Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Um einkarekstur — ríkisrekstur 3. grein: Hefur einkarekstur ótvíræða yfirburði? ádeila á ríkisrekstur því fyrirtæki í einkaeign sem viðhefðu huglæg vinargreiðavinnubrögð dæju fljótt drottni sínum, eða yrði sópað und- ir pilsfald ríkisins. Samanburdurinn Þegar litið er á frammistöðu einstakra stórfyrirtækja í einka- rekstri og opinberum rekstri, reyndist munurinn oft vera harla lítill hvað afköst varðar, og hallar jafn oft á einkafyrirtækin sem hið opinbera. Þetta á sérstaklega við þegar einkareksturinn hefur náð ákveðinni • stærð. Þá virðast „skrifræðiseinkennin" hlaðast utan á fyrirtækin nema örvun og hvatning starfsmanna sé slík að engin ofhleðsla myndist. Hæfi- leikar stjórnenda og ytri aðstæður geta því ráðið meiru um þjónustu- gæði en það hvort fyrirtækið er í einkaeign eða ríkiseign. En litum mjög afmörkuð dæmi og er því erfitt að alhæfa nokkuð út frá þeim. Ein viðamesta könnun sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum á þessu sviði var gerða á vegum Columbia háskólans árið 1977 undir stjórn Dr. E.S. Savas. 2.060 sveitarfélög í Bandaríkjunmum voru athuguð, að stærð frá 2.500 til 700.000 manns. Gerður var samanburður á þremur rekstrar- formum; hreinum einkarekstri á sorphirðu, bæjarfélagsrekstri og útboðsfyrirkomulagi þar sem bæj- arfélag setti reglur og verðskil- mála en keypti verkið af einkafyr- irtækjum. I stuttu máli leiddi þessi vandaða könnun í ljós að út- boðsfyrirkomulagið var lang hag- kvæmast fyrir bandarísk heimili, þegar á heildina var litið. Hreinn einkarekstur, án nokkurra af- skipta sveitarfélagsins, reyndist hinsvegar alltaf óhagkvæmasti kosturinn. Gæti reynst hagkvæmara fyrir Reykjavíkurborg að bjóða út rekstur strætisvagna í stórum eða smáum stfl? — eftir Árna Sigfússon Reynslan er gjarnan kölluð til vitnis um að fyrirtækjarekstur fari jafnan betur í höndum einka- aðila en hins opinbera. Flest hljót- um við að viðurkenna að ekki sé ólíklegt að einstaklingar leggi harðar að sér við eigin rekstur en annarra. Augljósasta dæmið um þennan samanburð fæst þegar borin eru saman sósíalísk og kap- italísk hagkerfi. Þessi samanburð- ur á þó ekki eins vel við þegar rætt er um ríkisrekstur í lýðræðissam- félögum Vesturlanda. Þegar þar er skyggnst inn fyrir þessa heildarmynd kemur ýmislegt í ljós sem vert er að athuga og rökræða. Við sjáum til dæmis fljótt að eng- in sjálfgefin snilli fylgir orðinu „einkarekstur“. Til þess þekkjum við of mörg illa rekin einkafyrir- tæki sem tóra undir pilsfaldi hins opinbera. En við þekkjum einnig til einkafyrirtækja sem stjórnað er af slíkri snilli að rikisfyrirtæk- in komast hvergi nærri í saman- burði. Við verðum víst að viður- kenna að hugtökunum „einka- rekstur" eða „ríkisrekstur" fylgi enginn töframáttur. Til þess að svo sé þarf margt annað að koma til svo sem atriöi tengd stærð fyrirtækja, yfirstjórn, hvatningu eða örvun í fyrirtækinu, ásamt þáttum í umhverfi þeirra, regl- ugerðum og öðrum aöbúnaði. Eins og minnst hefur verið á í fyrri greinum höfum við talið þjóðfél- agi okkar fyrir bestu að ákveðnir rekstrarþættir séu í höndum ríkisvaldsins. Verk- efni okkar hlýtur því að vera að skapa þessum rekstri sem best skilyrði og krefjast síðan af hon- um mestu gæða. Ef það væri eitthvert augljóst mál að allir ríkisþættir færu betur í einka- rekstri, þá væri málum varla hag- að eins og nú er. Hér á eftir mun ég birta upplýsingar um tilraunir til samanburðar á rekstrarform- unum sem einmitt undirstrika hvar von sé að huga að breyting- um og hvernig ákjósanlegast gæti verið að breyta. Áður en í þessar hugleiðingar er farið tel ég rétt að fjalla örlítið um hvort yfirleitt sé rökrétt að bera þessi rekstrarform saman. Er samanburður raunhæfur? Því er gjarnan haldið fram af hinum fjölmörgu stuðnings- mönnum frjálshyggjuhugmynda, og að mínu mati með réttu, að verkefni hins opinbera reksturs eigi fyrst og fremst að vera þjón- usta sem borgararnir hafi fallist á að greidd sé úr almannasjóðum. Akvörðun borgaranna er að við- komandi þjónusta skuli ekki markaðsfærð; allir sem uppfylli tiltekin skilyrði skuli njóta henn- ar hvort sem þeir hafa sjálfir greitt fyrir umrædda þjónustu eða ekki. Einkareksturinn byggir hins vegar oftast á markaðsfærðri þjónustu; ef reksturinn ber sig ekki þá er honum breytt þar til hann ber hagnað. Verjendur opinbers reksturs, sem hvað harðast ganga fram, halda því gjarnan fram að ekki sé hægt að bera þessi tvö rekstrar- form saman og vitna í þvi sam- bandi til hins ólíka eðlis rekstrarf- ormanna. Ef þessari eðlisskipt- ingu væri haldið þá væri þetta mat þeirra aö sjálfsögðu rétt, en kjörnir fulltrúar okkar hafa farið svo langt út fyrir þau mörk sem opinberum rekstri ætti að til- heyra, samkvæmt ofangreindri skilgreiningu, að auðvelt er að finna rekstrarsvið í einkarekstri og ríkisrekstri sem skarast veru- lega. Einnig hefur reynslan leitt í ljós að auðvelt er að koma fyrir „aðstoð" markaðslögmálanna við ýmsa afmarkaða þætti í rekstr- arkerfi sem ekki hefur hagnað að leiðarljósi. Allir þessar þættir benda til þess að samanburður sé ekki aðeins raunhæfur, heldur sé hann mjög æskilegur. Flest okkar hljótum að vera sammála um að stjórnskipulag sem stuðlaði að því að einstakl- ingarnir fengju að tjá skoðun sína á sem flestu er tengist notkun sjóða þeirra, sé fullkomnara en fulltrúalýðræðið, þar sem flestar ákvarðanir um tilfærslu á al- mannafé eru teknar án beins sam- þykkis borgaranna. Rekstur í ná- lægð við viðskiptavinina er því lýðræðislega æskilegur. Það er þvi engin tilviljun að slíkur rekstur þykir einmitt sterkt einkenni á 'I tar rffkm rri ir 11 I BIIwmæ best reknu fyrirtækjum Banda- ríkjanna (Sbr. bók Peters og Watermans: In Search of Excell- ence bls. 186 — N.Y. 1982) Rekstr- arformin eiga því fyrst og fremst að veita ákveðna þjónustu og við getum borið saman gæði þessarar þjónustu. Ég vil hins vegar vara við því að menn alhæfi niðurstöð- ur. Hér erum við aðeins að fást við að mæla gæði þjónustu og sérstak- lega afkastavirkni. Slík mæling er ekkert einhlít um gæði eða hvað sé æskilegt eða óæskilegt. Ein- hverntíma voru t.d. útrýmingar- búðir nasista í síðari heimstyrj- öldinni nefndar sem dæmi um rekstur með mikilli afkastavirkni. Slík mæling er okkur hins vegar síður en svo til þurftar og sneiðir algerlega framhjá hinum siðferð- ilega sjónarhóli sem þar hlaut að vera aðalatriðið. Við skyldum því fara varlega I öllum mælingum og túlkunum þeirra. Til eru áhugamenn á þessu sviði sem spurt hafa annarra spurninga en um afkastavirkni þessara kerfa. Fróðlegt er að sjá hvernig ýmis gömul rök forsjárstefnu- manna hafa snúist gegn þeim hin síðari ár. Kunnur fræðimaður á þessu sviði, Paul Appleby, spurði t.d. harðorðra spuminga I riti sínu „Big Democracy" frá 1945: Hvort kerfið er líklegra til að líða sér- stök forréttindi ákeðinna einstakl- inga? Hvort kerfið er líklegra til að meta starfsmenn hlutlægt fremur en huglægt? Hvort kerfið hugsar fremur um vinargreiðann en hagkvæmustu leið? ... Allar þessar spurningar Applebys deildu í raun á einkareksturinn þegar þær voru settar fram fyrir 40 árum. Nú hljóma þær sem þá á afmarkaðri dæmi sem fróð- legt er að bera saman. Hver skal sjá um sorphirðu? Sorphirða er framkvæmd bæði af opinberum fyrirtækjum og einkafyrirtækjum. Hún er einn stærstu sérstöku útgjaldaliða sveitarfélaga. í Bandaríkjunum hafa nokkrar samanburðarrann- sóknir verið gerðar á þessum rekstri og skulu helstu niðurstöð- ur hér nefndar. Árið 1968—69 voru gerðar sam- anburðarathuganir á sorphirðu í New York borg. í ljós kom að kostnaður hreinsunardeildar New York borgar var 39,71 dollar á hvert tonn af sorpi. Kostnaður einkafyrirtækja, sem unnu á sama sviði í New York, var að meðaltali 17,28 dollarar á tonnið. (Improv- ing the Quality of Urban Manage- ment, útg. í Californiu 1974 E.S. Savas.) Árin 1973—74 var safnað saman upplýsingum um sorphirðu I Montana fylki i Bandarikjunum. Upplýsingum var safnað frá 34 borgar- eða bæjarfyrirtækjum og 29 einkareknum. Niðurstöður gáfu til kynna að afkastavirkni væri um 9% meiri hjá opinbera rekstr- inum, auk þess sem þjónusta hans var oftar veitt. (W: Pier ofl. i Nat- ional Tax Journal 27. des. 1974.) Það sem athyglisvert var þó við þessa síðarnefndu athugun var að rekstrarhagkvæmnin snérist einkarekstrinum ( vil, þegar um var að ræða þjónustu við smærri samfélög í Montana. Ofangreindar kannanir bera greinilega með sér mjög mismun- andi niðurstöður. Þær fást við Við nánari athugun á könnun þessari kemur þó í ljós að munur á kostnaði einkareksturs og sveitar- félagsreksturs reynist ómarktæk- ur í bæjarfélögum undir 20.000 og yfir 50.000. Að sjálfsögðu var þess gætt í könnuninni að verið væri að bera saman samskonar þjónustu við svipaðar aðstæður. Meðfylgj- andi mynd sýnir vel kostnað hvers rekstrarforms á hvert heimili, eft- ir stærð sveitarfélags. Yfirburðir útboðsfyrirkomulagsins eru ótví- ræðir samkvæmt þessari könnun. Litlar einkareknar sjúkrastöövar bera af Sjúkraþjónusta er stór kostnað- arliður í velferðarríkinu. Því er ekki óeðlilegt að stjórnendur leiti að því rekstrarfyrirkomulagi, sem best getur tryggt gæði og hag- kvæmni. Þær upplýsingar um samanburðarrannsóknir á einka- rekstri og ríkisrekstri hér í Bandarikjunum, sem ég hef séð, benda til þess að ekki sé marktæk- ur munur á þjónustu og gæðum þessara beggja rekstrarforma þegar um stærri sjúkrastofnanir er að ræða. Hins vegar virðist flest benda til þess að minni einkareknar sjúkrastöðvar, með 500 rúm eða færri, skili áberandi betri árangri, þ.e. hagkvæmni og jafnvel gæðum þjónustu, en hinar ríkisreknu. En lítum nánar á nokkrar athuganir i þessu sam- bandi. Niðurstöður rannsókna Cotton M. Lindsay, sem birtar voru I Journal of Politival Economy 84, í október 1976 sýna að kostnaður sjúkrastöðva I einkaeign á hvern Árni Sigfússon. „í þessari grein er fjall- að um samanburð á rekstrareiningum í ríkisrekstri og einka- rekstri. Við þennan samanburÖ kemur glöggt í Ijós að töfraorð- in „ríkisrekstur“ — „einkarekstur“ eru létt- væg hjá ýmsum öörum stjórnunarlegum þátt- um.“ sjúkling er að meðaltali helmingi meiri en hjá hinum ríkisreknu. Könnunin var mjög víðtæk og mat kostnað yfir 4 ára tímabil i Banda- ríkjunum frá 1%9—73. Hins vegar sýndu niðurstöður rannsókna Hrebiniak og Alutto á 338 geðsjúkrahúsum í Bandaríkj- unum 1973 að kostnaður á hvern sjúkling á einkareknum geð- sjúkrahúsum var lægri en á ríkis- eða héraðssjúkrahúsum. Kostnað- urinn var 33,60 dollarar á hvern sjúkling hjá hinu opinbera en 22,10 dollarar hjá einkarekstrin- um. (Administrative Science Quarterly 18. sept. 1973.) Þriðja athugunin sem hér skal nefnd er könnun sem gerð var á árunum 1973—74 á gæðum sjúkra- stofnana. Könnunin er einka- rekstri i vil þegar bornar eru sam- an smærri sjúkrastöðvar, en mun- ur verður ómarktækur þegar reksturinn stækkar. (Roos ofl. Journal of Health and Social Be- havior 15. júní 1974, bls. 87.) Þessar niðurstöður eru mjög merkilegar fyrir okkar smáa sam- félag. Ég kannast við eitt dæmi úr íslenskri sjúkraþjónustu, sem rennir enn frekar stoðum undir niðurstöðurnar, þótt ekki hafi ég handbærar tölur í því tilviki: Rekstur sjúkrastöðva SÁÁ hefur verið hagkvæmari og árangursrik- ari, en sambærilegar sjúkrastöðv- ar í ríkisrekstri. Þá verður fróð- legt að fylgjast með rekstri ný- stofnaðra læknastöðva, sem rekn- ar eru sem hlutafélög. Eins og dæmin hér að framan bera með sér er varla hægt að flytja með þeim óyggjandi sannanir um að bjóða skuli út ákveðna þætti i rekstri heilsugæslu og sjúkrast- ofnana. Hin vegar bera þau með sér að full ástæða er til þess að kanna þessi mál betur og komast að raun um hvort enn megi auka gæði og hagkvæmni íslenska heil- brigðiskerfisins. Margt bendir til þess að það skili nú þegar frábær- um gæðum, en starfsmenn í heil- briðgisstéttunum eru sjálfir svo ötulir við að benda á rekstrarlega galla og offjárfestingar að það eitt ætti auðvitað að nægja til þess að farið sé í saumana á þessum mál- um. Ofangreindar kannanir benda einnig eindregið til þess að vert sé að athuga af nákvæmni hagræð- ingu í heilbrigðiskerfinu. Almenningssamgöngur Þriðja atriðið, sem mér þykir fróðlegt að nefna fyrir íslenskar aðstæður, varðar flutningsþjón- ustu. í könnun Peters Pashigan á „orsökum og afleiðingum almenn- ingseignar á samgöngutækjum i borgum" (Journal of Political Eco-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.