Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ. MIDVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Kaupir Kaupfélag Eyfirðinga BTB? Enginn byggingar- iðnaður hér lengur — segir Árni Árnason, framkvæmdastjóri BTB „ÞETTA hefur staðid til í dálítinn tíma og það nálgast að skorið,verðj úr því hvort af sölu verði. Það gæti jafnvel orðið a næstu dögum,“ sagði Arni Arnason framkvæmdastjóri Byggingvöruverslunar Tómasar Björnssonar (BTB) á Akur- ið Morgunblaðið er hat eyri, í samtali við Kaupfélags Eyfirðinga á fyrirtækinu. Árni sagði að í sumar hefði fyrst verið rætt um kaup KEA á fyrirtæk- inu. Hann var spurður hvort ekki væri grundvöllur fyrir verslun eins og hans við hlið KEA: „Það liggur í augum uppi að þjónusta okkar hlýtur að minnka þegar byggingar- iðnaðurinn í bænum er hruninn. Hér er enginn byggingariðnaður lengur; það er verið að byggja kirkju, barnaheimili og skóla en hann var spurður um hugsanleg kaup varla nokkurt íbúðarhús." Árni kvaðst gera ráð fyrir því að fyrirtækið yrði selt í heilu lagi, ef af sölu yrði. BTB var lengi til húsa við Glerár- götu á Akureyri en flutti síðan að Lónsbakka í Glæsibæjarhreppi, skammt norðan bæjarins. „Eg hef verið að byggja upp hér síðastliðin fjögur ár — en enginn hefur viljað hjáípa manni við það,“ sagði Árni. Landbúnaðarsýning í Reiðhöllinni 1987 HAFINN er undirbúningur að stórri landbúnaðarsýningu sem fyrirhugað er að halda sumarið 1987, I tilefni þess að þá verða liðin 150 ár stofnun búnaðarfélagsskaparins í landinu. Búnaðarþing samþykkti sl. vetur að stefna að því að halda slíka sýn- ingu í samvinnu við aðra aðila. BÍ hefur nú leitað eftir því við Stéttar- samband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og landbúnaðar- ráðuneytið að þessir aðilar standi að sýningunni í samvinnu við Bún- aðarfélagið og hafa undirtektir verið jákvæðar að sögn Jónasar Jónssonar búnaðarmálastjóra. Sagði Jónas að stefnt væri að alhliða landbúnaðarsýningu í líkingu við sýningarnar sem haldnar voru í Laugardalshöllinni 1968 og á Sel- fossi 1978, en áformað væri að halda sýninguna í Reiðhöllinni sem verið er að byggja í Víðidal. Samvinnuferðir-Landsýn: 300 sóttu um nám- skeið í útgáfu farseðla Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn heldur nú námskeið í far- seðlaútgáfu og er þaó í fyrsta skiptið sem slíkt námskeið er haldið hér á Ostadagar ’85 um helgina OSTADAGAR '85 verða í húsi Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi um helgina. Ostadagarnir verða með svip- uðu sniði og Ostadagar '82, með mati og dómum um osta, sýningu og kynn- ingum. Öll mjólkurbú landsins senda osta á sýninguna. Sérstök dómnefnd, sem hefur danskan sérfræðing sér til ráðuneytis, mun meta ostana og dæma á fimmtudag. Sfðdegis á föstudag verða úrslit kynnt og Jón Helgason landbúnaðarráðherra mun þá afhenda verðlaun fyrir bestu framleiðsluna. Opið hús verður að Bitruhálsi á laugardag og sunnudag, kl. 13—18. Þar munu ostameistar- amir kynna framleiðslu sína og verða til viðtals. Ostapakkar verða seldir á kynningarverði auk þess sem matreiðslukynningar og fleira verð- ur um að vera. Þaki Hrafnistu lyft VESTURHLUTA þaksins á A-álmu Hrafnistu i Hafnarfíði var lyft með tjökkum á fíramtudag og stoðir reistar undir þakinu, en eins og skýrt hefur verið frá í Morgun- blaðinu er fyrirhugað að bæta einni hæð ofan á þær fímm sem fyrir eru. Pétur Sigurðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sagði í samtali við Morgunblaðið að næsta skref væri að smíða útvegg í vesturátt og gera hæðina fokheída fyrir vet- urinn. Á nýju hæðinni vérða m.a. 13 einstaklingsíbúðir. landi. Þrjú hundruð manns sóttu um námskeiðið, meirihlutinn kvenfólk, en aðeins 14 komust að. Að sögn Auðar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra námskeiðsins, var ekki valið úr umsóknum heldur voru þátttakendur dregnir út. Ann- að námskeið verður væntanlega haldið f janúar nk. vegna gffurlegr- ar eftirspurnar og er stöðug vöntun á starfsfólki þrátt fyrir mikla eftir- spurn. Hinsvegar skortir umsækj- endur yfirleitt næga þekkingu við- víkjandi útgáfu farseðla og útreikn- inga í því sambandi. Því viljum við með þessu gera fólki kleift að þjálfa sig upp ef það á annað borð hefur virkilegan áhuga á að vinna við slíkt. Allar bækur sem notast verður við á námskeiðinu verða á ensku svo að eina skilyrðið fyrir þátttöku var enskukunnátta." Auður sagði að umsækjendurnir kæmu úr flest öllum stéttum, þó aðallega væri hér um að ræða skrif- stofufólk. Leiðbeinandi á námskeið- inu verður Jónas Jónasson og síð- asta kvöldið mun Gunnar Steinn Pálsson ræða um þjónustu- og sölu- mennsku. Kennt verður í ellefu kvöld frá 18.00 til 22.00 á Hótel Loftleiðum. Útgáfustjórn Húsatóftaættar: F.v. Ólafur Rúnar Þorvarðarson, Jón Tómasson, Eirflnir Ketilsson, Kristín Jóns- 'dóttir, Dagbjartur Einarsson, Þorsteinn Jónsson ritstjóri ritraðarinnar og Tómas Þorvaldsson. Húsatóftaætt Niðjatal Jóns Sæmundssonar og kvenna hans SÖGUSTEINN — bókaforlag hf., hefur gefið út fyrsta uindið í ritröðinni íslenskt ættfræðisafn, Húsatóftaætt í Grindavík. Húsatóftaætt er talin frá Jóni Sæmundssyni útvegsbónda á Húsatóftum í Grindavík, f. 18. ágúst 1798, d. 24. aprfl 1863 og konum hans, Margréti Þorláksdóttur, f. 1807, d. 23. febr. 1855 og Valgerði Guðmundsdóttur, f. 12. sept. 1824, d. 12. des. 1886. Afkomendur þeirra eru um 1200 talsins. Niðjatalið er ríkulega mynd- skreytt með ljósmyndum af á annað þúsund manns. Uppsetn- ing bókarinnar er með nýju sniði, sem ekki hefur sést í niðjatölum fyrr. Ljósmyndir af niðjum eru ekki á sérstökum örkum i bókinni eins og almennt hefur tíðkast í niðjatalaútgáfum, heldur eru myndir birtar með textanum, þar sem fjallað er um hvern og einn. Niðjatalið skiptist í tvo hluta: Niðjatal og framættir. Nafna- skrá er yfir öll mannanöfn í bók- inni. Þorsteinn Jónsson hefur tekið niðjatalið saman og ritstýrir hann ritröðinni. Bókin er sett og brotin um í Leturvali, prentuð í prentsmiðjunni Grafík og bundin inn í Félagsbókbandinu. Tvö önnur niðjatöl koma út í þessari ritröð fyrir jólin en það eru Gunnhildargerðisætt í Hró- arstungu og Galtarætt í Gríms- nesi. 1 tilefni af útkomu Húsatófta- ættar var haldið mikið niðjamót í Festi í Grindavík, 7. september sl. Tómas Þorvaldsson setti mót- ið og Dagbjartur Einarsson gerði grein fyrir útgáfu Húsatófta- ættar. Þorsteinn Jónsson flutti litskyggnuþátt um Húsatófta- ætt. Síðan var fjölbreytileg skemmtidagskrá og að lokum stiginn dans fram á nótt. Milli átta og níu hundruð manns sóttu mótið og þótti það takast í hví- vetna hið besta. 1 tengslum.við niðjamótið var opnuð ljósmynda- sýning á ljósmyndum Einars Einarssonar i Krosshúsum i Grindavík, sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir. Húsatóftaættin fæst í flestum bókaverslunum og hjá Sögusteini — bókaforlagi, Týsgötu 8. (FrétUtilkynning) Útborgun í fasteigna- viðskiptum hækkar enn — lítil hækkun á söluverði SÖLUVERÐ fasteigna hefur hækkað mjög lítið undanfarna mánuði, að því er fram kemur í fréttabréfí frá Fasteignamati ríkisins. Segir þar að frá síðasta ársfjórðungi í fyrra til þriðja ársfjórðungs yfirstandandi árs hafí fasteignaverð hækkað um 10%. Þá kemur ennfremur fram, að útborgun í fasteignaviðskiptum fari nú aftur hækkandi, en hún hafði lækkað um síð- ustu áramót úr 75%frá miðju ári 1984 í 70%um áramót. í fréttabréfinu kemur fram, að hæð þeirra fari vaxandi. Komi í upphafi yfirstandandi árs hafi verðtryggð lán nú við sögu f 75% útborgun farið aftur hækkandi og til 80% af öllum sölum á íbúðar- hefði verið 72% til 74% á tímabil- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. inu mars til september. Ennfrem- Hið háa útborgunarhlutfall geri ur segir, að verðtryggðum lánum markaðinn mjögfjármagnsfrekan. fari sífellt fjölgandi og heildarupp- Hækkun útborgunar hafi oft hald- ist í hendur við lækkun á raunvirði eigna undanfarið ár. Lækkun út- borgunar hafi hins vegar oftast fylgt hækkun söluverðs, að því er segir í fréttum Fasteignamatsins. Hvað varðar hækkun á fasteign- um hafi hún verið hæg og jöfn. Frá september 1984 til jafnlengdar 1985 hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um tæplega 37% og lánskjaravísitala um tæp 35%. Það jafngildir því að á fyrri hluta yfirstandandi árs hafi fast- eignaverð farið lækkandi um 1,5% á mánuði, reiknað á föstu verðlagi. í fréttabréfinu segir ennfremur að þessi verðþróun hafi varað frá nóvember í fyrra. í lok september og október 1984 hafi orðið talsverð hækkun á söluverði fasteigna. Asamt þeirri hækkun, sem varð í upphafi þess árs, orsakaði hún að fasteignaverð var allhátt 1984. Söluverð íbúðarhúsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu var þá hærra að raunvirði en árið á undan, 1983. Nú hafi fasteignaverð hins vegar fallið niður fyrir verð ársins 1983 og bendi margt til þess, að jafnað- arverð ársins geti orðið hið lægsta frá árinu 1978. Norðurlandsvegur um Lækjarmótemela: Tilboð Borgarverks 42,7 % af kostnaðaráætlun allir undir kostnaðaráætlun nema tveir. Tilboð Borgarverks var 2.237 þúsund kr. en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 5.235 þúsund kr. Lengd vegarkaflans er 1,9 km og á verkinu að ljúka fyrir 1. júní 1986. BORGARVERK hf. í Borgarnesi bauð lægst í lagningu Norðurlands- vegar um LækjartnóLsmela í Víðidal sem Vegagerðin bauð út fyrir skömmu. Tilboðið var 42,7% af kostnaðaráætlun. Þrettán verktakar buðu í verkið,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.