Morgunblaðið - 30.10.1985, Side 44

Morgunblaðið - 30.10.1985, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. OKTÓBER1985 MorgunblaÖið/Kristján Maack Út vid himinbláu sundin Menntaskólinn vid Sund heimsóttur að kvöldi til Hinn 22. ágúst 1969 birti þáverandi mennta- málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, auglýsingu um stofnun nýs menntaskóla, Menntaskólans við Tjðrnina. Nokkrum dögum síðar var skólinn tekinn til starfa í húsnæði Miðbæjarskólans við Fríkirkjuveg. Var skólinn eins konar útibú frá MR og var rektor þess ágæta skóla sem þá var, Einari Magnússyni, falin yfirumsjón með þessu nýja afkvæmi. Fyrsta árið störfuftu 30 kennarar við skólann, enginn faatráðinn og 195 nemendur hófu þá nám í 10 deildum fyrsta bekkjar. Árið 1070 varð MT sjálfstæð stofnun og Bjöm Bjarnason var skipáður rektor við skólann og gegnir hann pví starfi enn. Arið 1976 var öll starfsemi skólans flutt i hús- næði í Vogaskóla en hélt þó nafni sínu, Mennta- skólinn viðTjörnina. Þetta þótti ýmsum óeðli- legt sem von var, og eftir miklar vangaveltu umræður og skoðanakannanir tók þáverand menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmars- son, af skarið og úrskurðaði vorið 1977, að eftirleiðiaskyldi þessi framhaldsskóli heita Menntaskólinn við Sund, sem hann og gerir enn. 800 neœendur stunda nú nám við skólann. Félagslíf í Menntaskólanum við Sundbefur alltaf veriðblómlegt og ýmsar athafeír nem- enda orðið að fastri hefð í skólalífinu og ber þar líklega hæst Busl, Fardag, Tirnu og Þorra- vöku. Busl hefur tíðkast frá fyrstu tíð þegar annars- bekkingar haustið 1970 bárú Tjarnarvatn í ámu inn í skólaportið og skírðu þar busa með niður- dýfingu. Fyrstu stúdentarnir kvöddu skólann með mik- ilíi hátíð síðasta kennsludag sem þeir nefndu Fardag. Hefar sá dagur verið með líkum hætti síðan. Einnig hafa allir stúdentahópar gefið út bókina Tirnu (Tirna — sbr. tjörn) og vorið 1985 kom út 13. árgangur þeirrar bókar/^ft^ Æðsti maður félagsmála í MS kallast ármaður og heitir að þessu sinni Gunnar Halldór SVerr- isson. Alls konar nefndir og svið eru starfandi til að sjá um hina ýmsu atburði í félagfilífinu og má t.d. nefna hagsmunaráð, fjórðabekkjar- ráð, skemmtinefnd, íþróttasvið, videósvið, leik- listarfélag, ljósmyndasvið, málfimdafélag, myndlistarfélag, selsyjö, tjtéíaliiáiasvið, skák- og spilasvið, tónlistarsvið, útgáfufélagið, ævin- týrafélagið og menningarfélagið. Hirðljós- myndari er einn/g starfandi viðskólann og reyndist hann pðindamanni Morgunblaðsins mjög innan þándar við lán á rþyndum. Kvöld eitþf októbermánuði röltum víð, blaða- maðuróg ljósmyndari, í áttað skólahúsum MS öglétum ekki staðar numiðfyrr en við fundum fyrlrnemanda sem gat léitt okkur í allan sannleika um þetta fjölskrúðuga félagslíf í Menntaskólanum við Þessar tvær síður eru tilraun tfl að gefa lesend- um smá innsýn í þann hugsunarhátt sem ríkir í skólanum og gefa vonandi einhverja mynd af félagslífinu. Seinna meir verður kannski enn rölt í Sundin og þá einblínt á eitthvað eitt frekar en annað. Tónlistarkvöld eru^ snar þáttur í félags- ' starfseminni í MS rétt eins og í öórum framhaldsskólum. Um daginn heimsótti Bubbi Morthens nemendur við sundin og gerði stormandi lukku. Sumir fyrirlíta busavígslur eins og í MS, aðrir ekki. Þessar myndir eru frá busavígslunni og þter tala sínu máli. Morgunblaðið/Kristján Maack Þessar tvær myndir voru festar á filmu á busaballi MS-inga í Broad way í september. Sumir dansa af fítonskrafti en aðrir hvfla sig frá dansmcnnt og brosa framan í hirðljósmy ndara skólans. Félagar í Ævintýraklúbbnum í einni útivistar- ferð af mörgum sem það stendur fyrir. Er tíðindamenn Morgunblaðsins bar að garði voru listamennirnir Sjón, Þór Eldon, Jóhamar og Margrét Lóa að lesa Ijóð, flytja tónlist og fleira í skólanum. Hér er Sjón. Perkele Saatana og skólaskáldið Perkele Saatana heitir skóla- blaöið i Menntaskólanum við Sund. Vilji menn fá að vita hvað nafnið þýðir ráðleggur blaða- maður þeim sömu að komast í finnsk-íslenska orðabók. Blað þetta kemur út einu sinni i mánuði og inniheldur efni eftir nemendur sjálfa. Má þar nefna viðtöl, sögur, frásagnir og ljóð. Ætíi það sé ekki óhætt að kalla OH Másson skólaskáld þeirra MS-inga í ár. Altjent er hann eiganadi fjölda ljóða í 1. tölublaði Perkele Saatana. Hér er sýnis- horn, kvæðið heitir Degi hallar. ffcv Vegglausri hurð ; Jiallað aftur För um,tómið: hnífjafnt kemurogfer myrkrið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.