Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 TRÖLLEYKID Þegar Desmond Bagley lést fyrir tveim árum kom á daginn aö hann átti nokkur handrit í fórum sínum. í fyrra kom út í nætur- villu, sem seldist upp viku fyrir jól, en hefur verið endurprentuö í takmörkuðu upplagi. Nú kemur Trölleykið, sem dregur nafn af feiknastóru farar- tæki, sem er notað til flutninga í Nyala, ríki í V. Afríku. í Trölleykinu nær Desmond Bagley hámarki í frásagnasnilld sinni; hraða í frásögn, baktjalda- makki og unnum sigri. Trölleykið er hörkuspennandi Bagleybók. SUÐRI Hagfræðingur í bandaríska samgöngu- ráðuneytinu um People Express: Hefur ekki sýnt áhuga á flugi til Luxemborgar Frá Jóni Ásgeiri Sigurdssyni, frétUriUra MorgunblaósinB í Bandnríkjunum. BANDARÍSKA flugfélagið Peoples ríkjunum annars vegar Express hefur ekki óskað eftir sér- stakri heimild til að fljúga á milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar, en raun að öllum líkindum fá hana fyrir 6. febrúar nk., sem hluta af almennri heimild til að fljúga til Evrópulanda. J. Kevin Kennedy, hagfræðingur hjá bandaríksa sam- gönguráöuneytinu, sem hefur með slíkar umsóknir til flugmáiayfir- valda að gera, sagði fréttaritara Morgunblaðsins að Peoples Express hafi ekki gefið neina vísbendingu um sérstakan áhuga á leiðinni milli Bandaríkjanna og Lúxemborgar. Umsókn um almenna heimild Peoples Express sótti 17. apríl 1985 um almenna heimild til bandarísku flugmálastjórnarinar til að flytja fólk, eignir og póst milli hvaða staða sem er i Banda- og Nioht I )ratimamir rætast &Dav 1 & Day SænaurfatnRður í Sængurfatnadur í * hæsta gæöaflokki % “ , * Kaupfélógm um allt land M|kligarður. Torgið, Dobius ©g Fatat\ hins vegar Channon-flugvallar á ír- landi, hvaða staða sem er i Belgíu, Sambandslýðveldinu Þýskalandi, Lúxemborg og Sviss. Bandaríska flugfélagið, sem er orðið það 5. stærsta í Bandaríkjun- um, fór fram á að þessi heimild yrði sameinuð heimild sem Peoples Express hefur þegar til að fljúga milli New Ark í New Jearsy-fylki og London í Englandi. Bandaríkska flugmálastjórnin verður samkyæmt lögum frá 1958 að leggja allar umsóknir um slíkar almennar heimildir fyrir forseta Bandaríkjanna til staðfestingar eða synjunar. Forsetinn kannar hvort umsóknin samræmist örygg- is- og öðrum hagsmunum Banda- ríkjanna og gefur til kynna innan 61 dags ákvörðun sína um sam- þykki eða synjun. Það var 5. desember sl. sem bandaríska flugmálstjórnin sendi Bandaríkjaforseta tillögur sínar um almenna heimild til handa Peoples Express til að fljúga milli áðurnefndra staða, þannig að Ronald Regan tekur ákvörðun fyrir 6. febrúar 1986. Að sjálfsögðu getur forsetinn tekið þessa ákvörð- un hvenær sem er áður en frestur- inn rennur út. Undanþágur En þótt Peoples Express hafi sótt um flugieiðina milli Banda- ríkjanna og Brussel innan al- mennu heimildarinnar, er flug- félagið þegar byrjað að fljúga til Brussel í Belgíu. Ástæðan er sú að flugfélagið hefur orðið sér úti um undanþágur fyrir flug á þrem- ur leiðum. Peoples Express sótti um New Ark-Ziirich 2. júlí 1985 og fékk heimild til að fljúga þang- að fram til 31. maí 1986. Um leiðina New Ark-Brussel sótti flugfélagið 26. ágúst 1985 og fékk heimild til að fljúga á henni til 1. ágúst 1986. Loks sótti Peoples Express um leiðina SanFransico-Brussel þann 8. nóvember sl. og fékk heimild til að fljúga á þeirri leið fram til 16. október 1986. Flugmálastjórnin bandaríska hefur heimild til að veita flug- félögum undanþágur frá lagaá- kvæðum eða reglugerðum, ef umsækjandi þykir sýna fram á að beiðnin sé í almannaþágu. Peoples Express gerði sér grein fyrir að umsóknin um almenna heimild tæki nokkra mánuði, en vildi hefja millilandaflugið fyrr. Af þeim ástæðum lagði flugfélagið rök- semdir sínar fyrir þörf á flugi á áðumenfdum þremur flugleiðum fyrir bandarísku flugmálastjórn- ina og fór fram á undanþágur. Þessa dagana aulgýsir Peoples Express verð aðra leiðina á flug- ieiðinni milli Bandaríkjanna og Brussel fyrir 99 dollara frá 7. janúar nk., í stað 149 dollara núna. Undanþágurnar voru veittar nokkrum dögum eftir að beiðni barst hverju sinni, og leyfið um flug milli New Ark og Brussel var veitt munnlega fyrst og síðan stað- fest. Enn sem komið er hefur Peoples Express ekki gefið til kynna neinn áhuga á undanþágu vegna flugs til Lúxemborgar, en J. Kevin Kennedy sagði fréttarit- ara Morgunblaðsins hins vegar, að formlega séð geti Peoples Express sótt um slíka undnanþágu í dag og fengið á morgun, að því gefnu að umsóknin yrði samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.