Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 36
36 M0RGUNBL4ÐIÐ, MipVIKUDAGUB 30. OKTpBER 1985 - - Ný þingmál: Eitt brýnasta verkefnið í íslensku atvinnulífí Svipmynd frá Alþingi Þarna stinga saman nefjum þeir Þorvaldur Garðar Kristjánsson forseti sameinaðs þings, Ragnar Arnalds fyrrverandi fjármálaráðherra og Sigur- björn Magnússon framkvsmdastjóri þingflokks sjálfstæðismanna. Sjóefnavinnslan: Úttekt of kostnaðarsöm „EKKERT varð úr úttekt þeirri sem iðnaðarráðherra ákvað að láta gera og fól Sigmundi Guðbjarnarsyni, rektor, að hafa forystu fyrir, á stöðu og rekstrarhorfum Sjóefnavinnslunnar vegna þess hversu kostnaðarsöm hún hefði verið,“ sagði Albert Guðmundsson, á fundi sameinaðs alþingis í gær. NOKKUR NÝ þingmál voru lögð fram á Alþingi ■ gær og verður þeirra belstu getið hér á eftir. Eitt brýnasta verkefnið í íslensku atvinnulífí Alþingismennirnir Gunnar G. Schram (S), Guðmundur J. Guð- mundsson (Abl.), Karl Steinar Guðnason (A), Pétur Sigurðsson (S) og Stefán Guðmundsson (P) lögðu fram tillögu til þingsálykt- unar um átak til að auka fram- leiðni íslenskra atvinnuvega. Til- lagan felur í sér að alþingi feli rikisstjórninni að leita eftir sam- vinnu við heildarsamtök vinnu- markaðarins um að hrinda af stað átaki til að auka framleiðni ís- lenskra atvinnuvega. í greinar- gerð með tillögunni segir að við þær aðstæður, sem nú ríkja í ís- lensku efnahagslífi, sé brýn nauð- syn að koma að nýju á hagvexti og leita verði ýmissa leiða í því efni, m.a. með áframhaldandi uppbygg- ingu stóriðju og stuðningi við nýj- ar atvinnugreinar sem nú eru á tilraunastigi. Hins vegar sé sá kostur einna nærtækastur aö auka framleiðni í starfandi fyrirtækj- um og stuðla þannig að bættri samkeppnisstöðu og arðbærari rekstri fyrirtækjanna. Sé þetta eitt brýnasta verkefnið í íslensku atvinnuiífi nú og undirstaða þess að hægt sé að bæta lífskjör í land- inu og bæta úr þeim samdrætti sem orðið hefur á síðustu árúm. Breytingar á lögum um tekju- og eignaskatt Lagt var fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt nr. 75/1981. Flutn- ingsmenn eru þau Jóhanna Sig- urðardóttir (A), Guðrún Agnars- dóttir (Kvl.), Guðrún Helgadóttir (Abl.), Jón Baldvin Hannibalsson (A), Kristín Halldórsdóttir (Kvl.) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.). í greinargerð með frum- varpinu segir að megintilgangur þess sé að hagkvæm og fljótvirk leið verði valin til að fá úttekt á raunverulegri tekjuskiptingu { þjóðfélaginu. í frumvarpinu er lagt til að kjararannsóknanefnd hafi áhrif á hvort og þá með hvaða hætti óskað yrði ítarlegri upplýs- inga um launagreiðslur og vinnu- Löggæsla á höfuðborgar- svæðinu JÓN HELGASON, dómsmála- ráðherra, svaraði fyrirspurn frá Salóme Þorkelsdóttur og Ólafi G. Einarssyni um það hvað liði úttekt þeirri sem gerð var á veg- um dómsmálaráðuneytisins, á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu og hvort niðurstöður þeirrar út- tektar leiddu til þess að komið yrði upp lögregluvarðstöðvum í Mosfellshreppi og Garðabæ. Ráðherrann sagði að úttekt- in, sem gerð var af norsku ráðgjafarfyrirtæki, væri nú lokið en unnið væri að því að þýða niðurstöðurnar og þegar því væri lokið þá yrðu þær rækilega kynntar sveitar- stjórnunum á höfuðborgar- svæðinu. Sagði ráðherrann ennfremur að I niðurstöðunum væri gert ráð fyrir því eða það lagt til að settar'yrðu á fót lögregluvarðstofur bæði í Garðabæ og Mosfellshreppi sem reknar yrðu með svipuðum hætti og lögregluvarðstofan á Seltjarnarnesi. tíma á launaseðlum en nú er gert. Breytingin á lögunum gerir ráð fyrir því að ríkisskattstjóri ákveði í samráði við kjararannsókn- anefnd hvernig skýrslur atvinnu- rekenda um launagreiðslur til starfsmanna skulu úr garði glerðar og að kjararannsóknanefnd verði tryggður aðgangur að fyllstu upp- lýsingum úr skattframtölum. Frumvarp til umferðarlaga Lagt hefur verið fram frumvarp til umferðarlaga. Frumvarpið var flutt á síðasta Alþingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Frumvarpið er efnislega óbreytt. Frumvarpið var samið af umferðarlaganefnd er Friðjón Þórðarson, þáverandi dómsmálaráðherra, skipaði 15. september 1980. í athugasemdum við lagafrumvarpið segir: „Til- gangur endurskoðunar umferðar- laga er að þessu sinni einkum tvi- þættur. Annars vegar er ljóst, að umferðarlögin eru á ýmsum svið- um orðin ófullkomin og sums stað- ar beinlinis úrelt. Hins vegar er nauðsynlegt, m.a. vegna aukinna samskipta þjóða i milli, að sam- ræma umferðarlög hér á landi eft- ir því sem kostur er umferðarlög- gjöf annarra þjóða og alþjóða- samningum um umferð." Breyting á þinglýsingalögum Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um breytingu á þinglýs- ingalögum. Frumvarpið fjallar um breytingu á reglum þeim er gilda um þinglýsingu skjala er varða skráðar bifreiðir. I athugasemd- um við frumvarpið kemur fram að ástæðan fyrir því að breyta þurfi þessum reglum sé sú að nauðsyn- legt sé að aðlaga ákvæði þinglýs- inga nýjum reglum um skráningu ökutækja ef lögfestar verða. En nú liggur fyrir þinginu, eins og áður sagði, frumvarp til umferðarlaga. Ráðherrann svaraði þar fyrir- spurn Kjartans Jóhannssonar, Alþýðuflokki, um stöðu Sjóefna- vinnslunnar. í máli ráðherrans kom fram að slík úttekt hefði kostað um 4 millj. króna sam- kvæmt áætlun þeirri er Háskólinn lagði fram. Áætlunin hefði ekki gert ráð fyrir að leitað yrði leiða til þess að finna nýja framleiðslu, sem samnýtti aðstöðuna með salt- framleiðslunni á Reykjanesi og bætti rekstrarstöðu fyrirtækisins. Ljóst er að fleira þarf að koma til en framleiðsla salts til að ná end- um saman. Ráðherrann sagði að verksmiðj- an hefði enn ekki skilað hagnaði í peningum talið en hér væri fyrst og fremst um tilraunastarfsemi að ræða og ekki mætti afskrifa þann árangur sem náðst hefði sé litið til rannsókna verksmiðjunn- ar. Ráðherrann sagði ennfremur, í framhaldi af umræðunum um Sjó- efnavinnsluna, að á undanförnum árum hefði hundruðum milljóna króna verið eytt í rannsóknir á háhitasvæðum landsins. Þessar rannsóknir hefðu hins vegar ekki orðið landsmönnum til gagns og yrðu það ekki nema reynt væri að nýta niðurstöður þeirra til arð- bærrar framleiðslu. Annmarkar á að kanna ökuhæfni reglulega Svar lögreglustjórans í Reykjavík við fyrirspurn Huldu Kristínar Jóhannesdóttur, kaupmanns í Morgunblaðinu þriðjudaginn 29. október 1985, beinir Hulda Kristin Jóhannesdóttir, kaup- maður til min þeirri spurningu hvort það mundi ekki stuðla að bættri umferðarmenningu að skylda ökumenn til þess að taka hæfnispróf reglulega. Hún lýsir þeirri skoðun sinni að margir þeir, MorgunblaAid/SigJóns. Þátttakendur í námskeiðinu ásamt leiðbeinendum, sem voru Anna S. Jón» dóttir, leiðbeinandi, Hafsteinn Stefánsson, starfsmaður verkalýðsfélagsins. Jóna Eggertsdóttir, leiðbeinandi, Sigurrós Sigurðardóttir, leiðbeinandi og Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins Þórs. Námskeið um réttindi ellilífeyrisþega á Selfossi Selfossi, 27. október. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Þór á Sel- fossi gekkst fyrir námskeiði fyrir eldri félagsmenn sína og aðra eldri borgara á Selfossi, þar sem fræðsla var um helstu réttindi og vandamál sem fylgja ellinni og verkalokum fólks. Námskeið þetta var skipulagt af Menningar- og fræðslusam- bandi alþýðu. Þrír leiðbeinendur voru á námskeiðinu og var farið yfir helstu réttindi ellilífeyrisþega varðandi bætur. Þátttakendur störfuðu í hópum og ræddu þau vandamál sem fylgja ellinni og verkalokom v!mHo- mál voru tekin fyrir, sálræn og líkamleg. Á námskeiðinu voru fólki gefnar hugmyndir um möguleg tóm- stundastörf, sem hægt væri að taka sér fyrir hendur. í því sam- bandi komu þátttakendur með nokkur sýnishorn af tómstunda- föndri sínu og kenndi þar margra grasa. „Ég held að fólk hafi gagn af þessu sem hér fer fram,“ sagði Ingibjörg Sigtryggsdóttir, formað- ur verkalýðsfélagsins Þórs, „það eru hin og þessi vandamál sem v .r i.op held að fólk- ið hafi fengið svör við mörgum spurningum. Það virðast sérstak- lega vera lífeyrissjóðsréttindi sem fólk ekki veit um.“ Hún sagði að mikilsvert væri að fólk leitaði sér upplýsinga um réttindi sín. Á skrifstofu verkalýðsfélagsins er fólki bent á hvert það á að leita til að fá upplýsingar, til hvaða lífeyrissjóðs eða hvaða deildar í Tryggingastofnun ríkisins. Ingi- björg sagðist vilja hvetja fólk til að kanna réttarstöðu sína varð- andi bætur o.þ.h. eftir að eftir- launaaldri er náð. Sig.Jóns. sem ökuréttindi hafa, ættu ekki að fá að setjast undir stýri og gerir tillögu um að allir sem sækja um endurnýjun ökuskírteinis, taki skriflegt og verklegt hæfnispróf. Hér á landi er fullnaðarökuskír- teini gefið út til 10 ára. ökuskír- teini fyrir 60 ára og eldri og fyrir þá sem hafa svonefnt meirapróf skulu þó gilda i 5 ár og ökuskír- teini fyrir þá, sem orðnir eru 70 ára, má gefa út til skemmri tima. Umsókn um endurnýjun þurfa að fylgja 2 myndir og læknisvottorð. { Danmörku og Finnlandi er al- menna reglan sú að ökuskírteini gildir án endurnýjunar til 70 ára aldurs leyfishafa og í Noregi til lífstíðar. í Svíþjóð ber að end- urnýja almennt ökuskírteini á 10 ára fresti og leggja fram með umsókn nýjar myndir en ekki önnur gögn. góð hæfni ökumanna er mikil- vægur þáttur í þeirri viðleitni að tryggja sem bezt öryggi í umferð- inni. Þess vegna væri tvímælalaust til bóta ef unnt væri að koma þvi við að kanna reglulega ökuhæfni þeirra, t.d. við endurnýjun öku- skírteinis. Á framkvæmd þess eru þó nokkrir annmarkar. Til dæmis má nefna að fjölga þyrfti prófdómurum. í Reykjavík pndurnýjuðu tæplegn 7.000 ðk”- menn ökuskirteini sín árið 1984. Verulegur tími færi i að prófa þá alla, þyrfti liklega til þess 6—7 prófdómendur i fullu starfi. Nú sjá 2—3 prófdómarar um að prófa þá 16—17 hundruð ökumenn sem árlega fá ökuskírteini i fyrsta sinn og auk þess prófa þeir 2—3 hundr- uð ökumenn sem þurfa að ganga undir próf að nýju. Einnig ber á það að líta að margir ökumenn eru vel hæfir og því ástæðulaust að kanna öku- hæfni þeirra og þekkingu. Þætti mörgum eflaust súrt i broti að þaurfa að ganga undir próf eftir áfallalausan 10 ára ökuferil. Það er nauðsynlegt að hafa eftir- lit með ökumönnum, leiðbeina þeim og veita þeim aðhald. Hér á landi og í nágrannalöndunum hef- ur sú leið verið farin að fylgjast sem bezt með ökuferli manna, prófa þá sem verður á í umferðinni og afturkalla ökuréttindi þeirra sem uppvíst verður að fullnægja ekki lengur skilyrðum til að hafa ökuréttindi. Auk þess er beitt við- urlögum, sektum og ökuleyfis- sviptinum. Grein Huldu Kristinar er þörf áminning fyrir þá ökumenn sem af einhverjum ástæðum eru ekki lengur hæfir til að aka, hvatning til þeirra að hugsa sitt ráð, hætta að aka eða bæta ökuhæfni sína. Sipmrjón Si'n!r''"“nn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.