Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 30.10.1985, Qupperneq 50
50 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 Minning: Próf. Sigurður S. Magn- ússon yfirlœknir Fæddur 16. apríl 1927 Dáinn 21. október 1985 Fyrstu kynni okkar af Sigurði S. Magnússyni voru þegar við fluttumst til Umeá fyrir réttum 17 árum. Þá kom hann fram sem hjálpsamur og fórnfús samlandi, opnaði okkur ókunnugum heimili sitt og aðstoðaði okkur á allan hátt í fyrstu erfiðleikunum á erlendri grund. Síðan hefur vináttan haldizt og þróazt þannig, að Sig- urður og fjölskyida hafa verið meðal okkar allra beztu vina. Margir hafa fengið að njóta gestrisni og hjálpsemi þeirra hjóna, Audrey og Sigurðar, gegn- um árin. íslenzkir læknanemar hafa ekki heldur farið varhluta af hæfíleikum Sigurðar til kennslu en segja má að með honum sé fallinn frá einn fremsti skipuleggj- andi læknanáms hérlendis. Við höfðum vænzt þess að fá að njóta nærveru og hæfileika Sig- urðar enn um langa framtíð en fráfall hans um aldur fram hefur mikil áhrif á okkur, ekki síður en á læknastétt þessa lands. Við vottum Audrey og börnun- um okkar innilegustu samúð. Guð veri með þeim. Ásdís og Guðmundur Sigurður Magnússon prófessor er dáinn, langt um aldur fram. Þótt hann væri alinn upp hjá frændþjóð vorri, Skotum, var hann íslendingur eins og þeir geta beztir orðið. Ekki er ætlun mín að rekja lífshlaup hans, en við kynntumst eftir að báðir höfðu lokið námi og hefðbundin átök við að skila sínu til baka til þjóðfélagsins voru hafin. Hvorugum þótti starf það er nám hafði skorðað nægjanlegt. Því var það að við með öðrum áhugamönnum réðumst í atvinnu- rekstur, sem þá var nýr hér. Þrátt fyrir góðan vilja allra og atorku gekk okkur ekki. Við töpuðum. Og ég man að einn félaganna, sem var þó reyndari en við hinir í þessum sökum, sagði að sér hefði verið lærdómur af þessu samstarfi, — menn hefðu orðið svo vel við skaða sínum, eins og hann orðaði það. Enginn lánardrottinn tapaði á þessari tilraun. Við borguöum allt sem við höfðum með einhverjum hætti stofnað til. Viðhorf Sigurðar réðu ekki minnstu um þetta og ég hygg að allir félagarnir séu fegnir eftirá. Enda er framkvæmdin enn í gangi í höndum tveggja af félög- unum og má þá segja að allir geti vel við unað að hafa lagt sitt til nokkurs þjóðþrifamáls. Eftir þetta varð samband okkar Sigurðar meira. Við hittumst bæði vegna alvörumála hversdagsins og eins glöddumst við saman á stund- um. Mjög snar þáttur í gerð Sig- urðar var einlæg tryggð og góðvild sem tvinnaðist saman í óbilandi áhuga á að rækja starf sitt til gagns fyrir íslendinga og þegar hann var valinn til lokastarfs síns í allharðri keppni við aðra ágætis- menn, álft ég að vel hafi til tekizt. Hann nýtti menntun sína og sam- bönd til þess að fremja þá starf- semi sem honum var trúað fyrir svo vel að allur samjöfnuður væri kjánalegur. Einn ríkasti þáttur í fari Sigurð- ar var væntumþykja hans og umhyggja fyrir fjölskyldu sinni. Mér er kunnugt um hvernig hann undirbjó framtíð eiginkonu sinnar og barna, og dýpst fannst mér rista ást hans á móður sinni, án þess að hann setti þó nokkurn annan í skugga. Kynni okkar Sigurðar urðu ekki löng. Með honum hefi ég misst vin, en sá hópur er í mínum huga fámennur. Ég bið Guð að styrkja Audrey, börnin og aðra frændur Sigurðar og vini. Fátækleg orð min geta litlu ráðið til gagns við fráfall stór- mennis sem bjó sig ævinlega við- móti lítillætis og hjartahlýju. Björn Þórhallsson Hann Sigurður læknir er látinn. Þannig var mér tilkynnt andlát vinar míns dr. Sigurðar S. Magn- ússonar prófessors. Þar eð ég veit að ýmsir verða til þess að fjalla náið um æviferil Sigurðar, rek ég hann ekki hér heldur ræði um kynni mín af honum og þau störf sem hann hafði með höndum hér á Suðurnesjum. Kynni okkar Sigurðar hófust sumarið 1972 er hann réðst sem yfirlæknir til afleysinga á Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs. Kom hann þá um langan veg, var yfirlæknir við sjúkrahúsið í Umeá í Svíþjóð og prófessor við háskól- ann þar. Síðan hafa leiðir okkar Sigurðar legið saman. Sigurður var ekki með öllu ókunnugur okkur Suðurnesja- mönnum, þar sem hann hafði áður um tíma gegnt læknisstörfum hér í héraðinu með Birni Sigurðssyni frænda sínum er Sigurður hafði nýlokið prófi frá Háskola Islands. Sigurður var ráðinn forstöðu- maður fæðingardeildar Landspít- alans og prófessor við Háskóla íslands árið 1975 en árið áður flutti hann til íslands ásamt fjöl- skyldu sinni. Jafnhliða umfangsm- iklum störfum við Landspítalann og kennslu við Háskóla íslands og Ljósmæðraskóla íslands, nutum við Suðurnesjamenn starfskrafta hans, allt til dauðadags. Hann tók að sér forstöðu mæðraeftirlits á Heilsugæslustöð Suðurnesja frá stofnun hennar á miðju ári 1975 til ársins 1982, auk ráðgjafar við fæðingardeild Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs. Á þessum árum var verið að vinna að framtíðaráætlun um uppbyggingu sjúkrahússins og Heilsugæslustöðvar Suðurnesja. Hluti áforma okkar eru orðin að veruleika, Sjúkrahús Keflavíkur- læknishéraðs hefur stækkað og fæðingardeild var tekin í notkun árið 1980. Ný heilsugæslustöð var tekin í notkun 1984, og er hún sambyggð sjúkrahúsinu. Það er vægt til orða tekið að Sigurður læknir hafi haft áhrif á þróun þessara mála hjá okkur. Réttara er að segja að hann hafi ráðið ferðinni um uppbyggingu mæðra- og fæðingarhjálpar hér. Það er mál manna sem til þekkja, að vel hafi til tekist. í huga Sigurð- ar var aðhlynning og þjónusta við sjúklingana ávallt aðalatriði. í þessu efni gerði Sigurður miklar kröfur, en þó mestar til sjálfs sín. Hann lagði sig allan fram við að sinna sjúklingum sínum og var þá ekki spurt að því á hvaða tíma sólarhringsins verkið var unnið. Á þeim árum sem Sigurður starfaði hér voru sérfræðingar í fæðingar- og kvensjúkdómafræði ekki á hverju strái. Þótt Sigurður læknir væri yfirhlaðinn störfum við stjórnun fæðingardeildar Landspítalans og kennslu við Há- skólann, lagði hann það á sig að koma til Keflavíkur einu sinni til tvisvar í viku í 7 ár samfleytt. Oftast hagaði þessu þannig til að vinnutími hans hér byrjaði þegar annarra lauk. Kynni okkar Sigurðar og fjöl- skyldna okkar urðu mjög náin. Segja má að það hafi verið föst regla er vinnudegi Sigurðar lauk hér í Keflavík, að hann hafi komið á heimili okkar Þorbjargar konu minnar. Var það ætíð tilhlökkun- arefni að eiga von á Sigurði í heim- sókn þó að stundum væri áliðið kvölds. Sigurður læknir var óvenjulegur maður. Hæfileikar hans sem lækn- is og stjórnanda voru ótvíræðir. En það var maðurinn sjálfur sem hreif mig mest. Sigurður var mannvinur sem best kom í ljós í umgengni hans við sjúklinga sína og þeir geta best vitnað um. Þótt Sigurður væri upptekinn af störfum sínum sem læknir og stjórnandi fylgdist hann vel með öllu því sem gerðist I kringum hann. Mér eru minnisstæð við- brögð hans við sjúklingaskattinum sem svo var kallaður, en fyrir nokkrum árum síðan voru uppi hugmyndir um að sjúklingar greiddu verulegan hluta af sjúkra- kostnaði á sjúkrahúsum. Snérist Sigurður í öndverðu hart gegn þessum skatti og var óhræddur að láta skoðanir sínar í ljósi. Lýsir þessi afstaða viðhorfi hans til þeirra er minna mega sín í okkar þjóðfélagi. Skoðanir okkar Sigurðar til dægurmála fóru ekki alltaf saman. Þrátt fyrir það ræddum við ítar- lega um þjóðmál, skiptumst á skoðunum og fræddumst hvor af öðrum. Hann var mjög vakandi yfir velferðarkerfinu og varaði við þeim röddum sem vilja brjóta það niður. Raunar má segja um Sigurð að honum hafi verið óvenju margt til lista lagt. Ég er þess fullviss að hann hefði getað leyst hvaða starf sem er vel af hendi. Það er því stórt skarð fyrir skildi að hann skuli nú fallinn á besta starfsaldri. Sigurður var fæddur í Reykjavík en alinn upp á heimili foreldra sinna í Edinborg, þeirra Sigur- steins Magnússonar aðalræðis- manns íslands þar í borg og fram- kvæmdastjóra SÍS í Leith og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur. Á heimili þeirra hjóna í Edinborg starfaði sem barnfóstra um fimmtán ára skeið Sveinbjörg Kveðjuorð: Hafliði Gísli Gunnarsson Með nokkrum fátæklegum línum viljum við kveðja vin okkar Haf- liða Glsla Gunnarsson sem lést af slysförum þann 20. október sl. aðeins 24 ára gamall. Við kynntumst honum þegar við vorum að breytast úr börnum í unglinga, vakti það strax athygli okkar hve mikill lífsþróttur og gleði bjuggu með honum. Tókst með okkur náinn vinskapur sem varið hefur þótt leiðir hafi skilið þegar tvítugsaldrinum var náð. Við minnumst hans sem sjálf- kjðrins leiðtoga f vinahópnum, jafnframt því hafði hann mikið að gefa og var sjálfum sér sam- kvæmur. Veraldarvafstur var honum ekki að skapi og teljum við hann þó hafa haft meiri mann að geyma en við hinir, félagar hans. Skarð hans er mikið og kveðjum við hann með miklum trega. Við sendum skyldfólki hans og ástvin- um okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við biðjum góðan góðan Guð að styrkja og styðja fjölskyldu og ástvini hans um ókomin ár. Ásgeirogörn Erasmusdóttir, sem síðar giftist Harry Uckermann, en þau eru nú búsett i Njarðvíkum. Mjög náið samband og vinátta var með Sig- urði og þeim hjónum alla tíð. Talaði hann iðulega um Sveinu, en svo kallaði hann Sveinbjörgu ávallt í mín eyru. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Edinburgh Ácademy árið 1944. Strax að stríði loknu sigldi Sigurð- ur til íslands og settist í Háskól- ann hér. Ber þetta ljósan vott um það hversu mikill íslendingur Sigurður var. Sigurður var mikill gæfumaður i einkalifi sínu. Árið 1956 giftist hann eftirlifandi konu sinni Aud- rey, dóttur James Jobling verslun- arstjóra í Newcastle Douglass. Þótt hún væri hjúkrunarfræðing- ur að mennt kom það fljótlega í hennar hlut að snúa sér alfarið að uppeldi barnanna, en þeim hjónum varð fimm barna auðið. Þau eru: Ingibjörg, húsfreyja, Sigursteinn, skrifstofumaður, Anna María, sjúkraþjálfari, Snjó- laug Elin, fóstra og Hjördís, náms- maður. Um leið og við Þorbjörg kveðjum Sigurð vin okkar, viljum við votta Audrey og börnunum, okkar inni- legustu samúð. Eyjólfur Eysteinsson Með stuttu millibili hefur kvennadeild Landspítalans misst tvo afburða starfsmenn, þá Guð- mund S. Jóhannesson, lækni, sem lést fyrir fjórum árum, og nú Sigurð S. Magnússon, en báðir hafa þessir menn látist langt um aldur fram. Sigurði kynntist ég i gegnum Guðmund þegar ég kom frá fram- haldsnámi erlendis. Sigurður var litríkur persónuleiki og áhuga- maður um marga hluti. Skemmti- legur var hann í viðræðum og hafði ríka kimnigáfu og hlýtt hjartalag. Sigurður tók störf sin alvarlega, enda hlóðust á hann verkefnin. Slíkur vinnuþjarkur sem hann var urðu vinnustundirnar margar og svefnstundirnar færri og segja má, að hann hafi þrælað sér út og litt sinnt um eigin heilsu. Kennslan í læknadeild Háskólans og stjórnun kvennadeildar Landspitalans áttu hug hans allan og síðustu tvö árin tók hann að sér að veita lækna- deild Háskólans forstöðu, þótt ærinn starfa hefði hann fyrir. Sigurður laðaði góða menn, unga og dugmikla, til vinnu við kvenna- deildina. En hann hafði einnig áhrif út fyrir sina eigin deild og greiddi fyrir þróun mála á Land- spitalanum af meiri skilningi en margir. Þannig lagði hann drjúgan skerf til uppbyggingar á rann- sóknadeild spitalans og framsýni hans átti stóran þátt i að krabba- meinsdeild Landspitalans er nú komin svo vel af stað sem raun ber vitni. En uppbygging og rekst- ur kvennadeildar Landspitalans ber þess merki í dag, að þar hefur dugandi maður haldið um stjórn- tauma. Eins og titt er um menn, með hans dugnað og atgervi, skilur Sigurður eftir sig mörg og stór verkefni og drauma, sem hann fékk ekki að sjá rætast meðan hann lifði. En verk hans og hug- myndir munu knýja eftirmennina til dáða. Við, sem unnum með Sigurði S. Magnússyni í Domus Medica, horf- um á eftir góðum dreng, sem gaman var að hitta. Ég votta eiginkonu hans og fjöl- skyldu hluttekningu mína. Matthías Kjeld — sem sjálfur drottinn mildum lófa lyki um lífsins perlu águllnu augnabliki. — (Tómas Guðmundsson) Við slíka fregn sem andlát Sig- urðar S. Magnússonar, gerast hugleiðingar um hinstu rök tilver- unnar áleitnar. Lögmál lífs og dauða er ofvaxið takmörkuðum skilningi okkar mannanna barna. Okkur, fákunnandi stúdentum, Guðríður Sigurðar- dóttir - Minning Fædd 3.júní 1891 Dáin 17. september 1985 Hóglega, hæglega áhafsængþýða, sólina sæla, síg þú til viðar. (J.Hallgr.) Mig langar til þess, með fátæk- legum orðum mínum, að kveðja Guðríði. Þó kynni okkar hafi verið stutt, þá minnist ég hennar með kærleika. Eftir að við kynntumst, 1979, vil ég þakka henni hlýhug hennar og ljúfmennsku, elskulegt viðmót og hjartagæsku, sem hún sýndi mér ávallt. Ég mun alltaf geyma í hjarta mínu elskulegt viðmót hennar, kynni okkar voru ekki löng, en þau voru góð, fyrir það vil ég þakka henni Guðríði. Alltaf man ég hlýlegt viðmótið, er ég kom í heimsókn til Guðríðar gömlu á Kleppsveginum og ávallt spurði hún, blessuð gamla konan, hvort mig vantaði ekki sokka eða vettlinga, því hún var síprjónandi meðan heilsan leyfði, alltaf vildi hún öllum vel og allt fyrir alla gera, meðan henni entist aldur. Guðríður fæddist á Þingvöllum í Helgafellssveit 3. júní 1891, og var því á nítugasta og fimmta aldurári er hún lést, eftir langa sjúkdómslegu. Guðríður dvaldi á heitnili dóttur sinnar, Ingibjargar, í 37 ár og var siðustu 25 árin alveg rúmliggjandi, en Ingibjörg annað- ist móður sína í hennar erfiðu veikindum af einstakri umhyggju, ástúð og sérstakri fórnfýsi. Guðríði kynntist ég 1979, er ég dvaldi um tíma á heimili dóttur hennar, Ingibjargar. Við Guðríður áttum oft skemmtilegt tal saman, hún sýndi mér gamla muni, sem hún átti í fórum sfnum og sagði mér frá gamla tímanum, einnig hafði hún yndi af dýrum og hafði m.a. í herberginu hjá sér páfa- gauka, sem hún annaðist vel og hafði mikla ánægju af. Hún elskaði lífið og bar virðingu fyrir því, var sérstakur dýravinur, enda var hún náttúrubarn úr sveit. Milli hennar og föður míns var ákaflega mikill kærleikur. Ég man að alltaf þegar ég heimsótti hana, spurði hún um Elías, hvort hann væri kominn heim úr vinnunni, hvernig hann hefði það. Henni þótti ákaflega vænt um hann og ég veit að það var gagnkvæmt. Guð- ríður var föður mínum ákaflega kær. Sonur Ingibjargar, Jóhannes Þórðarson, var ömmu sinni ein- staklega góður og mikill styrkur í hennar erfiðu og löngu sjúkdóms- legu, enda á hann það ekki langt að sækja, drengurinn sá, góðvild- inaoghlýjuna. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.