Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 25 Línuritið sýnir niðurstöður könnunar á kostnaði við sorphirðu í 2.060 sveitar- félögum í Bandaríkjunum. Sorphirða er með kostnaðarmeiri rekstrarliðum sveitarfélaga. Minnstu bæjarfélögin í könnuninni höfðu 2.500 íbúa en þau stærstu 700 þúsund. Á lóðrétta ásnum er skráður árlegur kostnaður á hvert heimili. Á lárétta ásnum er skráð stærð bæjarfélags. Útboðsfyrirkomulagiö skilar greinilega lang-ódýrustu þjónustunni. Ytri aðstæður eru hinar sömu í öllum rekstrar- þáttum. nomy 84, des. 1976), kemur í ljós að samgöngutæki, íestir og vagn- ar, í almenningseign, reknir af hinu opinbera, eru að jafnaði kostnaðarsamari en samskonar einkarekin þjónusta. Hins vegar er gallinn á þessari könnun sá, að ekki er gerð grein fyrir hver mis- munur á þjónustu þessara rekstr- arforma er, eða hvort einkarekst- urinn hafi verið fús til að taka að sér rekstur samgangna á öllum leiðum sem borgaryfirvöld, hverju sinni, telja nauðsynlegt að þjóna. En hvers vegna ekki að líta nánar á hagkvæmustu leið? Fróðlegt væri t.d. að bera saman rekstrar- kostnað við þjónustu Landleiða á Hafnarfjarðarrútunni og þjónustu Strætisvagna Reykjavíkur. Mér ?kilst að mjög hafi verið hugað að báðum þessum fyrirtækjum á síð- asta ári, svo ætla má að reynt hafi verið að ná fram bæði góðri þjón- ustu og ítrustu hagkvæmni. En mér skilst þó að einhverra hluta vegna sé rekstrarkostnaður hlut- fallslega meiri hjá SVR. Fróðlegt væri að fá fram ótvíræðar upplýs- ingar í þessu efni. Getur verið kostnaðarminna fyrir Reykjavík- urborg að bjóða út samgönguleiðir almenningsvagna — sumar eða allar um leið og sama þjónustu- markmiði er haldið? Tvö önnur dæmi, sem tengjast flutningum, læt ég fljóta hér með til gamans: Athugun David G. Davies „The Efficiency of Public versus Pri- vate Firms", sem birtist í Journal of Law and Economics 14. april 1971, sýndi samanburð á rekstri tveggja ástralskra flugfélaga. Annað var einkarekið og stundaði eingöngu innanlandsflug, en hitt var ríkisrekið og stundaði bæði utan- og innanlandsflug. Könnuð var rekstrarhliðin við innanlands- flugið, sérstaklega með athugun á sætanýtingu og tekjum starfs- manna. Einkarekna flugfélagið bar sigur úr býtum á báðum svið- um. Hér í Bandaríkjunum fárast menn líkleg jafn mikið yfir hinni ríkisreknu póstþjónustu og gert er gagnvart Pósti & síma á Islandi. Hvernig stendur svo reksturinn sig? Dagblaðið Roanoke Times & World News gerði athyglisverða tilraun á þessu sviði i lok árs 1980. Sendir voru átta bögglar áleiðis til blaðamanna, sem bjuggu í yfir 50 mílna fjarlægð frá sendingarstað. Fjórir bögglar voru afhentir US Postal Service, hinu ríkisrekna fyrirtæki og hinir fjórir fyrirtæk- inu United Parcel Service, sem er í einkarekstri. Flutningsöryggi og verð reyndist vera hið sama hjá báðum fyrirtækjum. En ríkis- stofnunin skilaði bögglunum fljót- ar í hendur viðtakenda. Það mun- aði 1—24 klst. („Case for Bur- eaucracy" — Chates T. Goodsen, New Jersey 1953.) Ríkisrekna póstþjónustan hér í Bandaríkjun- um hefur reyndar fundið ágæta leið til þess að mæla gæði þjónust- unnar. Sendir eru sérstakir „njósnarar" út af örkinni, sem arka inn á póstafgreiðslur með margskonar bréf og böggla. Lip- urð afgreiðslumanna er könnuð ásamt tíma sendingarinnar. Þann- ig fást nokkuð greinargóðar upp- lýsingar ef óvenjuleg tregða er á ákveðnum leiðum. Niðurstöður ofangreindar könnunar þóttu kærkomin lyftistöng fyrir banda- rísku póstþjónustuna en varð til þess að fyrirtæki í bögglabransan- um tóku sig verulega á. Ekki hef ég þó séð nýrri samanburðarkann- anir. Einkarekstur — út- boðsrekstur er farsælli Þær kannanir sem hér hefur verið minnst á gefa ef til vill óljós- ari mynd en margur hefði ætlað um yfirburði einkareksturs yfir ríkisrekstri í Bandaríkjunum á þeim sviðum sem hér eru til um- ræðu. Eins og áður er minnst á eru auðvitað til vel rekin og illa rekin fyrirtæki sem tilheyra báð- um rekstrarformum. Við höfum séð að ýmislegt bendir til að stærð fyrirtækjanna virðist hafa veruleg áhrif á rekstrarlega getu þeirra — og yfirburðir einkareksturs í stór- um stíl yfir stórum ríkisfyrirtækj- um er starfa á sama sviði virðast vera harla óljósir. Hér er auðvitað hægt að nefna afmörkuð dæmi um einstaka fyrirtæki er sýna annað, en hér erum við í leit að heildar- niðurstöðum. Þegar bornar eru saman minni rekstrareiningar verða yfirburðir hreins einkareksturs nokkru skýr- ari. En i þvi tilviki sem kannaður var þriðju möguleikinn: einkafyr- irtæki taka að sér ýmsa verkþætti í útboði á vegum hins opinbera, reyndist hann áberandi hagkvæm- asti kosturinn. En þvi miður hefur greinilega verið einblínt um of á aðeins tvo þætti í flestum saman- burðarrannsóknum, hreinan einkarekstur — eða hreinan ríkis- rekstur. Ég hef hins vegar ástæðu til að fullyrða að útboðsfyrir- komulagið megi nýt með bestum árangri á mun fleiri sviðum en nú er gert. Reynslan hefur sýnt okkur að einkarekstur hefur lítið fram yfir ríkisrekstur ef hann kemst í einokunaraðstöðu. f smærri sam- félögum er hætta á að einu fyrir- tæki sé afhent slík aðstaða. Gegn þessari hættulegu tilhneigingu er aðeins til ein leið. Gæta verður að samkeppni haldist. Þar er alls ekki úr vegi sá möguleiki að ríkis- fyrirtæki haldi eftir hluta þjón- ustunnar svo stöðugt megi hafa viðmiðunargrundvöll. Slíkt gæti jafnvel reynst mjög ákjósanlegt ef útboðsfyrirkomulagið væri nýtt í auknum mæli. Þannig væri einkafyrirtækjum gefinn kostur á að spreyta sig í auknum mæli á sviðum sem nú eru einokuð af einum aðila, hvort sem sá tilheyrir ríkis- eða einka- rekstri. Heildarstjórnun væri hins vegar enn í höndum hins opinbera. Ríkið aflaði sér upplýsinga um frammistöðu einkafyrirtækjanna, gæði og hagkvæmni, út frá við- miðunarrekstri ríkisfyrirtækis sem starfaði á sama grundvelli og einkafyrirtækin, þ.e. hefði verið úthlutað ákveðnu þjónustuum- dæmi eða ákveðnum þjónustu- þætti. Þannig ætti að fást mjög stöðug og skýr mynd af því hver hagkvæmnin sé jafnan af útboðs- fyrirkomulaginu um leið og sam- keppnin um gæði og verð er tryggð og lokað er á hættur á verðeinok- un. Ég legg áherslu á að hér er ég ekki að ræða um aukinn þátt not- enda í kostnaði við þá þjónustu sem þeir njóta. Hér er átt við að sveitarstjórnir eða ríki kaupi um- rædda þjónustu af einkaaðilum og tryggi jafnan aðgang allra að henni, án tillits til framlags þeirra í almannasjóði. Megin munurinn er sá að í stað þess að ríkisvaldið setji markmiðin, framkvæmi þjón- ustuna og greiði kostnað af henni, er framkvæmdin að stærstum hluta afhent einkafyrirtækjum. Við skulum setja þá kröfu að breytingin hafi í för með sér sömu eða aukin gæði, lægri kostnað — lægri skatta og aukna kaupgetu almennings. Ef við getum ekki tryggt árangur með þessari hag- ræðingu er auðvitað til óþurftar að breyta. En ef niðurstaðan er ótvírætt sú að ýmsir þættir í opinberum rekstri séu betur komnir sem útboðsverkefni til einkafyrirtækja, þá ber okkur að breyta í þessa átt. Ég fæ hins veg- ar ekki séð að gild rök bendi til að hreinn einkarekstur — þar sem hið opinbera kemur hvergi nærri við stefnumörkun á hinum sér- tæku verkefnum, sé vænlegasti kosturinn í ofangreindum tilvik- um. Á ráðstefnu sem Stjórnunarfé- lagið hélt um einkarekstur/ríkis- rekstur snemma árs 1984, flutti ræðumaður einn, sem tamt er að lofa ríkisrekstur á sem flestum sviðum, varnarorð til ofurhuga einkarekstur. Hann ræddi um „draumaþjóðfélag" einkareksturs- ins. Hann sá fyrir sér slökkviliðið sem ók framhjá brennandi húsi án þess að aðhafast nokkuð. Eigandi hússins var nefnilega ekki „við- skiptavinur" Slökkviliðsins hf. Sjónarmið sem þetta er sett fram þegar gera þarf einkareksturinn að ímynd taumlausrar gróðafíkn- ar og siðleysis. Og þessum mönnum virðist hafa tekist ágæt- lega þetta ætlunarverk sitt. Einkarekstur fer brátt að heyra til undantekninga í samfélagi okkar. En það er langur vegur frá ógeðfelldum dæmisögum um mannlega vonsku sem ekki stand- ast þær kröfur um siðferði og markmið sem við höfum sett í þjóðfélagi okkar, til hugmynda er hvetja til samstarfs einkafyrir- tækja og hins opinbera til þess að gera draum okkar um almenna velmegun og betra samfélag að veruleika. í næstu grein, sem jafnframt verður sú síðasta af fjórum tengd- um greinum mun ég ræða um nokkur hugsanleg heildarsvör við endurbótum á ríkisrekstri. Höfundur er rið háskólanám í rekstrarhagfræði og stjórnunar- frædi í Bandaríkjunum. Hann er fyrrrerandi framkræmdastjóri fiilltrúaráós Sjálfstæðisfélaganna í Reykarík. Hækkun þungaskatts: Átta félög bif- reiðaeigenda mótmæla Morgunblaðinu hefur borist yfir- lýsing frá átta félagasamtökum bif- reiðaeigenda þar sem mótmælt er nýútgefnum bráðabirgðalögum sem fela í sér 56,25% bækkun þunga- skatts. 1 yfirlýsingunni segir að verð- bólguhækkanir á innkaupsverði og rekstrarvörum bifreiða hafi reynst eigendum atvinnubifreiða nógu erfiðar þótt þungaskatti sé ekki bætt ofan á. Byggingarvísitala hefur hækkað frá sl. áramótum um 24%, þungaskattur er nú hækkaður um 56,25% og bensín- gjald um40%. Gjaldþol eigenda atvinnubif- reiða og þeirra sem kaupa af þeim þjónustu þolir ekki slíka hækkun. Ætli ríkisvaldið að standa við þessa skattpíningu veldur það samdrætti og stofnar atvinnu þús- unda manna og heimila þeirra í hættu. Á sama tíma og skorin eru niður fjárframlög til vegamála er fá- sinna að ætla eigendum atvinnu- bifreiða að leggja fram aukið fé til mótvægis. Gjaldþol þeirra er ekkert skárra en hjá öðrum þegn- um og væri því nær að minnka álögur á þá. Samdráttur er nú þegar verulegur hjá öllum eigend- um atvinnubifreiða. Auknar álög- ur stöðva bifreiðarnar smám saman og varla þarf að taka fram að engar þungaskattstekjur eru af bifreið sem stendur ónotuð og engar tollatekjur eru af bifreiðum sem ekki eru fluttar inn. Hagsmunafélög eigenda at- vinnubifreiða vilja skora á ríkis- stjórn og Alþingi að fella ofan- greind bráðabirgðalög, draga úr skattheimtu og láta endurskoða nú þegar allar álögur á bifreiðar svo og tollamál og úrelt fyrirkomu- lag á innheimtu þungaskatts. Undir yfirlýsinguna skrifa for- svarsmenn Landssambands vöru- bifreiðastjóra, Bandalags ís- lenskra leigubifeiðastjóra, Félags vinnuvélaeigenda, Félags hóp- ferðaleyfishafa, Félags sérleyfis- hafa, Verktakasambands íslands, Félags íslenskra bifreiðaeigenda og Landvara, landsfélags vörubif- reiðaeigenda á flutningaleiðum. ARIÐ 1984 Stórvíðburðír í myndum og málí með íslenskum sérkafla Hefur nú komíð út í tuttugu ár Þetta frábæra bókmenntaverk er samsett af 480 fréttagrein- um og eru þær áréttaðar með jafnmörgum atburðamyndum og er helmingur þeirra prentað- ur í litum í heilsíðustærðum á köflum. Annáll ársins skíptist í 12 aðalkafla. Auk þess fjallar verkið um einstök sérsvið, svo sem alþjóðamál - efnahags- mál - vísindi og tækní laeknísfraeði - myndlist kvikmyndir — tísku. ARIÐ 1984 STÓRVOBURO'R i MYNDUM OG MAu MEÐ iSLENZKUM SÉRKAFLA Þessi bókaflokkur er orðinn ómissandi öllum þeim er láta sig samtíðina einhveiju skipta og vilja eiga möguleika á því að geta flett upp í óyggjandi heímildum um atburði hér á landi og um heim allan. Eldri árgangar eru á þrotum. Frábært bókmenntaverk fyrir alla fjölskylduna. ÖII bókakaup hjá Þjóðsögu geta veríð vaxtalaus Ián í allt að 6 mánuði. Pófeaútgáfanjpföaga Þingholtsstrœti 27 • 101 Reykjavík • Símar 13510- 17059 • Pósthólf 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.