Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 37 Loðnuveiðin með minna móti LOÐNUVEIÐIN hefur verið með minnsmóti síðustu daga. Á mánudag varð aflinn 7.185 lestir af 11 skipum og síðdegis á þriðjudag var hann orðinn 3.170 lestir af 5 skipum. Til viðhótar þeim skipum, sem áður hefur verið getið í Morgun- blaðinu, tilkynntu eftirtalin um afla á mánudag; Bergur VE, 530, ísleifur VE, 700, Guðmundur ólaf- ur ÓF, 600, og Víkurberg GK 570 lestir. Síðdegis á mánudag höfðu eftir- talin skip tilkynnt um afla: Höfr- ungur AK, 870, Jöfur KE, 460, Keflvíkingur KE, 540, Albert GK, 600, og Sjávarborg GK 700 lestir. „Skilningur 7 ára barna á fyrirætlunum annarra“ — SigurÖur Júlíus Grétarsson flytur fyrirlestur Dr. Sigurður Júlíus Grétarsson flytur fyrirlestur á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldismála í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist „Skilningur 7 ára barna á fyrirætlun- um annarra*'. Efnið er tengt athugunum Jean Piaget á skilningi barna á ætlun. Rætt er um hvers vegna börn yngri en 7 ára halda því oft fram í at- hugunum að sá sem fær laun fyrir smá viðvik sé hjálpsamari en annar sem hjálpar án þess að fá greitt fyrir. Bent er á að sú aðferð sem notuð er við að spyrja börnin geti haft mikil áhrif á svör þeirra. Sigurður Júlíus Grétarsson fæddist í Reykjavík 1955. Hann lauk BA-prófi í sálfræði frá Há- skóla íslands 1980 og doktorsprófi í þróunarsálfræði frá ríkisháskól- anum í Utah í Salt Lake City vorið 1985. Doktorsritgerðin fjallaði um skilning mæðra á hegðun barna þeirra. Sigurður starfar hjá Barnaverndarráði íslands. öllum er heimill aðgangur á fyrirlestur- inn. Vetrarstarf Grikklandsvina- félagsins að hefjast Grikklandsvinafélagið Hellas, sem stofnað var í fyrravetur, byrjar vetrarstarf sitt að þessu sinni með fundi í Oddfellowhúsinu, Vonar- strsti 10, fimmtudaginn 31. október kl. 20.30. Þar flytur Kristján Árnason menntaskólakennari fyrirlestur um grískar menntir á íslandi og einkum fjallað um þýðingar eldri og yngri skálda á forngrískum bókmenntum. Viðar Eggertsson leikari les valda kafla úr þessum þýðingum. í fram- haldi af því fjallar síðan Þorsteinn Þorsteinsson menntaskólakennari um grískar nútímabókmenntir á fundi í byrjun janúar og kynna (s- lenskar þýðingar á þeim. Á fundinum á fimmtudaginn verður ennfremur sýnd stutt mynd um Aþenu og helstu sögustaði í nágrenni hennar, svo sem Delfí, Mýkenu, Epídavros og eyjarnar sem ferðamenn heimsækja gjarna i dagssiglingu frá Aþenu. Loks kemur á fundinn grískur ferða- málafrömuður, Basil Nakos, for- stjóri KM Travel & Tourism, og skýrir fyrir félagsmönnum hug- myndir sínar um heppilegustu til- högun á fyrirhugaðri menningar- ferð um Grikkland á vori komanda undir leiðsögn formanns, Sigurðar A. Magnússonar. Milli atriða verð- ur leikin grísk tónlist af hljóm- böndum. Bornar verða fram veit- ingar meðan á fundi stendur. Allir velunnarar Grikklands eru vel- komnir á fundinn. FrétUtilkvnning. Sigurjón Bláfeld loðdýrarskUrráðunautur með blárefsskinn á flokkunar- námskeiðinu á Kelndaholti. Haldin námskeið í flokkun loðskinna Á VEGUM Sambands íslenskra loðdýrarsktenda og Búnaðarfélags íslands eru þessa vikuna haldin skinnaflokkunarnámskeið um land allt. Sjö héraðsráðunautar leið- beina á námskeiðunum og hafa tvo danska sérfræðinga sér til halds og trausts. Dönsk skinn eru notuð til kennslunnar. Hjá loðdýrabændum stendur nú fyrir dyrum lífdýraval, pelsun og skinnaflokkun og eru nám- skeiðin undirbúningur undir þau störf. Jón Ragnar Björnsson framkvæmdastjóri SÍL sagði í samtali við Morgunblaðið að til- gangur námskeiðanna væri að kenna bændum að meta feldgæði og leiðbeina þeim við frágang skinnanna. Jafnframt væru veittar upplýsingar um hvaða fjárhagslega þýðingu hinir mis- munandi eiginleikar skinnanna. hefðu og mönnum sýnt hvernig skinn þeir eigi að framleiða. Fyrsta námskeiðið var haldið í húsakynnum RALA á Keldna- holti, en hin námskeiðin eru á Höfn, Egilsstöðum, Bíldudal, Sauðárkróki, Vopnafirði, Akur- eyri og Ýdölum í Aðaldal. MorgunbU&ift/RAX Jón Pétursson refabóndi (Geirshlíð (Flókadal skoðar skinn. Þjóðarátak með „áfengis- lausri viku“ KIRKJUÞING samþykkti einróma tillögu fangaprests, séra Jóns Bjar- man, um átak gegn áfengisvá, í gsr. í tillögunni segir: Kirkjuþing vekur athygli á þeirri hættu sem stafar af vaxandi áfengisneyslu þjóðarinnar. Þingið varar einnig T við þeim þrýstingi á stjórnvöld að sala og dreifing áfengis verði gefin frjálsari en nú er og telur að slíkt muni leiða til meiri áfengisneyslu og jafnframt áfengisböls. Kirkju- þing fagnar áhuga dóms- og kirkjumálaráðherra á þessu mál- efni og skorar á hann, mennta- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og biskup íslands að beita sér fyrir þjóðarátaki gegn þessari vá, t.d. með því að gangast fyrir „áfengis- lausri viku“. Miklar umræður urðu á kirkju- þingi í gær um breytingar á lögum um helgidagafrið, en kirkjulaga- nefnd hefur lagt fram drög að slíkri lagabreytingu. Séra Jónas Gíslason taldi ástæðu til að kanna hvort ræða skyldi breytingar á friðhelgum helgidögum þjóðkirkj- unnar, t.d. uppstigningardegi, öðr- um degi stórhátíða og skírdegi til kl. 18. Taldi hann skipta miklu máli að ef fækkun helgidaga ætti sér stað, þá yrði friðun þeirra helgidaga sem eftir stæðu tekin alvarlegar en nú er. Fundum kirkjuþings verður fram haldið í dag en þinginu lýkur annað kvöld, fimmtudagskvöld. Hagþing frestaði umsókn sinni MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Pétri Blöndal, eins stjórnarmanna Verð- bréfaþings íslands. „í tilefni blaðafregnar Morgun- blaðsins af Verðbréfaþingi íslands vil ég taka fram að fulltrúar Hagþings hf. tóku fram í viðræð- um við stjórn þingsins, að verð- bréfadeild Hagþings hf. hefði enn ekki tekið til starfa og kæmi því ekki til greina sem stofnaðili, ef aðild að Verðbréfaþinginu næði eingöngu til þeirra sem starfa nú þegar. Frestuðu þeir þannig um- sókn sinni.“ „Verði þessi mál ekki leiðrétt hlýt ég að sniðganga þessa stofnun“ — segir Ármann Reynisson, framkvæmdastjóri Ávöxtunar sf. um VerÖbréfaþing íslands „ÉG VERÐ að segja það alveg eins og er, að það kemur mér á óvart að Seðlabankinn og Verðbréfaþingið virðast þurfa að nota fjölmiðla til þess að koma skilaboðum á milli manna, en ég las um það ( Morgun- blaðinu í morgun, að fyrirtski mínu, Ávöxtun sf., hefði verið synjað um að gerast stofnaðili að Verðbréfa- þingi íslands," sagði Ármann Reyn- Snæfugl seldi í Grimsby SNÆFUGL SU seldi 175,4 tonn af fiski í Grimsby f gærmorgun, fyrir 7.085 þúsund krónur. Uppi- staðan í aflanum var þorskur og var meðalverðið 40,41 kr. fyrir hvert kíló. isson, framkvsmdastjóri Ávöxtunar sf., í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gsr. Benti Ármann á það að þrír stjórnarmanna Verðbréfa- þings vsru beinir samkeppnisaðilar við Ávöxtun sf. og þetta sagðist hann telja óeðlilegt og gera það að verkum að ekki hefði verið fjallað um um- sókn Ávöxtunar á hlutlsgan hátt. Ármann var spurður hvers vegna Ávöxtun sf. hefði ekki veitt Bankaeftirlitinu umbeðnar upp- lýsingar, en eins og kemur fram í Morgunblaðinu í gær, er það sögð ástæða þess að Ávöxtun hlýtur ekki aðild að Verðbréfaþingi Is- lands sem stofnaðili. „í fyrri viku fékk ég skeyti frá Þórði Olafssyni forstöðumanni Bankaeftirlitsins, þar sem hann óskaði eftir að eiga fund með mér og endurskoðanda fyrirtækisins varðandi starfsað- stöðu og bókhald Ávöxtunar sf. Ég lét tilkynna honum að ég væri upptekinn og bókaður út þá viku og síðustu viku. Auk þess tilkynnti ég honum að ég myndi hafa sam- band við dr. Jóhannes Nordal seðlabankastjóra varðandi það mál, en hins vegar fékk ég ekki viðtal við seðlabankastjóra fyrr en nú á fimmtudag. (Á morgun, inn- skot blm.) Ástæður mínar fyrir þessu eru þær, að ég vil ekki að Þórður ólafsson fari ofan í gögn Ávöxtunar, eftir hans framkomu í garð míns fyrirtækis á sl. ári. Ég lít á það sem ögrun við mig og mitt fyrirtæki, að ætla að senda þennan mann til þess að kanna bókhald fyrirtækisins," sagði Ár- mann. Ármann sagðist á fundi sinum á morgun með seðlabankastjóra ætla að óska eftir því að þessi mál yrðu leiðrétt. „Ef það verður ekki gert, þá tel ég að með slikri stefnu og stjórn í Verðbréfaþingi íslands, þá sé þessi stofnun fædd andvana, og þá hlýt ég að sniðganga þessa stofnun," sagði Ármann Reynis- son. Regnboginn: „Ógnir frumskógarins“ — sannsöguleg mynd REGNBOGINN hefur nú tekið til sýningar bandarísku kvikmyndina „Ógnir frumskógarins". Myndin er byggð á sannsögulegum viðburðum og fjallar um leit föður að týndum syni sínum í frumskógarvíti Amazon. Leikstjóri er John Boorman. I aðalhlutverkum eru Powers Boothe, Meg Foster og Charley Boorman, sem jafnframt er sonur leikstjórans. Á frummálinu heitir myndin „The Emerald Forest". Hún er bönnuð börnum innan 16 ára ald- urs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.