Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 08.11.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER1985 Hættið að skjóta rjúpuna Til rjúpnaveiðimanna: Hvernig fyndist ykkur að hætta þeim ósið að elta þessar fallegu skepnur um fjöll og firnindi með morðtól í höndum? Ykkur væri vorkunn ef þið hefðuð ekkert til að seðja hungrið með en því er ei til að dreifa — i þessu landi sveltur enginn. Þið sem hafið kynnst því að rangla villtir, en ósárir, um veiði- löndin, dettur ykkur aldrei í hug hvernig rjúpunum líður sem rangla um, særðar eftir skot ykk- ar? Dettur ykkur aldrei í hug angist fjölskyldna ykkar þegar þið týnist? Dettur ykkur aldrei í hug erfiði þeirra sem leita ykkar? Rjúpa í vetrarskrúða. Detta ykkur aldrei í hug þær fjár- að setjast niður ofurlitla stund og fúlgur sem þetta umstang kostar hugleiða þetta? þjóðina? Væri ekki vel til fallið Dýravinur.“ * Aster... \dU ... aö láta hann ekki veröa vinnu- þræl. TM Rea. U.S. Pat. Off —all riphts reserved »1985 Los Angeles Times Syndicate Þetta sýnir lága greind hús- ráðendanna. Með morgnnkaffimi Ég spyr þig: Ertu að fitna? Ég hef áhyggjur af því? HÖGNI HREKKVfSI „ EINHl/Ef? TAPSÁR HEFUR KIÓRAÐ FRAKkANN AUNN '" FÆKKUM FLUGFREYJUM Velvakandi. Þá er nýlokið verkfalli flug- freyja og gekk mikið á í samhandi við það allt saman: vökunótt á Alþingi, gerðardómur, misskiln- ingur í sambandi við undirskrift forseta á sjálfan hátíðisdag kvenna og jafnvel stjórnarslit. Ég ætla mér ekki að leggja neinn dóm á kröfur flugfreyja, því að það er nú einu sinni svo í okkar landi að bókstafiega virðist ómögulegt að fá réttar og hlutlausar upplýsingar um kaup og kjör í vinnudeilum og fjármálum yfirleitt. Einn kemur með þessar tölur og annar með allt aðrar. Annar hvor hlýtur þá að segja ósatt eða jafnvel báðir svo enginn botnar neitt í neinu. Reynt er að rugla I staðinn fyrir að upplýsa. Þetta er orðinn þjóð- arlöstur. Ég held að Flugleiðir gætu losn- að við allan þennan vanda sem dynur næstum árlega (því þetta var ekki fyrsta vinnudeilan. þó að tilþrifin væru nú meiri en vant er) með því einfaldlega að fækka flug- freyjum í tvær á styttri leiðum. Þar á ég við Norðurlönd, V-Evrópu og Bretland og eina flugfroyju í innanlandsflugi sem hlúir að far- þegum ef eitthvað kemur upp á. Þessum fáu flugfreyjum væri þá hægt að borga betur og hafa ánægðar, svo framarlega sem hægt er að hafa íslendinga ánægða. „En hvað með matinn?" munu margir spyrja. „Hver á að gefa okkur að éta þegar flugfreyjur eru orðnar svona fáar?“ Nú kem ég að merg málsins. Það á að hætta að hafa þessar flottu veitingar I mat og drykk á styttri leiðum. Þetta er bara bruðl og ekkert annað. Það mætti þá hafa sjálfsala þar sem hægt væri að kaupa skyndibita og öl eða gos með. Ekkert annað. Það er algjör óþarfi fyrir farþega að troða í sig mat og víni þótt þeir sitji í flugvél í tvo til þrjá tíma. Þeir geta fengið sér bita áður en þeir fara, og svo eru ágætis veitingar í flestum flug- höfnum. Að vera síborðandi og drekkandi við öll möguleg og ómöguleg tækifæri er ekkert nema ávani og það vondur ávani. Veldur bara offitu og öðrum krankleika. Ég er viss um að fjöldi fólks vildi gjarna fara þessa leið. Það greiddi þá ef til vill lægri fargjöld og hætta á truflunum vegna vinnu- deilnayrði minni. Var það ekki einmitt þessi leið sem flugfélagið People Express fór til að geta lækkað fargjöldin? Gestur Sturluson Víkverji skrifar Ahugafólk um leikhús ætti að fara í Lindarbæ og sjá sýningu Nemendaleikhússins þar. Það er mikil og skemmtileg tilbreyting að sjá ný og óþekkt andlit á sviði. Ungu fólki fylgir líka yfirleitt frísklegt og upplífgandi andrúms- loft. Þar fyrir utan er þetta vönduð og vel unnin sýning. Hún er bein- linis spennandi og átakamikil. Hinum ungu leikurum tekst að halda athygli áhorfenda óskertri frá upphafi til loka sýningar. Þrír þeirra vekja sérstaka athygli þau Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar örn Flyg- enring. Það er skemmtilegur þátt- ur I þessari sýningu að tveir leikar- ar Þjóðleikhússins koma til liðs við unga fólkið, þeir Gunnar Eyj- ólfsson og Sigmundur örn Arn- grímsson. Líklega er mjög mikil grózka í leikhúslífi okkar. Þegar leiklistar- nemar geta haldið uppi sýningu af því tagi, sem sjá má í Lindarbæ þessa dagana, þar sem mikil breidd kemur fram meðal leikenda, er það vísbonding um að mikið vaxtar- skeið sé framundan i leiklist i landinu. Vandi næstu ára í leik- húsum okkar verður áreiðanlega ekki sá, að finna hæfa leikara, heldur að hæfileikamikið ungt fólk fái tækifæri til að sýna, hvað i því býr. Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað „markaðurinn" þol- ir, ef svo má að orði komast. Hins vegar væri illa farið, ef hæfileika- fólk i leiklist hneigðist til þess að leita eftir verkefnum erlendis t.d. á öðrum Norðurlöndum, vegna þess, að það finnur ekki kröftum sinum viðnám hér heima. Aðeins hefur bryddað á þessu með þeim hætti, að tveir leikstjórar, þeir Hrafn Gunnlaugsson og Lárus Ymir Oskarsson hafa unnið tölu- vert í Svíþjóð og þá fyrst og fremst við gerð kvikmynda og sjónvarps- mynda. En staðreynd er að fleiri leikarar og leikstjórar eiga kost á verkefnum þar. Islenzkir leikarar hafa ekki hazlað sér völl erlendis eftir að Anna Borg varð ein fremsta leikkona Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn um miðbik aldarinnar og Jón Laxdal náði fótfestu í þýzkumælandi lönd- um. Nú nýverið hefur hin merka leikkona Guðrún S. Gísladóttir leikið í erlendri kvikmynd. Við þurfum að gefa gaum að þessari grózku í íslenzku leikhúsi og gæta þess að missa þetta unga fólk ekki til annarra landa. Það verður enginn svikinn af þvi að fara í Nemendaleikhúsið. XXX Finnst mönnum ekki merkilegt, hvað það er mikill samhljómur I umsögnum þeirra Þrastar Olafs- sonar og Magnúsar Gunnarssonar um hugsanlegt efni nýrra kjara- samninga? Til viðbótar kemur fram í fréttum Morgunblaðsins f gær, að Svavar Gestsson, formað- ur Alþýðubandalagsins sé hlynnt- ur hugmyndum Þrastar og Ás- mundur Stefánsson hafi jákvæða afstöðu til þeirra að ýmsu leyti. Loks kemur fram I ummælum Þorsteins Pálssonar, fjármálaráð- herra 1 Morgunblaðinu í fyrradag, að hann sé að mörgu leyti opinn fyrir þessum hugmyndum. Allt er þetta til marks um að þessir menn tala meira saman, en fram hefur komið opinberlega. Það er vel. Þá eru þeir að vinna verk sitt af samvizkusemi og eins og til er ætlast. Þessi samhljómur hlýtur að auka á bjartsýni um að skyn- samlegir samningar verði gerðir eftir áramótin. XXX Veitingahúsalifið í borginni verður stöðugt fjölbreyttara. Hafið þið farið á veitingastaðinn Þrír Frakkar í Þingholtunum? Ef ekki er það þess virði. Það skemmtilega við þennan stað er, að hann er gjörólíkur öllum öðrum veitingastöðum borgarinnar. Inn- réttingar eru vandaðar og smekk- legar og andrúmsloftið bendir til, að stefnt sé að veitingastað í háum gæðaflokki. XXX Of mikið er um það, að fólk lendi í hrakningum á ferða- lögum hér, hvort sem er að vetrar- lagi eða á sumrin. í gær voru í Morgunblaðinu fréttir um hrakn- ingar manna á Mýrdalssandi en það er aðeins eitt dæmi af mörg- um. Sannleikurinn er sá, að þótt vegir séu yfirleitt orðnir mjög góð- ir og farartæki sömuleiðis er ís- land að sumu leyti bæði erfitt land og hættulegt að ferðast um. { raun og veru er engu að treysta, á hvaða tima árs sem er. Landið sjálft er hættulegt, eins og dæmin sanna, þótt ekkert sé að veðri. En því til viðbótar getur veðrið komið mönn- um að óvörum. Þess vegna verður það aldrei nægilega brýnt fyrir fólki að fara varlega á ferðalögum. Það er að verða býsna mikið um það, að stórir hópar manna séu kallaðir út til leitar bæði að rjúpnaskyttum og öðrum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.