Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Flugleiðir leigja Esjuberg FLUGLEIÐIR hyggjast leigja Sigurði Kárasyni rekstur veitingastaðarins Esjubergs í Hótel Esju. Að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, yfírmanns hótelrekstrar Flugleiða hefur samn- ingurinn enn ekki verið undirritaður, en fyrirhugað er að Sigurður taki við Esjubergi þann 1. nóvember og leigi staðinn til næstu fímm ára. „Sigurður mun væntanlega stofna um þetta fyrirtæki og er ætlunin að hann taki að sér allan veitingarekstur á Esjubergi," sagði Valgerður. „Hótel Esja kaup- ir síðan af honum ýmsa þjónustu fyrir hótelgesti. Þetta er þróun sem á sér stað bæði hér á landi og erlendis, að hótel leigi út rekst- ur veitingastaða sinna.“ Rekstur Skálafells og annar veitingarekstur verður áfram í höndum Hótels Esju. íþróttahúsiö á Laugarvatni: Leki kominn að þakinu LEKA hefur orðið vart á þaki á ný- byggingu íþróttahússins á Laugar- vatni. Ekki liggur fyrir hvernig komizt verður fyrir lekann, en talið er að þetta geti valdið því, að það dragist á langinn að húsið verði tekið í notkun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun hafa komið fram talsverður leki með saum í þakinu í rigningunum að undanförnu og er jafnvel talið að rífa þurfi járn af þaki hússins til að komast fyrir lekann. Björn Sigurðsson, bygg- ingaeftirlitsmaður hjá Innkaupa- stofnun rikisins, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki tjá sig um mál þetta. Landhelgísgæslan: Þyrlan væntan- leg um miðjan nóvember Víglundur Þorsteinsson við saumavélina en ekki var talið líklegt að afköst hans þættu góð í bónus. Bjarni Jakobsson formaður Iðju og tvær konur sem aðstoðuðu þá félaga fylgjast með. Morgunblaðið/Árni Sœberg. Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra og Guðmundur J. Guömundsson formaður VMSÍ æfa sig í að skipta á rúmi undir stjórn Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóri VSÍ flaka og snyrta físk. Karlar í kvennasmiðju MIKIL aðsókn hefur verið að Kvennasmiðjunni í nýja Seðla- bankahúsinu. Meðal gesta í gær voru ýmsir framámenn í atvinnu- og stjórnmálum og brugðu þeir sér í hlutverk, sem þeir annars sinna ekki alla jafna. Höfðu konur greinilega gaman af að sjá karlana við þessa iðju, en myndirnar segja meira en mörg orð. Sameining BÚR og ísbjarnarins: Borgin yfírtekur um 215 milljónir af skuldum BÚR Eigendur ísbjarnarins yfirtaka sömuleiðis um 70 milljónir króna af skuldum fyrirtækisins NÝJA Landhelgisgæsluþyrlan er væntanleg til landsins um miðjan næsta mánuð. Landhelgisgæslan átti að fá þyrluna í lok september en tafir hafa orðið á afhendingu hennar vegna þess að hægar geng- ur að koma fyrir tækjum í þyrl- unni en ráð var fyrir gert. Einn starfsmaður Landhelgisgæslunnar er nú í flugvélaverksmiðjunni í Frakklandi þar sem þyrlan er smíðuð. Albert sagðist myndu halda áfram að þjóna fólki eins og hann hefði alltaf gert, en það yrði ekki á vettvangi borgarinnar lengur. Tveir aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins skiluðu ekki heldur framboðum til þátttöku í prófkjörinu, þau Ingibjörg Rafnar lögfræðingur og Ragnar Júlíusson skólastjóri. Ingibjörg sagði að starf borgarfulltrúa væri mjög krefjandi og hún hefði einfaldlega ekki tíma til að sinna því með öllu í SAMNINGI þeim um sameiningu BÚR og ísbjarnarins, sem nú liggur fyrir borgarráði, er gert ráð fyrir því, að borgin yfírtaki 205 til 215 milljónir króna af skuldum BÚR við Fiskveiðasjóð. Þessi skuld greiðist á allt að 22 árum samkvæmt samning- um við Fiskveiðasjóð. Ennfremur er gert ráð fyrir því, að eigendur ís- bjarnarins yfirtaki 65 til 70 milljónir af skuldum ísbjarnarins vegna físki- mjölsverksmiðjunnar á Seyðisfirði Eitthvað hefði orðið að láta undan. Ragnar Júlíusson sagði að hann teldi tímabært að draga sig i hlé og hleypa öðru fólki að. „Eg hef verið í starfi fyrir borgina meira og minna frá 1959. Fyrst við Vinnuskóla Reykjavíkurborgar frá 1959—74, í barnaverndarnefnd frá 1970 til ’74 og borgarstjórn sem fulltrúi frá 1974og setið í fræðslu- ráði og útgerðarráði óslitið á sama tíma. Eg tel því tímabært að hætta og leyfa öðrum að komast að. meðal annars, en sú verksmiðja fell- ur ekki undir hið nýja fyrirtæki. Heildarskuldir BÚR nema 585 millj- ónum króna og ísbjarnarins 560, en eignir BÚR um 722 milljónum og ísbjarnarins um 603 milljónum króna miðað við síðustu niðurstöður. Eignarhluti hvors aðila ákveðst sem hlutfallið milli framlagðra eigna hvors um sig að frádregnum yfirteknum skuldum og eignast hvor aðili hlutafé í samræmi við það. Njna fyrirtækið yfirtekur eignir BUR að frádregnum skuld- um, en á móti kemur yfirtaka borgarinnar á 205 til 215 milljóna króna skuld við Fiskveiðasjóð. Þá er mismunur skulda og tekna um 350 milljónir. Fyrirtækið yfirtekur eignir ísbjarnarins að frádregnum skuldum, en á móti kemur yfirtaka eigenda ísbjarnarins á skuldum að upphæð 65 til 70 milljónir, mismunur er um 108 milljónir króna. Miðað við það verður eign- arhlutur BÚR 75% en ísbjarnar- ins25%. Stefnt er að því að hið nýja fyrirtæki taki til starfa í nóvember næstkomandi. Á yfirtökudegi skal fara fram nákvæmt uppgjör á stöðu beggja fyrirtækjanna og á sama^tíma skulu allar birgðir fyr- irtækjanna metnar. Að því skal stefnt að yfirtaka fyrirtækisins á heildarskuldum að frádregnum veltufjármunum og öðrum eignum hvors aðila fari ekki fram yfir 80% af fastafjármunum. Hlutafé skal ákveðið við stofnun þess 200 millj- ónir með heimild til breytinga á því, þegar endanlegt uppgjör ligg- ur fyrir. Aðilar eru sammála um, að hið nýja hlutafélag taki við öllum skyldum fyrri vinnuveitenda gagn- vart starfsmönnum BÚR og ís- bjarnarins, sem þess óska. Tekur þetta þó ekki til yfirstjórnar og skrifstofufólks og einnig þeirra starfsmanna BÚR, sem eru aðilar að Starfsmannafélagi Reykjavík- urborgar. Ragnar Júlíusson, formaður Mál þetta kom upp á Raufarhöfn á laugardaginn, þegar lögreglan þar handtók tvo menn og var annar með um tvö grömm af hassi á sér. Við yfirheyrslur kom í ljós að hassið var frá umræddum Englendingi komið, en hann hefur unnið við fiskvinnslu í þorpinu síðan í sumarbyrjun. Fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík var látin vita og var maðurinn hand- tekinn á mánudag, sem fyrr segir, þar sem hann gisti á Herkastalan- um ásamt tveimur vinstúlkum sínum og vinnufélögum. Við leit fannst hassið falið í grindum bakpoka þeirra, að sögn Arnars Jenssonar, fulltrúa f fíkniefnadeild Reykjavíkurlögreglunnar. Talið er að þau þrjú hafi smygl- að hassinu til landsins frá Mar- okkó í síðasta mánuði. Þangað samninganefndarinnar og formað- ur útgerðarráðs BÚR, kynnti starfsfólki BÚR samninginn síð- degis i gær. Ragnar sagði í samtali við Morgunblaðið, að starfsfólkið hefði lýst mikilli ánægju með hann. brugðu þau sér í ferðalag og voru m.a. handtekin af þarlendri lög- reglu en sleppt eftir að um 800 grömm af hassi höfðu verið tekin af þeim. Talið er að lögreglu í Marokkó hafi yfirsést um 200 grömm af hassi og var Englend- ingnum gefið að sök að hafa selt nokkuð af því hér. í gærmorgun var gerð við hann sátt í Sakadómi í ávana- og fíkni- efnamálum um fyrrgreinda sekt og brottvísun úr landi. Hann var einnig sviptur atvinnuleyfi hér og verður því að selja eitthvað af eigum sínum til að geta gert upp sektina á tilsettum tíma. Standi hann ekki skil á greiðslunni verður mál hans væntanlega tekið upp á nýjan leik og tekin afstaða til vararefsingar. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins: Sætti mig ekki við prófkjörsreglurnar — segir Albert Guðmundsson „ÉG BÝÐ mig ekki fram vegna þess að ég sætti mig ekki við þennan hringlandahátt með prófkjörsreglurnar. Það hef ég sagt kjörnefndinni. Nú á að taka upp á því aftur að númera við frambjóðendur, sem þjónar engum öðrum tilgangi en að flækja málin. Ég lít á þetta sem perónulega aðfór við mig, því þetta fælir eldra fólk frá sem er vant því að krossa við í kosning- um,“ sagði Albert Guðmundsson ráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðis flokksins að væri skýringin á því hvers vegna hann gæfi ckki kost á sér i prófkjör flokksins fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. öðru sem hún gerði og vildi gera. Englendingi vísað úr landi: Þrennt handtekið með um 150 grömm af hassi 27 ÁRA Englendingi, sem handtekinn var í Reykjavík á mánudagsmorgun- inn með tæp 100 grömm af hassi í farangri sínum, hefur verið gert að greiða 51 þúsund króna sekt eigi síðar en á laugardaginn og hverfa síðan af landi brott. Þangað til sektin hefur veríð greidd er hann í farbanni í höfuðborginni. Auk mannsins voru tvær íslenskar vinstúlkur hans hand- teknar vegna þessa máls og fundust í farangri þeirra um 50 grömm af hassi. Þær hafa einnig verið sektaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.