Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 64
SnÐFESriANSTRAIXr MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. MorgunbUMA/Theodór Óeinkennlsklaeddir lögreglumenn úr Borgarnesi hnýta endurskinsmerki í tagl hests hjá Pétri í Höfn. Haukur Vernharðsson og Ómar Jónsson halda hrossinu á meðan Þórarinn Skúiason festir merkinu í tagl þess. Endurskinsmerki á útigangshross LÖGREGLUMENN í Borgarnesi settu á dögunum endurskinsmerki í 25 útigangshross í Melasveit. Að sögn lögreglumanna í Borgarnesi er þetta tilraun af þeirra hálfu til að koma í veg fyrir slys og er fyrirhugað að framhald verði á svo fremi sem merkin tolla á hrossunum. Það var Pétur Torfason bóndi í Höfn, sem smalaði hluta af stóði sínu saman og rak í rétt til merkingar. Tvö merki voru sett í hvert hross, annað í tagl, hitt f fax. Hörð samkeppni um flutninga á steinull Samningsgerð við Eimskipafélagið frestað og viðræður teknar upp við Ríkisskip Framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar bókaði mótmæli gegn þessari ákvörðun EIMSKIP og Ríkisskip keppa nú ákaft sín í milli um hvort félagið mun framvegis sinna flutningum fyrir Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki. Ríkisskip átti samkvæmt sérstöku samkomulagi að annast flutningana, en fyrir rúmri viku tókst bráðabirgðasamkomulag milli verksmiðjunnar og Eimskips um þessa flutninga. Þá barst Steinullarverksmiðjunni nýtt tilboð frá Ríkisskip og á mánudaginn ákvað stjórn verksmiðjunnar á fundi sínum að fresta gerð endanlegs samkomulags við Eimskipafélagið en ganga þess f stað til viðrsðna við Ríkisskip á grundvelli hins nýja tilboðs. Þorsteinn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri verksmiðjunnar, lét bóka mótmæli gegn þessari máls- meðferð á stjórnarfundinum, að því er Árni Guðmundsson, stjórn- arformaður, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Árni sagði ennfremur að hann liti ekki svo á að tilboði Eimskips hefði verið hafnað, heldur hefði stjórnin ákveðið frekari viðræður við Ríkis- skip enda væru tilboð félaganna svip.uð. Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, vildi ekki tjá sig um málið þegar leitað var til hans. Að sögn Þorkels Sigurlaugsson- ar, framkvæmdastjóra hjá Eim- skip, hafa viðræður félagsins við Þorstein Þorsteinsson staðið í nokkrar vikur og hefði þeim lyktað með undirritun bráðabirgðasamn- ings (Letter of Intent) 22. október sl. Það samkomulag hefði verið gert með fyrirvara um samþykki stjórnar Steinullarverksmiðjunn- ar hf. í viðræðunum hefði Þor- steinn lýst vilja sínum til að ganga til samninga við félagið vegna þess að hann teldi verð og þjónustu Eimskipafélagsins hagstæðari en Rfkisskips. „Eimskip gat tekið að sér þessa flutninga á hagstæðu verði þar sem félagið hefur fast skip f strandsiglingum og talsvert magn af gámum er flutt út á land, en flytja þarf þessa gáma tóma til baka að hluta,“ sagði Þorkell. „Við höfum undanfarnar vikur bjargað Steinullarverksmiðjunni með flutninga með því að útvega þeim verulegt magn af gámum og voru þeir fluttir bæði með Ríkisskip og Eimskip, enda vorum við ekki með nein skilyrði f þessu sambandi." Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að upp- haflega hefði verið gert ráð fyrir að Steinullarverksmiðjan ætti gáma til að annast flutningana, en síðan hefði verksmiðjan óskað eftir þvf að Ríkisskip útvegaði gámana. Hefði tilboð Ríkisskips þar að lútandi verið lagt fram á stjórnarfundi verksmiðjunnar á mánudaginn. Guðmundur sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um bráðabirgðasamkomulag Eim- skips og Steinullarverksmiðjunn- ar. Guðmundur kvaðst ekki geta svarað að svo stöddu hver yrði kostnaður Ríkisskips af fyrir- huguðum gámakaupum, eða leigu á gámum til langs tíma. Vextir af spari- skírteinum ríkis- sjóðs hækka í 9,23 % Vonast til að salan örvist, segir Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra RÍKISSJÓÐUR auglýsir nú spari- skírteini með 9,23% vöxtum, að við- bættum verðbótum, en það felur í sér 32% hækkun vaxta af spariskír- Siglufjörður: Frystiklefi í sláturhúsi fjáreigenda innsiglaður BÆJARFÓGETINN á Siglu- firði innsiglaði í gær frystiklefa f sláturhúsi Sameignarfélags fjáreigenda á Siglufirði. í fry- stiklefanum er kjöt sauðfjár- eigendanna af fé sem slátrað var í sláturhúsinu í haust í trássi við bann landbúnaðar- ráðuneytisins. Erlingur óskarsson bæjar- fógeti sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að frystiklefinn væri innsiglaður að kröfu Holl- ustuverndar ríkisins. Sauðfjár- eigendur á Siglufirði og ná- grenni hefðu slátrað fé sfnu í sláturhúsinu f haust og kallað heimslátrun eða slátrun á blóð- velli en slfkt væri ekki heimilt f kaupstöðum og kauptúnum. Sagði Erlingur að 333 kindum hefði verið slátrað þarna í haust en um miðjan mánuðinn hefðu um 230 skrokkar verið eftir í frystinum. ólafur Jóhannsson stjórnar- maður í Sameignarfélagi fjár- eigenda sagði að lögmaður fé- lagsins væri að taka saman greinargerð um málið sem send yrði heilbrigðisráðherra og öðrum yfirvöldum og vildi hann ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Hann sagði þegar hann var spurður um skrokkana 100 sem vantar f frystiklefann: „Það er eflaust búið að borða þá alla, og líklega mun fleiri". EINAR Gudfinnsson, útgerðarmaður í Bolungarvík, lést í gær, 87 ára að aldri. Einar hóf kornungur sjósókn, stofnaði ungur útgerðar-, fiskverkun- ar- og verslunarfyrirtæki f Bolungar- vík og varð síðar einn af mestu at- hafnamönnum landsins. Hann var fyrsti heiðursborgari Bolungarvíkur- kaupstaðar. Einar Kristinn Guðfinnsson fæddist 17. maí 1898 að Litlabæ í ögurhreppi. Foreldrar hans voru Guðfinnur Einarsson, útvegsbóndi frá Hvitanesi í ögurhreppi, og kona hans, Halldóra Jóhannsdóttir frá Rein f Hegranesi i Skagafirði. Einar hóf ungur sjósókn og var formaður við ísafjarðardjúp í nokkur ár. Hann hóf vélbátaútgerð f Hnífsdal árið 1921 en flutti síðar til Bolung- arvíkur þar sem hann stofnsetti eigið útgerðar-, fiskverkunar- og verslunarfyrirtæki árið 1924. Hann var lengst af stjórnarformaður Einars Guðfinnssonar hf. og dótt- urfyrirtækjanna íshússfélags Bol- ungarvíkur hf., Baldurs hf. og Völu- steins hf. Börn og barnaböm Einars voru tekin við stjórn fyrirtækjanna en hann fylgdist vel með rekstri þeirra allt til dauðadags. Auk umfangsmikilla starfa f athafnalífinu f Bolungarvík tók Einar að sér ýmis félagsmálastörf. Hann sat f hreppsnefnd Hólshrepps f rúma þrjá áratugi og sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu f 37 ár. Hann sat á Alþingi um hríð á árinu 1964 sem varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Vestfjarða- kjördæmi. Einar var fulltrúi á fiski- þingi í 35 ár og sat í stjórn Fiskifé- lags tsland^ f mörg ár. Hann átti sæti f stjórn Vinnuveitendafélags Vestfjarða f fjölda ára, var fulltrúi á Fjórðungsþingum Vestfirðinga, f Einar Guðfinnsson í Bolungarvík látinn teinum ríkissjóðs, sem voru 7%. Væntanlega er þetta til þess að ná inn þeim flokkum sem nú eni til innlausnar. Er búist við að þetta boð ríkissjóðs muni hafa margvísleg áhrif á allan verðbréfamarkaðinn, svo sem að verð á bankatryggðum bréfum muni hækka, og að ávöxtun almennt muni hækka í kjöifar þessa. „Þessi ákvörðun er fyrst og fremst tekin vegna þess að vextir af þessum bréfum voru orðnir miklu lægri en af bréfum sem eru á markaðnum. Það er ljóst að ráð var fyrir því gert að aflað yrði fjár á innlendum lánsfjármarkaði. Með þessum breytingum er verið að vinna að slíkri fjáröflun," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra f samtali við blaðamann Morgunblaðsins f gær. Sagði fjár- málaráðherra að rfkissjóður hefði ekki verið samkeppnisfær á þess- um innlenda markaði, og þvi hefði verið gripið til þess ráðs að bjóða spariskfrteinin á ákveðnu gengi, með ofangreindum vöxtum. Sagð- ist fjármálaráðherra ekki telja að þessi ákvörðun kæmi til með að spenna upp vaxtastigið, heldur væri rfkissjóður þvert á móti að færa sig í átt til þess sem þegar hefði gerst á þessum markaði. Fjármálaráðherra var spurður hvort ríkissjóður byði nú að hans mati bestu hugsanlegu ávöxtun slíkra bréfa: „Ég vona að þetta sé þess eðlis að sala á spariskfrtein- um ríkissjóðs örvist," sagði Þor- steinn, en hann vildi engu um það spá til hve langs tíma þessi kjör á spariskírteinunum myndu gilda. 10 umferðar- óhöpp í hádeginu í hádeginu í gær urðu 10 um- ferðaróhöpp á rétt rúmri klukku- stund; 9 árekstrar og ein ákeyrsla á ljósastaur. Að sögn lögreglunnar er óvenjulegt að jafn mörg óhöpp verði í umferðinni á svona stuttum tíma, að minnsta kosti um miðjan hálkulausan dag. Einar Guðfinnsson útgerðarmaður í Bolungarvík. skólanefnd Bolungarvíkur og for- maður sóknarnefndar Hólssóknar um langt árabil. Hann átti einnig sæti í stjórn Olfufélagsins Skelj- ungs hf. og Hafskips í mörg ár. Árið 1919 giftist Einar Elísabetu Hjaltadóttur úr Bolungarvfk. Hún lést 5. nóvember 1981. Þau eignuð- ust 8 börn sem komust til fullorð- insára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.