Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 1

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ1913 287. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afríkuhjálpin bjargaði 3 milhónum manns Sameinudu þjóóunum, 18. desember. AP. i þjóóunui ÞREMUR milljónum mannslífa var bjargað í Afríku á árunum 1984—85 með aöstoðinni sem þangaö barst, en hún er metin til nær þriggja milljaröa Bandaríkjadala, aö sögn yfirmanns Afríkuhjálpar Sameinuöu þjóðanna, Bradford Morse. Hann Filippseyjar: Óttast um líf 200 eftir ferjuslys Manila. Filippaeyjum, 18. desember. AP. FERJU með 200 manns innanborðs hvolfdi og var óttast um líf allra nema þriggja sem bjargast höfðu þegar síðast fréttist. Björgunarskip á vegum strandgæslunnar er á leið- inni á slysstað um 160 kílómetra suður af höfuðborginni Manila, við Mindoro-eyjar. í hafinu þar er mik- ið af hákörlum. Þeim þremur sem lifðu tókst að bjarga um borð í strandgæslubát sem var á þessu svæði og hugsan- legt er að fleiri hafi verið teknir upp í önnur skip, þó engar fregnir hafi borist þar um. Ferjan Asun- cion var á leið til Palawan-eyjanna. sagði jafnframt að einn milljarð dala þurli á næsta ári, auk sjóða til þess að færa matvæli frá þeim svæðum Afríku, þar sem meira en nægur matur er til þeirra þar sem hungrið er landlægt. 545 milljónir dala fóru beint til matarkaupa á síðustu tveimur árum, en afgangur peninganna fór til kaupa á sáðfræi, tækjum til landbúnaðar, til að grafa vatns- brunna, samgangna, lyfja- og læknisáhalda og fleira. Morse sagði á fundi með fréttamönnum að sex af 20 löndum sem aðstoðar hefðu þurft, ættu ennþá við alvar- leg vandamál að stríða. Þau eru: Angóla, Botswana, Cape Verde, Eþíopía, Mósambique og Súdan. Samtals eru það 19 milljónir manna í þessum löndum sem þurfa aðstoðar við. „Það er nægur matur í Afríku til þess að fæða alla Afríkubúa," sagði hann, en bætti við að það vantaði fjármagn til kaupa á korni og dreifingu þess. í Kenýa, Níger og Zimbabwe er til dæmis til meira korn en þarf til lífsviðurværis íbú- anna. Sagði hann að Afríkuhjálpin hefði tekist framúrskarandi vel. Tekið utan af frelsisstyttunni New Y’ork, 18. desember. AP. Verkamenn hófust handa um að taka vinnupalla utan af frelsis- styttunni, sem verið hefur í við- gerð að undanförnu. Viðgerð að utan er nú lokið, en enn er talsverð vinna eftir að innanverðu. Byrjað var á að taka utan af kyndli frelsis- styttunnar. AP/Símamynd Tillaga ailsherjarþings Sameinuðu þjóóanna: Viðskiptabanni gegn Nicaragua verði hætt — ísland greiddi tillögunni atkvæði sitt SamrinuAu þjoóunum. 18. deuember. AP. Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti með 91 atkvæói gegn 6 áskorun á Bandaríkin um AP/Símamynd Mitterrand, Frakklandsforseti, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, á sameiginlegum blaðamannafundi ( Elyseehöíl f gær. Leiðtogarnir ræddu í tvær klukkustundir um varnarmál. Þjóðverjar taka þátt í geimvarnaáætlun Bonn, Ventur—Þýsknlnndi. 18. denember. AP. VESTUR-ÞÝSKA ríkisstjórnin ákvað í dag að leyfa þarlendum fyrirtækjum að semja við Bandaríkjamenn um þátt Vestur-Þjóðverja í geimvarnaáætlun- inni. Helmut Kohl, kanslari, útnefndi í gær Martin Bangemann, viðskipta- ráðherra (FDP), stjórnanda samningaviðræðna fyrir hönd fyrirtækjanna og heldur hann til Bandaríkjanna í byrjun næsta árs. Gert er ráð fyrir að viðræður um hlut vestur-þýskra fyrirtækja í geimvarnaáætluninni hefjist í janúar og kvað stjórnin í Bonn skýrt á um það að ekki yrði um niðurgreiðslur að ræða til hlutað- eigandi fyrirtækja. Vestur-þýsk stjórnvöld myndu aðeins reyna að tryggja rétt fyrirtækjanna og sjá til þess að þau fengju einkaleyfi á eigin uppfinningum, upplýsingar um tækniatriði og aðgang að nauð- synlegum upplýsingum. Erich Honecker, leiðtogi Aust- ur-Þýskalands, sagði í dag, að þátttaka Vestur-Þjóðverja myndi hafa áhrif til hins verra á sam- skipti grannríkjanna, en ekki standa þeim með öllu fyrir þrifum. Sovéska fréttastofan TASS for- dæmdi í dag ákvörðun Vestur- Þjóðverja um að heimila fyrir- tækjum aðild að geimvarnaáætl- uninni. Ákvörðun stjórnarinnar um að taka þátt í geimvarnaáætluninni á ugglaust eftir að vekja miklar deilur heima fyrir og hafa meira að segja þingmenn stjórnarflokk- anna, CDU/CSU og FDP, varað við því að vestur-þýsk fyrirtæki gengju til samstarfs við Banda- ríkjamenn um geimvarnir. Fram til þessa hafa aðeins Bret- ar ákveðið að taka þátt í geim- varnaáætluninni. Frakkar hafa gagnrýnt þátttöku Evrópuríkja harðlega. Helmut Kohl, kanslari, er um þessar mundir staddur í Frakklandi til viðræðna við Fran- cois Mitterrand. Leiðtogarnir hafa ákveðið að efla samstarf í hernað- armálum, en þeir eru ekki á eitt sáttir um geimvarnaáætlunina. að hætta viðskiptaþvingunum gegn Nicaragua. Sjö vestrænar bandalagsþjóðir Bandaríkjanna, þar á meöal ísland, greiddu áskoruninni atkvæði sitt. Auk ís- lands voru það Ástralía, Dan- mörk, Frakkland, Grikkland, Nýja-Sjáland og Spánn. 49 þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiösluna, þar á meöal flestallar aðrar vest- rænar þjóðir. Með Bandaríkjunum voru á móti tillögunni Gambia, Grenada, fsrael, St. Cristopher og Nevis. Á Bandaríkin var ekki minnst í tillögunni, en þar sagði að allsherjarþingið harmaði ný- legar viðskiptaþvinganir og aðrar þvinganir gegn Nicaragua. Sendiherra Nicaragua hjá Sameinuðu þjóðunum sagði við- skiptaþvinganirnar vera óréttlát- ar, ólöglegar og fáránlegar. Sagð- ist hann vonast til þess að álykt- unin yrði til þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna íhugaði þau al- varlegu mistök sem hún væri að gera, ekki aðeins hvað varðaði þessar viðskiptaþvinganir, held- ur hvað snerti alla stefnu hennar gagnvart Nicaragua, sem ein- kenndist af árásargirni, hvort sem litið væri til viðskipta eöa hernaðar. Mýs hlaupa fyrir björg Tel Atíy, 18. desember. AP. HUNDRUÐ músa drepa sig daglega með því að hlaupa fyrir björg ( Gólanhæðum að sögn vísindamanna ( ísrael. Segja þeir skýringuna á þessu vera eðlislæg viðbrögð þeirra við of- fjölgun. Um 150 dauðar mýs voru taldar fyrir neðan hæð eina og vísindamaður frá náttúrufræði- stofnun í Israel segist hafa séð hópa músa ganga fyrir björg annars staðar i Gólanhæðum. Sagði hann skýringuna senni- lega vera þá að ekki væri næg fæða né lífsrými fyrir þær 250 milljónir músa sem taldar eru lifa í Gólanhæðum. Fjöldi músa þar hefur minnkað mikið und- anfarna mánuði til mikillar ánægju fyrir bændur á svæð- inu. Hins vegar eru taldar líkur á því að uglustofninn þar muni þjást vegna þessa, en mýs eru helsta lifibrauð uglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.