Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 41 Hárgreiðslumeistarafélag Islands: Sérfræðingur í hár- litun heldur sýnikennslu BRESKUR sérfræðingur í hárlitun, Daniel Galvin, er væntanlegur hingað til landsins fóstudaginn 1. nóvember og mun dvelja hér á landi til 8. nóvem- ber. Hann mun halda sýnikennslu á nýjustu aðferðum við litun og klippingu á Hótel Sögu 1. nóvember og síðan heldur hann 4 námskeið fyrir fímmtán manns hverju sinni. Frá kvennagöngu á Egilsstöðum 24. október. Egilsstaðir: Stöndum ekki í sömu sporum að 10 árum liðnum MorpinblaAiA/ÖUriir Sigríður Halldórsdóttir og Berta Tulinius voru í hópi þeirra kvenna er undirbjuggu göngu og fundarhöld kvenna á Egilsstöðum 24. október. Daniel Galvin er þekktur fyrir ýmsar nýstárlegar aðferðir við hárlitun, svo sem „crazy color“ og strípulitun, sem enn eru notaðar. Margir þeirra sem nú starfa við að lita hár á hárgreiðslustofum 1 London hafa lært hjá Daniel sem rekur hárgreiðslustofu í George Street. Þá hefur hann sýnt víða um heim og myndir af hárgreiðsl- um, sem hann hefur unnið, birtast Landsfundur BJ í byrjun desember Ákveðið hefur verið að halda landsfund Bandalags jafnaðar- manna laugardag 7. og sunnudag 8. desember næstkomandi á Hótel Sögu. Dagskrá fundarins hefur enn ekki verið kynnt. MIKILL rekaviður er í hafínu fyrir norðan land um þessar mundir, eins og oft vill verða þegar sterkir vestan- vindar blása á norðurslóðum. Á meðfylgjandi mynd, sem Helgi Hall- varðsson skipherra tók við Grímsey fyrir sköramu, má sjá skipverja á LANDSFUNDUR kvennalistans verður haldinn dagana 9. og 10. nóvember nk. í Félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Þetta er þriðji landsfundur Kvennalistans en samtökin voru stofnuð 1981. Kvennalistinn hefur nú teygt anga sína um land allt og starfar í öllum landsfjórðungum. Landsfundurinn er opinn öllum konum sem áhuga hafa á starfsemi Kvennalistans, Slægjufundur Mývetninga Mývatnssveit, 28. október. HINN hefðbundni Slægjufundur Mý- vetninga var haldinn síðastliðinn laug- ardag, fyrsta vetrardag, í Skjólbrekku. Hófst hann með helgistund. Séra örn Friðriksson flutti ræðu. Sungið var „Þin náðin Drottinn nóg mér er“ og „ísland ögrum skorið". Krist- in Jónasdóttir spilaði. Síðan var upplestur Steingríms Jóhannesson- ar. Þá söng viðar Birgisson við undirleik Kristins Kristinssonar. Mjög góður rómur var gerður að skemmtun þeirra félaga. Urðu þeir að endurtaka og syngja aukalög. Aðalræðu dagsins flutti Helga Val- borg Pétursdóttir oddviti Skútu- staðahrepps. Síðan var myndasýn- ing og fleira sér til gamans gjört. Fjölmenni var á þessum Slægju- fundi. - Krintján oft í helstu tískublöðum heims, svo sem Vogue. Daniel hefur samið bók, sem heitir „Listin að lita hár“, og aðra í félagi við bróður sinn, Joshua, sem nefnist „Allt um hárið“. Henni er ætlað að kynna almenningi, hvernig á að fara með ýmis vanda- mál í sambandi við hirðingu hárs- ins og hvaða hárgreiðslu skuli velja eftir tegund hárs og lögun andlits. Með Daniel í förinni hing- að til lands verða Gillian-Harte Smith og Louise Vyse. Þær hafa báðar tekið þátt í sýningum og hafa reynslu í klippingu og litun- um. Þeir hárgreiðslumeistarar, sem vilja taka þátt í námskeiðum, hafi samband við skrifstofu Hár- greiðslumeistarafélags tslands, miðvikudaginn 30. október milli kl. 13:00 Og 17:00. (Úr rrétlatilkrnningti) varðskipinu Tý veiða rekaviðard- rumb upp úr sjónum, en talsverður rekaviður var á fíoti á siglingaleið á þessum slóðum. Þótti nauðsynlegt að hreinsa þar til, enda getur reka- viðurinn veríð varasamur vegna fískiskipa sem þarna eiga leið um. en þátttöku þarf að tilkynna til Kvennahússins, Hótel Vík, Reykjavík. (Fréttntilkynning) — segir í ályktun fundar sem haldinn var í Valaskjálf á kvennafrídegi Egilastöðum, 25. október KONUR á Héraði fjölmenntu til fundar í Valaskjálf á kvennafrídegi að lokinni göngu um götur Egils- staða. Að sögn munu á fjórða hundr- að konur hafa setið fundinn þegar fjölmennast var — en fundurinn stóð í 7 klukkustundir með aðeins hálfrar stundar hléi. 1 upphafi fundar flutti Elna Jónsdóttir kennari, erindi um kvennarannsóknir, jafnréttisspil var leikið, Sigríður Halldórsdóttir kennari og Gyða Vigfúsdóttir, Verkalýðsfélagi Fljótsdalshéraðs, fluttu erindi um launakjör kvenna og Kristjana Bergsdóttir, kennari flutti erindi um uppeldishlutverk kvenna — og stelpuna og strákinn í íslenska skólakerfinu. Almennar umræður munu hafa staðið sleitulitið í hartnær fjórar klukkustundir — þar sem launa- kjör kvenna og staða þeirra á vinnumarkaðnum voru í brenni- depli Að sögn þeirra Sigríðar Hall- dórsdóttur og Bertu Tuliniusar sem voru í hópi þeirra kvenna er undirbjuggu fundinn var niður- staða umræðnanna fyrst og fremst sú að konur væru sjálfum sér næstar og þyrftu i auknum mæli að seilast til áhrifa á sem flestum sviðum þjóðfélagsins, í stjórnun stéttarfélaga, í sveitarstjórnum og á Alþingi. Hugmyndir um sérstakt kvenna- framboð munu hafa verið reifaðar á fundinum — en ekki fengið almennar undirtektir. „Það eru launakjörin sem fyrst og fremst brenna á konum í dag — og orsakir þess að það eru konur sem fylla láglaunahópana í þjóð- félaginu og af hverju þær sætta sig við það. Fyrir 10 árum var staða konunnar á heimilinu meira í brennidepli. Þá vildu konur kannski fyrst og fremst sannfæra karlana um vinnuframlag sitt í þjóðfélaginu — innan og utan veggja heimilisins," sagði Berta Tulinius sem jafnframt undirbjó fund á kvennafrídegi fyrir 10 árum. „Mér finnst konur hafa náð skammt á þessum 10 árum,“ sagði Berta — „og það kemur mér satt að segja á óvart.“ 1 lok fundarins í Valaskjálf voru eftirfarandi ályktanir samþykkt- ar: „Nú í lok kvennaáratugar álítum við það mikilvægast að konur efli baráttuna fyrir bættum launa- kjörum og atvinnuöryggi. Stönd- um ekki í sömu sporum að tíu árum liðnum. Aukum gildi heimila, dagvistunarstofnana og skóla í landinu. Kjörorð nýrrar og virkari jafnréttisbaráttu verði: Betri kjör, bætt heimili." „Fundur kvenna haldinn í Vala- skjálf 24. október 1985 sendir frá sér eftirfarandi stuðningsyfirlýs- ingu: Við styðjum heilshugar launabaráttu flugfeyja og for- dæmum harðlega það gerræðis- vald sem Alþingi lslendinga tók sér með lagasetningu. Við hörmum jafnframt að það skyldi verða hlutskipti forseta Islands á þess- um degi að undirrita slík lög.“ Fundarstjórar voru Edda Björnsdóttir og Þórhalla Snæþórs- dóttir Morgunblaðið/Helgi Hallvarðsson Varðskipsmenn fjarlægja rekaviö Kvennalistinn heldur landsfund í Gerðubergi - Ólafur * Islenska hljómsveitin: Áskriftartónleikar á Selfossi Selfoasi, 24. október. ÍSLENSKA hljómsveitin hélt sína fyrstu áskriftartónleika á Selfossi, í Selfosskirkju að kvöldi miðviku- dags 22. október sl. Áheyrendur á þessum fyrstu tónleikum voru um 50. Fyrirhugaðir eru tíu áskriftartónleikar á Selfossi í vetur. „Við hrepptum mótbyr á leið- inni á Selfoss," sagði Guðmund- ur Emilsson þegar hann ávarp- aði tónleikagesti við upphaf tón- leikanna, en vegna verðurhæðar á Hellisheiði þetta kvöld tafðist listafólkið nokkuð. Guðmundur fór nokkrum orðum um verkefni hljómsveitarinnar og sagði að mikla þolinmæði þyrfti til að byggja upp áskriftartónleika eins og hljómsveitin gerði nú. Bæjarstjórn Selfoss hefur veitt hljómsveitinni styrk vegna þessa fyrirhugaða tónleikahalds Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stjórnandinn Marck Tardue og söngkonan Sigríður Ella Magnúsdóttir hyllt í lok tónleikanna. í vetur og nemur upphæðin 300 þúsundum króna. Þessi styrk- veiting hefur sætt nokkurri gagnrýni en á bæjarstjórnar- fundi var það samdóma álit bæjarfulltrúa að styrkveiting þessi væri gerð í þeim tilgangi að auka fjölbreytni tónlistarlífs á Selfossi og skyldi hún skoðuð iljósiþess. Á efnisskrá íslensku hljóm- sveitarinnr voru þrjú verk, Trittico Botticelliano eftir Ott- oríó Respighi, Now and Then eftir Frederick Fox, sem hljóm- sveitin frumflutti, en höfundur samdi verkið fyrir Guðmund Emilsson, sem var samstarfs- maður höfundar við tónlistar- háskólann í Bloomington. Þetta er óreglubundið verk þar sem hljóðfærum ægir saman. Loks söng Sigríður Ella Magnúsdóttir 11 þjóðlög á frum- málinu, „fjölbreytt, skemmtileg og aðgengileg á að hlýða“, eins og komist er að orði i efnisskrá tónleikanna. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar var Marck Tardue. Hann útskýrði verkið sem frum- flutt var, sennilega fyrir sakir frumleika þess. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.