Morgunblaðið - 08.11.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBKR 1985
37
Gaf spítölum 140 lítra
af móðurmjólk
óðurmjólkin hefur löng-
um verið talin nauðsynleg
fyrir ungabarnið fyrstu ævimán-
uðina enda rík af efnum sem
kornabarnið þarf á að halda.
Sisko Lyngmo sem er finnsk
hafði nóga mjólk í brjóstum
sínum fyrir litlu dóttur sína sem
hún fæddi í byrjun ársins og
einnig fyrir ótalin lítil börn á
spítölum sem ekki áttu kost á
móðurmjólkinni. Alls lét hún frá
sér 140 lítra fyrstu sjö mánuðina
eftir barnsburðinn. Sisko segir
um þetta að gleðin sé þvílík að
geta nært sitt eigið barn og jafn-
framt hjálpað öðrum að hún geri
þetta fúslega í næsta skipti sem
hún fæði.
INGVAR GUNNARSSON
ÚTVARPSÞULUR
Gerði lítið gagn fyrstu dagana og
var afskaplega taugaóstyrkur
w
Utvarp Keykjavík, nú veróa
sagðar fréttir. Imlur er Ingvar
Gunnarsson.
Eitthvaó á þessa leið hljómar
daglega í eyrum hlustenda ríkisút-
varpsins.
Fyrir stuttu mátti heyra nýja rödd
kynna og er þar á ferðinni Ingvar
Gunnarsson.
„Það var nú eiginlega tilviljun háð
að ég komst f þetta starf. Ég sá
auglýsinguna í sumar og fór svona
af rælni niður í útvarp þar sem ég
las nokkrar klausur inn á band. Svo
leið tíminn og beið og seinna hringdi
starfsmannastjórinn í mig og bauð
mér starfið.
Þetta hefur verið virkilega
skemmtilegt, en ég neita því ekki
að fyrstu dagana gerði ég lítið gagn,
mikið af skekkjum og var afskaplega
taugaóstyrkur.
í raun er það hægara sagt en gert
að komast hjá byrjunarskekkjum
frammi fyrir alþjóð, því það er engin
æfingaaðstaða önnur en í upptökunni
sjálfri.
Þegar tækniörðugleikarnir voru
gengnir yfir og maður var farinn að
ráða við þetta þá fór hjartað að slá
á eðlilegum hraða.
Ég man þegar ég var að byrja þá
kom að fjögur fréttunum og þær eiga
þulir ekki að kynna. þetta vissi ég
ekki og Gerður G. Bjarklind er
mætt þegar ég byrja. Hún baðar
náttúrulega út öllum öngum og ég
fipast, segi að klukkan sé tvö, nei
orðin fjögur og nú séu fréttir næst
á dagskrá. Þetta er það pínlegasta
sem hefur komið fyrir mig þarna.“
Við hvað vannstu áður en þú byrj-
aðir sem þulur?
Ég hef verið við nám í háskólanum
í sagnfræði undanfarin ár og stefni
að kandidatsprófi með þularstarfinu.
Ég hef svo verið í hinu og þessu og
meðal annars kennt um árabil.
Ingvar Gunnarsson útvarpsþulur.
COSPER
— Lögtaksmennirnir náðu í legubekkinn, sem mamma þín svaf
á, og ég fékk mig ekki til að vekja hana.
Meistarafélag húsa-
smiða og Bjarkirnar
halda sameiginlega árshátíö, laugar-
daginn 9. nóv., aö Skipholti 70.
Hátíöin hefst kl. 19.00 meö sameig-
inlegu boröhaldi. Aögöngumiöar
seldiráskrifstofunni kl. 1 —5áföstu-
dag.
Skemmtinefndirnar
Viðtalstími borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík________________
i Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í
J Valhöll, Háaleitisbraut 1,álaugardögumfrákl. 10—12.
■ Er þar tekið á móti hverskyns fyrirspurnum og ábend-
J ingum og er öllum borgarbúum boöið að notfæra sér ■
> viðtalstímaþessa.
I Laugardaginn 9. nóvember veröa
■ til viötals Ingibjörg J. Rafnar, for-
■ maöur félagsmálaráös og hafnar-
■ stjórnar og Július Hafstein for-
a maöur íþróttaráðs Reykjavíkur og
■ samstarfsnef ndar um feröamál.
ALLTAF Á LAUGARDÖGUM
i.Fgpng
UNDRABARNSEM
KOMIÐ ER ÁTOPPINN
Grein um Anne-Sophie Mutter, fiölusnill-
inginn unga, sem væntanleg er til islands
ogmun leikahér.
FIMM í PERÚ
Sagt f rá ævintýraför fimm félaga úr ís-
lenzka alpaklúbbnum, en þeir fóru aö klífa
hæstu f jöll í Perú, yfir 6 þús. metra há.
HJÚSKAPUR OG
KONUMISSIR
i tilefni 150 ára afmælis Matthíasar Joch-
umssonar er gripiö niður í endurminningar
hans, Sögukaflar af sjálfum mér.
HEIMAVAR TÖLUÐ
DANSKA
Helga Krabbe rifjar upp gamlar Reykjavik-
urminningar.
Vönduð og menningarleg helgarlesning