Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 12

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Töluð orð Bókmenntir • Sigurjón Björnsson Andrés Björnsson: Töluð orð. Áramótahugleiðingar 1968-1984. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1985.219 bls. Það er gömul hefð að æðstu embættismenn tali til þjóðarinnar á merkisdögum: gamlárskvöldi, nýársdegi, 17. júní. Að vonum eru ræður þessar misjafnar. Á stund- um eru þær leiftrandi snjallar, andríkar, vel samdar og á fögru máli. Oftar en hitt er þó mál þess- ara mætu manna fremur flatt og böggulslegt. Og ekki er grunlaust um að stundum hafi aðrir hlaupið undir bagga. Einhvern veginn segir mér hugur um að þessi hefð fari brátt að syngja sitt síðasta vers. Nýir siðir fylgja nýjum herr- um og val til æðstu trúnaðarstarfa tekur lítt mið af því hversu vel menn eru máli farnir og hversu djúpur skilningur þeirra er á ís- lenskri menningararfleifð. Líkleg- ast telst þetta núorðið til fremur smávægilegra aukaatriða og gott ef ekki gamalmennanöldur. Víst mætti rökstyðja þess háttar mat, ef sú væri ekki raunin að J>eir sem vel eru máli farnir og tala af þeirri hógværð og mannskilningi að eft- irminnilegt er, reynast einatt far- sælir í ábyrgðarstöðum. Andrés Björnsson, sem nýlega hefur látið af starfi útvarpsstjóra, er einn þeirra sem reynst hefur afar farsæll embættismaður og áunnið sér virðingu og vinsæidir. Hann er jafnframt einn þeirra fáu manna, sem getur staðið fyllilega undir því að láta gefa út áramóta- ræður sínar fyrir öll 17 embættisár sín, óstyttar og óbreyttar. Mér kæmi ekki á óvart þótt nokkuð mætti bíða jæss að annar embætt- ismaður fari í fötin hans í þessu tilliti, svo að hann væri vel sæmd- ur af. Það er mat mitt að þessar ræður njóti sín jafnvel betur nú, þegar unnt er að lesa þær í næði en þegar þær voru fluttar í glaumi áramótanna. Ræður Andrésar eru ekki ein- hæfar, og endurtekningasamur er hann ekki. Engu að síður eru þær allar bornar uppi af einni megin hugsun, þróttmiklu stefi sem hverfur ekki frá lesanda fyrr en kveðjuorðin hafa verið sögð. Það er umhyggja höfundar fyrir mann- ingum, gildi hans og velferð. Andrés er sannur mannhyggju- maður. „Hinir miklu landvinningar í ríki efnisins, rannsóknir og upp- finningar, tækni og vísindi, virðast þó ekki veita manninum allt sem hann þráir mest. Hann verður æ hungraðri því meir sem hann etur af skilningstrénu. Hann skilur Andrés Björnsson ekki sjálfan sig.“ Svo mælir hann í fyrstu ræðu sinni, þegar árið 1968 er að kveðja. Og 17 árum síðar segir hann: „Það er nokkurn veginn ljóst að kröfurnar til manna um félags- þroska á þessum fjölbyggða hnetti hafa ekki orðið samstiga risaskref- um tækniþróunar." Það er sem Andrés Björnsson lfti á mannlífið úr nokkrum fjarska, spurulum augum og af nokkrum kvíða. Hann ann mann- lífi án þess að láta blekkjast af ásýnd þess. Hann horfir á víxlspor mannskepnunnar án þess að hneykslast. Hann kann vel að meta hagræði tæknilegra fram- fara, en varar við að menn ánetjist þeim. Hann horfir til æðri mæta, þess sem varanlegra er. Sjálft manngildið er honum ofar í huga. Hann er ekki bjartsýnn á framtíð mannkyns, en ekki heldur bölsýnn. Það er sem sú spurning sé honum ávallt efst í huga, ósögð að vísu: lHvert er ferðinni heitið? Andrés er vissulega innhverfur hugsuður, djúpskyggn en jafn- framt raunsær. Ræða hans er aldrei hástemmd eða hlaðin, en hún ber í sér alvörufullan þunga. Því lengur sem maður staldrar við orð hans því dýpri verður merking þeirra. Því hygg ég, að þeir sem kunna að njóta góðra bóka muni hafa þetta litla kver í hávegum og lita oft í það. Enda þótt það hafi að geyma „tækifærisræður", skylduverk embættismanns, er það engar dægurflugur. Andrés Björnsson er svo kunnur löndum sínum sem útvarpsmaður að óþarft er að fara orðum um tök hans á íslensku máli. Þessi bók ber kunnáttu hans og smekk fagurt vitni. Viðhorf hans til móðurmáls- ins kemur og skýrt fram í síðustu ræðu hans. Fer vel á að enda þess- ar hugleiðingar á hvatningu hans. „íslensk tunga er efalaust mikil- vægasta og dýrmætasta sameign okkar. Hún geymir alla okkar sögu og sjálfa þjóðarsálina. Virðing okkar allra fyrir móðurmálinu á að vera heilög skylda. Um þá skyldu eiga ungir og aldnir að taka saman höndum." Kvótarnir að fyllast á Dalvík Dalvík, 14. desember. BJÖRGVIN EA 311 kom á fimmtu- dag til hafnar úr síðustu veiðiferð á árinu og landaði um 80 tonnum af skrapfiski. Björgúlfur kom til hafn- ar fyrir nokkrum dögum úr siglingu þar sem hann seldi um 180 tonn fyrir rúmar 9 milljónir króna og hefur hann einnig fyllt sinn afla- kvóta á þessu ári. Að undanförnu hefur mikið borist á land af rækju til Söltunar- félags Dalvíkur og var um tíma unnið í verksmiðju félagsins á vöktum allan sólarhringinn. Þessi mikli rækjuafli hefur borist af skipunum Dalborgu, Blika, Sólfelli og Sæljóni. Dalborg landaði síðast 26 tonnum af stórri og góðri rækju eftir 5 daga veiðiferð. Skipið er nú í sinni síðustu veiðiferð á rækju og er fyrirhugað að hún ljúki við þorskkvóta sinn fyrir áramót og ráðgerð sigling og sala í byrjun næsta árs. Þá hefur og borist til Dalvíkur all góður afli af stórufsa af bátum Grímseyinga og hefur hann verið verkaður í salt. Til Dalvíkur kom í síðustu viku nýr stálbátur, 100 lestir að stærð, Sænes EA 75. Þessi bátur' hefur átt hér heimahöfn áður, en var nú keyptur frá Siglu- firði. Eigandi er Utgerðarfélagið Rán hf. og er þetta annar bátur fyrirtækisins. Fyrir á það Sæljón EA 55. Skipstjóri er Gunnþói Sveinbjörnsson Fréttaritarar. Tirunij HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KOPAVOGI Veronika-stóll kr. 4.230 Cafe-stóll kr. 3.180 með Agústa-stóll kr. 3.590 meósessu. sessu. meósessu. Doca-kommóða, massíf fura.kr. 10.970. 2ja sæta sófar úr svampi sem má breyta í rúm. Nokkrar gerðir. Sally-furusófasett kr. 19.700 = 3f 1+1 kr. 21.600 = 3+2+1 Massíft furuskrifborð. Nokkrar gerðir. Skrif- borðsstóllkr. 2.580. M Barnakörfustóll kr. 1.380. Fururúm, margar gerðir. Breiddir: 90 cm, 120 cm, 140 cmog150cm.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.