Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 33 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, StyrmirGunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágústlngi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Bætt verkmenntun — aukin Iðnþing íslendinga, hið fertug- asta og fyrsta í röðinni, hefur valið sér kjörorðin: bætt verk- menntun - aukin hagsæld. Þau fela í sér staðhæfingu, sem styðst við viðblasandi staðreyndir í seinni tíma sögu okkar. Fyrir sjötíu til áttatíu árum, sem er meðalævilengd eða ævi- líkur Islendings, bjuggum við í frumstæðu bændasamfélagi, sem hafði lítið breytzt að atvinnu- háttum í aldir. Almenn kjör vóru lök, miðað við það sem síðar varð, og afkomuöryggi bágborið. Á þeim tíma, sem svarar til meðalævi íslendings, hefur þjóð- arbúskapur okkar og þjóðfélag gjörbreytzt á öllum sviðum. Aðstaða hins almenna þegns til menntunar, vinnu, húsnæðis, heilsugæzlu - og afkomu yfir höfuð - hefur breytzt verulega til hins betra. Þjóðfélag fátæktar og fábreyttra atvinnuhátta er að baki. Við höfum tekið allnokkur stór skref inn í velferðarþjóð- félagið. Meginástæðu þess að þetta hefur tekizt er að finna í aukinni menntun og þekkingu þjóðarinn- ar og tilheyrandi tæknifram- vindu atvinnuhátta okkar. Tækn- in og þekkingin hafa margfaldað þjóðartekjur okkar á hvern vinn- andi íslending og gert þær al- hliða framfarir, sem orðið hafa, kostnaðarlega mögulegar. öll kjör okkar, samneyzla sem einkaneysla, félagslegar fram- kvæmdir sem aðrar, byggjast kostnaðarlega á þeim verðmæt- um, sem til verða í þjóðarbú- skapnum. Þessi verðmæti hefur tæknin og þekkingin margfaldað. Það sem áunnizt hefur í vel- ferðarhátt hefur að drýgstum hluta verið sótt til sjávarútvegs. Hlutur landbúnaðar er og veru- legur og stærri en margur hygg- ur. Þar verður hinsvegar naum- ast mikið lengra gengið í næstu framtíð. Við erum komnir að nýtingarmörkum helztu nytja- stofna okkar í sjó. Sama má segja um gróðurlendið, að minnsta kosti sums staðar, auk þess sem markaður búvöru er mettur, að ekki sé meira sagt. Ef við eigum að tryggja tugþúsundum fólks, sem bætist á íslenzkan vinnu- markað næstu ár og áratugi, atvinnu við hæfi, og hliðstæð kjör og bezt þekkjast í nágranna- löndum, verðum við skapa al- hliða iðnaði vaxtarskilyrði. Efling iðnaðar og ný sókn í atvinnumálum yfirhöfuð eru vegvísar til farsællar framtíðar. Það gildir um rekstrarlegar að- stæður, en þær eru um margt lakar. Það gildir ekki sízt um alhliða fag- og starfsmenntun, sem tekur mið af þörfum at- vinnulífsins. Þess vegna eru kjör- orð iðnþings, sem fyrr er vitnað til, „Bætt verkmenntun - aukin hagsæld" sannyrði. Við verðum, ef við viljum búa við sams konar hagsæld efnalega hagsæld og bezt þekkist í V-Evrópu og N-Ameríku, að stuðla að alhliða grósku í at- vinnulífi okkar, meiri hagvexti. Lífskjör hafa aldrei verið sótt og verða aldrei sótt annað en í vaxandi þjóðartekjur. Það lifir engin á slagyrðum þegar til lengdar lætur, þó þau kunni að vera eyrnagaman nokkur sek- úndubrot. Farsæl nýsköpun íslenzks at- vinnulífs, sem ná þarf ekki hvað sízt til iðnaðar, krefst hinsvegar stöðugleika í efnahagslífi okkar. í því efni er ástæða til að taka undir með Sigurði Kristinssyni, forseta Landssambands iðnaðar- manna: „Ég vil þó leggja ríka áherzlu á, að varanlegur stöðug- leiki í efnahagsmálum krefst meiri festu í stjórnarháttum en löngum hefur ríkt hér á landi". Þessi orð eiga erindi bæði við stjómmálamenn og stéttasam- tök. Þjóðkirkja ó friður hafi ríkt i okkar heimshluta, V-Evrópu og N-Ameríku, allar götur frá stofn- un Atlantshafsbandalagsins, verður ekki hið sama sagt um heimsbyggðina alla. Tugir millj- óna hafa látið lífið í ófriði, utan Evrópuríkja, síðan heimsstyrj- öldinni síðari lauk. ófriður sá, sem hér um ræðir, er af margs konar rótum vaxinn. Stjórnmála- og trúardeilur eiga þó ríkulegan hlut að máli. Jafn- vel í V-Evrópu, þ.e. írlandi, deyja kristnir menn í innbyrðis átök- um. Við íslendingar eru blessunar- lega lausir við trúmáladeilur. Við viðurkennum einfaldlega rétt fólks til mismunandi viðhorfa, bæði til trúmála og stjórnmála. Jafnframt höfum við byggt upp þjóðkirkju, sem við höfum öll, eða flest, getað átt aðild að, hver sem afstaða okkar hefur verið til stjórnmála. Kirkjan hefur forðast að blanda sér í mál sem aðskilja þjóðina í skoðana- hópa. Hún hefur ekki aðeins heitið þjóðkirkja, heldur og verið það í raun og sannleika. Nú stendur yfir kirkjuþing, sem fjallar um hin margvísleg- ustu mál. Hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til þeirra. Aðeins sett fram sú von og bæn að kirkjuþingi megi farnast vel í störfum. Það er mjög mikilvægt að þjóðkirkjan rísi til langrar framtíðar undir því stóra og fagra nafni, sem hún hefur í hugum fólks: þjóðkirkja. Senn eru þúsund ár síðan stríðandi hópar landsmanna gengu til sátt- ar á Þingvöllum undir merkjum kristninnar. Megi sú þjóðarsátt enn vara á þúsund ára starfsaf- mæli þjóðkirkjunnar, sem fram undan er, og um langa framtíð. „Almannavarnavegir“ á kostnað annarra — eftir Björn Bjarnason I hinum miklu umræðum um stríð og frið á liðnum árum hefur mátt greina skýra meginstrauma. Til dæmis hefur mátt draga markalínu milli þeirra annars vegar, sem telja, að varnarvið- búnaður sé til þess að koma í veg fyrir að friðurinn rofni, og hinna hins vegar, sem telja, að heiminum stafi mest hætta af vopnunum sjálfum og þá helst kjarnorku- vopnunum. Átök af þessu tagi eru ekki nýnæmi í sögu mannkyns. Niðurstaða þeirra hefur jafnan orðið sú, að menn og þjóðir hafi rétt til að verjast, með vopnum, ef svo ber undir. Nú er talið, að málin horfi öðruvísi við en áður, þar sem kjarnorkuvopn veiti manninum mátt til að gjöreyða öllu lífi á jörðunni. Kjarnorkuváin sé hin mesta hætta, sem að mann- kyni steðji, og gegn henni eigi að berjast með öllum tiltækum ráð- um. Með því að veita Alþjóðasam- tökum lækna gegn kjarnorkuvá friðarverðlaun Nóbels hefur norska Nóbelsnefndin lagt sitt af mörkum til að vekja athygli á málflutningi þeirra, er telja, að kjarnorkustríð muni binda enda á allt mannlíf eins og við þekkjum það. Eðlisfræðingar gegn kjarn- orkuvá halda fram svipuðum skoð- unum og hafa til dæmis nýlega sent frá sér bók á íslensku um kjarnorkuvetur. Enginn sigurvegari Ég er í þeim hópi, sem tel, að afleiðingar kjarnorkustyrjaldar yrðu ógnvænlegri en nokkurn órar fyrir. Hins vegar er ég ekki þeirrar skoðunar, að friðsamlegra yrði í veröldinni, ef Vesturlönd ákvæðu það einhliða að leggja niður kjarn- orkuvopn. — Afvopnunarsamning- ar verða að vera gagnkvæmir. Mörkin milli þeirra, sem leggja höfuðáherslu á hættuna, sem af kjarnorkuvopnum stafar, og hinna, sem líta fremur á fælingar- mátt vopnanna, eru síður en svo skýr. Þeir, sem álíta, að með for- vörn, öflugum varnarviðbúnaði á friðartímum, sé unnt að halda hugsanlegum árásaraðila I skefj- um, telja kjarnorkuvopn hafa gildi, á meðan þeim er ekki beitt. Arásaraðilinn óttast vopnin, hon- um er ljóst, að áhættan, sem hann tekur með því að hefja styrjöld, er meiri en vissan um ávinning af stríðinu. Eins og sagt hefur verið: I kjarnorkustríði yrði enginn sig- urvegari, allir hlytu að tapa. Hryllilegar afleiðingar kjarnorku- stríðs halda aftur af þeim, sem eiga kjarnorkuvopn, fæla þá frá þvi að beita þeim. Af þessum sök- um er rætt um fælingarmátt kjarnorkuvopna og ógnarjafn- vægið. Hin síðari misseri hefur skapast samhljómur milli þeirra, sem krefjast þess að kjarnorkuvopn verði þurrkuð út af jörðunni, og/ Ronalds Reagan, Bandaríkjafor- seta, sem hefur lýst því yfir, að hann stefni að þvi að koma á fót svo öflugu varnarkerfi gegn eld- flaugum, sem flytja kjarnorku- sprengjur, að kjarnorkuvopn verði ónothæf. Líklegt er, að hvorugt takist og mannkyn verði áfram að lifa í skugga kjarnorkusprengj- unnar. Friður með frelsi Við þessar aðstæður skiptir mestu máli að samstaða skapist um leiðir til að tryggja frið án þess að frelsi þjóða sé fórnað um leið og unnið er að þvi að frelsa þær hundruð milljónir manna, sem lúta alræðisstjórnum. Sagan sýnir, að friðnum er helst ógnað, þegar einræðisherrar telja sig eiga í fullu tré við nágranna sina. Frá lokum síðari heimsstyrjald- arinnar hefur tekist að halda frið í okkar heimshluta, vegna þess að lýðræðisþjóðirnar hafa sameinað krafta sína í friðarátaki innan vébanda Atlantshafsbandalagsins. Ekkert bendir til þess, að skyn- samlegri friðarleið sé fyrir hendi. Lýðræðisþjóðirnar innan Atlants- hafsbandalagsins vilja halda þessu samstarfi áfram og haga vörnum sínum á þann veg, að herjum Sovétríkjanna og Varsjárbanda- lagsins sé haldið í skefjum. Hætt- an á stríði hefur ekki aukist und- anfarin ár, þótt þeir, sem telja sig ávallt vera að bjarga heiminum af hengibrúninni, haldi stríðs- hættunni mjög á lofti. í því áróð- ursstríði um stríð og frið á Vest- urlöndum undanfarin misseri, hefur mátt greina á milli þeirra, sem vilja óbreytta stefnu, og tala um leiðir til að tryggja frið, og hinna, sem vilja nýja stefnu, og tala um hættuna af yfirvofandi stríði. í hverju landinu á eftir öðru hafa kjósendur í lýðræðisríkjunum hafnað sjónarmiðum þeirra, sem krefjast einhliða afvopnunar. Þetta gerðist siðast í þingkosning- unum í Belgíu 13. október sl., en þá hlutu stjórnarflokkarnir end- urnýjað traust. I mars á þessu ári ákváðu þeir að taka á móti 48 bandarískum stýriflaugum, bún- um kjarnorkusprengjum. Eru 16 þeirra nú þegar komnar til lands- ins. I hverju landinu eftir öðru hafa kjósendur í lýðræðisríkjunum viðurkennt, að þeir verða að leggja mikið af mörkum til að efla hinar sameiginlegu varnir. Hið sama hefur gerst hér á landi. Undanfarin ár hefur verið meiri samstaða um grunnþætti stefnunar í öryggis- og varnarmál- um en nokkru sinni síðan hún var mótuð 1949 og varnarliðið kom til landsins 1951. Hve lengi hinn póli- tíski friður helst á þessu sviði skal ósagt látið. Andstæðingar stefn- unnar eiga undir högg að sækja, ef litið er til uppdráttarsýkinnar í Samtökum herstöðvaandstæð- inga og innan Alþýðubandalags- ins. Einmitt vegna þessarar sýki hafa orðið umræður um aðra þætti varnarmálanna. í grein hér f blað- inu 10. september sl. reifaði ég það, sem ég kallaði peningahyggj- una og varnarsamstarfið. Áhugamenn um vegagerö í tilefni af þeirri grein hafa tveir menn kvatt sér hljóðs á síðum Morgunblaðsins. Halldór Jónsson, forstjóri Steypustöðvarinnar hf., hinn 8. október, og Valdimar Kristinsson, viðskipta- og land- fræðingur, hinn 16. október. Báðir leggja þeir megináherslu á nauð- syn vegagerðar í þágu almanna- varna, sem þeir vilja að kostuð verði af Atlantshafsbandalaginu eða samaðilum okkar innan þess. Halldór vill, að gerð verði geisla- skýli fyrir alla landsmenn í björg- um undir Eyjafjöllum. Halldór vill einnig, að varnarstöðin verði flutt frá Miðnesheiði á Norðausturland. Valdimar reifaði svipaða hugmynd með Sigurði Líndal prófessor fyrir rúmum áratug. Valdimar minnist þó ekki á hana f grein sinni nú heldur gerir tillögu um þrjá vegi á suðvesturhorninu, flutning Reykjavíkurflugvallar og göng undir Hvalfjörð. Báðir ræða þeir hugmyndina um varaflugvöll fyrir varnarliðið á Sauðárkróki. Halldór vill auk þess að NATO leggi vara- flugvöll á Rifi en Valdimar, að Norðmenn fái leyfi til að byggja flugvöll og höfn við Hornafjörð, fyrir að „aðstoða okkur við að efla almannavarnaaðstöðu hérlendis", eins og hann orðar það. Það er síður en svo nýnæmi að menn hamist við að setja fram tillögur um gæluverkefni á kostn- að annarra. Hinu er ástæða til að andmæla, að aðeins með þvf að vinna að þeim verkefnum sem hér eru nefnd, sé unnt að verja þjóðina. Þeir Halldór og Valdimar eru báð- ir þeirrar skoðunar, að það hljóti að koma að því, að Islendingar þurfi þúsundum ef ekki tugþús- undum saman að leita skjóls vegna árásar á land þeirra. Og ekki nóg með það, þeir komast einnig að þeirri niöurstöðu, að í striði sé best að flytja sem flesta (slendinga frá heimkynnum sínum. I áliti þingkjörinnar nefndar um eflingu almannavarna, sem lagt var fram i aprfl 1984, segir meðal annars: „Nefndinni er kunnugt um að skiptar skoðanir eru á gildi örygg- isbyrgja og fólksflutningaáætlana sem viðbúnaði gegn vá af völdum kjarnorkuvopna. Því leggur nefnd- in til að skipuð verði sérstök nefnd sérfræðinga, almannavarnaráði til ráðuneytis, um endurskoðun á heildaráætlun um almannavarnir gegn hugsanlegri kjarnorkuvá og mögulegri beitingu eiturefna. Almannavarnaráð leggi síðan endurskoöaða áætlun fyrir ríkis- stjórnina til frekari ákvörðunar. Lagt er til að áætlun almanna- varnaráðs taki til eftirfarandi atriða: 1. Hugsanlegra tegunda kjarn- orkuvopna sem beitt yrði á íslandi og hvar. 2. Áhrifa kjarnorku- sprenginga á þeim stöðum sem slíkum vopnum yrði hugsanlega beitt m.t.t. þrýstings, hita, frum- geislunar og rafsegulhöggs. 3. Magndreifingar geislavirks úrfalls með hliðsjón af sprengistöðum og mismunandi veðurforsendum. 4. Skýlakönnunar. 5. Skipulags geislamælingastöðva til viðvör- unar. 6. Brottflutnings frá hættu- svæðum. 7. Bygginga opinberra öryggisbyrgja og dreifingar þeirra. 8. Skipulags heilbrigðisþjónustu á hættusvæðum." Eins og þessi tilvitnun sýnir fer því fjarri, að athugun eða rann- sóknir sérfróðra manna séu að baki þeim tillögum um skýli og vegi, sem þeir Halldór Jónsson og Valdimar Kristinsson hafa kynnt í Morgunblaðinu. Álit lækna Með nefndarálitinu um eflingu almannavarna fylgja greinargerð- ir um afstöðu hinna ýmsu hópa til varna gegn kjarnorkuvá. Þar segir meðal annars í bréfi til nefndar- innar frá Guðjóni Magnússyni, aðstoðarlandlækni, frá 25. janúar 1984, en þá var hann formaður Samtaka lækna gegn kjarnorkuvá, og skrifar bréfið sem slíkur. Guð- jón segir: „I ríkjum þar sem búast má við kjarnorkuárás er alger samstaða meðal læknahópa sem kynnt hafa sér kosti og galla skýla að þau séu lítils virði og líklega verri kostur en enginn. Rökin eru m.a. þau að skýli ali á falskri öryggiskennd, við sprengingu í nágrenni skýlis veiti skýli mjög takmarkaða vöm og því sé ekki skynsamlegt að leggja áherslu á fjölgun þeirra né að búa þau vistum." Guðjón Magnússon vitnar ( bók Alþjóðasamtaka lækna gegn kjarnorkuvá þar sem meðal annars segir: „I stórum almennings- eða fjöldaskýlum er talin veruleg hætta á smitsjúkdómum, sérstak- lega öndunarfæra- og iðrasýking- um. Þrengsli auka líkur á smiti og sýkingu." — eftir Halldór rvökur þiö Halldór >tcfnir I hm* - Varnir,^lmai yarnir og vegagerð — eftir Valdimar Cristinsson nrtjm to»i þáw~i.mmnnm úr min* »**li rnllor fyrir millil*nd»nujy „„ rtmT I mnnrnn i httnUmum. heldur hinn nö menn h**^ Þmr megir mi Um brottflutning fólks segir Guðjón Magnússon: „Vandinn við brottflutning er margvíslegur m.a.: múgæsing; væntanlega stutt- ur tími frá viðvörun til árásar; þarf mikinn viðbúnað — herlið/ lögreglu til að framkvæma; hvert á að flytja fólkið?; öryggisleysi almennings meðan á brottflutn- ingi stendur ef þá kemur árás; möguleikar flutningakerfis ekki nægilegir. Brottflutningur frá borgum er því víðast hvar ekki á dagskrá." Aö verja fólkið Talsmenn vegagerðar og skýla á kostnað NATO hafa oftar en einu sinni sagt, að þeir beri hag þjóðar- innar fyrir brjósti, fólksins í landinu, en andmælendur sínir hugsi aðeins um varnir landsins. Eins og Guðjón Magnússon bendir réttilega á, er þess hvorki að vænta að skýli né vegir til fjöldaflutninga dugi til að vernda fólkið í landinu, komi til kjarnorkuátaka um það. Þá er nauðsynlegt að minna á það sjónarmið, sem styðst við haldgóð rök að mínu mati, að þeim mun öflugri sem almannavarnir kjarnorkuveldanna eru þeim mun meiri líkur séu á því, að kjarnorku- vopnum verði beitt. Þetta sjónar- mið byggir á þeirri grundvallar- skoðun, að sjái herveldi sér hag af því að beita mætti sínum, falli það frekar í freistni en telji það ávinninginn óvissan. Með þessum hætti er unnt að komast að þeirri niðurstöðu, að almannavarnir gegn kjarnorkustríði dragi úr stöð- ugleika en auki hann ekki. Þótt skýli og vegir á Islandi hafi ekki siík áhrif á ógnarjafnvægið, er ástæðulaust að horfa fram hjá þessari röksemdafærslu í umræð- um hér á iandi. Niðurstaðan er og verður ávallt hin sama í umræðum af þessu tagi, sem sé sú, að meira máli skiptir að sameinast um leiðir til að tryggja friðinn en deila um það, hvað gera skuli, eftir að til átaka er komið. Kenningarnar um kjarn- orkuvetur sýna okkur, hve haldlít- ið er að efna til ágreinings um það, hvernig fara kunni fyrir okk- ur, ef friðurinn, sem haldist hefur lengur en nokkru sinni fyrr í okkar heimshluta, rofnar. Vegir og skýli á Islandi skipta engum sköpum fyrir heimsfriðinn og duga skammt eða alls ekki, ef til ófriðar kemur. Það, sem ræður úrslitum um það, hvort við fáum áfram búið við frið með frelsi, er, að okkur takist að efla meirihluta- stuðning við stefnu, er treystir þetta hvort tveggja. Spurningar til Valdimars Grein Valdimars Kristinssonar vekur nokkrar spurningar. Hann dregur ekki í efa, að sú fullyrðing ( leiðara Morgunblaðsins frá 17. apríl sl. sé rétt, að Svisslendingar ætli að sprengja bestu vegi sína i loft upp, verði á þá ráðist. En hann kemst síðan þannig að orði: „Snjallir eru frændur okkar Norð- menn. Þeir hafa fengið aðstoð við að leggja vegi víða um Norður- Noreg og sporta sig líklega bara á þessum vegum í góðærinu. Á hættunnar stund mundu þeir svo samkvæmt þessu sprengja upp vegina og þakka fyrir góðu árin.“ Hvaðan hafa Norðmenn fengið aðstoð við að leggja vegi um Norð- ur-Noreg? I hverju hefur þessi aðstoð verið fólgin? Ef Valdimar á við Finnmörku, þ.e. svæðið frá sovésku landamærunum að Tromsö, þá ætla Norðmenn að verja land sitt þar með þvi að heyja skæruhernað i fjöllum og tefja framrás óvinarins með öllum til- tækum ráðum, svo sem með þvi að sprengja vegi og brýr. Vegirnir í Norður-Noregi eu ekki lagðir til að vera flutningaleiðir á ófriðar- timum heldur til að vera sam- gönguæðar á friðartímum og stuðla að þvi að byggð haldist i þessum hluta Noregs eins og ann- ars staðar. Meðal þeirra raka, sem Norðmenn nota til að verja byggðastefnu sína, eru þau, að öryggi landsins krefjist þess að fólk búi i nágrenni sovésku landa- mæranna. Hafa Norðmenn notað þessi rök i fjáraflaskyni vegna vegagerðar? Fyrir nokkrum árum vakti það umræður, þegar ég lýsti þeirri skoðun minni, að yrði reistur full- kominn varaflugvöllur, til dæmis á Sauðárkróki, þyrfti að tryggja varnir hans. Ég tel, að hér sé verkefni, sem íslensk stjórnvöld verði að taka afstöðu til. Er Valdi- mar ósammála nauðsyn þess, að vörnum sé haldið uppi við slíkan völl? I áliti nefndar um eflingu al- mannavama segir: „Með þátttök- unni i Atlantshafsbandalaginu er ísland aðili að gagnkvæmum skuldbindingum aðildarþjóðanna um samstöðu i hernaðarátökum á þeim svæðum sem Atlantshafs- sáttmálinn tekur til. I gildi er sér- stakur herverndarsamningur milli Islands og Bandaríkja Norður- Ameríku. Það er ekki verkefni þessarar nefndar að leggja mat á hervarnir landsins heldur að gera tillögur um eflingu almanna- varna.“ Er Valdimar sammála þessari skilgreiningu nefndarinnar? Á vegum Atlantshafsbandalagsins hafa verið gerðar sameiginlegar hernaðaráætlanir og samkvæmt þeim starfa sameiginlegar her- stjórnir bandalagsþjóðanna, þótt herir þeirra lúti eigin stjórn á friðartímum. Til mannvirkjagerð- ar á vegum þessara herstjórna er veitt fé úr sameiginlegum sjóði NATO, sem íslendingar eiga ekki aðild að. Vill Valdimar, að Islend- ingar taki þátt í þessum sjóði? Ekkert sambærilegt kerfi er til um almannavarnir, þótt á vegum NATO starfi samræmingarnefnd á því sviði. Því miður er ekki skýrt frá þeirri starfsemi í áliti nefndar- innar um efiingu almannavarna. Hvernig getur Valdimar Krist- insson lagt þá að jöfnu, sem stunda verktöku fyrir varnarliðið, flytja fyrir það á sjó eða i lofti og selja því olíu eða kjöt, og þá, sem reyna að „selja“ íslendingum þá hug- mynd að leggja eigi „almanna- varnavegi" á Islandi fyrir hernað- arútgjöld erlendra þjóða? „Salan“ á „almannavarnavegunum“ er hugmynd, sem þarf að ræða til hlítar, svo að þeir hagnist ekki mest á henni, sem minnst vilja gefa fyrir öryggi Islands. Ef skýlin hans Halldórs Jónssonar eru allt sem þarf til að tryggja öryggi sitt nú á tímum, hvers vegna hefur engum öðrum hugkvæmst þetta en honum? Steinsteypt varnarmannvirki eru nytsamleg en þau geta ekki komið í stað sameiginlegs varnar- átaks Vesturlanda. Að mínu mati skiptir mestu, að þetta varnarátak sé svo öflugt, að það haldi hugsan- legum árásaraðila i skefjum. Varnarstefna Atlantshafsbanda- lagsins byggist einfaldlega á þvi að hræða Sovétmenn frá þvi að hefja nokkru sinni árás á Vestur- lönd. Mistakist þetta forvarnar- starf er árás á eitt aðildarriki árás á þau öll og gripið verður til þeirra vopna, sem duga til að stöðva sókn andstæðingsins. Halldór Jónsson vill leggja pen- ingalegt mat á hlut Islendinga i þessu átaki. Ekki nóg með það, hann vill, að aðrir greiði okkur peninga fyrir okkar framlag. Við eigum auðvitað ekkert að borga fyrir framlag annarra. Þar sem (slendingar eru þannig i sveit settir á hnettinum, að Sovétmenn vilja ná tangarhaldi á landi þeirra, þá eigum við að láta aðra borga fyrir að leggja hér vegi. Þetta kalla ég peningahyggju í varnarmálum. Hún á upp á pall- borðið hjá mörgum að sögn tals- manna hennar. Að baki samstarfs Atlantshafsbandalagsþjóðanna býr samstaða um hugsjónir, lýð- ræði og mannréttindi, að standa vörð um frið með frelsi. Þeir, sem stjórnast af peningahyggjunni, gefa lítð fyrir hugsjónir. Þær gefa ekki mikið i aðra hönd. Gleymist hugsjónirnar geta menn auðveld- lega komist að þeirri niðurstöðu, að úr því að NATO vill ekki borga fyrir steypuna og skýlin, sé sjálf- sagt að athuga, hvað Sovétmenn væru fúsir til að borga mikið fyrir að þurfa ekki að beita Islendinga ofbeldi til að ná markmiðum sin- um. Það er ekki nýtt, að menn séu fúsir til að selja sál sina og frelsi. Að öllum líkindum hafa skurðirnir bjargað því að skriðan við Geitaskarð hljóp ekki yfir Norðurlandsveg. MorgunblaÖiÖ/Jón Sig. Skriðuföll í Austur- ur-Húnavatnssýslu BlönduÓHÍ, 26. október. SKRIÐUR féllu víða í A-Hún. á föstudaginn. Fimm skriður féllu í Vatns- dalnum austanverðum og iokaðist vegurinn um tíma af þeim sökum. í Hvammi í Vatnsdal hljóp fram malarskriða úr gilinu fyrir ofan bæinn og rann beggja megin við vélageymslu skammt sunnan við íbúðarhúsið í Hvammi. Jónína Gunnlaugsdóttir ráðskona í Hvammi sagði í samtali við Morgunblaðið að sennilega hefði það bjargað íbúðarhúsinu að gerður var varnargarður fyrir ofan húsið fyrir nokkrum árum. I Langadal féllu nokkrar skriður lent beint á íbúðarhúsinu. Skriður en stærstar voru þær sem féllu við Miðgil og Geitaskarð. Á Geita- skarði hljóp fram um 100 m breið jarðvegsfylling og geystist niður fjallið. Á leið sinni fyllti fram- hlaupið þrjá skurði, tók með sér girðingu og fór yfir þrjár túnspild- ur. I fjallinu beint fyrir ofan Hvamm i Langadal skreið jarðveg- ur einnig af stað en einhverra hluta vegna stöðvaðist skriðan fljótlega. Má það teljast mildi þvi að öllum likindum hefði skriðan féllu yfir veginn á milli Bergsstaða og Eiríksstaða í Svartárdal, enn- fremur féll skriða á veginn skammt utan við bæinn Þverá í Norðurárdal. Ástæður þessara náttúruhamfara er geysilega mikil úrkoma sem féll til jarðar frá þvi aðfaranótt föstudagsins fram á miðjan föstudag. Jafnframt þessu var töluverður nýfallinn snjór i fjöllum sem jók verulega á vatnið. Jón Sig. Eskifjörður: Yfír 800 lestir af síld á sunnudag Eskifirfti, 28. október. MJÖG mikil sfldarsöltun var hér á Eskifírði um helgina, eftir hina miklu sfldveiði aðfaranótt sunnu- dagsins. Yfir 800 lestir af sfld komu hér á land á sunnudag og það var handagangur í öskjunni við að koma öllum þessum afla í tunnur. Níu bátar lönduðu hér, frá 60 tonnum upp í 130 tonn hver. Á miðnætti í gærkvöldi var búið að koma öllum aflanum í land og bátarnir farnir út aftur. Nú hefur verið saltað hér í um 24 þúsund tunnur. mest hefur verið saltað hjá Friðþjófi hf., um 8 þús- und tunnur. Hjá Auðbjörgu er búið að salta um 4.500 tunnur, um þrjú þúsund hjá Þór, þrjú þúsund hjá Sæbergi, 2.800 tunnur hjá Eljunni og 2.700 tunnur hjá öskju. Þegar vel veiðist um helgar gengur best að ganga frá síldinni, því þá kemur margt fólk til vinnu, sem ekki er aðra daga i sildinni. Bæði er hér um að ræða skólafólk og fólk úr öðrum störfum. Það gera þvi margir það gott í síldinni þessa Jj dagana, en vinnutíminn er líka I langur. En það er eins og allt sé | öðruvísi þegar síldin er á ferðinni | og það halda konunum engin bönd, 1 þegar töfraorðið síld heyrist. Ævar f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.