Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 25

Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 25
MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 25 íð elliglöp í íslandi? Tíöni elliglapa Algengi er hugtak sem oftast er notað til að tákna tíðni sjúkdóma. Algengi sjúkdóms er fjöldi þeirra einstaklinga sem hafa sjúkdóminn á tilteknum tíma í ákveðnum hópi og er venjulegagefin í prósentum. Vegna þess að elliglöp eru hæg- fara sjúkdómur hefur þeim verið skipt í tvo flokka, væg og erfið. Er hér eingöngu farið eftir því hve hæfir sjúklingarnir eru að sjá um sig sjálfir. Þeir sem væg elligiöp hafa þurfa minni háttar aðstoð við ýmsar lagengar athafnir, svo sem aðstoð við fjármál og innkaup vegna minnisleysis. Við erfið elli- glöp þarf sjúklingurinn aðstoð við flestar eða allar athafnir og enn- fremur gæslu að meira eða minna leiti allan sólarhringinn. Fjöldi þeirra sem hafa elliglöp eykst mikið með aldrinum eins og sjá má á mynd 1. U.þ.b. 10% af öllum á 75 ára aldri hafa elliglöp væg eða erfið. Við 87 ára aldur eru hins vegar 14.4% með væg elliglöp, eða um helmingi fleiri en við 75 ára aldurinn. Öðru máli gegnir um erfið elliglöp. Við 75 ára aldur hafa um 3.0% erfið elliglöp en 14.4% við 87 ára aldur. Erfið elli- glöp eru því nær fimmfalt algeng- ari við 87 ára aldur en hjá 75 ára gömlu fólki. Tíðni erfiðra elliglapa eykst því mun hraðar með aldrin- um en tíðni vægari tilfellanna. Ennfremur er athyglisvert að sjá að fjölgunin er meiri á bilinu 81 til 87 ára en á 75 til 81 árs bilinu. samkvæmt mannfjöldaspám mun öldruðum fjölga mikið næstu ára- tugina. Á næstu 15 árum, þ.e.a.s. fram til næstu aldamóta mun fólki 65 ára og eldra fjölga um 7000. Fólki yfir 80 ára aldur mun fjölga um 2000 á sama tíma. Það er því ljóst að núverandi þjónusta fyrir fólk með elliglöp verður að aukast talsvert á næstu árum þó ekki eigi að gera meira en að viðhalda því ástandi sem nú er. Flestir telja þó að gera verði betur en það. Langir biðlistar eftir langleguplássum benda til þess að skortur sé á slíkri aðstöðu eða a.m.k. séu þau pláss sem til eru ekki nýtt fyrir slíka sjúklinga. Breyttir þjóðfélagshættir síð- ustu áratuga hafa valdið því að æ erfiðara verður að annast sjúkl- inga með erfið elliglöp í heimahús- um. Þessir sjúklingar þurfa oft gæslu allan sólarhringinn, en fá- títt er að hægt sé að stunda slíka gæslu á nútímaheimilum, því að algengt er að allt vinnufært heim- ilisfólk sé útivinnandi. Erlendis hafa fjölskyldur sem annast um sjúka aldraða ættingja sína verið rannsakaðar og í ljós hefur komið aukinn kvíði og áhypgjur, tekju- missir og aukin félagsleg einangr- un hjá stórum hluta þessara fjöl- skyldna. Af þessum sökum er sí- aukin krafa gerð um að vista fólk með elliglöp á stofnunum að minnsta kosti þegar sjúkdómurinn er langt genginn. Hvar dveljast sjúklingar með elliglöp nú? i áðurnefndri rannsókn á geð- sjúkdómum aldraðra á íslandi var athugað hve stór hluti sjúklinga með elliglöp var vistaður á stofnun til langdvalar (tafla 1 og 2). Hlut- fallslegur fjöldi langdvalarsjúkl- inga fer vaxandi með aldrinum. Við 75 ára aldur eru um 14% fólks með væg elliglöp á stofnunum en 44% við 87 ára aldur. Við erfið elliglöp er þetta hlutfall að sjálf- sögðu mun hærra. Rúmlega 40% sjúklinga með erfið elliglöp við 75 ára aldur eru á stofnun til langs tíma, en nær 70% við 87 ára aldur. Það er athyglisvert að um 30% háaldraðs fólks með erfið elliglöp býr hjá ættingjum sínum eða maka þegar haft er í huga að hér er um að ræða ósjálfbjarga ein- staklinga, sem þurfa gæslu meira eða minna allan sólarhringinn. Einnig er vert að gefa gaum að fjölda þeirra sem búa einir. 20% fólks með væg og rúm 9.5% með erfið elliglöp býr eitt við 81 árs aldur. Þetta er hátt hlutfall þar sem augljóst er að erfitt er að annast slíka sjúklinga í heimahús- um enda hafa erlendar rannsóknir staðfest það. Við 87 ára aldur er þetta hlutfall lægra, rúm 10% við væg elliglöp en einungis 4% við erfið elliglöp. Á hvaða stofnunum eru þá sjúkl- ingar með elliglöp vistaðir? Á töflu 3 sést að elliheimilin eru algeng- asti vistunarstaður aldraðra með elliglöp, 60% fólks með væg elli- glöp og 45% með erfið elliglöp dvelja þar. Svipað hlutfall gildir á aldrinum 81 til 87 ára en þær niðurstöður eru ekki sýndar hér. Þetta er athyglisvert einkum þeg- ar haft er i huga að í mörgum tilfellum eru elliheimilin ekki vel í stakk búin til slíkrar umönnunar og kemur þar bæði til óhentugt húsnæði og starfsfólksskortur. Tiltölulega fáir dvelja á hjúkr- unardeildum til lengri tíma, 20% með væg og rúm 30% með erfið elliglöp á aldrinum 75 til 81 árs og er hlutfallið svipað á aldrinum 81 til 87 ára. Á almennum sjúkrahúsum dvelja 10-20% þeirra sjúklinga með elliglöp sem á stofnunum eru til langdvalar. Almenn sjúkrahús eru frekar illa fallin til að annast langdvalarsjúklinga auk þess sem það er fjárhagslega óhagkvæmt. Starfsemi almennra sjúkrahúsa er fyrst og fremst skipulögð með þarfir sjúklinga með bráða sjúk- dóma í huga. Á vegum Landlækn- is- og Borgarlæknisembættisins (Ársæll Jónsson o.fl.) var gerð athugun á langlegusjúklingum sem voru á almennum sjúkrahús- um þ. 31. marz 1981. I ljós kom að 41% þeirra voru með erfið elli- glöp og 12% með væg. Því virðist sem að stórum hluta til séu lang- dvalarsjúklingar á almennum sjúkrahúsum með elliglöp. Lokaorö Hér hafa verið til umræðu ellj.- glöp aldraðra Íslendinga. Sýnt hefur verið fram á hvernig tíðni þessa sjúkdóms, einkum erfiðari tilfellanna fer hratt vaxandi með aldrinum. 30-40% þessara sjúkl- inga búa í heimahúsum, þótt þeir séu að mestu eða öllu leyti ósjálf- bjarga og þurfi mikla gæslu. Af þeim stofnunum sem vista fólk með elliglöp taka elliheimilin við stærstum hluta sjúklinganna, en á almennum sjúkrahúsum virðast einnig allmargir sjúklingar til# langdvalar. Fólksfjöldaspár benda ' til þess að auka verði þjónustu verulega ef halda á í horfinu, en sórátak þarf að gera ef bæta á þjónustu og umönnun sjúklinga með elliglöp svo einhverju nemi. í fjölmiðlum hefur nýlega verið tal- að um að 900 einstaklingar bíði þess að komast á elli- eða hjúkr- unarheimili og þar af séu 300 i mjög brýnni þröf fyrir vistun. Biðlistinn á eftir að lengjast á næstu árum ef ekkert verður að gert, þar sem öldruðum mun fjölga verulega á næstu árum og áratug- um eins og áður hefur verið bent á. Virðist hér vera brýnast að efla elliheimilin og hjúkrunardeildir svo að þessar stofnanir geti betur annast sjúklinga með elliglöp og aðra aldraða sjúklinga sem þurfa mikillar hjálpar við. Höfuadur er lækair i Geðdeild Landspítalans. TAFLA2 Dreifing sjúklinga (%) með erfið elliglöp á aldrinum 75-87 ára eftir búsetu Býreinn Við75ára aldur Vió 81 árs aldur 9,7 Við87ára aldur 3,9 Býr með öðrum 59,5 34,5 27,7 Á stofnun 40,5 55,8 68,4 Alls 100,0 100,0 100,0 TAFLA3 Sjúklingar með elliglöp (75-81 árs) á stofnun til langdvalar eftir tegund stofnunar Væg elliglöp Erfið elliglöp 75-81 árs 75-81 árs Elliheimili 61,8 45,2 Hjúkrunardeild 20,6 31,1 Alm. sjúkrahús 12,4 21,3 Stofnun óþekkt 5,2 2,4 Alls 100,0 100,0 er- ;onar stöðvum er halda áfram rekstri verði það góð að þær skili arði. Þau skip sem nú fara á uppboð á því að binda og selja aðeins ef öðru er lagt en ekki afhenda þau fyrri eigendum aftur eftir að skuldir hafa verið afskrifaðar og verðlauna þá fyrir vitleysuna. Fé- lagslegan vanda fólksins verður að leysa á annan hátt nema með áframhaldandi tapútgerð. Auk tapsins vegna offjárfestingarinnar er til viðbótar tapið vegna hinna glötuðu tækifæri (opporttunity costs). Fjármunum sem hefur verið varið í offjárfestingu verður ekki varið í arðbæra fjárfestingu og ágóði glatast. Tapið er því tvö- falt. Fjármunum sem varið er í togarakaup á einum stað verður ekki varið I fiskirækt á sama eða öðrum stað. Fjáraustri í vonlaus hrörnandi byggðalög með togara- Sveinn Valfells kaupum og tapverksmiðjum er á kostnað þeirra byggðalaga þar sem aðstæður eru betri. Allir eru svo dregnir niður ( svaðið fyrir bragð- ið. En hver er orsök þess að svo illa er komið? Pólitískt skipað sjóða- kerfi og kjördæmapot einstakra þingmanna, er hugsa meira um hag sinn en þjóðar, og kallað hefur verið því fína nafni byggðastefna. Ekki er furða að almenningur hafi ekki meira álit á þeim en skoð- annakannanir sýna. Byggðastefnan hefur leitt til offjárfestingar í sjávarútvegi og landbúnaði og þar með kippt rekstrargrundvellinum undan at- vinnulifi dreifbýlisins, hindrað eðlilega þróun þéttbýlis á lands- byggðinni þ.e. fækkun og stækkun byggðakjarna, og aukið fólksflótt- ann til Reykjavikur. Heggur sá er hlífa skildi. í Vestur-Þýskalandi er fjöldi ibúa á hvern þingmann um 270.000 eða heldur meira en íbúafjöldi íslands. Skyldi kjör- dæmapotið minnka ef landinu væri breytt í eitt kjördæmi og þingmönnum fækkað niður 125? Ætli frumorsakanna að vandan- um sé ekki að leita í ólýðræðislegu kjördæmaskipulagi þar sem þegn- um landsins er mismunað i at- kvæðisrétti eftir búsetu. Réttur þegna til að vera jafnir að lögum og að hafa jafnan kosningarétt er einn af hornsteinum lýðræðisins sem vantar á íslandi. Mismunun i kosningarétti hvort sem tylli- ástæðan er kynþáttur, búseta, kynferði, tekjur, o.sv.frv. er sama mannréttindabrotið. Verkamannafélagið Dagsbrún ætti ef til vill að íhuga hvort setja ætti útflutningsbann á islenskar vörur eða létu þeir kannski af banni sínu á Suður-Afríku ef blakkir þegnar hennar fengju 1 55/55 % atkvæðisréttar á við hvíta sem er svipað hlutfall og er á milli atkvæðisréttar Keflvikinga og ísfirðinga. Profiles at Courage var bók er gefin var út i nafni Kennedys heitins Bandaríkjaforseta. Fjallar hún um menn sem höfðu þor til að standa og falla með réttum málstað. Sjálfstæðisflokkurinn segist vera flokkur lýðræðis, lýð- réttinda og einstaklingsfrelsis. Skýtur því skökku við er á síðasta landsfundi var svæfð tillaga um jafn sjálfsögð grundvallar mann- réttindi og jafnan kosningarétt. Jón Magnússon flutningsmaður tillögunnar var svo felldur út úr miðstjórn. Betra er að falla með sæmd en að lifa við skömm. Þvi miður eru pólitisku hugleysingj- arnir fleiri en hinir. liöfundur er rerk- og riðskipta- fræðingur. Húsavík: Byrjað að salta og frysta sfld Húsavík, 6. nÓTember. SÍLDVEIÐI i lagnet frá Húsavík brást alveg á þessu hausti og það litla, sem veiddist, fór allt í frystingu. I dag kom mb. Björg Jóns- dóttir með 80 tonn af síld, veiddri fyrir austan og verð- ur hún söltuð og fryst hjá Fiskiðjusamlaginu. Þetta er kærkominn fengur þvi gæfta- og aflaleysi hefur verið hjá bátunum, sem héð- an hafa róið og því lítið um atvinnu hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.