Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Afmæliskveðja: Ágústa Thors Áttræðisafmæli á í dag frú Ágústa Thors, ekkja Thor Thors sendiherra. Foreldrar hennar voru Ingólfur Gíslason héraðslæknir og kona hans, Oddný Vigfúsdóttir, veitingamanns á Akureyri Sig- fússonar. Ágústa sleit barnsskónum í Vopnafirði en þar gegndi faðir hennar læknisembætti um árabil, þjóðkunnur maður, ritfær og skemmtilegur. Rúmlega tvítug að aldri, falleg og glæsileg ung stúlka, giftist Ágústa Thor Thors, nýbökuðum lögfræðingi og efnilegum, og stofn- uðu þau heimili í Reykjavík. Á fyrstu hjúskaparárum sínum dvöldu þau um skeið á Spáni og Portúgal vegna erindagerða Thors fyrir útgerðarfélagið Kveldúlf, en hann varð einn framkvæmda- stjóra félagsins þar til hann gerð- ist forstjóri Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda. Á þess- um Reykjavíkurárum þeirra Thors fæddust börn þeirra: Margrét Þorbjörg, er giftist síðar í Wash- ington og andaðist þar fyrir aldur fram, Ingólfur, framkvæmda- stjóri, búsettur í Washington, og Thor yngri, bankastjóri í New York. Thor, maður Ágústu, lét þegar á unga aldri mikið til sín taka sem stjórnmálamaður. Var hann um skeið formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, auk þess sem hann gegndi formannsstörf- um í Stúdentafélagi Reykjavíkur og stóð þá m.a. fyrir norrænu stúd- entamóti, sem haldið var í sam- bandi við Alþingishátíðina 1930. Á árinu 1933 var Thor kosinn þing- maður Snæfellinga. Reyndist hann atkvæðamikill alþingismaður alla tíð þar til hann afsalaði sér þing- mennsku þegar hann varð sendi- herra í Washington. Árið 1939 verða þáttaskil í ævi Ágústu og Thors, er hann var skipaður formaður sýningarráðs íslands á heimssýningunni í New York og ári síðar aðalræðismaður íslands þar í borg. Fluttust þau hjónin þá vestur um haf með börn sín. Þegar sendiráð íslands í Washington var sett á stofn árið 1941 þótti Thor sjálfkjörinn í það mikilvæga sendiherraembætti með sívaxandi og þýðingarmiklum samskiptum íslands og Bandaríkj- anna í síðari heimsstyrjöldinni, en Bandaríkin höfðu þá með sam- komulagi við íslendinga tekið að sér hervernd íslands meðan á styrjöldinni stæði. Á þessum árum fluttust nær öll utanríkisviðskipti íslands frá Evrópu til Bandaríkj- anna. Öll vörukaup þaðan til fs- lands þurftu milligöngu hins nýja sendiráðs í Washington. Meðal annars af þeirri ástæðu voru það því ærin störf, sem hlóðust á hinn unga sendiherra og starfslið hans. Einnig bættust fljótt við umdæmi sendiherrans önnur lönd í Vestur- álfu, en kunnastur varð Thor þó sem formaður sendinefnda íslands og fastafulltrúi okkar hjá Samein- uðu þjóðunum. Á þeim vettvangi skóp hann fslandi þann sess sem þjóðin mun lengi búa að. öll þessi ár stóð Ágústa við hlið manns síns með miklum glæsibrag og bjó honum fallegt heimili í sendiherrabústaðnum í Washing- ton. Gestrisni og framkomu þeirra hjóna var viðbrugðið, jafnt meðal ráðamanna Bandaríkjanna og full- trúa erlendra ríkja þar sem í slend- inga, er leið áttu til Bandaríkjanna á þeim árum. Það var óvenjulegt en jafnframt einkennandi fyrir þau hjónin að enda þótt þau væru fulltrúar eins smæsta ríkis í höfuð- borg áhrifamesta stórveldis, þá nutu þau ekki síður álits og velvild- ar þar en fulltrúar margra hinna stærstu þjóða heims. Þegar minnst er Ágústu á þess- um degi þá er þessi mynd skýrust: Glæsileg kona og fríð, hjartahlý, hressileg, glaðvær og skemmtileg og hrókur alls fagnaðar, hvar sem var. Við hjónin áttum því láni að fagna að starfa með Thor og Ágústu um skeið eftir stofnun sendiráðsins í Washington. Höfum við því kunnað að meta kosti þeirra, drengskap, gáfur og gest- risni. Á þeim tíma tengdust vin- áttubönd, sem ekki hafa rofnað. Þau Thor urðu fyrir þeirri miklu sorg á árinu 1954 að missa einka- dóttur sína í blóma lífsins, en ára- tug síðar féll Thor skyndilega frá. Ofan á þessi áföll bættust langvar- andi veikindi Ágústu. Eftir lát Thors kaus hún að dvelja áfram í Washington, þar sem heimili þeirra hjóna hafði verið í aldar- fjórðung, enda báðir synir hennar búsettir vestra í námunda við hana, að ógleymdum dóttursynin- um, Blaine, augasteini hennar. Þótt nokkur ár séu nú liðin frá síðustu komu Ágústu til íslands, hafa vinir hennar og ættingjar hér heima ekki gleymt henni. Mun það sannast með kveðjum og óskum, sem henni berast að heiman á þessum tímamótum. 1 4 3 ■ i mW l.w' : i f'-sT Mr'.£ ■ wp /' 1 Leikararnir f Skóarakonunni dæmalausu ásamt nokkrum aöstandenda. Leikstjórinn, Emil Gunnar Gunnarsson, er lengst til hægri. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 30 manns taka þátt í sýningu á Skóarakonunni dæmalausu Keflavlk, 27. október. FÖSTUDAGINN 1. nóvember frum- sýnir Vox Arena, leikfélag Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, leikritið Skóarakonan dæmalausa eftir spænska höfundinn Federico Garcia Lorca, í Félagsbíó í Keflavík og hefst sýningin kiukkan 8.30. Með aðalhlutverk í leikritinu fara Rósa Signý Baldursdóttir og Bjarni Thor Kristinsson, leikar- arnir eru 14 og alls taka um 30 manns þátt í sýningunni. Leik- stjóri er Emil Gunnar Gunnars- son. Að sögn Unu Steinsdóttur, for- manns Vox Arena, er Skóarakon- an dæmalausa rómantískur gam- anleikur sem fjallar um örlög skó- arakonu einnar og baráttu hennar við raunveruleikann. „Allir að- standendur sýningarinnar eru búnir að vinna dag og nótt til að þetta verði sem best heppnað," sagði Una. „Við vonum því að Suðurnesjamenn sýni okkur þann heiður, og lyfti sjálfum sér upp, með því að koma og sjá góða og skemmtilega sýningu sem mikið er lagt í.“ Eins og áður er sagt verður frumsýningin 1. nóvember klukk- an 8.30. Onnur sýning verður miðnætursýning laugardaginn 2. nóvember og hefst klukkan 11.30. Þriðja sýning verður svo þriðju- daginn 5. og hefst klukkan 8.30. Aðrar sýningar verða auglýstar síðar. Miðar verða seldir í anddyr- inu og kosta 250 krónur fyrir gesti og 150 fyrir nema FS. Skóarakonan dæmalausa er þriðja stórverkið sem leikfélag FS setur upp. Hin voru Gildran eftir Robert Thomas og Lokaðar dyr eftir Wolfgang Borchert. EFI. Við Gígja sendum Ágústu hjart- anlegar heilla- og hamingjuóskir í tilefni dagsins, með þökk fyrir alla vináttu liðinna ára. Henrik Sv. Björnsson í dag, miðvikudaginn 30. októb- er, er elskuleg mannkostakona átt- ræð. Frú Ágústa Ingólfsdóttir Thors, sem um langt árabil var sendiherrafrú íslands vestan hafs í Washington D.C. Það er okkur Ingva sérlega ljúft að senda henni hugheilar árnaðar- óskir á þessum merku tímamótum. Ágústa er dóttir hjónanna Oddnýjar Vigfúsdóttur frá Akur- eyri og Ingólfs Gíslasonar læknis, sem lengst af var héraðslæknir í Vopnafirði og í Reykdælahéraði en seinast í Borgarnesi, elskaður og virtur af öllum er hann þekktu. Ung að árum giftist hún Thor Haraldi Thors, hinu mesta gáfu- og glæsimenni, en hann var einn af sonum Margrétar Kristjáns- dóttur og hins þekkta athafna- manns Thors Jensens. Þau eignuð- ust þrjú mannvænleg börn, tvo syni og eina dóttur er þau misstu í blóma lífsins. Það varð þeim þung raun og sum sár gróa aldrei hvað svo sem máltækið segir. Hin unga utanríkisþjónusta okkar Islendinga átti því láni að fagna, að eignast þau hjón Ágústu og Thor Thors að fulltrúum lands og þjóðar vestan hafs strax snemma á 5. áratugnum. Gegndi Thor hinum veigamestu embætt- um þar fyrir land sitt í meira en tvo áratugi með sóma og glæsibrag þar til hann lést um aldur fram 11. janúar 1965, öllum harmdauði. Við hlið hans hafði hún staðið hin trausta og mikilhæfa eigin- kona, búin öllum þeim kostum er mest mega konu prýða. Góðvild og glæsileiki, gáfur og glaðværð, ásamt einstökum hæfileika til að umgangast alla menn með sömu fölskvalausu hlýjunni, eru hennar aðalsmerki, og gera öllum glatt í sinni er í návist hennar koma. Skopskynið vantar hana ekki en það er hárfínt og meiðir engan, því er gott að mega hlæja með henni því gamanið er ávallt græskulaust. Listagyðjan hefur heldur ekki látið hana afskipta. í hjáverkum stundaði hún nám í málaralist með góðum árangri en hefur lítt viljað halda því á loft. Það eru því fáir sem þekkja til veka hennar á því sviði, því miður. Allir þessir góðu eiginleikar Ágústu nutu sín einkar vel í þeirri stöðu er varð hlutskipti hennar í lífinu, og oft er mjög krefjandi, enda barst hróður þeirra hjóna víða, bæði heima og erlendis. Ég man alltaf hvað við Ingvi urðum glöð er skeyti frá utanríkis- ráðuneytinu barst okkur í lok árs- ins 1961 til Moskvu, þar sem við höfðum starfað við sendiráð ís- lands í 3 ár, þess efnis, að við ættum að flytja um áramótin til Washington D.C. Það var sannar- lega tilhlökkunarefni, að fá nú að kynnast og starfa með þessum virtu og ástsælu fulltrúum þjóðar okkar vestan hafs. Við urðum heldur ekki fyrir vonbrigðum, því okkur var tekið tveim höndum og vinátta og sam- starf hófst sem aldrei bar skugga á. Minningamar um Washington- árin, með þessum góðu vinum, munu því aldrei fyrnast. Elsku Ágústa, við Ingvi biðjum þér allrar blessunar um ókomin ár og þökkum óbrigðula vináttu og allar gleðistundirnar á liðnum árum. Hólmfríður G. Jónsdóttir Mikill vandi fylgir því að vera sendiherra Islands og halda uppi málstað og merki smáþjóðar á margvíslegan hátt. Þetta er vafa- laust mörgum ljóst, en sennilega færri, að vandinn, sem oft hvílir á sendiherrafrúnni er ekki minni, og það skiptir sendiherrann ekki litlu máli hvernig sendiherrafrúin rækir hlutverk sitt. Þetta kemur mér í hug í tilefni af því, að í dag á áttræðisafmæli kona, sem gegndi þessu hlutverki um aldarfjórðungsskeið í því landi, sem Islendingar höfðu þá og raun- ar síðar mest samskipti við og miklu varðaði því hvernig sendi- herrann og sendiherrafrúin ræktu störf sín. Þessi kona er frú Ágústa Ingólfsdóttir, ekkja Thors Thors. Thor Thors reyndist góður full- trúi lands síns, en það skipti hann ekki litlu máli, að við hlið sér hafði hann eina glæsilegustu konu, sem ísland hefur átt, en þó var meira um það vert, að hún var gædd þeirri meðfæddu kurteisi og hjartahlýju, sem er eftirminnileg öllum þ eim, sem kynntust henni á þessum tíma. Frú Ágústa Ingólfsdóttir Thors er fædd 30. október 1905. Foreldrar hennar voru Ingólfur Gíslason, sem lengi var héraðslæknir í Borg- arnesi, og Oddný ólöf Vigfúsdótt- ir. Þau Thor Thors og Ágústa gift- ust í desembermánuði 1926. Til viðbótar áðurgreindum kostum, var hún gædd listrænum hæfileik- um, söngvin og músíkölsk, og lagði síðar stund á málaralist. Heimili þeirra Ágústu og Thors í Reykja- vík var vinsælt og gestkvæmt, og áttu þau bæði þátt í því. Heimili þeirra vestanhafs var þó ekki minna rómað og opið íslendingum, sem dvöldu vestra eða voru þar á ferð. Fáar konur hafa hlotið fleiri viðurkenningarorð í mín eyru fyrir að taka vel á móti gestum en Ágústa Thors. Ágústa gat líka komið vel fyrir sig orði, þegar beita þurfti dipló- matískri háttvísi. Ég minnist þess á 10 ára afmælisfundi NATO í Washington, að ég lenti við sama borð og frú Ágústa, en hún hafði fyrir sessunaut Bretann George Brown, sem síðar varð utanríkis- ráðherra Verkamannaflokksins. Brown var mikill orðhákur, oft fyndinn, en þó mistækur. Hann vék umræðunni við íslensku sendi- herrrafrúna að þorskastríði fs- lendinga og Breta, sem þá stóð yfir, á heldur misheppnaðan hátt, miðað við það, að setið var undir veisluborðum. Ágústa svaraði á mjög háttvísan og diplómatískan hátt og heyrði ég það á borðfélög- um mínum að íslenska sendiherra- frúin hefði farið með sigur af hólmi í orðaskiptum við hinn breska orðhák. Þau Ágústa og Thor eignuðust þrjú börn, öll fædd á Islandi, Margréti, Ingólf og Thor Harald. Margrét lést fyrir aldur fram og varð foreldrum sínum mikill harmdauði. Bræðurnir Ingólfur og Thor eru báðir búsettir vestan hafs og hafa getið sér þar gott orð. Thor Thors lést 11. janúar 1965, eða fyrir rúmum tuttugu árum. Hann var jarðsettur í sama kirkju- garði og Margrét dóttir hans og er skammt milli leiða þeirra. Ágústa hefur verið búsett í Was- hington síðan, og á það vafalítið þátt sinn í því að hún vill vera í nálægð við syni sína, barnabörn og ekki síður látinn eiginmann og dóttur. Hinir mörgu, sem gistu heimili þeirra Ágústu og Thors og raunar margir fleiri, óska henni í dag til hamingju með afmælisdaginn og þakka henni góð kynni og vináttu. Þórarinn Þórarinsson — O — Heimilisfang hennar í Bandaríkjunum er: 1710 Flora Lane Silver Spring Maryland USA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.