Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 35

Morgunblaðið - 08.11.1985, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR8. NÓ-VEMBER1985 35 Minning: Ragnheiður Ólafs- dóttir frá Gestshúsum Fsdd 5. júní 1909 Dáin 1. nóvember 1985 Hún amma er dáin. Hún hafði um langt skeið verið að berjast við sjúkleika og þrautir bæði heima ogásjúkrahúsum. En það var eins og hún gæti sigrað allt, og verið komin heim aftur, áður en nokkurn varði. Heima var hún alltaf að hugsa og tala um hag okkar bræðra og fylgdist gjörla með hvort eitthvað skorti eða bjátaði á. Á okkar æskuárum bar hún mikla umhyggju fyrir okkur, vakti með okkur metnað, hvatti okkur og fylgdist vel með okkar högum í hinu daglega lífi. Amma var alltaf tilbúin til að rétta okkur hjálparhönd við næst- um hvað sem var og ekkert gladdi hana meir en þegar við komum til hennar með okkar vandamál. Auðvitað sagði hún margt sem okkur fannst strangt og erfitt var að hlýða. En hvernig hefði farið ef hún hefði ekki kennt okkur að fara varlega í öllum þeim hættum sem daglega bíða okkar alls staðar. Um allt þetta áminnti amma okk- ur á hverjum degi — og oft á dag. Það var ekki alltaf gott, það reyndi mikið á, erfitt var oft á tíðum að hlýða og erfitt að skilja það sem amma ætlaðist til. Gott var fyrir okkur að koma við hjá ömmu svangir, kaldir eða blautir og fá soðinn fisk með smjöri, eftir skóla, íþróttaæfingar m.a. Aldrei leið sú stund að við fær- um út frá henni án þess að borða eitthvað, mikið varð hún glöð að sjá okkur nýbúna að borða, í síðum nærbuxum og með lopahúfu. Umhyggja hennar var svo mikil að jafnvel oft á dag var hringt og athugað hvort þessu væri fullnægt. Alltaf þurfti amma að vera til staðar ef eitthvað var að gerast, t.d. ef við vorum að fara í ferðalag eða eitthvað fannst henni við aldr- ei hafa nóg með af fötum eða mat og oft kom það sér vel að hafa örlítið meira en minna í þessar ferðir. Heimili ömmu og afa var fyrir- myndar heimili. Það þarf ekki annað en að líta á húsið þeirra og garðinn til að sjá hverskonar snyrtimenni þau voru. Allt var í röð og reglu og ef eitthvað vantaði urðu engin vandkvæði á að kippa því í lag. Þau voru svo samtaka um að allt væri hreint og fallegt. Afi og amma komu upp fögrum blómagarði í kringum húsið sitt og vörðu þar öllum stundum á sumrin við að snyrta og fegra. Við munum hve amma var stolt þegar hún bauð gestum út í garð til að sýna þeim fallegar plöntur og rósir sem uxu svo vel í garðinum þeirra. Hún hafði sérstakt auga fyrir allri fegurð og snyrtimennsku. Allt sem hún saumaði í höndunum var gert á snilldarlegan hátt. Hún frestaði engu til morguns sem hún gat gert í dag. Við höfum lært að bak við dauð- ans dyr muni allir eignast líf að nýju. Við biðjum Guð að blessa hann afa í hans miklu sorg. Hann stóð alltaf næst og óskaði okkur góðs. Er nokkuð betra til en að eiga ömmu sem vakir og biður um allt það besta, gefur og gleður eins og hún veit best. Og gott er að sofna er dagurinn dvín. Núkomaelskuamma Guös englar til þín. Við skulum reyna að muna þitt mál. Og minning þína geyma. á óspilltri sál. (Á.N.) Dóttursynir Ragnheiður amma er dáin. Eftir langa baráttu við erfiðan sjúkdóm hefur hún nú loksins fengið hina hinstu hvíld. Eftir lifir minningin um góða og blíða ömmu sem hafði mikla lífslöngun. Hún var falleg kona og þrátt fyrir háan aldur og sjúkleika var hún alltaf vel til höfð. Hún bjó, ásamt afa, Guð- mundi Hannessyni, fallegt heimili að Stekkjarflöt 4 í Garðakaupstað. Fallegur blómagarður, umhverfis húsið, sem afi hugsaði um að mestu síðustu árin. Amma Ragnheiður og afi Guð- mundur voru bæði mjög trúhneigð og er það nú stoð afa eftir að amma er horfin úr lífi okkar. Er það álit okkar að síðar muni leiðir okkar allra liggja saman á ný. Biðjum við góðan guð að veita henni blessun sína og afa styrk til að mæta erfiðum tíma sem nú er framundan. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífðaðskilið. (Jónas Hallgrímsson) Guðmundur Ingi Ingason, Ragnheiður Ingadóttir og Ingi Ólafur Ingason. í dag kveðjum við Ragnheiði Ólafsdóttur frænku okkar. Við systkinin minnumst Rögnu frá því við ólumst upp á Vestur- braut 4 í Hafnarfirði. Hún var góð kona og gekk okkur í ömmu stað. Hún bar alltaf umhyggju fyrir okkur sem amma. Þegar við fluttum vestur á firði fylgdist hún vel með högum okkar og lagði okkur gjarnan lífsreglurn- ar. Að síðustu flytjum við Röggu hjartans þakkir fyrir allt gott sem húngaf oggerði. Nú eru allar þrautir horfnar. Hún sefur vært sinn síðasta blund. Guð blessi minningu hennar. Steini, Óli, Beggi og Inga. Minning: Jónas Helgason Þegar við vinnufélagar Jónasar Helgasonar fengum þá frétt að hann hefði fengið kransæðastíflu nú í vor kom það okkur jafnmikið og óvart og flestum öðrum sem hann þekktu. Jónas Helgason fæddist í Reykjavík 14. júní 1923, sonur hjónanna Helga Þórðarsonar og Sigurborgar Bjarnadóttur, en hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu, Bjarna Árngrímssyni og Sigríði Ólafsdóttur, vestur í Trost- ansfirði. Jónas fór ungur maður til Reykjavíkur og vann við ýmis störf þar. Árið 1954 hóf hann störf hjá Rammagerðinni þar sem hann starfaði til dauðadags. Vann hann við innrömmun ásamt fleirum fyrstu áratugina. Kom þá fljótt í ljós að gott var að biðja hann um ýmis frávik sem viðkom hans vinnu og var fljótur til ef þurfti að hraða hlutum. Samviskusamur var hann svo fá dæmi eru til um slíkt. Var ávallt hægt að treysta því sem hann sagði og gerði. Mættur var hann alla morgna kl. 7.30 og féll varla dagur úr, en ef slíkt gerðist þótti það tíðindum sæta, slík var heilsa hans. Við breytingu í Rammagerðinni, þar sem hin eiginlega innrömmun var lögð niður, tók Jónas við sendi- bíl fyrirtækisins og starfaði við akstur til síðasta dags. Líkaði honum sá starfi mjög vel. Urðu öll samskipti við hann nánari upp frá því, þar sem lipurð hans og þægilegheit komu margfalt fram. Var hann í nánu sambandi við allar deildir fyrirtækisins og fórst honum allt vel úr hendi sem hann þurfti að gera. Þá kom í ljós í auknum mæli að hann var mikill húmoristi og fengum við margan brandarann þegar tilefni gafst til. Eftir að hann náði sér að nýju, sem hann og allir aðrir héldu, hóf hann aftur störf, en fór sér heldur hægar. Þó þurftum við vinnufélag- arnir að draga úr vilja hans til vinnu, slíkur var áhugi hans. Nú í lok október barst okkur hin sorg- lega frétt að Jónas hefði fengið annað áfall. Varð kvíði okkar vinnufélaga hans enn meiri en í fyrra skiptið. Dó hann 28. október á Borgarspítalanum. Jónas var tvígiftur. Fyrri kona hans, Lovísa Eyleifsdóttir, lést fyrir nokkrum árum, áttu þau einn son, Kristin Grétar. Með seinni konu sinni, íris Anja Hankonen, var hann búinn að koma sér upp fyrirmyndar heimili og er hans þar einnig mjög saknað. Við fráfall Jónasar er vandfyllt skarð bæði hvað varðar vinnu og ekki síst félaga. Vottum við aðstandendum Jón- asar innilega samúð, en við vitum að minning um góðan mann lifir. Gunnar Hauksson. í dag kveðjum við elskaðan vin okkar Jónas Helgáson. Samleið okkar er lokið. Þessi prúði og vel- viljaði maður, svo drengilegur í viðmóti, er dáinn. Við minnumst hans með söknuði. Það var stuttur tími, sem við þekktum hann, en á þeim tíma eignuðumst við góðan vin með stórt hjarta. Jónas giftist móður okkar og reyndist henni einlægur vinur og félagi. Við þökk- um honum allar góðu stundirnar og þá hamingju sem hann veitti móður okkar. Ættingjum hans vottum við samúð okkar. Minning- in um hann mun lifa. Dýpsta sæla, sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárinerubeggjaorð. (ÓlöfSig.) Kata, Biggi, Hjalli, Ævar, Oddur og Addi. Stjarna í myrkri varðar veginn, vegfarandinn sér: Guðs af náð er gjöfin þegin. Guði þakkirber. Drottinn kallar, dauðir lifna, dásamleg er vakningin. Syndafjötrar falla, rifna, frelsið gefur Launsarinn. Allt skal lífið endurfæðast ódauðlega lífsins til. Nýrri mynd af náð Guðs klæðast, sem nær að þekkja á öllu skil. (Höf.ólöf Einarsd.) í dag kveð ég móðursystur mína frú Ragnheiði Ólafsdóttur frá Gestshúsum í Hafnarfirði, en út- för hennar fer fram í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Hún fæddist 5. júní 1909 í Gestshúsum í Hafn- arfirði og ólst þar upp ásamt systr- um sínum, móður minni Vilhelm- ínu, er lést fyrir rúmum tveimur árum og Bjarnþóru er var þeirra langyngst. í mörg ár bjuggu þær hlið við hlið Ragna og Binna, sem var ung er þær misstu móður sína, og Ragnagekk sem í móðurstað. Móðurhlutverkið hefur ætíð verið mjög ríkur þáttur hjá Rögnu færnku, alltaf að passa, vernda og leiða. llún missti tvö fyrstu börnin sín ung og einkasoninn í blóma lífsins aðeins 25 ára gamlan, það var mikill missir, en Guð er miskunn- samur, hún átti Dísina sína eftir, eins og pabbi sagði.Ásdísi Sigrúnu sem gift er Þórði Árelíussyni og eiga þau þrjá syni. Þar fékk Ragna frænka mín útrás fyrir orku sína blíðu og umhyggju. Hún elskaði lífið og allt sem var fagurt, lét ekki bugast af miklum missi barna sinna né langvarandi veikindum sínum hin síðari ár. Alltaf klæddi hún sig uppá, vildi vera fín og var fín og sæt og björt yfirlitum. Það var stutt í hálf- feimnislega og bjarta brosið henn- ar. Hún var mikill fagurkeri, elsk- aði heimili sitt, sem hún prýddi með persónuleika sínum, hannyrð- um og blómum. Hún hlúði að rós- unum í garðinum sínum, hlúði að öllu því sem var lifandi og fagurt. Elsku frænka mín hefur verið borin burt úr þjáðum líkama í heim ljóss og friðar. Hún hefur skilið eftir margar góðar og fagrar minningar í huga mér sem bætast við í fjársjóð minn. Megi Guð styrkja þig Guðmund- ur minn og fjölskyldu þína. Svana Minning Hjördís Sævar loftskeytamaður í dag kveðjum við vinkonu okkar Hjördísi Sævar. Kynni fjölskyld- unnar af Dísu, eins og hún var jafnan kölluð, hófust þegar Þórður Hermannsson (látinn 8.9. ’85) réð hana sem loftskeytamann á togar- ann Þorstein Ingólfsson, en Dísa var fyrsta konan sem gegndi því starfi á íslenskum togara. Vél- stjóri á Þorsteini Ingólfssyni var faðir okkar Halldór Þorbergsson (látinn 22.4. ’84) en þessir menn urðu tveir af hennar bestu vinum. Þessi ár sem þau þrjú voru saman til sjós voru að hennar sögn sá tími sem hvað mestum sjarma stafaði frá í minningunum. Árið 1%0 flutti Dísa til Noregs, þar sem henni tókst ekki að fá starf við sitt hæfi hér. Þar var hún fljótlega ráðin til starfa hjá tiorsku skipafélagi og því starfi hélt hún þrátt fyrir kreppu sem leiddi til þess að skipum félagsins fækkaði úr 23 í 4. Þetta eitt gefur til kynna að Dísa hafi verið mjög hæf í sínu starfi og metnaðurinn var fyrir hendi til síðustu stundar, því þegar hún lést var hún að afla sér tölvumenntunar til að vera í takt við nýja tíma. Eftir að Dísa flutti af landi brott fengum við af og til bréf eða kort skrifuð í fjarlægu landi, létta og skemmtilega kveðju, og við syst- urnar andvörpuðum yfir hvers- dagsleika lífsins og ætluðum allar að verða loftskeytamenn og sigla um heimsins höf. Það var ekki oft sem við höfðum tækifæri til að hittast en þegar Dísa kom í heimsókn, grannvaxin, hressileg og glæsilega klædd, var setið langt fram á nótt og hún sagði okkur hvað á daga sína hafði drifið frá síðustu fundum. Þau pabbi rifjuðu upp sögur frá togara- dögum sínum og hún fékk fréttir af gömlum félögum. Á sorgar- stundum voru bréf hennar hins vegar huggun, einlægar hugleið- ingar um lífið og tilveruna sem gott var að lesa. Fyrir rúmu ári sagði hún okkur frá hinum alvarlega sjúkdómi sem varð banamein hennar. Við eigum bágt með að sætta okkur við að vinkona okkar skyldi ekki vinna bug á sjúkdómi sínum og ekki fá að gera svo ótalmargt sem hugur hennar stóð til. í haust skrifaði Dísa í minning- arorðum um vin sinn Þórð Her- mannsson: „Eitt sinn leggjum við öll á hið síðasta haf og ég veit að er sá tími kemur, þá bíða mín broshýrir vinir „fyrir vestan“.“ Vonandi eru vinirnir nú saman á ný. Við vottum aðstandendum öll- um samúð okkar. Rannveig, Inga Jóna, Elísabet. Vegna fyrirsjáanlegs fjölmennis viö útför Einars Guöfinnssonar, heiöursborgara Bolungarvíkur, nk. laugardag veröur salur félagsheimilisins opinn og athöfninni í kirkjunni útvarpaö þangaö.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.