Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 4

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Börnin leggja sitt afmörkum Söfnuninni „Brauð handa hungruðum heimi“ barst óvænt framlag í gær þegar 10 ára börn úr Seljaskóla í Breiðholti gáfu andvirði jólapakka, sem þau gefa hvert öðru og kalla „ruglupakka" til söfnunarinnar. Að sögn Guðmundar Einarssonar framkvæmdastjóra Hjálparstofnunar kirkjunnar hafa safnast rúmar 8 milljónir króna í söfnunina, sem nú stendur sem hæst. Borgarráö: Hafnar beiðni Sendibfla hf. um framlengingu leyfís Þjófar ógnuðu öryggisvörðum ÖRYGGISVERÐIR Securitas komu að tveimur innbrotsþjófum í húsi Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafar- holti í fyrrinótt og ógnuðu þjófarnir vörðunum með kylfum og sluppu út í náttmyrkið. En undankoma þeirra var skammvinn — lögreglan í Reykjavík handtók annan þeirra við Rauðavatn skömmu síðar og leitar nú hins. Verðir fóru upp I Grafarholt eftir að viðvörunarkerfi Securitas gaf merki um óboðna gesti. Þar sáu þeir bifreið þjófanna og að hurð á golfskálanum hafði verið brotin upp. Lögreglu var umsvifa- laust gert viðvart og voru þjófarnir inni í skálanum. Þeir höfðu brotið upp hurðir og reynt að gera örygg- iskerfi skálans óvirkt, en ekki tekist. Þjófarnir brugðu hart við og ógnuðu vörðunum með kylfum og sluppu út í náttmyrkið. Lögregla kom skömmu síðar á vettvang og hófst umfangsmikil leit að þjófunum, sem leiddi til þess að annar þeirra var hand- tekinn upp við Rauðavatn. Um helgina handtók lögreglan í Reykjavík sjö menn í Skeifunni þar sem þeir hugðu á innbrot. Öryggisverðir Securitas urðu varir við grunsamlegar mannaferðir og gerðu lögreglu viðvart og leiddi það til handtöku mannanna. „Þessi tilvik sýna mikilvægi þess að hlúa að góðu samstarfi lögreglu og öryggisfyrirtækisins," sagði Jó- hann Óli Guðmundsson, forstjóri Securitas, í samtali við Morgun- blaðið. BORGARRÁÐ hefur hafnað beiðni Sendibíla hf. um framlengingu leyfis til reksturs bflastöðvar í Hafnar- stræti 2. Samþykt var með 4 sam- hljóða atkvæðum í borgarráði, að með tilvísun til bréfs umsjónarnefnd- ar leigubifreiða treysti borgarráð sér ekki til að framlengja umbeðið leyfi. í bréfi Umsjónarnefndar leigu- bifreiða er meðal annars vísað til reglugerðar þar sem segir m.a.: „Enginn bifreiðastjóri má reka leigubifreið, allt að 8 farþega, til mannflutninga, nema hann hafi afgreiðslu á félagssvæði Frama, og hafi öðlast atvinnuleyfi sem Nýr framkvæmda- stjóri BSRB GUÐRÚN Árnadóttir meinatæknir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bandalags starfsmanna ríkis og bæja frá og með 1. febrúar á næsta ári. Hún tekur við starfinu af Har- aldi Steinþórssyni, fyrrum varafor- manni BSRB, sem lét af störfum I. desember sl. Guðrún var ein fjögurra um- sækjenda en áður, ráðningin kom til afgreiðslu stjórnar bandalags- ins á mánudag höfðu tveir um- sækjendanna dregið umsóknir sínar til baka. Annar þeirra óskaði nafnleyndar en hinn var Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. Þriðji umsækjandinn var Svan- hildur Halldórsdóttir, fræðslufull- trúi BSRB. Guðrún Árnadóttir átti sæti í stjórn BSRB frá 1979 og þar til á þingi bandalagsins í haust. Hún var formaður verkfallsstjórnar BSRB í verkfallinu á fyrra ári og var talin koma mjög sterklega til greina sem varaformaður banda- lagsins í stað Haraldar Steinþórs- sonar. Þegar til kom gaf hún ekki kost á sér, eins og fram hefur komið í blaðinu. Guðrún Árnadóttir. EM unglinga í skák: Davíð Ólafs- son vann DAVÍÐ Olafsson sigraöi i'rann Kill- ian Hynes í 33. leikjum í 1. umferð Evrópumóts unglinga í skák, sem hófst í Groningen ■ Hollandi í gær. Hann mætir svissneska skákmann- inum Pascal Horn í 2. umferð. 30 skákmenn taka þátt í mótinu, sem lýkur 2. janúar næstkomandi og verða tefldar þrettán umferðir. Stigahæsti keppandi mótsins er frá Sovétríkjunum, Khalifman, og hefur hann 2.490 Elo-stig. Hann er talinn sigurstranglegastur en næstur honum að stigum er Piket frá Hollandi með 2.400 stig. Davíð Ólafsson er með 2.290 Elo-stig og er 13. í röðinni. leigubifreiðastjóri á svæðinu.“ Vekur nefndin athygli á að síðan 1. apríl 1985 hafi aðeins einn leyfis- hafi til mannflutninga verið í afgreiðslu á þessari stöð og aki hann sendibifreið, sömu gerðar og aðrir bílar Sendibíla hf. Þá segir í bréfi umsjónarnefndar leigubif- reiða að mikil brögð séu að því, að sendibílar Sendibíla hf. aki fólki eins og um venjulegan leigubif- reiðaakstur sé að ræða til jafns við vöruflutninga. Nefndin beindi því þeim tilmælum til borgarráðs að fella úr gildi áðurnefnt leyfi. SVR: Breytingar á leiða- kerfí 6 og 7 VIÐ opnun brúar á Bústaðavegi yfir Kringlumýrarbraut varð breyt- ing á akstri vagna SVR, sem aka á leiðum merktum 6 og 7. í fréttatilkynningu frá SVR segir, að vagnarnir aki nú um nýju brúna, en ekki um Suðurhlíð og Sléttuveg, eins og var fyrir opnun brúarinnar. Hins vegar er ekið að Borgarspítala, frá Bú- staðavegi, í hverri ferð. Útgáfustjóm Þjóðviljans: Vill ræða stofnun nýs fjölmiðlafyrirtækis - en hafnar sameiningu Alþýðublaðsins, NT og Þjóðviljans ÁLYKTUN frá stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans þar sem segir, „að stjórn- in sé andvíg því, að Þjóðviljinn verði lagður niður eða gerður að hluta af nýju dagblaði, sem ýmsar stjórn- málahreyfingar ættu aðild að, eins og hugmyndir eru uppi um“. Hins vegar lýsir stjórnin yfir vilja sínum til að taka þátt í við- ræðum um stóraukna samvinnu dagblaðanna, sem eiga aðild að Blaðaprenti og lýsir jafnframt þeim vilja sínum „að taka þátt í viðræðum við aðstandendur NT og Alþýðublaðsins um stofnun nýs fjölmiðlafyrirtækis, sem hafi fjöl- miðlun í víðtækum skilningi á verkefnaskrá sinni“. Steingrímur J. Sigfusson alþingismaður: Ég tel eðlilegar að leysa bankastjórnina frá störfum Athugasemd vegna frétta Morgunblaðsins um atkvæðagreiðslur í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins Hr. ritstjóri. Vegna frétta í Morgunblaðinu í dag, miðvikudaginn 18. desember, um atkvæðagreiðslur í framkvæmda- stjórn Alþýðubandalagsins vil ég koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Nokkurs misskilnings eður rugl- ings virðist gæta hjá blaðinu um afgreiðslu tillagna í framkvæmda- stjórn Albýðubandalagsins um bankaráð Utvegsbankans og skip- an í bankaráð. Hið rétta er að samþykktar voru tvær tillögur. Önnur um að óeðlilegt væri að endurkjósa fráfarandi bankaráð Utvegsbankans. Þeirri tillögu var undirritaður andvígur. Ekki vegna þess að bankaráð Ctvegsbankans hafi staðið sig svo vel að sérstök ástæða sé til að endurkjósa það, heldur vegna þess að ég taldi til- löguna gallaða. Eðlilegra hefði verið að álykta fyrst og fremst um að bankastjórn Ctvegsbankans, sem -lögum samkvæmt ber hér mesta ábyrgð, skyldi leyst frá störfum og fleira mætti síðan nefna. Hin tillagan fjallaði um þá meginreglu að þingmenn sitji ekki í bankaráðum en einnig var þar fjallað um sameiningu banka, bankaleynd o.fl. Þeirri tillögu var ég efnislega og í aðalatriðum sammála og greiddi henni því atkvæði mitt. Því gagnstæða er hins vegar haldið fram á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Því kem ég blaði þínu til hjálpar hr. ritstjóri svo hafa megi það sem sannara reynist, ekki síst á útsíð- um. Gleðilegjól. Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.