Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 19 Línur kyrrðar og línur óróleika Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Stefán Sigurkarlsson: HAUSTHEIMAR. Hörpuútgáfan 1985. Stefán Sigurkarlsson (f. 1930) sendir nú frá sér fyrstu ljóðabók sína, en lítið mun hafa birst eftir hann áður. Haustheimar nefnist bókin og í henni eru 27 ljóð. Að öllum líkindum er Stefán Sigurkarlsson enginn byrjandi i ljóðagerð því að ljóðin í Haust- heimum bera þess merki að vandað hefur verið til þeirra eftir föngum, hugað að byggingu, hrynjandi og vali réttra orða. Haustheimar er viðkunnanleg ljóðabók og á nokkr- um stöðum yrkir höfundurinn vel. Það er fyrst og fremst í ákaflega einföldum myndum, ljóðum sem eru í eðli sínu stemmningar, sem höfundurinn nær beinu sambandi við lesandann: Hvítmynd í bláum spegli fjöll sveipuðgrænu klæöi norðurljós útumopinhlið himins heiðarlönd semtitra við andvörp óendanlegrar kyrrðar enginn elskarættlandmitt nema hafið og — stormurinn. (ísland) Þetta er að mínum dómi eitt besta ljóð bókarinnar, dæmi um það þegar höfundinum tekst að orða hugsun sína á einfaldan hátt. Ljóð eins og Morgunn við höfn- ina er aftur á móti ekki eins vel heppnað. Það segir í fyrsta lagi ósköp lítið, er bara venjuleg nátt- úrumynd. Skuggar sem styttast falla bláir á hvítan sæ og sólin hverfist hægt um ása, gullbrydd ský hvílast á fjallahryggjum, fjólublá birta læðist um voga þegar skipin sigla og skera sundur grænan spegil hafsins. f öðru lagi lætur skáldið ekki nægja að draga upp mynd heldur fer að segja les- andanum að hér sé um friðarmynd að ræða, í staðinn fyrir að láta myndina sjálfa tjá það. f þriðja lagi er farið óvarlega með liti í ljóðinu og loks koma of sterk orð í þessu samhengi. Talað er um skugga hannþrunginna fugla. Verst er þó að hin margnotaða mara rís upp í lokalínunni. Þótt Kvöld sé ekki meðal bestu ljóða Haustheima nær höfundur- inn betri árangri en í Morgunn við höfnina. Hann er enn að draga upp náttúrumynd, en er hófsamari: Stefán Sigurkarlsson Sólin renndi sér skáhallt á landið hvít, óttaslegin hús meðglóandiþök röðuðu sér upp við sjónhring, að baki svifu fjöll óumræðilega fjólublá um stund þar til þau brunnu upp i sólarbálinu. í þessu ljóði er ekki kyrrð, frem- ur þær línur óróleikans sem talað er um í ljóðinu Munch-tengsl, en það ljóð dregur dám af málverkinu ópið eftir Munch. Spurt er: „ó, silfurliti fiskur/er möskvinn þér þröngur?“ Svarið er fólgið í spurn- ingunni, vitanlega já. Óróleikinn hefur löngum orðið mönnum til- efni til að yrkja. Bessi les sígild ævintf ri fyrir börn Hljómplötur Árni Johnsen Á hljómplötunni H. C. And- ersen sem Fálkinn hefur gefið út les Bessi Bjarnason leikari ævintýrin Litli Kláus og Stóri Kláus, eldfærin og Nýju fötin keisarans. Gísli Alfreðsson hafði umsjón með upptöku sem framkvæmd var í Ríkisútvarp- inu af Friðrik Stefánssyni tæknimanni. Árið 1952 lék Bessi Litla Kláus í Þjóðleikhúsinu og Stóra Kláus lék hann á sama sviði 1971. Hann er því ekki alveg ókunnur sögunni, en það er mikill fengur að því þegar svo snjallir leikarar sem Bessi lesa sígild ævintýri inn á hljóm- plötur. Þótt þess verði ef til vill ekki langt að bíða að þessi ævintýri verði á boðstólum á myndböndum fyrir unga fólkið er full ástæða til þess að rækta hefð sögunnar og upplestursins um alla framtíð og einmitt á þeim vettvangi reynir ugglaust mest á ímyndunarafl hlustand- ans og sköpunargleði. Ég hef áður vikið að því I umsögnum um upplestur á sí- Bessi Bjarnason gildum ævintýrum að enn hefur ekkert verið framleitt á þennan hátt úr hinum stórkostlegu ævin- týrum Sigurbjarnar Sveinsson- ar, Geislum og Bernskunni. Það er þakkarvert þegar út- gáfufyrirtæki leggja rækt við upplestur á góðum sögum fyrir börn og unglinga og reyndar alla aldurshópa, því um leið og það er hvíld í því að hlusta á sögurnar er það góð skemmtun. aðeiginsparifé! WAUtWl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.