Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 6

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Hverju skal Eg verð að játa að ég dottaði undir sjónvarpsspjalíi þeirra Óskars Guðmundssonar og Elíasar Snælands Jónssonar ritstjórnar- fulltrúa við Þorstein Pálsson fjár- málaráðherra síðastliðið þriðju- dagskveld. Það er nú einu sinni svo að tiltölulega snyrtilegir og kurteis- ir menn vekja ekki ætíð mikla eftir- væntingu. Albert var að vísu alltaf vel búinn en einhvern veginn vissi maður aldrei hverju hann svaraði næst til þá spurningahríðinni slot- aði. Ég dottaði sumsé aldrei í sjón- varpsstólnum þegar Albert blessað- ur sat á beininu enda rak þá hver uppákoman aðra í það minnsta í fjölmiðlunum. Þorsteinn virðist ætla að sigla lygnari sjó um myrk- viði ríkisfjármálanna. Þegar ég tók að íhuga nánar fyrr- greindan sjónvarpsþátt þá kóinuðu ritvélarfingurnir. Ógnvænleg spurning hafði bankað uppá — þessi: Er það staðreynd að fjölmiðla- hríðin hafi slsvt svo skilningarvit okkar að það kvikni ekki á perunni nema þegar válegra tíðinda er að vsnta eða hneykslismála? Þessi hugsun er sannarlega ógnvænleg því hversu létt verður ekki fasistun- um og lýðskrumurunum að ná eyr- um fólksins er við nennum ekki lengur að hiusta á þá er vilja af hógværð og skynsemi stýra sam- félaginu fram á veg. Þá mæna allra augu á gladíatorana og eftirleikur- inn verður auðveldur þeim er kostar brauðið og leikana. Fíni fríhafnar- bangsinn: Mér varð einnig hugsað til þess, að þau augnablik er ég dottaði undir fyrrgreindu fjárlagaspjalli, hefðu máski þegar allt kom til alls skipt mig miklu máli persónulega. Reynd- ar varð mér hugsað til vinar míns eins er átti iítinn dreng á leikskóla. Svo var mál með vexti að drengur- inn bast vináttuböndum við eina fóstruna á leikskólanum. En svo fór fóstran að vinna á skrifstofu ... ég gat ekki neitað laununum ... var svarið sem pabbi drengsins fékk þegar þeir feðgar kvöddu uppá- haldsfóstruna. Næstu mánuði komu fóstrur og fóru eins og hvítir storm- sveipir. Litli drengurinn gerðist ódæll og fór einförum, ekki bætti úr skák að yfirvinnan hafði verið tekin af pabbanum á ríkisstofnuninni þar sem hann starfaði. Pabbinn varð að leita sér að aukavinnu á nýjum stað og sást æ sjaldnar heima. Litli drengurinn byrjaði í alvöru skóla. Einn góðan veðurdag kom hann með bréf heim til pabbans frá kennaran- um. Þár stóð meðal annars:... sýnir merki um streitu, náum litlu sem engu sambandi við nemandann. Fer lítt fram í námi. Pabbinn leggur frá sér bréfið ... hann kveikir hugsi á sjónvarpinu. Af skerminum brosir við honum snyrtilegur hagfræði- doktor: Lækkun ríkisútgjalda er möguleg en erfið. Mörgum útgjalda- þáttum verður að fórna sem sannar- lega eru allra góðra gjalda verðir og gott væri að hafa efni á. Pabbinn slekkur á doktornum, hann stendur upp úr sjónvarpsstólnum og gengur inn í herbergi sonar síns, horfir á sofandi barnið þar sem það hjúfrar sig að gamla slitna bangsanum. Ég skal kaupa handa þér nýjan bangsa á morgun í nýju fríhöfninni, hvíslar pabbinn. Hann á bókað flug daginn eftir á fimm daga ráðstefnu í Köben þar sem ræða á bætta nýtingu fjár- magns í ríkisstofnunum. Ólafur M. Jóhannesson Skipta fjárlögin máli? fórna? W ÚTVARP/SJÓNVARP Forvitnu konurnar ■■■■ Gamanleikur- nn nn inn „Forvitnu — konurnar" verður fluttur á rás 1 í kvöld kl. 20.00. Leikritið er eftir ítalska leikritahöf- undinn Carlo Gondoli og var það frumflutt í út- varpinu árið 1966. Þýðandi er Hulda Valtýsdóttir. Leikstjóri er Helgi Skúla- son. Carlo Gondoli (1707- 1793) var einn frægasti gamanleikjahöfundur ít- ala á 18. öld og átti stóran þátt í að blása nýju lífi í ítölsku gamanleikina sem höfðu verið f lægð um langt skeið. Gondoli byggði leikrit sín á at- hugunum á daglegu lífi fólks og skopast einkum að hinu fáránlega í fari mannsins. — gamanleikrit Helgi Skúlason leikstýrir verkinu Leikritið „Forvitnu kon- urnar" hefst með formála þar sem Gondoli sjálfur kemur við sögu. í leikrit- inu segir frá herramönn- um nokkrum sem stofnað hafa með sér dæmigerðan karlaklúbb þar sem kon- um er stranglega bannað- ur aðgangur. En auðvitað verður hin mikla leynd sem hvílir yfir starfsemi klúbbsins til þess að kynda undir tortryggni og for- vitni eiginkvennanna og þær ákveða að taka til sinna ráða. Leikendur eru: Þor- steinn Ö. Stephensen, Herdís Þorvaldsdóttir, Valgerður Dan, Arnar Jónsson, Haraldur Björns- son, Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir, Lárus Pálsson, Þóra Friðriksdóttir, Borg- ar Garðarsson, Árni Tryggvason, Gísli Hall- dórsson, Gunnar Eyjólfs- son og Helgi Skúlason. — lokaþáttur f forkeppni ■■■■ Poppgátan OQ 00 spurningaþátt- áió — ur um popptón- list - hefst á rás 2 kl. 23.00 í kvöld og er þátturinn í umsjá þeirra Jónatans Garðarssonar og Gunn- laugs Sigfússonar. Þátturinn er sá áttundi í röðinni og jafnframt lokaþátturinn í forkeppni. Eftir eru sjö þættir þar Umsjónarmenn þáttarins: Jónatan Garðarsson og Guölaugur Sigfússon. sem sigurvegarar hverrar forkeppni keppa innbyrð- is. í þættinum í kvöld keppa Halldór Ingi Andr- ésson, verslunarmaður í Plötubúðinni, og Ásmund- ur Jónsson í versluninni Gramminu. í síðasta þætti sigraði Guðmundur Bene- diktsson Jakob Frímann Magnússon með 19 stigum gegn 10% stigi. Tónlistar- krossgátan 15 Tónlistarkross- 00 gáta númer 42 ----verður leikin á rás 2 nk. sunnudag og verður hún að þessu sinni undir stjórn Þorgeirs Ást- valdssonar. Hlustendum er gefinn kostur á að ráða krossgátu um tónlist og tónlistar- menn. Lausnir sendist til Ríkisútvarpsins rás 2, Efstaleiti 1, 108 Reykja- vík, merkt Tónlistarkross- gátan. Gesta- gangur ■■■■ Þáttur Ragn- Q1 00 heiðar Davíðs- 1. — dóttur, Gesta- gangur, er á dagskrá rásar 2 í kvöld kl. 21.00 og verður gestur Ragnheiðar að þessu sinni Kristinn Sig- mundsson söngvari. Kristinn Sigmundsson UTVARP FIMMTUDAGUR 19. desember 7.00 Veðurtregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurtregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Elvis, Elvis“ eftir Mariu Gripe. Tortey Steinsdóttir þýddi. Sigurlaug M. Jónas- dóttir les (17). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Málræktarþáttur. Endur- tekinn þáttur »rá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 Þingfréttir. 10.50 „Eg man þá tlð“. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.20 Or atvinnulffinu — Vinnu- staðir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 11.40 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 14.00 Miödegissagan: .Feðgar á ferð" eftir Heðin Brú. Aðalsteinn Sigmundsson þýddi. Björn Dúason les (10). 14.30 A frlvaktinni. Þóra Mar- teinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suöurlandi. Umsjón- armaöur Hilmar Þór Haf- steinsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16Æ0 „Tónlist tveggja kyn- slóöa“. Sigurður Einarsson kynnir. 17.00 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvðldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 10.05 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson ftytur þáttinn. 20.10 Leikrit: „Forvitnu konurn- ar“ eftir Carlo Goldoni. Leik- stióri: Helgi Skúlason. Leik- endur: Þorsteinn Ö. Steph- ensen, Herdls Þorvaldsdótt- ir, Valgerður Dan, Arnar Jónsson, Haraldur Björns- son, Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir, Lárus Pálsson, Þóra Friðriksdóttir, Borgar Garð- arsson, Arnl Tryggvason, Glsli Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og Helgi Skúla- son. Aður útvarpaö 1966 og 1970. Leikritið verður endur- tekið næstkomandi laugar- dagskvöld kl. 20.30. 21.30 Gestur I útvarpssal. Bandarlski planóleikarinn Yvar Mikhashoff leikur planólög eftir amerisk tón- skáld. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins 23.00 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Asdls J. Rafnar. 23.00 Túlkun I tónlist. Rögn- valdur Sigurjónsson sér um þáttinn. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 19. desember 10:00—12:00 Morgunþáttur /Zk SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 20. desember 19.15 Adöfinni. Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.25 Svona gerum við. Tvær sænskar fræðslu- myndir sem sýna hvernig brauð er bakað og gluggar smlðaðir. Þýöandi og þulur Bogi Arnar Finnbogason. (Nordvision — Sænska sjón- varpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.45 Þingsjá. Umsjónarmaður Páll Magn- 21.00 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Einar Sig- urðsson. 21.35 Skonrokk. Umsjónarmenn Haraldur Þorsteinsson og Tómas Bjarnason. 22.25 Derrick. Tlundi þáttur. Þýskur saka- málamyndaflokkur. Aðal- hlutverk: Horst Tappert og Fritz Wepper. Þýðandi Vet- urliði Guðnason. 23.25 Seinni fréttir. 23.40 Astlmeinum. (The Weather in the Streets). Ný bresk sjónvarpsmynd gerð eftir tveimur skáldsög- um eftir Rosamond Leh- mann. Leikstjóri Gavin Millar. Leikendur: Michael York, Lisa Eichhorn og Joanna Lumley. Myndin gerist I Bretlandi um og eftir 1930. Söguhetjan Olivia hyggst skapa sér sjálf- stæða tilveru I Lundúnum eftir misheppnaö hjónaband. Hún hittir aftur mann, sem hún hreifst af sem ung stúlka, en hann er nú kvænt- ur. Samband þeirra verður náið og hneykslar marga auk þess sem það veldur Oliviu ýmsum sárindum. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 01.25 Dagskrárlok. Stjórnendur: Kristján Sigur- jónsson og Asgeir Tómas- son. Hlé 14:00—15:00 ífullufjöri Stjórnandi: Asta R. Jóhann- esdóttir. 15Æ0—16:00 I gegnum tlðina Stjórnandi: Jón Ólafsson. 16:00—17K)0 Ötroðnar slóðir Kristileg popptónlist. Stjórnendur: Halldór Lárus- son og Andri Már Ingólfsson. 17:00—18:00 Gullöldin Lög frá sjðunda áratugnum. Stjórnandi: Vignir Sveinsson. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 20:00—21:00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2 Tlu vinsælustu lögin leikin. Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 21:00—22:00 Gestagangur Stjórnandi: Ragnheiöur Dav- Iðsdóttir. 22:00—23:00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar Gests. 23:00—24:00 Poppgátan Spurningaþáttur um popp- tónlist. Stjórnendur: Jónatan Garð- arsson og Gunnlaugur Sig- fússon. 17:00—18:00 Svæðisútvarp Reykjavikur og nágrennis (Fm90.1 MHz)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.