Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 ÚTVARP / S JÓN VARP Að lyfta tólinu Það gerist ekki oft að norrænu ríkisfjölmiðlarnir beini spjótum sínum innávið — ef svo má að orði komast. Sá fáheyrði atburður átti sér nú samt stað á skerminum siðastliðið mánudags- kveld er mörlandanum barst mynd frá danska ríkissjónvarpinu er hét: Prómiþeifur klipptur. í mynd þess- ari greinir frá þekktri útvarpskonu er fær gamlan kunningja — fyrr- um bókavörð sem nú er orðinn menntamálaráðherra í spjallþátt, hafði sá rekið augun í blaðagrein eftir unga menntakonu og vill fyrir alla muni að unga konan setjist í stól spyrilsins. Stúlkan mætir dauðnervös en fyrr en varir er hún tekin að þjarma að menntamála- ráðherranum, enda er hann ríg- bundinn af vanahugsun atvinnu- stjórnmálamannsins og lýðskrum- arans. Þau takast samt í hendur að aflokinni viðureigninni og karl- inn lofar uppá æru og trú að ekki verði klipptur millimeter af upp- tökunni: Hvað starfarðu annars? Ég er atvinnulaus eins og fleira háskólafólk. „Æ, synd og skömm, segir valdsmaðurinn, svona gáfuð stúlka og vel menntuð." Þau kveðj- ast og stúlkan heldur heim, til fimm ára gamallar telpu sinnar er hafði beðið hennar alein, enda atvinnuleysingjum ekki ætlað að vista börn sín á dagvistunarstofn- unum, skárra væri það nú. En þá hefst eftirleikurinn. Menntamálaráðherrann tekur að vappa kringum þáttarstjórann og tæknimanninn óla, svona eins og köttur í kringum heitan graut. Honum hafði hitnað í hamsi í ná- vist ungu stúlkunnar og andartak hafði lýðræðisgríman fallið af landsföðurlegri ásjónunni. Hann biður vinkonu sína ekki beint um að þurrka út af bandinu, en minnir hana á að senn losni deildarstjóra- staða hjá stofnuninni. „Þeir hafa rætt um konu.“ Þá biður hann óla um að bæta svolítilli músik inní... á réttum stöðum." Svo hverfur menntamálaráðherrann af vettvangi. óli tæknimaður mundar klippurnar en ekkert ger- ist. Þá birtist hann . . . Þá birtist menntamálaráðherr- ann á ný: Ég var hjá Útvarpsstjóra og hann er á því að kona eigi að hljóta starfann. Nú og hvað finnst ykkur svo um þáttinn, lát oss heyra. Þegar menntamálaráðher- rann fréttir að tíminn hafi staðið kyrr í þularstofu sendir hann óla fram i plötusafn, svo lokar hann hljóðeinangruðum dyrum þular- stofunnar og nú hefst einvígi milli hans og vinkonunnar gömlu, er lyktar með því að vinkonan klykkir út: Þú ættir að fara aftur í bóka- varðarstöðuna, þar áttu heima. Óli snýr aftur. . . óli tæknimaður kemur nú með fangið fullt af Beethoven og þre- menningarnir sættast á músik þar sem við á: En eins og ég sagði þá verðið þið alveg að ráða þessu og ég læt svo ritarann minn hringja í litlu valkyrjuna. Menntamála- ráðherrann kveður með lands- föðurlegu brosi. Skömmu síðar hringir síminn á þularstofu. Þátt- arstýran lyftir tólinu hlustar svo leggur hún á lítur til óla tækni- manns: Þetta var Stjóri sjálfur, útsendingu þáttarins verður frest- að um óákveðinn tíma. ólafur M. Jóhannesson. Úr myndaflokknum „Maður og jörð“ sem hefst í sjónvarpi í kvöld. Maður og jörð Stundin okkar — endursýnd á miðvikudagskvöldum ■■■■■ „Stundin okk- 1 Q 00 ar“ hóf 2önKu 1*7— sína á ný sl. sunnudag. Hver þáttur verður endurtekinn á miðvikudagskvöldum kl. 19.00 og er því fyrsti end- urtekni þátturinn á dag- skrá í kvöld. Þátturinn er nú ætlaður yngstu áhorfendunum og verður í vetur eingöngu innlent barnaefni í Stund- inni okkar. Nýir umsjónarmenn eru þær Agnes Johansen kennari og Jóhanna Thor- steinsson fóstra. Þær hafa mikinn áhuga á að vera í góðu sambandi við áhorf- endur Stundarinnar og ábendingar um innlent barnaefni eru vel þegnar. Gulla Fórnarlamb ■■ Sannsöguleg 35 mynd úr safni — sjónvarpsins er á dagskrá í kvöld kl. 22.35. Hún nefnist „Gulla — fórnarlamb fíkniefna" og fjallar hún um fíkniefna- fíkniefna notkun unglinga í Reykja- vík. Umsjónarmaður kvik- myndarinnar er Sigrún Stefánsdóttir. Þátturinn var áður sýndur í sjón- varpi 17. september sl. Herra sköpunarverksins Síðdegis- tónleikar „Maður ogjörð“ heimildamyndaflokkur í átta þáttum og hefst sá fyrsti í sjónvarpi kl. 20.50 í kvöld. Hann ber nafnið „Herra sköpunarverks- ins“. Þættir þessir fjalla um tengsl mannsins við upp- runa sinn, náttúru og dýralíf og firringu hans frá umhverfinu á tækni- öld. Þættirnir voru sýndir í kanadíska sjónvarpinu í febrúar sl. og er umsjón- armaður þeirra David Suzuki, sem er þekktur dagskrárgerðarmaður þar í landi. Hann segir þætti þessa þá mikilvægustu sem hann sjálfur hefur unnið að. í þrjú ár hefur Suzuki ferðst um heiminn í efnisöflun. Hann tók m.a. viðtöl við vísindamenn bavíanasvæða í Afríku, var viðstaddur jarðarfarir í Madagaskar og heimsótti sæðisbanka í Kaliforníu. Árangur ferðarinnar er vísindaleg og jafnframt falleg kvikmynd sem segir sögu mannsins og stjórn- un hans á náttúru, vísind- um og tækni. Þýðandi og þulur er óskar Ingimarsson. Hver þáttur er klukkutíma langur. ■ Tónlist eftir 20 Gustav Mahler — verður á dag- skrá síðdegistónleika í út- varpi, rás 1, í dag kl. 16.20. Fyrst verða leiknir tveir fyrstu þættirnir úr Sin- fóníu nr. 4 í G-dúr. Fíl- harmoníusveit Berlínar leikur. Herbert von Kara- jan stjórnar. Einleikari á fiðlu er Michel Schwalbé. Þá verður fjórði þáttur Sinfóníu nr. 5 í cís-moll leikinn. Fílharmoníusveit New York borgar leikur. Leonard Bernstein stjórn- ar. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 30. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7M Morguntrimm. 7J30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli tréhesturinn" eftir Urs- úlu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (3). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9A5 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður I umsjá Siguröar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.80 Landogsaga. Ragnar Agústsson sér um þáttinn. 11.10 Úr atvinnullfinu. Sjávarút- vegur og fiskvinnsla. Umsjón: Glsli Jón Kristjáns- son. 11.30 Morguntónleikar. Þjóðlög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 I dagsins önn. Heimili og skóli. Umsjón: Bogi Arnar Finn- bogason. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrir skref' eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les(7). 14.30 Hljómskálatónlist. Guömundur Gilsson kynnir. 15.15 Sveitinmln. Umsjón: Hilda Torfadóttir. (Frá Akureyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16JÍ0 Slðdegistónleikar: Tónlist eftir Gustav Mahler. a. Tveir fyrstu þættirnir úr Sinfónlu nr. 4 I G-dúr. Fil- harmónlusveit Berllnar leik- 19.00 Stundin okkar. Endurflutt frá 27. október. 19.25 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhorniö, Gunnhildur Hrólfsdóttir segir sögu slna um Frlðu og litla bróður. Maður er manns gaman og Foröum okkur háska frá — teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvaklu um það sem ekki má I umferðinni. Sðgu- maður: Sigrún Edda Björns- dóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. ur. Herbert von Karajan stjórnar. Einleikari á fiðlu: Michel Schwalbé. b. Fjóröi þáttur Sinfónlu nr. 5 I cls- moll. Fllharmónlusveit New York-borgar leikur. Leonard Bernstein stjórnar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Bronssverðið" eftir Johannes Heggland. Knútur R. Magnússon les þýðingu Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka (8). Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17A0 Slödegisútvarp. Sverrir Gauti Diego. Tónleik- ar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 30. október 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Akstur I myrkri. Fræöslumynd frá Umferðar- ráði. 20.50 Maöurogjðrð. (A Planet for the Taking) Nýr flokkur — 1. Herra sköpunarverksins. Kanadlskur heimildamynda- flokkur I átta þáttum um tengsl mannsins við uppruna sinn, náttúru og dýralff og firringu hans frá umhverfinu á tækniöld. Umsjónarmaður David Suz- uki. 19.40 Tilkynningar. 19.35 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.50 Eftir fréttir. Bernharður Guðmundsson flytur þátt um mannréttinda- mál. 20.00 Hálftlminn. Elln Kristinsdóttir kynnir tón- list. 20.30 Iþróttir. Umsjón: Ingólfur Hannes- son. 20.50 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 21.30 Sögublik. Um uppruna íslendinga. Umsjón: Friðrik G. Olgeirs- son. Lesari með honum: Guðrún Þorsteinsdóttir. Þýöandi og þulur Oskar Ingimarsson. 21.50 Dallas Slysið. Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Bjðrn Baldursson. 22.35 Ur safni sjónvarpsins. Gulla — fórnarlamb flkni- efna. Sannsöguleg mynd um flkni- efnanotkun unglinga I Reykjavlk. Umsjón: Sigrún Stefánsdótt- ir. Aöur sýnd 17. september sl. 22.55 Fréttir I dagskrárlok. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvölds- ins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 23.05 A óperusviðinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperutónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson 14.00—15.00 Eftirtvö Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- son 15.00—16.00 Núerlag Gðmul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son 16.00—17.00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveins- son 17.00—18.00 Þræðir Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.