væri í skóla þeirra. En þegar þau svo loks fara til tann- læknis eru tennur oft svo skemmd- ar að leggja þurfi í kostnaðarsam- ar viðgerðir. En það væri fyrst og fremst vegna þessa hóps sem kostnaður við tannlækningar skólabarna er svo hár. Því hefur verið haldið fram að mikil sykurneysla sé aðal orsaka- valdur tannskemmda. Enginn efar slæm áhrif sykurneyslu, en þar koma fleiri þættir við sögu. Matar- æði og matarvenjur hafa víða verið settar efstar á listann. Því hefur mikill áróður víða verið rekinn fyrir bættum matarvenjum og aukinni þekkingu í næringarfræði almennt. Það er flestum ljóst að heilbrigði tanna og annarra líf- færa fer eftir viðurværinu - jafnvel í móðurkviði. Mótun barnatanna hefst þegar á fósturskeiði, því eru eiginleikar tanna og styrkur kom- inn undir næringu mæðra á með- göngutímanum. Þegar börn fæðast eru barnatennurnar þegar full- mótaðar. En um leið og barnið hefur tekið barnatennur, sem kall- Norskir eðlisfræðingar ræða verk Einars Pálssonar I Ný bók eftir Einar væntanleg í haust „Hvolfþak heimsins“ Norðmenn héldu upp i 100 ira afmæli eðlisfræðingsins Niels Bohr með tveggja daga riðstefnu i Roga- landi dagana 7. og 8. október síðast- liðinn. Morgunblaðið frétti i skot- spónum, að verk Einars Pilssonar hefði borið þar i góma og spurði Einar ninar út f þetta. Er það rétt að verk þín hafi borið i góma i Niels Bohr-riðstefnunni í Noregi um daginn? — Já, það mun vera rétt, aðal- lega í undirbúningsnefndinni að mér skilst. Ég var nú ekki þarna sjálfur og veit ekki annað en það sem ég hef frétt í símtölum, en i gær barst mér ítarlegt bréf um það hvað það var sem einkum var til umræðu. Eru verk þin ekki gjörólík verkum eðlisfræðinga? — Jú, vissulega. En svo vill til að eðlisfræðingurinn Konrad Bárdsen sem skipulagði ráðstefn- una ásamt öðrum hefur lesið rit- safnið Rætur íslenzkrar menning- ar. Niels Bohr lét sig ekki einasta varða eðlisfræði heldur einnig veruleikaskyn manna og heims- mynd. Hann hugsaði mikið um tengsl milli náttúruvísinda og húmanisma. Er þetta ástæðan til að þín var getið þarna? — Svo er að sjá. Annars er þetta í rauninni ekki frétt nema fyrir sjálfan mig, það mun hafa verið svo þröngur hópur manna sem ræddi þessi mál. Sjálft umræðu- efnið var staða Bohrs í menningar- og hugmyndasögunni og þar voru heimsmyndir fornaldar og mið- alda að sjálfsögðu á dagskrá. í því sambandi gerði Bárdsen nokkra grein fyrir því úr RÍM sem honum fannst eiga erindi i umræðuna. Og hvað er líkt með svo óskyldum verkum? — Samkvæmt bréfinu er það ekki sízt málnotkun og vinnuað- ferð. Bohr beitti mjög fyrir sig táknmáli — symbólskri merkingu — sem hann færir eins nálægt táknum i tölvísi og honum er unnt. Það sama gerðu vitmenn fornald- ar, samkvæmt niðurstöðum RÍM, þar er reynt að kryfja þetta tákn- mál og komast til botns í notkun þess. Það sem fyrir Bohr vakti var að rannsaka „leyndustu dóma náttúrunnar" og það voru einmitt þau mál sem spekingar fornaldar létu sig mestu varða. Þá er það jafnframt niðurstaða RÍM að forn vísindi hafi runnið inn i þjóðfé- lagsgerð og trúarbrögð fyrri alda manna, og þar mun Bohr hafa komizt að svipaðri niðurstöðu. Varla eru vinnuaðferðirnar þó svipaðar í eðlisfræði og menningar- sögu? — Það kanna að hljóma ein- kennilega, en er í rauninni ekki skrýtið. Eg hélt fyrirlestur um verklag RIM við fornleifasetur háskólans í Osló 1984 og sá fyrir- lestur hefur komizt í hendur nokk- urra þeirra sem rökræða vísinda- lega vinnuaðferð. Eins og þú kannski veizt hef ég með öllu hafnað þeirri hefðbundnu vinnu- aðferð sem byggir á því að menn viðri „skoðanir" sínar eða „álit“ á efnum sem oft eru lítt rannsökuð. í RÍM er verklaginu snúið við; þær aðferðir sem ég lærði ungur hafa reynzt ófrjóar og ég hef því haldið fast við hið svokallaða tilgátu- form, það er að segja það vinnulag að setja fram niðurstöðu til próf- unar en ekki til að henni sé trúað. Þetta gjörbreytir sjónarhorninu, gerir rannsakandann óháðan og leyfir að það sé rannsakað sem aldrei hefði verið rannsakað að öðrum kosti. Slíkt verklag er i beinu samræmi við vinnuaðferð raunvfsindamanna yfirleitt, og þá ekki sízt Niels Bohr. En hvaða efni voru það úr þínum ritum sem þarna var getið? — Það mun hafa verið túlkun á Einar Pálsson fví „líkani" eða heimsmynd, sem slendingar Goðaveldisins þekktu samkvæmt niðurstöðum RÍM. Þar koma við sögu meginatriði í vísind- um fornaldar, ekki sízt þau er lúta að byggingu efnis í veröldinni og sköpun þess, þannig að þau fræði eru hentug til samanburðar við niðurstöður nútímans. Þetta hafa þá verið umræður um sögu vísindanna. — Já, eingöngu, í þessum um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.