Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 26

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER1985 JÖLATILBOÐ Þessi stórglæsilegu boröstofusett eru nú komin á sérstöku jólatilboðsverði. uborðoa6stólaráaðeinskr. 37,500.-sl9f. Viö bjóðum einnig hagkvæm greiðslukjör. HV ILJI Bláskógar Ármúla (. S. 686080 — 686244*“' (®rnar þ meðhxiUl sten durnú "ir. hefd h:,ld» Þessa Nafnið Vilmundur Gylfason vekur upp fjölmargar spurningar. Hver var hann? Hvað vildi hann? Hverju fékk hann áorkað? Hvaða mynd drógu and- stæðingar hans upp af honum? Bókin „Löglegten siðlaust“ þarfekki skýringa við. Hún tjallar um mann sem þjóðin þekkti og þúsundir syrgðu. Þessi bók á erindi til allra íslendinga. 400 bls. verð kr. 1625 um.................. 1 O K H l_ A O A Sungið og spilað fyrir börnin á Flúðum. Morgunblaðið/Sig. Sigm. Jólasveinar á dráttarvél SjrAra-Lan|>holti, 16. desember. I»AD VAR margt um manninn á Flúð- um á laugardaginn þegar kveikt var á myndarlegu jólatré á flötinni fyrir framan félagsheimilið en venja er að setja upp jóiatré fyrir hver jól á þessum stað. Hafa þessi myndarlegu jólatré verið tekin úr gróðrastöð ungmennafélagsins á Álfaskeiði en þar hefur greni, og reyndar fleiri trjátegundir, dafnað mjög vel. Að þessu sinni komu nemendur úr tónlistarskólanum í Hveragerði í heimsókn til okkar og léku jólalög á lúðra sína undir stjórn Kristjáns Ólafssonar. Einir sjö jólasveinar komu akandi á dráttarvél og tóku lagið fyrir börnin og lék einn þeirra á harmoniku. Skemmtu börnin, og þeir fullorðnu !íka, sér hið besta þó að svalt væri í veðri. Jólaundirbúningur er að sjálf- sögðu með hefðbundnum hætti, greiðar samgöngur um allt og nú er bara eftir að sjá hvort jólin verða rauð eða hvít. Sig. Sigm. Bók um spila-kapla VAKA — Helgafell hefur gefið út Kaplabókina, sem Ásgeir Ingólfsson valdi kapla í og skýrir. í fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a.: „I bókinni eru skýrðir á aðgengilegan og ljósan hátt tugir kapla. Nokkrir þeirra eru auðveldir og einfaldir, aðrir flóknari og erfiðari að láta þá ganga upp. Allir eru þeir þó skemmtilegir og ágætis dægra- dvöl. Uppruni kaplanna er ekki fylli- lega ljós, en vitað er að indverskir aðalsmenn lögðu kapla sér til ánægju snemma á sextándu öld. Spil voru lengi vel svo dýr að það var aðeins á færi efnaðs fólks og aðalsmanna að eignast þau. Þau eru sem betur fer almenningseign í dag og allir hafa gaman af því að leggja kapal. Það er sama hvort komið er á heimili, skóla, vinnu- staði, sjúkrahús, elliheimili — allt- af er einhver að leggja kapal.“ Kaplabókin er sett, prentuð og bundin hjá prentsmiðjunni Eddu hf. Enska hljómsveitin Tremeloes leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Gífurleg aðsókn að nýárskvöldi Broadway: Uppselt í haust og 300 eru á biðlista Fjöldi erlendra og innlendra skemmtikrafta „VIÐ í Broadway ætlum að gera þetta að einu glæsilegasta kvöldi ársins í skemmtanalífinu hér heima og munum ekkert til spara til að ná því takmarki okkar,“ sagði Ólafur Laufdal veitingamaður, aðspurður um nýársfagnað sinn á Broadway, sem auglýstur var á heilsíðu í Morg- unblaðinu sl. sunnudag þótt uppselt sé á fagnaðinn. „Það er rétt,“ segir Ólafur, „það seldist upp á nýárs- fagnaðinn strax í haust og 300 manns eru á biðlista." Þrjár hljómsveitir koma fram á Broadway á nýárskvöld, þar af tvær erlendar. írski söngvarinn Johnny Logan, sem vann Eurovis- ion-söngvakeppnina 1980 kemur fram ásamt hljómsveit sinni og enska hljómsveitin Tremeloes leik- ur fyrir dansi, en sú hljómsveit hefur átt fjölmörg lög á vinsælda- listum. Loks kemur fram í fyrsta skipti svokölluð stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar og mun hún leika undir söng Kristjáns Jó- hannssonar óperusöngvara og dóttur hans Barböru og ennfremur mun hún flytja lög af nýrri plötu Gunnars Þórðarsonar, Borgar- brag, ásamt söngvurunum Agli Ólafssyni, Björgvin Halldórssyni og Eiríki Haukssyni. Nýársdagur er fyrsti dagur 200 ára afmælisárs Reykjavíkurborgar og verður há- tíðin af því tilefni með reykvísku ívafi. Auk lagaflutnings af borgar- plötu Gunnars verður frumfluttur dansinn „Reykjavíkurkvöld" eftir Sóley Jóhannsdóttur og eru það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.