Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 49 Minning: Hellert Jóhannesson rannsóknarlögreglumaður Fæddur 18. raaí 1933 biðjum honum og fjölskyldu hans Dáinn 22. október 1985 guðs blessunar. Hallvarður Einvarðsson Þriðjudaginn 22. þ.m. bárust okkur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins þau tíðindi, að starfsbróðir okkar, Hellert Jóhannesson, rann- sóknarlögreglumaður, væri látinn, en Hellert hafði átt við mikla vanheilsu að striða um alllangt skeið. Hellert Jóhannesson var fæddur 18. maí 1933 á Hólmavík og var því aðeins 52 ára er hann lést. Hellert stundaði nám við Reykja- skóla í Hrútafirði og við Héraðs- skólann að Laugarvatni, en hinn 1. nóvember 1955 réðst hann til starfa hjá lögreglunni í Reykjavík. Seint á árinu 1966 hóf hann störf hjá rannsóknarlögreglunni i Reykjavík, en er Rannsóknarlög- regla ríkisins tók til starfa 1. júlí 1977 var Hellert skipaður rann- sóknarlögreglumaður við þá stofn- un, og starfaði hann þar síðan óslitið meðan heilsa og kraftar leyfðu. Við þau störf kom vel í ljós hvaða mannkostum Hellert var búinn. Starf rannsóknarlögreglu- mannsins gerir miklar kröfur til þess, sem því gegnir. Þær kröfur beinast ekki aðeins að nauðsyn staðgóðrar þekkingar og reynslu á þvi sviði lögreglufræða, heldur lika — og ekki síður — að mannkostum mannsins, að þar fari drengur góð- ur, sem búi yfir ýmsum þeim kost- um, sem einkenna góðan dreng og koma sér vel við öll störf, svo sem góðvild, réttlætiskennd, þolin- mæði og umburðarlyndi. Þessum kostum var Hellert vel búinn og var þvi vel til þess fallinn að takast á við hin vandasömu, erfiðu — og oft á tiðum þungbæru — störf, sem falla í hlut rannsóknarlögreglu- mannsins. Einkenndust störf Hell- erts alla tíð af þessum góðu eigin- leikum hans. Á starfsferli Hellerts féllu mörg vandasöm og erfið úr- lausnarefni i hlut hans, og leysti hann þau öll af hendi á þann veg, að eigi varð á betra kosið. Þá kom það ekki sist f Ijós hin siðustu misseri hvern mann Hellert hafði að geyma er hann gekk til skyldu- starfa sinna, óbugaður, þrátt fyrir alvarlegan heilsubrest, og rækti störf sin með slikum hætti, að aðdáun vakti. Sannarlega minnumst við starfsfélagar hans nú með virð- ingu og þökk í huga, sem hins glaðværa, trausta og góða starfs- bróður, sem gott var að vera með. Við heiðrum minningu hans og Hellert Jóhannesson var fæddur 18. maí 1933 á Hólmavík, sonur Kristínar Jónsdóttur frá Tungu- gröf i Tungusveit og Jóhannesar Bergsveinssonar síldarmatsmanns og verkstjóra frá Aratungu í Stað- ardal við Steingrimsfjörð. Hellert var því Strandamaður í báðar ættir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum og systkinum á Hólmavík, uns hann fluttist til Reykjavikur árið 1955 og hóf störf hjá Lögregl- unni, siðar i Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur en frá árinu 1966 í Rannsóknarlögreglu rikisins og vann þar, þar til hann lést 22. þ.m. Ekki man ég hvenær við Hellert hittumst fyrst, liklega hefur það verið þegar báðir vóru í vöggu, aðeins vóru um 2 mánuðir á milli okkar og um 200 metrar á milli heimila okkar. Við vorum bekkjar- bræður i barna- og unglingaskól- um. Veturinn 1947—1948 fór hann í Reykjaskóla en veturinn 1949— 1950 vórum við saman á Héraðs- skólanum að Laugarvatni. Það er þvi ljóst þegar litið er til baka að margar eru minningarnar og allar eru þær mjög ánægjulegar. Eddi, eins og við gömlu félagarnir köll- uðum hann, var hár og myndarleg- ur maður og bar sig vel. Hann var sérstaklega prúður og þægilegur f framkomu og mikill vinur vina sinna. Það var alltaf gott og þægi- legt að hitta Edda, hann var alltaf léttur og spaugsamur en þó alvöru- gefinn. Eddi var mikill Stranda- maður í sér, talaði oft um átt- hagana og þótti gaman að hitta menn þaðan. Á seinni árum grúsk- aði hann töluvert í ættfræði og þá sérstaklega ættfeðra sinna úr Strandasýslu og ýmsum sögnum þaðan að norðan. 15. september árið 1966 kvæntist Hellert eftirlifandi konu sinni, Magneu Edilonsdóttur, sérstakri myndar- og ágætiskonu, sem fædd er og uppalin í ólafsvík. Börn þeirra eru Lilja Björk Einarsdóttir, fædd 9. janúar 1963, sem hann gekk í föðurstað, Jó- hannes, fæddur 15. september 1%7, og Edilon Þór, fæddur 11. júni 1975. Lilja Björk er gift Haf- steini Péturssyni kennara og eiga þau einn son, Orra, fæddan 19. mars 1984. Þau eru nú bæði kenn- arar á Þórshöfn. Læknavisindin standa ráðþrota gagnvart þeim sjúkdómi, sem nú hefur lagt Edda að velli, langt um t Okkar bestu þakkir til þeirra sem sýndu okkur vináttu og hlýhug viö andlát og útför GE8TS ELÍASAR JÓNSSONAR Odda á Seltjarnarnesi, Kristín Jónsdóttir, Lovísa Ágústsdóttir, Valgeir Gestsson, Sigrún Valgeirsdóttir, Elfsa Ágústsdóttir, Kristfn Valgeirsdóttir, Sólveig Valgeirsdóttir, iris Valgeirsdóttir. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, MAGNÚSAR KR. MAGNÚSSONAR, Blönduhlfð 25, Reykjavfk. Guórún Lovfsa Guómundsdóttir, Halldóra Kr. Magnúsdóttir, Hákon Már Guömundsson, Óli J. K. Magnússon, Guóný Hrönn Þóróardóttir, Friórik Gunnar Magnússon, Sigrfóur J. Aradóttir, og barnabörn. aldur fram. Góður vinur er kvadd- ur með söknuði og hugurinn hvarflar til fjölskyldunnar, eigin- konunnar, barnanna, foreldra og systkina. Þau hafa misst mikið. Við hjónin sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þann sem öllu ræður að hugga þau og styrkja. Magnús Hjálmarsson í dag kveðjum við Hellert Jó- hannesson, rannsóknarlögreglu- mann. Hann var fæddur á Hólma- vik 18. maí 1933, sonur hjónanna Jóhannesar Bergsveinssonar og konu hans, Kristínar Jónsdóttur. Hellert var elstur fjögurra barna þeirra. Hellert dvaldist á Hólmavík ásamt fjölskyldu sinni fram að tvítugu en þá fluttust þau til Reykjavíkur. Fram að þeim tíma vann hann ýmis störf sem til féllu og var einn vetur við nám að Reykjum í Hrútafirði og seinna einn vetur á Laugarvatni. Kynni mín af Hellert hófust þegar við hófum störf í lögregluliði Reykjavíkur í október 1955 og settumst í Lögregluskóla ríkisins. Strax á fyrstu dögum skólans urðum við miklir vinir og félagar og stóð sú vinátta til æviloka. Hellert var vel í meðallagi að vexti og samsvaraði sér vel í alla staði, var léttur á sér enda góður leikfimimaður og sundmaður ágætur. í starfi var Hellert afar farsæll og traustur. Það var enginn einn sem hafði hann sér við hlið. Hon- um var einkar lagið að tala við fólk og koma á sáttum þegar lögreglan var til kölluð og er mér sérstaklega minnisstætt hvað hann var góður þeim mönnum sem minna máttu sín. Ekki man ég eftir að Hellert hafi skipt skapi, hvorki í leik né í starfi, enda var hann alla tíð vel liðinn af samstarfsmönnum sín- um. Sem fyrr sagði hóf hann störf í lögreglunni i Reykjavík 1955. Síð- an fór hann i Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur. Þegar Rannsóknar- lögregla ríkisins var stofnuð réðst hann þangað og starfaði þar til dauðadags. Hellert var mikill gæfumaður og mesta gæfa hans mun hafa verið 1966 þegar hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Magneu Edilonsdóttur. Þau eignuðust tvo syni auk dóttur Magneu sem hann ól upp sem sína dóttur. Þegar að leiðarlokum er komið er margs að minnast frá fyrri samverustundum okkar. Alltaf var gaman að hitta Hellert. Það var birta og gleði sem einkenndi alla hans framkomu og á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar. Á myrku haustkvöldi verður manni hugsað, hvernig á því standi að maður á besta aldri er burt kallaður. Hann sem átti svo margt eftir ógert. Síðast þegar fundum okkar bar saman var greinilegt að hverju stefndi, samt var hann hress, þó hann ætti erfitt með að tjá sig vegna sjúkleika. Genginn er góður drengur, horf- inn til ókunnra staða ógleymanleg- ur þeim sem til þekktu. Eg og kona mín sendum eigin- konu hans, börnum, foreldrum og öðrum ættingjum dýpstu samúð- arkveðjur. Hafi kær vinur þökk fyrir allar ánægjustundirnar. Guð blessi hann. Rögnvaldur H. Haraldsson MÁNAÐARLEG VAXTAÁKVÖRÐUN ÞÉRÍHAG Eigirþú fé á Innlánsreikningi meöÁbót. vókum við yfir þínum hag. Ábót á vextina er ákvórðuð fyrir hvem mánuð og um leið hvort þú eigir að njóta verðtryggðra kjara eða óverðtryggðra þann mánuðinn. - eftir því hvor kjörin tœra þér hœrri ávöxtun. Á Innlánsreikningi með Ábót er úttekt frjáls hvenœr sem er - þannig hefur það alltaf verið - og þú ncerð hœstu ávöxtun reikningsins strax frá nœstu mánaðamótum. Ft ÞfTT A£> LOSNA ÚR RfKISSKULDABRÍFUM, þá hafðu samband við Ráðgjafann í Utvegsbankanum. Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR ÚTVEGSBANKINN RÁÐGJAFINN VÍSAR VEGTNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.