Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 17 \ \ l Þjóðtrú og þjóðfræði Bókmenntir Sigurjón Björnsson Jón Hneflll Adalsteinsson: Þjóðtrú og þjóósagnir. Iðunn, Reykjavík, 1985.170 bls. í formálsorðum höfundar nefn- ist þetta rit „fræðirit fyrir almenn- ing“. Hann telur þjóðfræði ganga „öllu nær kviku mannlífsins en velflestar aðrar fræðigreinar. Umfjöllunarefni hennar verða því gjarnan nákomin flestum mönn- um“. Augljóst er að fræðirit um þau efni þurfa að vera aðgengileg sem flestum. Sé einungis litið til íslendinga er vitað að geysimiklar þjóðfræðibókmenntir eru nú í höndum manna og sennilega meira lesnar af öllum almenningi en margt annað sem hiliur prýðir. Þjóðfræðaefni er því mörgum mjög vel kunnugt og kært. Af þeim sökum einum er mjög gagnlegt að út er gefið ljóst og vel skrifað fræðirit, sem flestir ef ekki allir þjóðfræðaunnendur geta notið. Það ætti að stuðla að því að gera lestur manna meira íhugandi, skipulegri og betur menntandi. Rit þetta skiptist í sex aðalkafla eða þætti: Þjóðfræði, Þjóðfræði á íslandi, Þjóðtrú, Þjóðtrú í fornöld og nútíð, Þjóðtrú í strjálbýli og þéttbýli, Þjóðfræðirannsóknir. í fyrsta kafla er þjóðfræði skil- greind sem „vísindagrein sem fæst við rannsókn þjóðmenningar". Þjóðfræði er heildarhugtak sem spannar yfir þrjú aðalsvið: þjóð- sagnafræði, þjóðhætti og þjóðlíf, eða „andlega, verklega og félags- Jón Hnefill Aðalsteinsson lega þjóðmenningu“. Þjóðtrú er svo fjórða efnisatriðið, sem gegn- sýriröllhin þrjú. í sérstökum undirþáttum er síðan fjallað um aðalsviðin þrjú, auk þess sem undirþáttur er um tengsl þjóðfræði við aðrar fræði- gremar. f næsta þætti er grein gerð fyrir þróun þjóðfræðL á fslandi og sér- staklega fjallað um þjóðsagna- fræðina. Þá koma þrír þættir er gera þjóðtrúnni skil og bókin endar síðan á sýnishorni um þjóðfræði- rannsókn. Eins og þessi upptalning ber með sér er ritið skipulega og fræði- mannslega samið. Það er þó fjarri því að vera þurrt eða strembið, því að hvort tveggja er að stíll er lipur og léttur og málfar afar skýrt. Þá gerir það og bókina skemmtilega aflestrar að mikið er um skýring- ardæmi, t.a.m. þjóðsögur. Teknir eru upp hlutar úr inngangsorðum þekktra þjóðfræðinga. Gerð er skilmerkilega grein fyrir frum- kvöðlum þjóðfræða bæði íslensk- um og erlendum. Samanburður á þjóðfræðaminnum á ólíkum tím- um er hinn athyglisverðasti. Síð- asti kaflinn sem er könnun á til- drögum alkunnrar íslenskrar vísu og hver muni vera höfundur henn- ar er allrar athygli verð. Þetta ágæta rit dr. Jóns Hnefils Aðalsteinssonar þjónar að mínu viti tilgangi sínum mæta vel. Það er einkar áhugaverður lestur öllum þeim sem þjóðfræðum unna. Og þeir eru með vissu margir. Það er prýðilega góð leiðsögubók í skólum þar sem fjallað er um þjóðfræði. E.t.v. getur það stuðlað að því að þessum mikilvæga þætti menning- ar vorrar verði betur sinnt í skól- um en ég hygg að nú sé gert. Varla orkar það tvímælis að fátt er betur til þess fallið en t.a.m. þjóðsögur að glæða málkennd, örva hugar- flug og veita innsýn í hugarheim þjóðar, óskir hennar og vonir, ótta hennar og geig, með öðrum orðum nema samhljóm okkar við þjóðar- eðlið, svo að hátíðlega sé að orði komist. Jólagjöf fjölskyldunnar töku- og sýningarvélin frá Gefðu þér gjöf, sem gleður þig og þína árum saman. Gefðu þér Nordmende töku- og sýningavélina, taktu jólin upp á myndband og síðan getur þú yljað þér við minningu þeirra árum saman. Löngu eftir að börnin eru uppkomin og farin að heiman, getur þú horft á þau eins og þau voru í bernsku og skemmt þér yfir gamalkunnum uppátækjum þeirra. Tækniatriði: Nordmende töku- og sýningavélin (video- movie) er með sjálfvirkt ljósop og faststillingu á því við erfið birtu skilyrði. Hún er útbúin með rafknúna aðdrátt- arlinsu, sem stækkar 6-falt og ,,macro“ sem gerir þér kleift að fókusa á hluti sem eru mjög litlir eða nálægt lins- unni, t.d. blóm eða skordýr. Ljósnæmnin er 15 lux, sem þýð- ir að vélin ræður við sömu birtuaðstæður og mannlegt auga. „White-balance“ tryggir 100% myndgæði. Vélin er afar - einföld í notkun og hentar hverjum sem er, og er útbúin með rafhlöðu, svo þú getur notað hana hvar og hvenær sem er. VIÐ TÖKUM VEL SSSE ipHJ lli®! Fylgihlutir: hleðslutæki, rafhlaða, handfang, snælda, hljóðnemi og taska með hólfi fyrir hvern hlut. Allar nánari upplýsingar um þessa einstöku vél færðu hjá sölumönnum okkar. Vegna sérstakra samninga gátum við lækkað verðið á vélinni úr kr. 96.500,- í kr. 86.900.- og staðgreiðsluverðið er þá - 79.900.- útborgun 15.000.- Eftirstöðvar á 8 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 A M0TI ÞER i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.