Morgunblaðið - 16.11.1985, Side 45

Morgunblaðið - 16.11.1985, Side 45
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 45 Kristín Ingvadóttir í fatnaði hönnuð- um af Sigrúnu Guðmundsdóttur. Cornelíus Carter og Ásdís Magnús- dóttir. Hér er Jóna Lárusdóttir ásamt annarri stúlku, sem við vitum ekki nafnið á, að sýna fatnað Evu Vilhelmsdóttur úr leðri. FATASÝNING íslensk hönnun Epal og Skryddan gengust fyrir kynningu á fatahönnun á Hótel Borg fyrir nokkru. Það voru þær Sigrún Guðmundsdóttir og Eva Vilhelmsdóttir sem hönn- uðu fatnaðinn, Eva úr leðri og rúskinni en Sigrún annað sem á sýningunni var. Fjölmenni var mikið og þurftu margir frá að hverfa. Þessi fata- sýning var annar liðurinn í kynn- ingu á hönnun sem Epal stendur fyrir en fyrir nokkru var kynning á gluggatjaldahönnun eftir Her- borgu Sigtryggsdottur og eftir eru kynningar á borðum eftir Þórdísi Zoega, Tauþrykk eftir Jónu Jóns- dóttur og að lokum dönsk hönnun. MorgunblaSið/ Friðþjófur Módel 79, Dansstúdíó Sóleyjar og íslenski dansflokkurinn sýndu fatn- aðinn. Þetta er Sigrún Harðardóttir í fatnaði frá Evu. Skrifar bók um konurnar sínar þrjár Roger Vadim situr þessa dag- ana með sveitt ennið og skrif- ar bók um konurnar sínar þrjár, þær Jane Fonda, Brigitte Bardot ogCatherine Deneuve. Þessi mynd var tekin af honum og dóttur þeirra Jane Fonda, Vanessa Vadim á frumsýningu myndarinnar „Agnes barn Guðs“, en þar fer Jane Fonda með eitt af aðalhlutverkunum. COSPER COSPER — Stökktu bara úti, maður botnar vel. Samtökin Líf og land: Ráðstefna um menntamál SAMTÖKIN Líf og land efna til ráðstefnu um menntamál í Súlnasal Hótel Sögu í dag, laugardag, og hefst hún kl. 10. Ber ráðstefnan yfirskriftina „Mennt er máttur". Ráðstefnan skiptist í þrjá hluta: grunnmenntun og fram- haldsmenntun; tengsl menntunar og atvinnulífs; menntun íslend- inga í alþjóðlegu samhengi. Ræðumenn verða alls 19 og fjalla þeir m.a. um galla á grunn- menntun, raunhæfa og hagnýta menntun og tengsl skóla við sjáv- arútveg og fiskvinnslu. Ráðstefn- an hefst með ræðu formanns samtakanna Lífs og lands, Gests ólafssonar, arkitekts. Fundar- stjórar verða Áslaug Brynjólfs dóttir og Björg Einarsdóttir. ílr frétutilkynninioi SEGULL HF. Eyjaslóð 7, Reykjavík GENERAL ELECTRIC COMPANY í BRETLANDI, einn stærsti framleiöandi Ijósa og Ijósabúnaðar (heiminum, hefur lýst leiöina allt frá því að rafljósiö var fundið upp. Framleiösla GEC veitir birtu yfir líf fólks um víöa veröld. Þar á meðal eru EXTRALITE HEIMILISPERURNAR MEÐ TVÍVÖFÐUM GLÓÐARÞRÆOI, SEM GEFUR MEIRI BIRTU. AUK ÞESS STERKAR 0G END- INGARGÓÐAR EXTRALITE HEIMILISPERURNAR FRÁ GEC eru til í öllum stæröum. 25W í bleikum pökkum, 40W í fjólubláum, 60W í grænum, 75W í rauðum og 100W í bláum pökkum. EXTRALITE PERURNAR FRÁ GEC eru sérhannaðar til heimilisnota.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.