Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 3

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 3 Morgunblaði/RAX Jón Þórðarson og Valdimar Gunnarsson standa við kerið þar sem lúðan er alin. Tilraunir með lúðueldi KISKELDISSTÖDIN íslandslax hf. í Grindavík hefur nýlega hafið tilraunir með lúðueldi í samvinnu við Hafrannsóknastofnun og Kannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Um 120 smálúðu, að meðaltali eitt og hálft kfló að þyngd, eru komnar í eldisker og „er meiningin að reyna að ala kvikindin eitthvað áfram, jafnvel tii þriggja ára,“ að sögn Jóns Þórðarsonar stöðvarstjóra hjá ísiandslaxi. Valdimar Gunnarsson sjávarút- vegsfræðingur, sagði, að sér vitan- lega hefði ekki verið reynt annars staöar að ala svo stóra lúðu. Úti- lokað væri að segja til um það fyrirfram hvort tækist að fá lúð- una til að taka tilbúið fóður, það yrði einfaldlega að koma í Ijós. En ef vel gengi gæti hér verið um arðvænlegt eldi að ræða, því þriggja ára lúða getur verið allt upp í 15 kíló að þyngd. Sauðárkrókur: Hreinn Sigurðsson tryggir sér vatns- réttindi í Heiðarlandi HREINN Sigurðsson, sem vinnur að því að koma á fót á Sauðárkróki verksmiðju til átöppunar á vatni til útflutnings, hefur gert samning við eiganda jarðarinnar Heiði í Göngu- skörðum, Agnar Búa Agnarsson, um vatnsréttindi í landi hans til 43ja ára. Samningnum hefur verið þing- lýst. Landamerki jarðanna Heiði og Veðramóts liggja saman, og hefur Sauðárkrókskaupstaður vatnsrétt- indi í Veðramótslandi. Hreinn hafði áður gert samning við Sauðárkróks- kaupstað um rannsóknir og kaup á vatni í Veðramótslandi. Sá samning- ur rann út í ágúst sl. og neitaði bærinn að endurnýja hann. “Ég hef nú tryggt mér réttindi á jafn góðu landi til 43ja ára og mér stendur til boða fjármagn frá erlendum aðilum, svo ég mun halda ótrauður áfram því starfi sem ég hef verið að hugsa um I 10 ár,“ sagði Hreinn Sigurðsson. © INNLENT Jón Helgason for- sætisráðherra í fjarveru Steingríms JÓN Helgason, dóms- og landbúnað- arráðherra, gegnir embætti forsætis- ráðherra í fjarveru Steingríms Her- mannssonar. Steingrímur fór utan síðdegis á þriðjudag til að sitja fundi á vegum Norðurlandaráðs og taka þátt í fagnaði Finna í tilefni þess að þrír áratugir eru liðnir frá því þeir ósk- uðu setu í Norðurlandaráði. Með honum í förinni eru Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegsráðherra, Páll Pétursson, alþingismaður, sem er forseti Norðurlandaráðs, og Snjólaug Ólafsdóttir, starfsmaður íslandsdeildar ráðsins. írsk nunna í klaustr- ið í Hafnarfírði — fyrir eru 14 pólskar nunnur ÍRSK nunna hefur bæst í hóp systranna í Karmelítaklaustrinu í Hafnar- firði, en þar voru fyrir 14 pólskar nunnur, sem komu hingað á sl. ári. Að sögn Hinriks Frehen, biskups kaþólskra á tslandi, hefur írska stúlkan, sem er 28 ára gömul og heitir Terry Butler, verið hér á landi í eitt ár og unnið fyrir kaþólsku kirkjuna. „Hún heillaðist mjög af starfi nunnanna í Hafnarfirði og sótti um að komast þangað. Hún fór í klaustrið 7. desember sl. og hefur hún þrjú ár til að gera upp hug sinn. Að þeim tíma liðnum stengir hún sérstakt heit við reglu karmelíta og verður þá ekki aftur snúið úr þvi hlut- verki sem hún hefur kosið sér.“ Hinrik sagði að auðvitað væri munur á pólsku nunnunum og þeirri írsku hvað varðar venjur, siði, tungumál og menningu, en hún virtist sætta sig við þann mun og væri tilbúin að eyða lífi sínu í klaustrinu. „Nunnurnar í Hafnarfirði fara aldrei út fyrir veggi klaustursins heldur helga þær lífi sínu algjörlega bænagjörð- um, auk þess sem þær gera nokkuð af handavinnu í fjáröflunar- skyni. Þær hafa sérstakan starfsmann sem verslar inn fyrir þær.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.