Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 IJT V A RP / S JÓN VARP Hetja dagsins Það er mikið líf og fjör í landi voru þessa dagana, í einu risa- stökki vill landinn þjóta inní há- tækniheiminn, þar sem tölvustýrð vélmenni leysa vöðvaaflið af hólmi. Þannig er hetja dagsins í dag ekki hinn fengsæli skipstjóri er í krafti innsæisins og veiðimannsnáttúr- unnar uppgötvar gullkistur hafsins né stórbóndinn er vakir yfir búi sínu með reynslu kynslóðanna í blóðinu, nei hetja dagsins er hugbúnaðar- hönnuðurinn og svo náttúrulega frumkvöðullinn. Á þessar nýbökuðu hetjur íslensku þjóðarinnar var ekki hlustað fyrir nokkrum árum, nú ganga þær í digra sjóði. I þættinum Ur atvinnulífinu sem var f umsjón Gísla Jóns Kristjánssonar á rás 1 árdegis síðastliðinn miðvikudag var rætt við eina af hinum nýju hetjum vorum: Pál Jensson prófessor en Páll hefir unnið mikið að gerð hugbúnað- ar fyrir íslensk frystihús. Persónu- lega fannst mér afar merkilegt við- talið við Pál, því sú lýsing er hann gaf á frystihúsi dagsins í dag var svo órafjarri þeirri mynd er undir- ritaður bar frá sínum æskudögum, þegar pabbinn skýrði út fyrir synin- um leyndardóma frystiiðnaðarins og hver ný vél var skoðuð og krufin. Annars situr fólkið í frystihúsinu, á sfldarplaninu, í síldarbræðslunni, innf ísklefunum, í verkstjóraher- bergjunum, í káetu skipanna, í bröggunum — helst f huganum. Þá voru skipstjórarnir og sjómennirnir menn með mönnum og dularfullir síldarkaupmenn er átu kíló af salt- kjöti f mál og drukku hálfa ákavfti með — verðlögðu fenginn. Þá unnu menn meðan stætt var og sjórinn gaf og tók. Fólkið í plássinu keypti f gríð og erg íbúðir í Reykjavík, íbúð- ir sem það flytur í í ellinni og ef menn vantaði togara þá var bara hringt í Lúðvík og fyrr en varði skeiðaði glæst skip fullt af nammi, brennivíni, sjónvörpum og þvotta- vélum inn fjðrðinn. Og einhvern veginn rúllaði þetta nú allt saman enda hættu menn ekkert að flaka, eða frysta eða salta þegar mennirnir f bláu frökkunum með stóru hattana stigu niður úr flugvélunum að sunn- an svona til að blessa lýðinn. Síldin og þorskurinn voru hetjur dagsins og menn höfðu aldrei heyrt minnst á hugbúnað nema þann búnað sem þeir voru fæddir með og hafði dugað þeim í stríðinu við ægi konung. Var sá hugbúnaður reyndar oft með ólík- indum virkur, þannig kom til dæmis einn útgerðarmaðurinn gjarnan hlaupandi á skrifstofuna á morgn- ana með hausinn stútfullan af „skftadraumum" en þeir ágætu draumar leiddu oft hetjur hafsins á væna fiskislóð. Páll Jensson prófessor lýsti f fyrr- greindum þætti á rás 1 hversu þro- aður „fískvinnsluhugbúnaður" okk- ar íslendinga er orðinn ... það hillir undir það að tölur um hagkvæmustu vinnsluleið hráefnisins berist sjálf- virkt frá vogarkerfum hússins til yfirverkstjórans. Skildist mér á Páli að unnið væri að hugbúnaði er sam- hæfði veiðar og vinnslu hvorki meira né minna og svo eru menn hissa á því að Halldór Ásgrfmsson hangi f kvótakerfinu. Halldór sér fram á þá gullnu tfð þegar hugbúnaðurinn f brúnni og inná kontór hjá yfirverk- stjórunum verður samhæfður hug- búnaðinum í sjávarútvegsráðuneyt- inu og hjá fisksölumönnum vorum erlendis. En þá vaknar sú stóra spurning hvort nokkur kjaftur fæst á sjóinn, streyma ekki sjómennirnir okkar í land og fá þar vinnu við að semja forrit er byggjast á reynslu þeirra af sjómennsku? Einhverjir fara vafalaust i fiskvinnsluháskól- ann og skrifa þar doktorsritgerðir um sálarlif þorsksins. ólafur M. Jóhannesson Herbert Guðmundsson, söngvari og lagasmiður, fyrir fram- an kvikmyndatökuvél Karls Oskarssonar. Herbert Guðmundsson í Skonrokki í kvöld (Jr bfómyndinni „Jónas verður 25 ára árið 2000“. Jónas verður 25 ára árið 2000 — frönsk-svissnesk bíómynd ■1 Skonrokk er á 25 dagskrá sjón- — varps í kvöld kl. 21.25 í umsjá þeirra Har- aldar Þorsteinssonar og Tómasar Bjarnasonar. Vegna útgáfu sólóplötu Herberts Guðmundssonar hefur verið gerð mynd- bandsupptaka á flutningi Herberts á titillagi plöt- unnar, “Cant walk away“, sem rauk í 13. sæti vin- sældarlista rásar 2 sama dag og platan kom út fimmtudaginn 31. október. Myndin verður svnd f Skonrokki í kvöld. A plötu Herberts eru tíu lög flest eftir hann sjálfan. Á myndinni mundar Karl óskarsson, kvikmynda- tökumaður Frostfilm upp- tökuvélina við gerð mynd- arinnar í Kvöldúlfshúsinu við Skúlagötu. Kastljós ■i Kastljós í kvöld 55 er í umsjá Sig- “ urveigar Jóns- dóttur og heíst þátturinn kl. 20.55. Sigurveig sagði í sam- tali við blaðamann að tvennt yrði á dagskrá Kastljóss í kvöld. Fjallað verður um landsfund Al- þýðubandalagsins sem stendur fram til sunnu- dagskvölds. Talað verður við formann flokksins, Svavar Gestsson, össur Skarphéðinsson, ritstjóra Þjóðviljans, og Kristfnu Ólafsdóttur. Þá fjallar Sigurveig um innbrot í heimahús, en þeim hefur farið mjög fjölgandi á undanförnum mánuðum. Aukist hefur að fólk, sérstaklega það sem býr f einbýlishúsum, fái sér þjófavarnarkerfi á hús sín. Rætt verður við fólk sem fengið hefur sér slík kerfi. Talað verður við Grétar Norðfjörð, lög- reglufulltrúa, og einnig við framkvæmdastjóra Securitas og Vara, en það eru öryggisvarnarfyrir- tæki sem starfandi eru á höfuðborgarsvæðinu. ■■ Frönsk-svissn- Q5 esk bíómynd frá “ árinu 1976, „Jónas verður 25 ára árið 2000“, er á dagskrá sjón- varpsins kl. 23.05 í kvöld. Leikstjóri er Alain Tanner og með aðalhlut- verk fara Jean-Luc Bide- au, Myriam Boyer, Jac- ques Denis og Miou-Miou. Myndin er um átta vini, karla og konur, og sam- skipti þeirra. Þetta unga fólk er flest enn rótlaust en leitar jafnframt ein- hvers sem gefur lífinu gildi. Þýðandi er ólöf Péturs- dóttir. Jobbi kemst í klípu — sænskur barnamyndaflokkur ■i Sænski barna- 25 myndaflokkur- ” inn „Jobbi kemst í klípu“ hefst í sjón- varpi kl. 19.25 í kvöld en alls eru þættirnir fimm talsins. óli er sex ára drengur sem á heima í Stokkhólmi. óli á mörg leikföng en vænst þykir honum um tuskudýr sem hann kallar Jobba. Jobbi er mesti hrakfallabálkur svo að óli verður hvað eftir annað að fá hjálp til að bjarga honum úrklípu. Þýðandi er Jóhanna Jó- hannsdóttir. ÚTVARP x FÖSTUDAGUR 8. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli tréhesturinn" eftir Urs- ulu Moray Williams. Sigrlður Thorlacius þýddi. Baldvin Halldórsson les (10). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónlelkar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál. Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áður I umsjá Sigurðar G. Tómassonar. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ljáðuméreyra" Umsjón: Málfrlður Sigurðar- dóttir. (Frá Akureyri.) 11.10 Málefni aldraðra Umsjón: Þórir S. Guðbergs- son. 11.25 Morguntónleikar. Pianókvartett I Es-dúr op. 87 eftir Antonln Dvorák. Arthur Rubinstein leikur með félögum I Guarneri-kvartett- inum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Skref fyrirskref" eftir Gerdu Antti. Guðrún Þórarinsdóttir þýddi. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (14). 14.30 Upptaktur. — Guðmundur Benedikts- son. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slödegistónleikar. a. Sinfónla nr. 4 I d-moll op. 120 eftir Robert Schumann. Georg Solti stjórnar. b. Sónata I F-dúr op. 18 nr. 6 eftir Johann Christian Bach. Ilja Hurnik og Pavel Stepan leika fjórhent á planó. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linn- et. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál. 19.15 A dðfinni. Umsjónarmað- ur Marlanna Friðjónsdóttir. 19.25 Jobbi kemst I kllpu. Sænskur barnamyndaflokk- ur I fimm þáttum. Óli er sex ára drengur sem á heima I Stokkhólmi. Óli á mörg leik- föng en vænst þykir honum um tuskudýr sem hann kallar Jobba Jobbi er mesti hrak- fallabálkur svo að Óli verður hvað eftir annað að fá hjálp til aö bjarga honum úr kllpu. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. (Nordvision — Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Millu-Kobbi, steinsmiður I Skagafirði. Björn Dúason tekur saman og flytur fyrri hluta frásagnar sinnar. b. Af séra Birni Þorlákssyni og Páli Ólafssyni. Jóna I. Guðmundsdóttir les þátt I samantekt Jóhönnu Björns- dóttur. c. Alfasaga úr Rauðskinnu. Helgi Skúlason les og Sigrlö- ur Ella Magnúsdóttir syngur Vlsu álfkonunnar við lag Sigurðar Agústssonar frá Birtingarholti. d. Kórsöngur. Karlakór Reykjavlkur syngur undir FÖSTUDAGUR 8. nóvember Sænska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaður Páll Magnússon. 20.55 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónarmað- ur Sigurveig Jónsdóttir. 21J5 Skonrokk. Umsjónar- menn: Haraldur Þorsteins- son og Tómas Bjarnason. 22.05 Derrick. Fjórði þáttur. Þýskur sakamálamynda- flokkur. Aöalhlutverk: Horst stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Umsjón Helga Agústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins 22.15 Veöurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Kvöldtónleikar. a. „Vill- anelle" eftir Paul Dukas. Sören Hermansson leikur á horn og Horst Göbel á planó. b. Sónata I a-moll D.821, „Arpeggione" eftir Franz Schubert. James Galway leikur eigin raddsetningu á flautu og Philip Moll á planó. 22.55 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. (Frá Akur- eyri.) 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. 00.05 Jassþáttur. Tómas R. Einarsson. Ö Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Veturliöi Guðnason. 23.05 Jónas verður 25 ára áriö 2000. Frönsk-svissnesk bló- mynd frá 1976. Leikstjóri Alain Tanner. Aöalhlutverk: Jean-Luc Bideau, Myriam Boyer, Jacques Denis og Miou-Mlou. Myndin er um átta vinl, karla og konur og samskipti þeirra. Þetta unga fólk er flest enn rótlaust en leitar jafnframt einhvers sem gefi llfinu gildi. Þýðandi ðlöf Pétursdóttir. 00.55 Fréttir I dagskrárlok. 01.00 Dagskrárlok. Næturút- varp á rás 2 til kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 8. nóvember 10á»—12.-00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgelr Tómas- son og Páll Þorstelnsson. Hlé 14:00—16:00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16:00—18:00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Ólafsson Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20:00—21:00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21:00—22:00 Kringlan Tónlist úr öllum heimshorn- um Stjórnandi Kristján Sigur- jónsson. 22:00—23:00 Nýræktin Þáttur um nýja rokktónlist, Islenska og erlenda. Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helgason. 23:00—03:00 Næturvaktin Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson. Rásirnar samtengdar að lokinnidagskrá rásar 1. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.