Morgunblaðið - 08.11.1985, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
Ríkisstjórn
frjálshyggjunnar
— eftir Hjörleif
Guttormsson
Það var í maímánuði 1983 að
loknum kosningum sem Fram-
sóknarflokkurinn átti völ á því að
reyna myndun vinstristjórnar eða
taka saman við leiftursóknaröflin
í Sjálfstæðisflokknum. Formaður
Framsóknarflokksins valdi þá óhik-
að leiftursóknina sem hann snéri
baki við haustið 1979. En á þeim
tíma, sem síðan er liðinn, hafði
Sjálfstæðisflokkurinn sótt í sig
veðrið undir forystu Verslunar-
ráðs Íslands sem eiga orðið hjartað
á þeim bæ. f febrúar 1983 lagði
Verslunarráðið undir forustu Ragn-
ars Halldórssonar forstjóra ÍSALs
fram drög að efnahagsáætlun sem
gefin var út í maí 1983 undir heitinu
„Frá orðum til athafna — áætlun
um alhliða aðgerðir í efnahagsmál-
um“. í ávarpi, sem fylgdi þessu
plaggi Verslunarráðsins í maí 1983
sagði formaður þess m.a., með leyfi
forseta:
„Ráðið hefur lagt áherslu á mál-
efnalega vinnu sem nýst gæti við
stefnumótun og ákvarðanir í efna-
hags- og viðskiptamálum. Það er
því fagnaðarefni hversu góðar undir-
tektir þessi áætlun Verslunarráðsins
hefur hlotið áður en hún birtist í
endanlegri mynd. Þess gætti þegar
í kosningastefnuskrám stjórnmála-
(lokkanna og í umræðum um efna-
hagsmál eftir kosningar hafa æ fleiri
orðið til að taka í sama streng." (Let-
urbreyting HG.)
í þessari áætlun er krafist m.a.
frjáls markaöshagkerfis, að verð-
myndun verði gefin frjáls, að gildi
frjáls sparnaðar, eins og það er
kallað, í þágu arðbærs rekstrar og
fjárfestinga verði endurvakið með
frjálsri ákvörðun vaxta, að frí-
verslun verði óskoruð stefna okkar
í utanríkisviðskiptum, að mennta-,
heilbrigðis- og tryggingamál verði
fjármögnuð þannig að einkaaðilar
eigi þess kost að veita þjónustu á
þessum sviðum til jafns við opin-
bera aðila.
í kveri Verslunarráðsins „Frá
orðum til athafna" segir einnig:
„Skiptar skoðanir eru á því hvort
sé vænlegra til árangurs að ná
verðbólgunni niður stigaf stigi eða
á tiltölulega stuttum tíma sem
samræmdu átaki. Hér greinir þá
t.d. á, nóbelsverðlaunahafana í
hagfræði, Milton Friedman og
Friedrich Hayek, en Friedman vill
ná verðbólgunni niður jafnt og þétt
á lengri tíma en Hayek telur reynsl-
una sýna að markvissar aðgerðir,
sem er ætlað að skila árangri á
skömmum tíma, reynist betur.“
Þáttaskil í stjórnmálum
Það er undir hugmyndir Hayeks
sem Verslunarráðið tekur, leiftur-
sóknina í endurnýjaðri mynd frá
1979. Það er þessi hugmyndafræði
sem ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar lagði upp með í maí
1983 og til viðbótar komu lög-
bannsaðgerðirnar gagnvart öllum
kjarasamningum sem Framsókn-
arflokkurinn lagði I púkkið og
bann við öllum verðbótum á laun
um tveggja ára skeið. Með myndun
ríkisstjórnar Steingríms Hermanns-
sonar urðu vissulega þáttaskil í
stjórnmálum á íslandi, þar sem í
fyrsta sinn var skrifað upp á alræði
markaðsaflanna um leið og félaga-
frelsi í landinu var afnumið um skeið
gagnvart verkalýðshreyfingunni.
Það var nýtt að þetta kalda kerfi
gróðans næði yfirhöndinni í Sjálf-
stæðisflokknum og Framsóknar-
flokkurinn beygði sig fyrir því
auðmjúklega. Allt skyldi verða
frjálst og laga sig að lögmálum
markaðarins, verðlag, vextir og
vísitölur, nema vísitala launa. Laun-
in ein skyldu bundin, þ.e. tekjur
heimilanna hjá launafólki, og
gengi islensku krónunnar og þann-
ig tekjur útflutningsatvinnuveg-
anna með sjávarútveginn í farar-
broddi. Það var kauplækkun um
fjórðung hjá þorra launafólks sem
átti að leysa allan vandann, verð-
bólgu og viðskiptahalla, og hleypa
lífi í hagvöxt og nýsköpun í at-
vinnulífi. Til viðbótar voru svo
skattar lækkaðir til muna á fyrir-
tækjum og fluttir yfir á launa-
menn.
Láglaunastefna, skattar
og mismunun
Reynslan af þessu gangverki
frjálshyggjunnar liggur nú fyrir
þegar kjörtímabil ríkisstjórnar-
innar er vel hálfnað. Þrátt fyrir
gífurlegar fórnir launafólks er
verðbólga á bilinu 30—40% og
verðlagsþróun síðustu mánaða
hefur sprengt allar viðmiðanir
kjarasamninga. Hagvöxtur fer
minnkandi milli ára, viðskipta-
halli er verulegur og erlend skulda-
söfnun hefur farið vaxandi.
Mánaóarlaunin, sem fólki er
ætlað að lifa af skv. kjarasamning-
um, t.d. hjá verkamönnum skv.
algengustu töxtum verkamanna
hjá Dagsbrún, eru á bilinu frá
16.930—17.316 fyrsta starfsárið en
frá 18.990-20.881 eftir 15 ára starf
miðað við 17.—21. launaflokk. Hjá
opinberum starfsmönnum eru
byrjunarlaun skrifstofufólks um
22.300 og komast í tæp 27.800 eftir
9 ára starf. Byrjunarlaun grunn-
skólakennara eru nú eftir launa-
flokkstilfærslu 24.347 og ná að
hámarki rúmum 33 þús. kr. miðað
við hæsta starfsaldur. Þetta er
jafnframt fólkið er ber hæstu skatt-
hyrðarnar á sama tíma og skattrann-
sóknarstjóri upplýsir að í bókhaldsút-
tekt hjá yfir 400 fyrirtækjum reynast
65% vera með bókhald sitt í ólestri.
Launakjör kvenna eru hvar sem
Iitið er á á eftir launum karla og
er það tilfinnanlegast í fiskvinnslu
og í verksmiðjuiðnaði þar sem bón-
usstrit bætist við einhæf og oft
óþrifaleg störf. Fiskvinnslustöðvar
allt í kringum land eru víða aðeins
hálfmannaðar vegna lágra launa
og bágra vinnuaðstæðna. Þetta
leiðir af sér stórfellt tap í útflutn-
ingsverðmætum og fyrir einstök
fyrirtæki. Láglaunastefnan, sem
ríkisstjórnin og atvinnurekendavald-
ið að baki hennar hefur knúið fram
og rígheldur í, er eitt helsta efna-
hagsvandamálið á íslandi.
En það eru ekki allir felldir inn
Hjörleifur Guttormsson
„Reynslan af þessu
gangverki frjálshyggj-
unnar liggur nú fyrir
þegar kjörtímabil ríkis-
stjórnarinnar er vel
hálfnaö. Þrátt fyrir gífur-
legar fórnir launafólks
er verðbólga á bilinu
30—40 %og verðlags-
þróun síðustu mánaða
hefur sprengt allar við-
miöanir kjarasamninga.
Hagvöxtur fer minnk-
andi milli ára, viðskipta-
halli er verulegur og
erlend skuldasöfnun
hefur farið vaxandi.“
í þann ramma sem kunnugt er.
Býsna stór hópur í þjóðfélaginu
hefur ekki búið við þær takmark-
anir í kjaramálum sem hér hefur
verið lýst og lúxusinn hefur farið
vaxandi í mörgum ranni og tekur
á sig næsta ótrúlegar myndir.
Erlend stóriðja og
orkuveisla Sverris
Þingflokkur og miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins samþykktu í
Stykkishólmi á dögunum van-
traust á ráðherralið flokksins. Þó
hafa ráðherrarnir hver með sínum
hætti reynt að framfylgja kröfum
Verslunarráðsins og kenningum
Hayeks um leiftursókn. Þannig
hafa fyrrverandi fjármálaráð-
herra og iðnaðarráðherra, þeir
Albert og Sverrir, lagt metnað
sinn í að selja hlut ríkisins í fyrir-
tækjum og orðið þar nokkuð
ágengt.
Fyrrverandi iðnaðarráðherra,
Sverrir Hermannsson, hefur lagt
sig í framkróka um að framfylgja
orkusölustefnu Sjálfstæðisflokks-
ins, en með þeim árangri sem
alkunnugt er að jafngildir núlli.
Slík útsala á íslenskri orku var þó
ein fremsta krafa Verslunarráðs-
ins og framkvæmdastjóra fSALs.
Samt hefur ráðherrann heimilað
Landsvirkjun að halda óhikað
áfram virkjanaframkvæmdum,
bæði á Þjórsár/Tungnaársvæðinu
og síðar við Blöndu. Umframorku-
geta Landsvirkjunar nemur nú
framleiðslugetu heillar virkjunar
á stærð við Blöndu.
Hins vegar kom Sverrir sem
iðnaðarráðherra því áhugamáli
ríkisstjórnarinnar í verk að koma
á sem kallað var á máli Morgun-
blaðsins „eðlilegu stjórnmálasam-
bandi við Alusuisse" með því að
veita auðhringnum sakaruppgjöf
og semja um raforkuverð langt
undir kostnaðarverði og á forsend-
um sem augljóslega eru brostnar
nú aðeins tíu mánuðum eftir
samningagerðina. Nýr iðnaðarráð-
herra, Albert Guðmundsson, tekur
einnig við ófrágengnum skatta-
samningi vegna álversins sem
Alþingi á eftir að taka afstöðu til
gagnvart Alusuisse.
Almenningur í landinu, heimili
og atvinnurekstur, axlar áfram
byrðarnar af álsamningnum með
hærra raforkuverði en þekkist
annars staðar á Norðurlöndum.
Svo er reynt að bera í bætifláka
með því að raunverð á raforku
hafi farið lækkandi og sé nú aðeins
rúmlega 68% af því sem það var
í ágústbyrjun 1983. Það er viðmið-
unin eftir að Sverrir Hermannsson
hafði heimilað hækkun raforku-
verðs hjá Landsvirkjun um 56% á
tveimur mánuðum eftir stjórnar-
skiptin, en sú hækkun er ekki tekin
með í þennan samanburð!
Framsóknarflokkurinn
og byggðaþróunin
En það eru fleiri en ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins sem eiga skil-
ið vantraust. Það eru ráðherrar
Framsóknarflokksins, sem undir
forsæti Steingríms Hermannsson-
ar ráða mestu um það, hvaða þróun
hefur átt sér stað I byggðum lands-
ins þar sem íslandsmet var sett í
Viljum sjálf fá að sjá
um viðhald húsa okkar
— eftir Eyju Pálínu
Þorleifsdóttur
Þegar bygging verkamannabú-
staðanna vestur í bæ hófst hér á
árunum fyrir seinni heimsstyrjöld,
var það stórátak í húsnæðismálum
þeirra er minna máttu sín hvað
efnahag varðaði, mjög lofsverð
framkvæmd. — Því miður rættist
aldrei draumurinn um eigið hús-
næði hjá meginþorra verkamanna
þeirra tíma, atvinnuleysisfjandinn
slökkti vonarneista svo margra. —
En eigi að síður, margur eignaðist
þak yfir höfuðið. — Þessu sjálf-
sagða mannúðarmáli hefur verið
haldið áfram fram á daginn í dag.
Næsti áfangi þessara fram-
kvæmda var byggð verkamanna-
bústaða austan Rauðarárstígs og
norðan við Háteigsveg. Þessi hús
eru þokkalega byggð, en ekkert
umfram það, enda verði þeirra
mjög í hóf stillt og greiðsluskil-
málar hagstæðir. Viðhaid húsanna
var í góðu lagi og greiddu íbúarnir
sanngjarnt gjald fyrir þá þjónustu.
— En nú hin síðari ár hefur sífellt
sigið á ógæfuhliðina bæði hvað
snertir ytra viðhald húsanna og
kröfur um greiðslu húsgjalda. —
Með öðrum orðum: Hækkun á
greiðslum í svokallaðan viðhalds-
sjóð (utanhúss) er svo úr hófi fram
að engu tali tekur. — Því megum
við ekki sem frjálsir þegnar sjálfir
bera ábyrgð á viðhaldi húsa okkar,
eða erum við í raun og veru húseig-
endur?
Hér er sýnt dæmi: Hús í 1.
byggingarfl. B.V.R. 4 íbúðir, 2
tveggja herb. og 2 þriggja herb.
AUt viðhald innanhúss er í umsjá
„eigenda" svo og lóð og skrúðgarð-
ar. Hita og rafmagn borga íbúar
sjálfir.
En hvað er svo þessu fólki, sem
eru meirihlutinn ellilífeyrisþegar,
gert að greiða í þennan títtnefnda
sjóð. Fyrir 2 herb. íbúð kr. 1.695,-
á mán. Fyrir 3 herb. íbúð kr. 2.000,-
á mán. Samt fær fólkið ekki að
ráðstafa þessu fé á neinn hátt, þó
að húsin liggi undir skemmdum.
Þó svo að íbúar taki sig til að
framkvæma viðgerðir — neiti á
sama tíma að borga I sjóðinn, þá
er því hótað uppboði á eignum
sínum.
Eins og ég gat um í upphafi,
„En nú hin síðari ár
hefur sífellt sigið á
ógæfuhliðina bæði hvað
snertir ytra viðhald hús-
anna og kröfur um
greiðslu húsgjalda.“
voru þessi hús byggð af skiljanleg-
um ástæðum með eins litlum til-
kostnaði og unnt var, en engan
veginn óvönduð, en einn mikilvæg-
ur galli er á þessum húsum (hér
eru til umræðu byggingar í 1.
byggingarflokki B.V.R.), einangr-
un þessara húsa er í rýrara lagi,
einkum vantar eingangrun milli
þaks og efri hæðar. Hitakostnaður
er þess vegna meiri en eðlilegt má
teljast í svo litlum íbúðum, 3 herb.
62ferm.
En er ekki neitt lofsvert sem
hægt er að segja um þessa verka-
mannabústaði? Vissulega, hag-
stæð staðsetning I borginni, húsin
eru byggð löngu áður en tímabil
saltsteypu hefst, til allrar ham-
ingju, og húsin eru múrhúðuð að
utan með skeljasandi, svo máln-
ingarplágunni er af oss létt. —
Ekki verður með sanngirni sagt,
að íbúar þessara húsa hafi i áranna
rás verið óvenju nöldurgjarnt fólk,
enda sá hópur okkar samfélags,
sem ekki gerir kröfur til lúxus og
bílífis, sem er svo einkennandi
fyrir okkar þjóðlíf í dag.
Þá vil ég greina frá í sem stystu
máli, hvernig viðgerðarþjónustu
Viðhaldssjóðsins er háttað: t hús-
inu sem ég bý í hefur enginn máln-
ingarkústur komist í snertingu við
þakið í um það bil 8 ár. Gluggar
eru málaðir á fjögurra ára fresti.
Eins og áður segir, vegna skelja-
sandshúðunar húsanna, engin
utanhússmálun. Sprunguviðgerðir
á steypu? Litlar eða alls engar,
gamla góða steypan.
Það má vera hverjum manni
ljóst, að fé það er rennur til þessa
margnefnda viðhaldssjóðs ætti,
samkvæmt einföldu reiknidæmi I
barnaskóla, að duga til sómasam-
legs viðhalds húsanna, en virðist
ekki gera það. Þ.e.a.s. fé það, er
við reiðum af hendi, tryggir okkur
ekki þá viðgerðarþjónustu, sem
upphæð sjóðsgjalda gefur tilefni
til. Tökum hér I lokin aftur dæmi:
Eins og áður segir, eitt hús í 1.
bygg.fl. B.V.R. 4 smáíb. Árs-
greiðsla nemur kr. 88.680,-. Myndi
ekki þessi upphæð duga til þokka-
legs viðhalds á einu ári?
Við viljum losna úr þessum viðj-
um. Félag það er stóð fyrir bygg-
ingu þessara húsa er nú niðurlagt,
eða annað hefur tekið við þessari
starfsemi. Leifarnar af þessu fé-
lagi er skrifstofa sú sem innheimt-
ir sjóðsgjöldin og hefur í hendi sér
stjórn viðgerðar húsanna.
Ung hjón, nágrannar mínir,
hafa af mikilli ósérplægni unnið
að því að fá okkur losuð úr þessu
helsi. Þau hafa leitað á náðir
Alþingis, gengið á milli ráðuneyta,
rætt við ráðherra. Eitthvað hefur
losnað um böndin. En við bíðum
eftir því að þær frómu óskir okkar
að fá að sýsla við hús okkar sjálf,
að við getum þótt seint verði, eign-
ast í brjóstum okkar þá tilfinn-
ingu, sem er svo rík I okkar íslend-
ings eðli, að þessi lágreistu og lát-
lausu hús séu okkar eign en ekki
einhvers sjóðs. Ekki til þess að
selja eða braska með, eins og einn
talsmanna hins afdankaða félags
lét hafa eftir sér í dagbl. Tíminn
fyrir rúmu ári. Nei, ef við værum
rík, myndum við eflaust kaupa
okkur fínni íbúðir, en við erum sátt
við það eitt að hafa húsaskjól, því
verum þess minnug, að margur
hefur í ekkert skjól að venda. En
við erum ekki sátt við þá fjötra
sem á okkur eru lagðir.
Höíundur er húsmóðir f Reykjavfk.