Morgunblaðið - 16.11.1985, Page 13

Morgunblaðið - 16.11.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 13 Skotveiðifélagið og Slysavamafélagið; Gáfu út ábendingar um útbúnað í vetrarferð- ir á fjöllum SKOTVEIÐIFÉLAG fslands og Slysa- varnafélag íslands ákváðu á fundi sínum fyrir skömmu að gefa út lista raeð ábendingum um útbúnað sem hafa þarf í vetrarferðum til fjalla. Fundur þessi var haldinn þann 5. nóvember í tilefni þess að helgina 2. - 3. nóvember höfðu 2-300 björgunar- sveitarmenn leitað að 8 rjúpnaskytt- um á þremur mismunandi stöðum á Suð-Vesturlandi. Á þessum lista er aðaláhersla lögð á svokallaðan neyðarútbúnað sem allir eiga skilyrðislaust að taka með sér ef þeir fara í fjallaferðir, en hann er eftirfarandi: 1. áttaviti 2. landakort 3. lítill og léttur skyndihjálparpakki sem þó hefur að geyma nauðsynlegustu hluti 4. úr eða klukka 5. flauta 6. eldspýtur 7. álpoki. Þá er bent á þær sjálfsögðu örygg- isreglur að skilja bíllyklana ávallt eftir við bílinn og að láta vita um ferðaáætlunina, hvert verður farið og hvenær komið til baka. Ymislegt annað er gott að hafa með í fjallaferðir. Má þar nefna vasahníf, snæri, vasaljós, hitatæki, labb/rabb-tæki, ferðaútvarp, kerti, stormgleraugu, andlitshlíf, hæðar- mæli, þrúgur eða skíði, mannbrodda og snjóspaða. Bent er á mikilvægi þess að hafa hlýjan og skjólgóðan fatnað. Allur fatnaður sem nefndur er á listanum er úr ull en einnig er nefnd vindheld hettuúlpa i áberandi lit. Besti skó- fatnaðurinn er annað hvort úr mjúku leðri eða gúmmíi, eftir að- stæðum. Flatkökur eða kornbrauð með góðu og matarmiklu áleggi er nefnt sem dæmi um gott nesti og einnig kjötbiti. Lögð er áhersla á að menn taki með sér heita drykki á hita- brúsa og kalda drykki svo sem þykkan og sætan ávaxtasafa. Þeir sem fara í fjallaferðir að vetri til eru varaðir við að drekka kalt fjalla- vatn því oftast nægi að skola munn- inn með köldu vatni. Þá er mælt með fyrirferðalitlu varanesti eins og þurrkuðum ávöxtum, súkkulaði, harðfiski, þrúgusykurtöflum, salt- töflum og kexi eða brauði. Sverrir Scheving Thorsteinsson formaður fræðslunefndar Skotfé- lagsins sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins að auk þeirra ábendinga sem væru á listanum vildi hann benda á að mjög mikil- vægt væri að huga vel að veðurspá og veðurútliti og að ferðast aldrei einn. Hann sagði að þeir sem færu til fjalla þyrftu að vera í góðri þjálf- un og að rétt væri að spara kraft- ana. Ef fólk villtist ætti það alls ekki að fara langt frá þeim stað sem það gaf upp í ferðaáætluninni. Halda á kyrru fyrir þar því þar verður fyrst leitað. Sverrir sagði að nú væri þessum lista dreift í allar sportvöru- og skotfæraverslanir og myndi af- greiðslufólk afhenda listann öllum þeim sem kaupa skot. „Þetta er til- raun til að koma í veg fyrir að fólk fari vanbúið til fjalla. íslensk nátt- úra er ekkert til að leika sér að og fólk sem fer í slíkar vetrarferðir verður að virða umhverfi sitt og fólkið sem fengið er til leitar ef einhver týnist. Við í Skotveiðifélaginu viljum að komið verði á fót verklegum nám- skeiöum í meðferð vopna og auka kynningu á útbúnaði varðandi veiði- skap og vetrarferðir. Nú eru milli 4 og 5.000 manns með vopnaleyfi og meirihluti þeirra fer á rjúpnaveið- ar,“ sagði Sverrir að lokum. AUSTURSTRÆT117 - STARMÝRI 2 VIÐIR Útsala á lambakjöti stendur ennþá yfir... s STÓRMARKAÐUR MJÓDDINNI Lambakjöt í 171 skrokkum Tilbúin rúllupylsa úr slögunum fylgir. 152 Kindabjúgu un ,00 UV.00 LúxusBeikon ( Uvnnum 348“ t wSB** Pörulaust, niðurskorið Notið tækifærið Á KYNNINGAR YERÐI: Kryddlegið buff Gúllas Framhryggur Appelsínur^ 9 Epii 2! Q.00 7 pr.kg. Cola Cola SodastreamU 1 Itr. 8-50 Niðursoðnir ávextir: Perur S9\^L Jarðarber *]z. 1.80 w 1/1 dós Ferskjur 5S 1.00 f 1/1 dós Blandaðir '7C ávextir ' ^ |.00 1/1 dós Aprikósur ^Q.OO 1/1 dós Bakaðar a> baunir 4C ;.oo * 1/2 dós Spagetti 1/2 dós " S.oo KatódryKwH'3 i Hamborgarar > ,aU09We'SiMtaS ' So\abuOOa \s\enskumg* Buff File Mörbráð Beinlausir fuglar T.bone Mínútusteik Hakk Innra læri Baconbauti Karbonaði Trippa buff Trippa gúllas Reykt folaldakjöt Saltað hrossakjöt ^Grót^ark^ dönskuppskr'O- vesen! 339 .00 2 stk. 29-8° 2 rúllur X2-90 Coke 1,1/2 líter 65’00 þvouaeúii 59lo°s 2 kg. ^.90 Consort no 50 | 0 110 pokar JG 't ^C oo 'Eins i -**• Sanitas ses 19-80 malt flaskan Pepsi Cola 2 lítrar 00 .00 ColgOnÍt uppþvottavélar. uppþvottaduft r 1 kg. 88-00 AUSTURSTRÆT117 — STARMÝRI 2 1.16 í Mjóddinni en tíl kl. 12 í Starmýri og Austurstræti. STÖRMARKAÐUR MJÓDDINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.