Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Kapp er best með forsjá Fjöldasjálfsmorðin f Jonestown í mexfkönsku sorpmyndinni Guyana — Crime of the Century. Geggjunin í Guyana Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Last Place on Earth — 3 spólur, ca. 7 tímar. ☆ ☆ V4 Leikstjóri Ferdinand Fairfax. Kvikmyndataka John Coquillon. Handrit Trevor Griffith e. sögu Rolands Huntford, Scott and Amundsen: The Race for the South Pole. Aðalhhitverk Martin Shaw, Sverre Anker Ausdal, Sylvester McCoy, Richard Morant, Stephen Moore, Alexander Knox, Max Von Sydow, Pat Roach, Susan Wo- oíridge. Tekin í Bretlandi, Kanada (Baffin’s Island), Grænland og Noregi. Var sýnd í Bretlandi af Central TV (CTV) í mars síðastliðn- um. Var framleidd af CTV, kostaði u.þ.b. 5 millj. Það hefur löngum verið sagt að kapphlaupið um Suðurpólinn, 1911—1912, hafi endað með sigri Amundsen en hinn ólánsami Scott hafi hinsvegar hlotið bróð- urpart frægðarinnar og heiðurs- ins. Scott var nefnilega einkar pennafær maður og dagbækur hans lýstu á hreinskilinn hátt hinum dapurlega lokakafla breska leiðangursins, sem segja má að hafi hafist er leiðangurs- mennirnir urðu þess vísari að þeir höfðu tapað fyrir Amund- sen. Dagbækurnar fundust í hinsta næturstað Scotts og fé- laga, hann hafði fært þær framá síðasta dag. Með Last Place on Earth leita Bretar fanga á bak við þessa gamalgrónu hetjuímynd og hafa fengið til verksins einn rauðasta penna á Bretlandseyjum, leik- ritaskáldið Trevor Griffith. Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson Lykillinn aó Rebekku — The Key to Rebecca ★★★ Leikstjóri David Hemmings. Sjón- varpsmyndarhandrit Samuel Harr- is, byggt í metsölubók Ken Foll- etts. Tónlist J.A.C. Redford. Fram- leiðandi David Lawrence. Banda- rísk, gerð 1985., af Worldvision/- Taft Entertainment. Einkaréttur bérlendis Stig hf. Dreifing Steinar hf. Sýningartími 2x90 mín. Aðalhlutverk Cliff Robertson, David Soul, Lina Raymond, Anth- ony Quayle, Robert Culp, David Hemmings, Season Hubley. Jafn vandaðir þættir og Lykill- inn að Rebekku eiga eftir að setja strik í reikninginn hjá kvikmyndahúsunum og skapa forráðamönnum þeirra slæman höfuðverk. Því í sannleika sagt sé ég ekki hvernig þau ætla að skrimta af slíka samkeppni með því að stilla upp hortittum eins og Eyðimerkurbermanninum, Ein- víginu og The Kid and the Gun- fighter svo tekin séu nokkur, ný dæmi. L.A.R. er nefnilega mjög gott dæmi um hversu mikið er orðið lagt í sjónvarpsefni af þessari gerð; það er ekkert síðra en það besta sem boðið er uppá í kvikmyndahúsum. Ekkert til sparað og útkoman er vel gerð og spennandi dægrastytting í alla staði. Það kannast örugglega fjöl- margir við efnið, því metsölubók Follets hefur komið út hérlendis, síðast hjá bókaklúbbi AB. Sögu- sviðið er Kairó 1942. Þangað heldur þýskur njósnari, (David Soul), erindi hans er að velja þar hóp manna sem er þess verðugur að undirbúa innreið hins glæsta, þriðja ríkis í borgina. Rommel er með heri sína í aðeins nokkurra tuga kilómetra fjarlægð. Til að byrja með nýtur Romm- Eitt af afdrifaríkum glappaskotum Scotts var að velja hesta í stað hunda í leiðangur sinn til Suður- pólsins, (The Last Place on Earth). Hann byggir handrit sitt á bók Huntfords, og dregur fram í dagsljósið þær bitru ástæður sem urðu þess valdandi að Norðmað- urinn vann þetta sorglega kapp- hlaup. Scott hafði allt að vinna, því að baki var niðurlæging i sjó- hernum, sem hann vildi fyrir allan mun láta rykfalla í skjóli hetjudáða. Þá hafði hann óbif- andi trú á ofurmætti Breska ljónsins, trúði því ekki fyrr en um seinan að Norðmenn veittu honum umtalsverða keppni. Allur undirbúningur ferðar Scotts einkennist í þessum þátt- um af einstrengingshætti leið- togans sem lítt virti skoðanir el góðs af þessum harðavíraða njósnara sínum og um tíma virð- ist fátt eitt geta stoppað hann { áætlunum sínum. En breska leyniþjónustan kemst á snoðir um njósnarann og er Vandam höfuðsmanni, (Cliff Robertson), falið að hafa uppá honum. í spilið blandast ægifögur gyðingastúlka sem er fengin Robertson til aðstoðar og magadansmær sem kallar ekki allt ömmu sína, til fulltingis Þjóðverjanum. Lykillinn að Rebekku er unnin í hefðbundnum stíl, spennan smá- eykst eftir því sem netið þreng- ist um Þjóðverjann. Það hefur greinilega Iítið verið til sparað að gera þættina sem best úr garði, umhverfið, leiktjöldin og búningar allir eru vandvirknis- legir og ljá framleiðslunni traustan og trúverðugan blæ. Leikstjóra og handritshöfundi hefur tekist prýðilega að halda spennunni sem gjarnan ein- kenna bækur Folletts, og sér- einkennum persónanna. Aðalhlutverkin eru í öruggum og góðum höndum þeirra Cliff Robertson og David Soul. Þeir skila þeim báðum með miklum ágætum, einkanlega Robertson sem sjaldan hefur átt slæman dag á ferli sínum, utan þess er hann kærði Begelman! Minni hlutverk eru ágætlega mönnuð skapgerðarleikurum eins og Anthony Quayle og David Hemmings, en sérstaka athygli vekur nýuppgötvuð, glæsileg leikkona, Lina Ray- mond, sem ljær myndinni róm- antiskan blæ. Maður verður ekki bergnum- inn yfir Lyklinum að Rebekku, en hún er prýðisgott dæmi um hversu sjónvarpsefni fyrir Bandarískar stöðvar er orðið vandað. Hér er á ferðinni skemmtiefni sem rís mun hærra en obbinn af því mikla framboði sem fyllir hillur myndbandaleig- anna. annarra og virtist taka flestar afdrifaríkar ákvarðanir varð- andi undirbúning pólferðarinn- ar, búnað og hjálpartæki i mak- indum heima hjá sér í London. Amundsen tók hinsvegar eski- móana sér til fyrirmyndar. Klæddi leiðangur sinn að þeirra hætti, kenndi leiðangursmönn- um meðferð sleðahunda og þjálf- aði á skíðum, það er reyndar snjór á Suðurpólnum. Þá lærðu þeir að byggja snjóhús og settu sig almennt inní lifnaðarhætti þeirrar þjóðar sem hefur samið sig að sambýlinu við myrkrið og kuldann. í þessu felst styrkleikamunur leiðangranna og er trúlega mjög nálægt sanni. Þá eru höfundar ófeimnir við að sýna framá litla leiðtogahæfileika Scotts, láta hann riða á stallinum en fella hann ekki um koll. CTV hefur lagt all-nokkurn metnað í þetta raunsæisverk, myndatakan fór t.d. fram á heimskautaslóðum, (reyndar á Baffinslandi, enda fátt um mör- gæsir!) og er mun betri og senni- legri hvað útlit snertir en flestar þær pólmyndir sem koma uppí hugann. Þó eru stúdíó- og útitök- ur oft illa unnar saman, hlálegt er t.d. að sjá menn fingálpast berhenta við kuldastig sem á að meðaltali að vera einar 40 gráð- ur. Leikur og tæknivinna eru í ágætu meðallagi, einkum á Mart- in Shaw (The Professionals) lof skilið fyrir góða túlkun á hinum margbrotna Scott. Slæmur ljóð- ur á hinum sjö tíma löngu þátt- um er hinsvegar hversu hægt og silalega þeir fara af stað. Engu líkara en mannskapurinn hafi kviðið kuldanum. Annars er eins- og Bretar eigi yfirleitt ákaflega erfitt með að rífa sig útúr stöðl- uðum eldhúsrómönum og stáss- stofudrömum. Myndin Myndbðnd Árni Þórarinsson Kvikmynd ein bandarísk sem nefnist Winter Kills var tekin til meðferðar hér í Morgunblaðinu sl. vetur og gert nokkurt veður út af henni — eða öllu heldur nokkrum aðstandenda hennar. Samkvæmt greininni var engu líkara en stórpólitískt samsæri í Bandaríkjunum hefði komið í veg fyrir að myndin fengi dreif- ingu að marki og steypt hðfund- um í glötun. Winter Kills á að sönnu langa og krókótta leið að baki. Eftir talsvert basl tókst leikstjóranum og handritshöf- undinum William Richert að hefja tökur árið 1974 og það tók hann fimm ár að ljúka við mynd- ina. Þegar hún var loksins frum- sýnd árið 1979 varð henni ekki margra lífdaga auðið. Winter Kills var tekin snögglega úr dreifingu. Spurningin er hvort það stafaði af þvi að fólk vildi almennt ekki sjá hana, eða kvikmyndafélagið hafi ekki haft trú á því að hún myndi spjara sig á markaðnum, eða eins og ýmsir fóru að bollaleggja sl. vet- ur þegar myndinni skaut aftur upp á yfirborðið, hvort einhverj- um sterkum öflum í bandarísku valdakerfi hafi þótt myndin óþægileg og togað í spotta. Það fylgdi líka sögunni við endur- reisn myndarinnar að Richert hefði ekki fengið að koma ná- lægt kvikmyndagerð á ný til þessa dags, annar framleiðand- inn hefði verið myrtur og hinn hefði lent í fangelsi á hæpnum forsendum. Það munar ekki um það. Myndbönd Árni Þórarinsson Snargeggjaður einvaldur í trú- boðagervi, Jim Jones að nafni, leiddi árið 1979 hundruð áhang- enda sinna, nánar tiltekið 912, í fjöldagröf; han taldi þeim trú um að ekki væri annarra kosta völ fyrir þennan sétrúarsöfnuð en svipta sig lífi í heild sinni vegna ítrekaðra árása jarðneskra mátt- arvalda og fyrirmæla æðri mátt- arvalda sem hann kvað sig í beinu símasambandi við, — auð- vitað. Þessi atburður gerðist í vinnubúðum safnaðarins, svo- kölluðum Jonestown í Guyana í Suður-Ameríku, en þar settist þessi hroðalegi mannkynsfrels- ari að með fylgismönnum sínum eftir að hafa hrökklast frá Bandaríkjunum. Áður hafði hann látið myrða bandarískan þingmann og fleiri úr hans föru- neyti sem farið höfðu til Jon- estown til að kanna hvort fótur væri fyrir því að safnaðarfólki Jeff Brídges leitar að morðingja hálfbróður síns, Bandarikjafor.seta, íWinter Kills. Og hvaða rök eru svo fyrir þessum látum? Winter Kills er skilgetið afkvæmi þess andrúms- lofts tortryggni og vonbrigða sem pólitísku morðtilræðin við Kennedy-bræðurna og Martin Luther King kveiktu og gátu af sér fjölda samsæriskenninga sem mörgum þótti að fengju staðfestingu í Watergate-mál- inu. Myndin gerist skömmu eftir morð á bandarískum forseta á sjöunda áratugnum og minna kringumstæðurnar mjög á morð- ið á John F. Kennedy. Hálfbróðir forsetans, ungur glaumgosi sem Jeff Bridges leikur af dæmigerð- um afslöppuðum sjarma, kemst mörgum árum síðar á snoðir um morðingjann og rekur slóð hans um hin ýmsu lög bandaríks valdakerfis, allt frá mafíunni til leyniþjónustunnar og loks inn í fjölskyldu þeirra bræðra, valda- mikla og auðuga með gráhærðan öldung sem ættföður, leikinn af meistara John Huston. Eins og sjá má er Winter Kills bullandi af vangaveltum um pólitísk samsæri. En óskaplega á væri haldið þar gegn vilja sínum. Fjöldasjálfsmorðin i Guyana eru eitthvert eftirminnilegasta og óhugnanlegasta fréttaefni síðasta áratugs. Aðeins fáum árum eftir að þessir atburðir gerðust tók sig til mexíkanskur gróðapungur, Rene Cardona að nafni, og gerði kvikmynd um þá og aðdraganda þeirra. Þessi mynd, Guayana — Críme of the Country, sem hér fæst á mynd- bandaleigum, er ekki til að fjalla um í löngu máli. Hún er sorp hvernig sem á hana er litið, — ekki vegna þess að hún tekur fyrir viðkvæmt og vandmeðfarið efni heldur vegna þess að hún fjallar um það af hugsunarleysi, tilfinningaleysi og kunnáttu- leysi. Aðeins Stuart Whitman, sá trausti ameriski B-myndaleik- ari, í hlutverki æðsta prestsins brjálaða, lyftir myndinni upp af ruslakistubotninum. Þar á hún að öðru leyti heima. Stjörnugjöf: Guyana — Críme of the Century Vi ég erfitt með að trúa þvi að ein- hverjum áhrifamönnum vestra hafi staðið slík ógn af myndinni að þeir hafi látið taka hana og höfunda hennar úr umferð. Miklu trúlegra er að Winter Kills hafi hreinlega ekki fallið i kramið í kvikmyndaiðnaðinum á þeim tima þegar hún var loksins fullgerð og allt samsæristalið sl. vetur hafi aðeins verið partur af sniðugri auglýsingaherferð fyrir endursýninguna. Myndin sjálf er skemmtileg afþreying en sem pólitísk gegnumlýsing er hún ekki tiltakanlega markverð. Þar fyrir utan er hún langt frá því að vera heilsteypt verk. Efnið er í eðli sínu melódramatísk skop- ádeila, en Richert skiptir oft um gír og og keyrir stundum á has- armyndahraða; stundum er eins og hann trúi ekki sjálfur á al- vöru verksins og veðji á gam- anmynd. Winter Kills er fallega tekin af Vilmos Zsigmond og vönduð að ytri búnaði og i henni er urmull af líflegum aukaper- sónum með leikurum eins og Sterling Hayden, Anthony Perkins, Eli Wallach, Dorothy Malone og meira að segja Eliza- beth Taylor. Það er því vel þess virði að skoða Winter Kills. Hér er hún fáanleg á myndbandi þótt ekki hafi hún mér vitanlega komist á bíótjald. Myndin er byggð á sögu eftir Richard Condon sem einnig lagði til hráefnið í Manchurian Candi- date Johns Frankenheimer á sínum tíma. Og nú leiða þeir Condon og túlkandi höfuðpaurs- ins í Winter Kills, John Huston, saman hesta sina í nýjasta stór- virki hins áttræða leikstjóra, — Prizzi’s Honor í Bíóhöllinni. Stjörnugjöf: Winter Kills ★★W Rommel og Rebekka sem ekki mátti sýna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.