Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985
21
AP/Símamynd
Er sjálfsmorð tengt
Yurchenko-málinu?
Toronto oc Moskvu, 7. nóvember. AP.
KANADISK sjónvarpsstöð heldur því fram að tengsl séu á milli sjálfs-
morðs sovéskrar konu í Kanada og flótta KGB njósnarans Vitaly
Yurchenko. Stjórnvöld í Kanada neita að um nokkur tengsl sé að
ræða þarna á milli.
Konan, Svetlana Dedkova, lést
á fimmtudaginn í síðustu viku
eftir að hafa fallið til jarðar úr
háhýsi. Hún var eiginkona sov-
ésks viðskiptafulltrúa, en sögu-
sagnir hafa verið uppi um það
að Yurchenko hafi verið í tygjum
við eiginkonu sovésks sendifull-
trúa. Konan hafði þjáðst af
þunglyndi og í bréfi sem hún
skildi eftir sig er ekkert minnst
á Yurchenko.
Yurchenko heldur því fram að
CIA, bandaríska leyniþjónustan
hafi rænt sér, en hann hafi ekki
flúið yfir, eins og CIA heldur
fram.
Markar upphaf geim-
aldar í Þýskalandi
— sagði Weizsácker um för bandarfsku
geimferjunnar fyrir Vestur-Þjóðverja
Bonn, 7. nóvember. AP.
RICHARD von Weizsacker forseti
bar lof á þýsku geimfarana tvo fyrir
fyrir að hafa leyst vel af hendi „erfið
verefni úti í geimnum". Hann óskaði
þjóðverjunum Ernst Messerscmid
og Reinhard Furrer góðs gengis eftir
að þeir, ásamt sex öðrum geimförum,
komu úr vikuiangri geimferð með
geimferjunni Challenger á miðviku-
dagskvöld.
„Þessi geimferð markar upphaf
geimaldar í Þýskalandi og við
höfum sýnt hæfni Vestur—Þýska-
lands í hagnýtingu hinnar nýju
tækni," sagði hann. Þessi ferð
bandarísku geimferjunnar, sem
kostuð var af Vestur—Þjóðverjum
að mestu leyti, er hin fyrsta þar
sem tilraunir um borð voru ekki
undir bandarískri stjórn. Bilanir í
tækjum töfðu eða komu í veg fyrir
margar tilraunir í förinni og yfir-
menn í stjórnstöð Vestur—þýska-
ERLENT
lands hafa viðurkennt að áætlunin
þessi hafi verið of metnaðarfull.
Vestur—Þýskaland greiddi banda-
rísku geimferðastofnuninni
(NASA) 64 milljónir dollara fyrir
að flytja þýska tilraunabúnaðinn
út í geiminn.
GENGI
GJALDMIÐLA
London, 7. nóvember. AP.
Bandaríkjadollar lækkaði að-
eins gagnvart flestum helstu
gjaldmiðlum fram eftir degi en
hækkaði aftur er fréttir bárust
af áætlunum Japana um að halda
jeninu fostu á núverandi gengi.
Snemma á fimmtudag féll dollar-
inn niður í 202.55 jen, sem er
lægsta verð í fimm ár, en hækk-
aði í 205.20 jen í London eftir
að fréttin barst út. Gullverð
lækkaði nokkuð.
Síðdegis kostaði sterlings-
pundið 1.4248 dollara (1.4362)
er gjaldeyrirsmarkaðir lokuðu
en annars var gegni dollarans
þannig að fyrir hann fengust:
2.6035 vestur—þýsk mörk (2.6030)
2.1375 svissneskir frankar (2.1425)
7.9175 franskir frankar (7.9275)
2.9300 hollensk gyllini (2.9345)
1.752.00 ítalskar lírur (1.757.50)
1.37455 kanadíska dollara (1.37750)
Karpov átti aldrei
möguleika á að jafna
Skák
Margeir Pétursson
Þrátt fyrir að fregnir hafi borist
frá Moskvu í fyrradag, þess efnis
að 23. einvígisskákinni yrði frestað
vegna þjóðhátíðardags Sovétríkj-
anna, var skákin tefld í gær og
lauk með jafntefli eftir 41 ieik. Sem
kunnugt er gaf Kasparov 22. skák-
ina í fyrradag, eftir að hún hafði
farið í bið. Frestun hefði því vafa-
laust komið honum vel, en bæði
hann og Karpov hafa nýtt sér allar
þrjár frestanir sínar, þannig að
komi ekkert óvænt uppá, verður
síðasta skákin tefld á laugardag-
inn. Staðan í einvíginu eftir jafn-
teflið í gær er 12-11 Kasparov f
vil. Eins og allir ættu að vera farnir
að vita, nægir áskorandanum jafn-
tefli í síðustu skákinni til að hreppa
heimsmeistaratitilinn. Heims-
meistarinn hefur hvítt í 24. skák-
inni. Ef Karpov sigrar, heldur hann
titlinum á jöfnu.
Sá möguleiki var hreinlega
aldrei fyrir hendi í 23. skákinni
að Karpov tækist að jafna metin,
því hann var í vörn allan tímann.
Byrjunarval Kasparovs var
skynsamlegt, hann tefldi af var-
kárni, en náði samt að tryggja
sér heldur hagstæðari vígstöðu.
Karpov þráaðist skiljanlega við
að skipta upp liði, en lenti við
það í heldur leiðinlegri aðstöðu,
þar sem hann gat ekkert gert
annað en að valda veikleika sína.
Það tókst honum, og eftir 41. leik
Kasparovs, bauð hann jafntefli,
sem Kasparov þáði. Uppgjörið
mikla bíður því til laugardags,
þá verður allt lagt undir.
23. einvígisskákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Drottningarbragð
1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
Be7,4. Rf3
í 20.-22. skákinni var hér leikið
4. cxd5 — exd5,5. Bf4.
4. — Rf6, 5. Bg5 — h6, 6. Bxf6 —
Bxf6,7. e3 — 0-0,
Þessi staða hefur margsinnis
komið upp í einvígjum Karpovs
og Kasparovs. Venjulega hefur
verið leikið 8. Dc2 eða 8. Dd2, en
Kasparov velur mjög rólegt
framhald
8. Hcl - c6, 9. Bd3 — Rd7, 10.
0-0 — dxc4, 11. Bxc4 — e5, 12.
h3 — exd4, 13. exd4 — Rb6, 14.
Bb3 — He8,15. Hel
Að öðrum kosti leikur svartur
15. — Be6 og stendur sízt lakar.
15. — Bf5, 16. Hxe8+ — Dxe8,
17. Dd2 — Dd7,18. Hel - Hd8
Eftir 18. — He8 hefði svartur
áreiðanlega náð að jafna taflið,
en Karpov vill halda sem mestu
liði á borðinu vegna stöðunnar í
einvíginu.
19. — Rd5
Eftir þetta nær Kasparov að
þvinga fram stöðu sem hann
getur aldrei tapað, en heldur
vissum stöðuyfirburðum. Það er
þó alls ekki auðvelt að benda á
betri úrræði fyrir svart, því hvít-
ur ætlaði að bæta stöðu sína með
20. Re5 — Bxe5,21. Hxe5.
20. Rxd5 — cxd5, 21. Re5 Bxe5,
22. Hxe5 - Be6, 23. De3 - Kf8,
24. Dd3 — f6.
Veikir kóngsstöðuna, en
Karpov gat ekki beðið aðgerðar-
laus eftir framrás hvíta f-peðs-
ins, auk þess sem hann varð að
svara hótuninni 25. Dh7.
25. Hel — Bf7, 26. Dc3 — Dd6,
27. Hcl — Be8, 28. Bdl — a6, 29.
Bf3 — g6, 30. h4 — h5, 31. g3 —
Bf7, 32. a4 — Hd7, 33. a5 — Kg7,
34. Db3
Hvítur á betri biskup og opnar
línur, en svartur hefur ekki
nægilega marga veikleika til að
Kasparov komist eitthvað áfram.
34. — De6, 35. Db4 — De8, 36.
Kg2 — Dd8, 37. Hc5 — De7, 38.
Dc3
38. — g5!
Karpov skapar sér mótspil á
kóngsvæng, á meðan þungu
menn hvíts eru hinum megin á
borðinu.
39. De3
Stórmeistarar í Moskvu gagn-
rýndu þennan leik harðlega. Til
greina kom 39. hxg5 — fxg5, 40.
Kgl.
39. — g4!, 40. Bdl — De4+, 41.
Kgl og í þessari stöðu var samið
jafntefli.
(h) husqvarna
HAUSTTILBOÐ!
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 Simi 9135200
SAUMIÐ FÖTIN SJÁLF. . .
Það þarf ekki að sauma margar buxur
og blússur til að borga upp
Classica 100— hægri hönd heimilisins.