Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
19
Mikhail Tal vann þá Korchnoi og
Ribli í glæsilegum skákum sem hér
birtast
Spassky má vel við una eftir
slæman kafla um miðbik mótsins
og hann tefldi líflegar en á undan-
förnum árum. Beljavsky var of
friðsamur, að komast ekki áfram
hlýtur að hafa verið stórt áfall
fyrir fyrstaborðsmann Sovét-
manna á síðasta Ólympíumóti.
Um einstök úrslit vísast til
meðfylgjandi töflu.
Mikhail Tal tefldi allra manna
skemmtilegast á áskorendamót-
inu. Hann vann sigra sína í glæsi-
legum sóknarskákum, hér á eftir
fylgja tvö dæmi:
Hvítt: Ribli (Ungverjalandi)
Svart: Tal (Sovétríkjunum)
Réti-byrjun
Andrei Sokolov þykir stálheppinn,
en heppnin fylgir þeim betri.
1. Rf3 — d5, 2. g3 - Bg4, 3. Bg2 —
c6, 4. b3 — Rd7, 5. Bb2 — Rgf6,
6. (H) — e6, 7. d3 — Bc5, 8. Rbd2
— (M),9.e4
Með tilliti til þess hvernig svart-
ur hefur staðsett biskupa sína var
varlegra að leika hér 9. c4.
— dxe4, 10. dxe4 — e5, 11. h3 —
Bxf3, 12. Dxf3 — De7, 13. Hadl —
b5, 14. h4 — a5, 15. c3 — Rb6, 16.
Hfel?!
Ribli gjörþekkir slík afbrigði
Réti-byrjunar og það kemur því á
óvart hvernig hann vanmetur mót-
spil svarts. Hér var 16. Bh3 betri
leikur, því í nú nær svartur að
hagnýta sér g4-reitinn.
— De6I, 17. Df5 - Rg4!, 18. He2 —
Had8,19. Bf3?
Jusupov varð að athlægi hér í Reykja-
vík fyrir Ijótan afleik, en sá hlær
bezt sem síðast hlær...
19. — Hd3!, 20. Kg2
20. Bxg4? gekk auðvitað ekki
vegna 20. — Hxg3+, og 20. Hfl er
stig- y 2 3 V 5 6 7 8 9 10 11 11 13 1H 15 16 VINN. RÖÐ
4 VAOfíNJAH(Swiif.) 2t25 /V/A Y//( 1 h /z 0 0 /z /z /z 4 1 /z L 4 4 4 9 1-3
2 JUSUPOV(Sorltr) 2 L00 0 7zy. m i % /z 4 (z /z /z /z /z /z /z 4 4 4 9 1-3
3 SOKOLOV(Sovíir') 2555 4 O m 4 /z O /z 1 /z /z i /z 1 4 /z 1 9 1-3
H TAL (SoYÍÍr'ik\onJrtV) 7S<oS •/t /t % ffl/ Ym /z /i /z /z 1 0 /z /z 4 L /z /z r/z Í-5
5 TIMMfíN (HolloU,) 2470 1 4 /z % m 4 /z /z 4 Q 1 4 /z /z a 8/z H-S
<o SPfiSSWCFrakkl) 2 570 4 Q L /z O m. /z /l /z 4 /z /z 4 4 4 Q 3 t-7
7 ttELJfiVSUy (Soriir) UH0 1z 4 /i 4 íz /z 0 /z /z /l 4 4 4 4 4 3 í-7
S SM ySLOV (Sovktr) 2595 /z 4 0 4 /z 4 M, 4 /z /z /z 4 4 a 4 74 i-°!
fí CHERNlN (Sovthr.) 15(0 4 /z /z O /z 4 /z /z M /z /z /l 4 4 4 1 74 W
10 SE IRfíUUflN(Ba*Var) 2570 '!z /z /l 4 O O /z /z i 1 /z 4 a 4 /z /z 7 10-/1
11 PORHSCH (Unqverpl) 2425 O 4 q h L /z /z /z /z 4 y/A Q 4 O 4 4 7 10-/1
11 SH0RT (Enqlaodi) 2575 4 4 /z /z Q /z 0 /z /z 0 4 1 4 4 4 4 7 /ú-/Z
15 KORCFINOI (Svísí) 2430 0 4 0 O /z /z 4 4 4 \ Q 4 y/A ///> 4 4 4 64 13-11
(V RIRLI (Urvjverja.1.) 1 (05 4 0 o Q i 'L 4 4 /z /z 1 Q\ 4 i 1 /z C/z IS-/1
15 NOGUEIRfiS(Kviu) 1SSS O O % /z 4 Q /z 1 4 /z 4 4 O O //// WY< 1 b 15
16 S PRfiGGETT(Ko.r*JÍ) 255(2 O U 0 /z [ L L Q 0 0 /z 0 4 4 4 O m 5 /6
svarað með 20. — Dxf5, 21. exf5 —
e4! og hvítur er í stökustu vand-
ræðum.
— Rxf2!, 21. Hxf2 — Bxf2, 22. Kxf2
— Dd6!
Vinnur leik í sóknina með þvi
að hagnýta sér leppun riddarans á
d2.
23. Bcl — g6, 24. Dg5 — f6, 25.
Dh6 — f5!
Nú kemst Hf8 í sóknina og það
hlýtur að ráða úrslitum.
26. Kg2 — Hxf3!, 27. Rxf3 — Dxdl,
28. Rg5 og hvítur gaf um leið, því
svartur á 28. — Dh5 í fórum sínum.
Undanfarin 30 ár hefur fléttu-
stíll Tals varla markað gegn
þumbaralegri vörn Korchnois, en
í Montpellier minnkaði Tal mun-
inn með eftirminnilegum sigri:
Hvítt: Mikhail Tal
Svart: Viktor Korchnoi
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
Rc6, 6. Bg5 — e6, 7. Dd2 — Be7,
8.0-0-0 — 0-0,9. Rb3 — a5
Eftir síðasta heimsmeistaraein-
vígi komst í tízku að tefla Rauze-
afbrigðið svona, en í einvígi sínu
við Húbner í sumar lék Kasparov
9. — Db6 í stöðunni. Hann hefur
sem sagt fundið einhvern galla á
afbrigðinu.
10. a4 — d5,11. Bb5!
Þessi peðsfórn er hugmynd
meistarans Vitolins, sem er frá
Lettlandi eins og Tal. Eftir 11.
exd5 — Rxd5 jafnar svartur taflið
auðveldlega.
— dxe4
Korchnoi reynir að endurbæta
taflmennsku svarts í skákinni
Tal-Sisniega, Taxco í sumar: 11. —
Rxe4, 12. Rxe4 — dxe4, 13. Dxd8
— Hxd8, 14. Hxd8+ — Bxd8, 15.
Rc5 — f5,16. Hd6 með betri stöðu
á hvítt.
12. Dxd8 — Bxd8,13.Hhel!?
í skýringum við fyrrnefnda skák
hefur Tal gefið upp 13. Bxf6 —
Bxf6, 14. Rxe4 með heldur betri
Vaganjan tekur andstæðingana á
taugum með því að sitja aldrei við
borðið.
stöðu á hvítt. Korchnoi hefur lík-
lega haft eitthvað að athuga við
það mat, en fær ekki tækifæri til
þess að sýna endurbótina.
— Ra7?!
Tæplega bezt. Til greina kom 13.
— Rd5!?
14. Bc4 — h6, 15. Bxf6 — gxf6, 16.
Rxe4 — f5, 17. Rd6 — Bc7, 18. g3
— b6?
Betra var 18. — Rc6 þó hvítur
hafi mjög góð færi fyrir peðið. Nú
fórnar Tal manni fyrir peð, sem
er ótrúlegur möguleiki í stöðu þar
sem skipt hefur verið upp á drottn-
ingum og hann er að auki peði
undir.
19. Rxf5!! — exf5,20. Bd5 — Be6
Hugmyndin á bak við fórnina
sést eftir 20. — Hb8, 21. He7 og
hvítur vinnur manninn til baka.
21. Bxa8 — Hxa8,22. Rd4 — Bd5
Mistök, en eftir 22. — He8, 23.
Rxe6 — fxe6, 24. Hd7 — Bb8, 25.
Hb7! verður svarta taflinu áreið-
anlega ekki bjargað.
23. He7 — Hc8, 24. Rb5! og Kor-
chnoi gafst upp, því eftir 24. —
Rxb5 25. Hxd5 - Rd6, 26. Hxc7
verður hann a.m.k. tveimur peðum
undir í hróksendatafli.
Sfldaryertfðin:
Söltun að ljúka
Rúmlega helmingur leyfilegs afla veiddur
VERULEGUR gangur hefur verið undanfarna viku í sfldveiðum og söltun.
Til þessa hefur verið saltað ( um 227.000 tunnur og er þá aðeins eftir að
salta í um 18 þúsund tunnur upp í gerða samninga. Alls eru liðlega 30.000
lestir komnar á land og af því veiddist nær helmingurinn í síðustu viku.
Mestu hefur verið landað á
Eskifirði og í Grindavík, um 4.300
tonnum á hvorum stað. í síðustu
viku var landað í Grindavík rúm-
um 3.400 tonnum og einnig hefur
mikil löndum verið í Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn að undan-
förnu.
Hæsti söltunarstaðurinn er
Eskifjörður með 35.300 tunnur. Þá
kemur Fáskrúðsfjörður með 20.100
tunnur, Grindavík með 18.800
tunnur og Hornafjörður með um
18.500 tunnur. Á Áustfjörðum er
söltun nærri lokið. en eitthvað
mun verða fryst. I fyrrinótt og
gærmorgun var góð veiði í Mjóa-
firði og á Norðfjarðarflóa hjá þeim
bátum, sem þar voru við veiðar.
Síldin er farin að þétta sig meira
en áður og er algengt að bátar fái
mjög stór köst.
Heildaraflinn í lok síðustu viku
var 28.808 lestir á 25 stöðum. Afl-
inn síðustu viku var 14.633 lestir.
Hér fer á eftir yfirlit yfir aflann
í öllum helztu verstöðvum, fyrst
heildarafli og innan sviga aflinn í
siðustu viku. Aflinn er talinn í
lestum: Vopnafjörður 1.093 (311),
Borgarfjörður 55 (0), Seyðisfjörður
2.074 (670), Norðfjörður 1.811
(807), Eskifjörður 4.043 (1.785),
Reyðarfjörður 2.441 (1.257), Fá-
skrúðsfjörður 2.244 (499), Stöðvar-
fjörður 1.022 (410), Breiðdalsvík
1.168 (638), Djúpivogur 2.423
(1.232), Hornafjörður 2.001 (1.412),
Vestmannaeyjar 999 (999), Þor-
lákshöfn 1.621 (1.343), Grindavík
3.703 (2.812), Sandgerði 340 (0),
Keflavík 663 (0), Hafnarfjörður
157 (0), Akranes 608 (300) og aðrar
hafnir342(157).
Askriftarsímirm er 83033
Landsmálafélagið Vörður
Ráðstefna um utanríkis- og varnamál laugardaginn 9.
nóvember nk. í Sjálfstæöishúsinu Valhöll. Ráðstefnan
hefst kl. 13.00.
Dagskrá:
Setningarávarp: Dr. Jónas Bjarnason
formaöur Varöar.
Stefnumótun í utanríkismálum:
Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra.
Hlutverk varnamálaskrifstofu: Sverrir
Haukur Gunnlaugsson skrifstofustjóri.
Þjóðfélagsgerð — varnarsamstarf:
Stefán Friöbjarnarson blaðamaður.
Orsakir ófriöar: Arnór Hannibalsson
lektor.
„Friðarmálin": Guömundur Magnús- •
son blaöamaður.
Gildi upplýsingastreymis fyrir almenna
skoöanamyndun í öryggis- og varnar-
málum: Björg Einarsdóttirrithöfundur.
Virkar varnir: Siguröur M. Magnússon
kjarneölisfræöingur.
Öryggismál: Gunnar Gunnarsson
starfsmaöur öryggismálanefndar.
Aö loknum framsöguerindum veröa
almennar umræður og fyrirspurnir.
Ráöstefnunni lýkur um kl. 17.30. Kaffi-
veitingar.
Áhugafólk um utanríkis- og varnarmál
er hvatt til aö fjölmenna.