Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 42
42_______________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985_ Lokaspretturinn á áskor- endamótinu er að hefjast Skák Margeir Pétursson Mikhail Tal, 49 ára gamall og heimsmeistari í skák frá 1960 til 1961, er öllum á óvart efstur á hinu gifurlega sterka áskorendamóti í skák, sem nú stendur yfir í Mont- pellier í Frakklandi. Tal hefur hlotid sjö og hálfan vinning eftir tólf um- ferðir. Landi hans Artur Jusupov, 25 ára, stendur þó enn betur að vígi, hann hefur sjö vinninga, en á tvær biðskákir til góða. Þriðji þátttakand- inn sem mjög líklegur er til að komast áfram et Jan Timman frá Hollandi, sem hefur einnig sjö vinn- inga og á biðskák við Jusupov. Komi ekkert óvænt upp á, ættu þeir Tal, Jusupov og Timman að hreppa þrjú af fjórum sætum þeirra sem tefla í áskorendaeinvígjunum á næsta ári. Enginn þessara þriggja er þó fullkomlega öruggur, því enn eru þrjár umferðir eftir til loka móts- ins. Um fjórða sætið er gífurlega hörð barátta. Þar koma helst til greina Sovétmennirnir Alexander Beljavsky og Andrei Sokolov, sem hafa báðir sex vinninga og biðskák, en fjöldi stórmeistara er rétt á hælum þeirra. Staðan að loknum tólf umferð- um var þannig skv. upplýsingum AP-fréttastofunnar: 1. Tal (Sovétríkjunum)7‘/4 v. 2. Jusupov (Sovétríkjunum) 7 v. og 2 biðskákir. 3. Timman (Hollandi) 7 v. og biðskák. 4.-5. Beljavsky og Sokolov (báðir Sovétríkjunum) 6 v. og bið- skák. 6. Chernin(Sovétríkjunum)6v. 7.-8. Portisch (Ungverjalandi) og Spassky (Frakklandi) 5Vfe v. og biðskák. 9. Nogueiras(Kúbu)5V4 v. 10.—12. Seirawan (Bandaríkjun- um), Short (Englandi) og Smyslov (Sovétríkjunum) 5 v. og biðskák. Þeir Korchnoi (Sviss), Ribli (Ungverjalandi), Vaganjan (Sovét- ríkjunum) og Spraggett (Kanada) hafa færri vinninga, en hversu marga er ekki vitað. Þessir fjórir hafa vart möguleika á að komast áfram. Mótið fór afar rólega af stað. Af fyrstu sextán skákunum vannst aðeins ein, en eftir því sem á mótið hefur liðið hefur baráttan farið stöðugt harðnandi og margar skákir orðið langar og erfiðar. Það er ekkert gefið eftir, enda getur ein vinningsskák skipt sköpum í svojöfnu móti. Það sem kemur auðvitað mest á óvart er frábær frammistaða Mikhaiis Tal, sem flestir héldu að hefði sungið sitt síðasta í heims- meistarakeppninni. Eftir að hann missti heimsmeistaratitilinn, eftir aðeins eitt ár sem heimsmeistari, hefur hann átt við stöðugt heilsu- leysi að stríða. Inn á milli hefur hann þó átt stórkostlega spretti, en hefur undanfarin misseri verið með slakasta móti. Það kom því næstum á óvart að hann skyldi komast áfram úr lakasta milli- svæðamótinu í Taxco í Mexíkó. Þar varð Tal í fjórða sæti, eða neðstur þeirra sem komust áfram og fáir reiknuðu með honum í toppbarátt- una á áskorendamótinu. Jusupov hefur tekið stórstígum framförum upp á síðkastið og virð- ist vera orðinn einn af sterkustu skákmönnum heims. Vestur- landabúar hljóta að fagna árangri Timmans, hann er sennilega sá fulltrúi þeirra sem mest erindi hefur átt í heimsmeistarakeppnina frá því Fischer hætti. Af þeim sem hafa valdið von- brigðum er einna helst að nefna Beljavsky, en hann á þó enn góða möguleika. Korchnoi hefur þjáðst af slæmri flensu og ekkert blandað sér í baráttuna. Það er sorglegt að þessi mikli einvígismaður verði sleginn út á móti og komist ekki á sinn heimavöll, áskorendaein- vígin, þar sem aðeins Karpov og Kasparov hafa stöðvað hann. Boris Spassky hefur átt erfitt mót, og hefur orðið að taka veik- indafrí, en hann vann tvær síðustu skákir sínar og það kann því að vera of snemmt að afskrifa heims- meistarann fyrrverandi. Portisch byrjaði mjög vel, en var afskaplega óheppinn gegn landa sínum Ribli, sem gabbaði byrjandasérfræðing- inn mikla strax í 12. leik: Hvítt: Lajos Portisch Svart: Zoltan Ribli Slavnesk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. Rc3 - c6, 5. e3 — Rbd7, 6. Dc2 — Bd6, 7. b3 — 0-0, 8. Be2 — e5!? 9. cxd5 - Rxd5,10. Rxd5 10. Bb2 kann að vera betri leikur. 10. — cxd5, 11. dxe5 — Rxe5, 12. OO’? Það er hvorutveggja furðulegt að Portisch skuli hvorki hafa þekkt gildruna, sem er t.d. í alfræðibók- inni skákbyrjanir, né heldur skynjað hættuna yfir borðinu. 12. — Rxf3+, 13. Bxf3 — Dh4!, 14. h3 Bréfskákinni Teuchmann-de Carbonnel árið 1960 lauk þannig: 14. g3 - Df6, 15. Bxd5 - Bf5!, 16. e4 - Bh3, 17. Hdl - Be5! og hvítur gaf. 14. — Bxh3! 15. Hdl — Bh2+! 16. Kfl — Df6, 17. Bxd5 - Bf5!, 18. e4 — Bg4,19. Ba3? Mikhail Tal, ekki dauður úr öllum æðum. Afleikur í tapaðri stöðu. Eftir 19. f3 - Bxf3, 20. gxf3 - Dxf3+, 21. Kel - Bg3+, 22. Kd2 - Bf4+, 23. Hel - Dhl+, 24. Ke2 - Dg2+, 25. Kd3 - Df3+, 26. Kd4 - Be5+! 27. Kxe5 — Df6 er hvítur mát, en hann getur sloppið út í tapað endatafl með því að leika 20. Bb2! Bxe4+ 21. Bxf6 - Bxc2,22. Hd2 19. — Da6+ og Portisch gafst upp. Þessi skák eyðilagði fyrir honum mótið, því hann tapaði einnig í næstu umferð á eftir. Það verður gaman að fylgjast með lokabaráttunni í Montpellier. Meðal skáka sem eftir eru, eru Tal — Jusupov og Timman — Sokolov. Hraðmót á Seltjarnar- nesi um helgina Um næstu helgi, 2.-3. nóvem- ber, gengst Taflfélag Seltjarnar- ness fyrir hraðmóti í Valhúsa- skóla, sem nefnt er Sandvikurmót- ið. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartími hálf klukku- stund á skák. Teflt verður frá kl. 14 bæði laugardag og sunnudag, fjórar umferðir fyrri daginn, en þrjár þann seinni. öllum er heimil Farsælt Norðurlandamót Skák Karl Þorsteinsson Norðurlandamótið í skólaskák, sem haldið var í Tjele í Danmörku reyndist íslendingum fengsælt. Sveit menntaskólans í Hamrahlíð sigraði í framhaldsskólamótinu og sveit Hvassaleitisskóla i flokki grunnskóla. Grunnskólamótið bíð- ur betri umfjöllunar, en um flokk framhaldsskóla verður nú fjallað. Það þykir kannski engum tíðind- um sæta að menntskælingar frá Hamrahlíð hljóti sigur í flokki sínum, jafn tíðir sigurvegarar og þeir nú eru. Hafa sveitir skólans löngum borið höfuð og herðar yfir innlenda andstæðinga og ætíð verið fulltrúar íslands á norður- landamótinu sem haldið er ár hvert. Gæfan reyndist þeim líka happadrjúg í eina skiptið sem annað sætið var hlutskipti skólans á íslandsmóti framhaldsskóla 1981, því þá fengu íslendingar sem gestgjafar að stilla upp tveimur sveitum. Og árangurinn er líka góður. f þau ellefu skipti sem sveit skólans hefur verið meðal þátttak- enda hefur hún sigrað í átta skipti. Velvild skólavalda á kannski hlut að máli, því staðreyndin sýnir að rjóminn af fremstu skákmönnum fslendinga hefur þreytt skólagöng- una við Hamrahlíð og skákáhugi er óvíða meiri. Sveit skólans skipuðu nú: Hall- dór G. Einarsson, Lárus Jóhannes- son, Jóhannes Agústsson, Hrafn Loftsson og varamaður var Snorri G. Bergsson. Allt velþekktir skák- menn og í góðri æfingu eftir Haustmót TR sem nýlokið er. Ekki bar fyrsta umferð tilefni til bjart- sýni þvi sveitin varð að láta sér nægja jafntefli, 2-2, gegn norsku sveitinni, þrátt fyrir að í hana vantaði stórmeistarann norska Simen Agdestein á fyrsta borð. ógæfan gerðist á fyrsta borði hjá Halldóri G. Einarssyni sem lék hræðilegan afleik í unnu endatafli og mátti þola tap. Lárus tapaði einnig en Jóhannes og Hrafn héldu uppi heiðri landans og sigruðu báðir. Gestgjafarnir notfærðu sér ekki rétt sinn til þátttöku fyrir tvær sveitir í mótinu svo aðeins 1. Island 2. Danmörk 3. Svíþjóö 4. Finnland 2Va 5. Noregur Sveit MH, taliö frá vinstri: Jóhannes Agústsson, Halldór G. Einarsson, Lárus Jóhannesson og Smári Bergsson. Á myndina vantar Hrafn Loftsson. fimm sveitir tefldu í mótinu. Því kom það í hlut hverrar sveitar að sitja einu sinni yfir og í annarri umferð varð það hlutskipti Hamrahlíðarpiltanna. Þeir komu því sprækir til leiks í þriðju umferð og sigruðu Dani 3-1. Halldór, Jó- hannes og Hrafn sigruðu en klukk- an varð Lárusi yfirsterkari. Þrír vinningar komu einnig í næstu umferð á móti finnsku sveitinni 3 4 5 vinn. röð 2Va 2Ví og fyrir siðustu umferð hafði sveit- in því 8 vinninga. Andstæðingur þeirra þá var sveit frá Svíþjóð sem einmitt var í öðru sæti í mótinu með % vinningi minna. Keppnin var þvf æsispennandi og um hreina úrslitaviðureign að ræða þeirra á milli. Vonir Svíanna breyttust þó fljótt í hreina martröð því áður en viðureigninni lauk höfðu þeir allir rétt úppgjafarhöndina til ís- lensku piltanna. öruggur sigur í höfn eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Jafn styrkleiki á öllum borðum er tvímælalaust aðalstyrkleiki Hamrahlíðarsveitarinnar, enda stóðu piltarnir sig allir með prýði. Halldór hlaut 3 vinninga af 4 mögulegum, Lárus 2 vinninga, Jó- hannes 3 vinninga og Hrafn vann alla fjóra andstæðinga sína. Snorri fékk ekkert tækifæri til tafl- mennsku að þessu sinni. Hrafn Loftsson fékk bestu út- komu sveitarmeðlimanna. Hér á eftir á hann í höggi við finnskan keppanda og þrengir honum út i afskaplega óyndislega stöðu sem hann vinnur snyrtilega úr. Hvítt: Hrafn Loftsson. Svart: Mikko Tolonen. 1. d4-Rf6 2. Rf3-c5 3. d5-g6 4. Rc3-d6 5. e4-Bg7 6. Be2 Bg4 7. 0-0 (M) 8. Hel (Venjulega er 8. Rd2 leikið. Nú hefði svartur mátt íhuga 8. Ra6) 8. Rbd7 9. Rd2-Bxe2 10. Dxe2- a6 11. a4-Dc7? (11. He8 var eðli- legra með undirbúningi fyrir 12.e6) 12. a5! Hfe8 13. Rc4-b5 14. axb6-Rxb6 15. Rxb6-Dxb6 16. Bd2 (Svartur hefur nú fengið „þekkta skítastöðu" því peð hans á a6 verð- ur stöðugt bitbein hvíta liðsaflans. Hann er því þvingaður að leggjast í vörn með lítið mótspil. Peðið á Sveit MH Norðurlanda- meistari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.