Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 „Hvergi betra að búa“ — segir Sigurður Grétarsson atvinnumaður hjá Luzern í Sviss KNATTSPYRNUMAÐURINN snjalli úr Kópavoginum, Sigurður Grétara- son, stendur sig með mikilli prýði með félagi sínu í Sviss. Sigurður leikur með fyrstu deildar félaginu Luzern og hefur hann nú skorað sjö mörk í deildinni og er meðal markahæstu manna í svissneskri knattspyrnu. Þegar blaöamaður Morgunblaösins var í Sviss í fyrri viku brá hann sér é æfingu hjé Luzern einn morguninn og ræddi að því loknu við Sigurö. „Ég er nú búinn aö vera hérna í þrjá mánuöi og ég kann mjög vei viö mig. Okkur hefur gengið mjög vel í deildinni tíl þessa og þaö er alltaf gaman þegar vel gengur. Aöstaöan hárna er einnig mjög góö og andinn í liöinu alveg frábær þannig aö það er ekki hægt annað en aö láta sér líöa vel hérna. Ég held aö þaö sé ekki haagt aö hugsa sér betri staö til aö búa án en hérna í Luzern," sagöi Sigurður. Já, þaö er hægt aö taka undir þessi orö Siguröar því í Luzern er einstaklega fallegt og örugglega ■ý mjög gott aö búa. Aöstæöur hjá Luzern eru einnig mjög góöar. Fé- lagið á stórt íþróttasvæöi þar sem þrír grasvellir eru til æfinga og einn keppnisvöilur. Mikil aösókn er á Grikklands þar sem hann þjálfaöi Irakus, liöiö sem Siguröur Grétars- son lék meö. Þegar „þjálfi" (en þaö kalla strák- arnir í liöinu hann alltaf), hætti hjá Irakus og fór til Luzern, vildi hann endilega fá Sigurö meö sér til liös- ins og hann sér ekki eftir þvi. „„Sigi“ hefur staöiö sig mjög vel hér í Sviss og hann er nú einn vinsælasti leik- maöur liösins. Hann er mikill bar- áttumaður og skorar mikiö af mörk- um fyrir okkur. Hann er góður sókn- armaður og þaö kunna menn hér í Sviss aö meta,“ sagöi hann eftir æfinguna á laugardaginn. Stór fjölskylda „Hver er mesti munurinn é Morgunblaöíö/SUS • Eftir æfinguna ræddi Sigurður við „þjélfa“, Fridel Rausch (til hægri), og forseta félagsins sem er í miöið, en hann fylgist með öllum æfingum liösins og aðstoðar við ýmislegt sem til fellur. • Sigurður Grétarsson aö koma é æfinguna é laugardagsmorguninn. félaginu og allir leikmenn liðsins eru é slfkum bílum. knattspyrnunni hér og í Grikk- landir* „Þaö er geysilega mikill munur á boltanum hér og í Grikklandi. Hraö- inn hérna er miklu meiri. Hér keyra menn á fullu allan tímann en í Grikklandi var meira um aö menn bökkuöu þegar mótherjinn fékk boltann og gæfu honum þar meö meiri tíma til aö athafna sig. Þessi leikaðferð hentar mér betur en sú sem leikin var í Grikklandi. Knatt- spyrnan hér er á mikilli uppleið samanboriö viö knattspyrnu ann- ars staöar í Evrópu. Þaö er alveg Ijóst. Aöstaöan til æfinga er einnig mun betri hérna en þar sem ég hef veriö áöur. Viö höfum þrjá æfinga- velli sem viö getum skipst á um aö nota en til dæmis var aöeins einn völlur í Grikklandi og var bæöi æft á honum og keppt. Aöbúnaður varöandi liöið er einnig mun betri. Þegar viö komum á æfingar eru búningar okkar tilbúnír á snagan- um okkar og skórnir nýburstaöir. T veir nuddarar fara um okkur mjúk- um höndum og þaö er í rauninni hugsaö fyrir öllu í sambandi viö leiki og æfingar. Viö erum á bílaleigubíl- um sem félagiö sér um aö útvega okkur og allt er hér mun þægilegra en þar sem ég þekki til. Þrátt fyrir aö þaö sé svona mikill atvinnumannabragur yfir öllu sem viökemur liöinu þá er félagiö eins og ein stór fjölskylda. Hérna mæta menn ekki bara í vinnuna (á æfingar og í leiki) og fara síöan hver í sína áttina. Menn eru mikiö saman og þjálfarinn og forseti félagsins eru mikiö meö okkur. Þeir nýir leik- menn sem hér koma segja allir aö andrúmsloftiö hér sé einstakt enda er þaö mikilvægt atriði fyrir þjálfa ef kaupa á nýjan leikmann, aö hann falli vel inn í þaö andrúmsloft sem hór ríkir." leiki iiösins, sú besta í Sviss, og þegar gengi liösins er eins gott og raun ber vitni hlýtur aö vera gaman aölifa. Þjálfarinn léttur „Nú var létt yfir æfingunni hjé ykkur í morgun. Er þetta alltaf svona? „Já, alla vega í þá þrjá mánuöi sem óg hef veriö hórna. Þjálfarinn okkar, Fridel Rausch frá Þýska- „ landi, er mjög góöur og þaö er alltaf * mikill léttleiki í kringum hann. Eins og þú sást á æfingunni áöan þá er hann meö í öllu sem viö erum aö gera og hann heldur uppi mjög góö- um og skemmtilegum anda. Þegar nýir leikmenn eru keyptir þá passar hann vel upp á aö þeir séu léttir og f jörugir því hann vill ekki kaupa leik- menn sem gætu skemmt þann anda sem hann hefur byggt upp hér hjá Luzern." Fridel Rausch, þjálfari Luzern, er rétt rúmlega fertugur en hann ber þaö þó engan veginn meö sér. Hann heldur sér mjög vel, enda er hann "*alltaf meö strákunum sínum á æf- ingunum og leggur greinilega mikiö upp úr því aö leikmenn séu ávallt í góöu skapi og léttir. Hann er ekki nýgræöingur í þjálfun því keppnis- tímabiliö 1979—1980 geröi hann Frankfurt aö Evrópumeisturum í knattspyrnu. Síöan fór hann til • Velgengni FC Luzern hefur verið mikif é keppnistímabilinu og hefur liöið verið í sviðsljósinu í Sviss. Sigurður Grétarsson er í fremstu röð, þriöji fré vinstri. Hann hefur skorað mikilvæg mðrk fyrir liðið og fengiö góða dóma fyrir leik sinn. Morgunblaöiö/SUS Eins og sjé mé er bíllinn merktur Sigurður vinsæll „Hvað með unnustuna? Kann hún líka vel við sig hér?“ „Já, já. Hún kann mjög vel víö sig hór eins og óg. Svisslendingar eru mjög hrifnir af nafni hennar. Hún heitir Ýr Gunnlaugsdóttir og þeim finnst mjög þægilegt aö þaö skuli aöeins vera tveir stafir í nafninu hennar. Það kemur hins vegar annaö hljóö í strokkinn þegar þeir reyna viö fööurnafniö og flestir reyna þaö ekki einu sinnl. Hún ætlaöi í upphafi aö fara í hótelskóla hórna en hætti síöan viö þaö og er nú í málaskóla og kann mjög vel viö allt og alla hér.“ Þá daga sem blaðamaður Morg- unblaösins dvaldist í Luzern var greinilegt aö Siguröur er mikils metinn hjá knattspyrnuáhuga- mönnum þar. Hvar sem hann fór þurfti hann aö gefa eiginhandarárit- anir og þá fjóra daga sem viö vorum saman ræddi útvarpiö tvívegis viö hann auk þess sem blaöamenn eru mikiö á höttunum eftir viötölum viö hann. Þaö er einnig greinilegt aö Siguröur er góö auglýsing fyrir landiö í Sviss því alltaf þegar skrifaö er um leiki Luzern er nokkuö víst aö Island er nefnt í greininni þvi Siguröur hefur veriö duglegur aö koma því á framfæri hvaöan hann er. Þeir áhugamenn um knattspyrnu og stuðningsmenn Luzern sem blaöamaöur ræddi viö voru allir á einu máli um aö Siguröur væri besti leikmaður Luzern um þessar mund- ir og var auöheyrt aö hann naut mikilla vinsælda í þessum 150 þús- und manna bæ. i framhaldi af góöu gengi Siguröar og vinsældum var hann spuröur hve lengi hann ætlaöi sér aö vera hjá Luzern. „Þaö veröur bara aö koma í Ijós hvaö ég geri þegar samningur minn viö félagiö rennur út en óg geröi tveggja ára samning og ég verö alla vega þann tíma, “ sagöi Siguröur aö lokum. — sus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.