Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER1985
JÖLATILBOÐ
Þessi stórglæsilegu boröstofusett eru nú komin
á sérstöku jólatilboðsverði.
uborðoa6stólaráaðeinskr. 37,500.-sl9f.
Viö bjóðum einnig hagkvæm greiðslukjör.
HV
ILJI
Bláskógar
Ármúla (. S. 686080 — 686244*“'
(®rnar þ
meðhxiUl
sten durnú
"ir.
hefd
h:,ld» Þessa
Nafnið Vilmundur Gylfason vekur upp fjölmargar spurningar. Hver var
hann? Hvað vildi hann? Hverju fékk hann áorkað? Hvaða mynd drógu and-
stæðingar hans upp af honum?
Bókin „Löglegten siðlaust“ þarfekki skýringa við. Hún tjallar um mann sem
þjóðin þekkti og þúsundir syrgðu. Þessi bók á erindi til allra íslendinga.
400 bls. verð kr. 1625
um.................. 1
O K H l_ A O A
Sungið og spilað fyrir börnin á Flúðum. Morgunblaðið/Sig. Sigm.
Jólasveinar á dráttarvél
SjrAra-Lan|>holti, 16. desember.
I»AD VAR margt um manninn á Flúð-
um á laugardaginn þegar kveikt var
á myndarlegu jólatré á flötinni fyrir
framan félagsheimilið en venja er
að setja upp jóiatré fyrir hver jól á
þessum stað. Hafa þessi myndarlegu
jólatré verið tekin úr gróðrastöð
ungmennafélagsins á Álfaskeiði en
þar hefur greni, og reyndar fleiri
trjátegundir, dafnað mjög vel.
Að þessu sinni komu nemendur
úr tónlistarskólanum í Hveragerði
í heimsókn til okkar og léku jólalög
á lúðra sína undir stjórn Kristjáns
Ólafssonar. Einir sjö jólasveinar
komu akandi á dráttarvél og tóku
lagið fyrir börnin og lék einn
þeirra á harmoniku. Skemmtu
börnin, og þeir fullorðnu !íka, sér
hið besta þó að svalt væri í veðri.
Jólaundirbúningur er að sjálf-
sögðu með hefðbundnum hætti,
greiðar samgöngur um allt og nú
er bara eftir að sjá hvort jólin
verða rauð eða hvít.
Sig. Sigm.
Bók um spila-kapla
VAKA — Helgafell hefur gefið út
Kaplabókina, sem Ásgeir Ingólfsson
valdi kapla í og skýrir.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.: „I bókinni eru
skýrðir á aðgengilegan og ljósan
hátt tugir kapla. Nokkrir þeirra
eru auðveldir og einfaldir, aðrir
flóknari og erfiðari að láta þá
ganga upp. Allir eru þeir þó
skemmtilegir og ágætis dægra-
dvöl.
Uppruni kaplanna er ekki fylli-
lega ljós, en vitað er að indverskir
aðalsmenn lögðu kapla sér til
ánægju snemma á sextándu öld.
Spil voru lengi vel svo dýr að það
var aðeins á færi efnaðs fólks og
aðalsmanna að eignast þau. Þau
eru sem betur fer almenningseign
í dag og allir hafa gaman af því
að leggja kapal. Það er sama hvort
komið er á heimili, skóla, vinnu-
staði, sjúkrahús, elliheimili — allt-
af er einhver að leggja kapal.“
Kaplabókin er sett, prentuð og
bundin hjá prentsmiðjunni Eddu
hf.
Enska hljómsveitin Tremeloes leikur fyrir dansi fram eftir nóttu.
Gífurleg aðsókn að nýárskvöldi Broadway:
Uppselt í haust og
300 eru á biðlista
Fjöldi erlendra og innlendra skemmtikrafta
„VIÐ í Broadway ætlum að gera
þetta að einu glæsilegasta kvöldi
ársins í skemmtanalífinu hér heima
og munum ekkert til spara til að ná
því takmarki okkar,“ sagði Ólafur
Laufdal veitingamaður, aðspurður
um nýársfagnað sinn á Broadway,
sem auglýstur var á heilsíðu í Morg-
unblaðinu sl. sunnudag þótt uppselt
sé á fagnaðinn. „Það er rétt,“ segir
Ólafur, „það seldist upp á nýárs-
fagnaðinn strax í haust og 300 manns
eru á biðlista."
Þrjár hljómsveitir koma fram á
Broadway á nýárskvöld, þar af
tvær erlendar. írski söngvarinn
Johnny Logan, sem vann Eurovis-
ion-söngvakeppnina 1980 kemur
fram ásamt hljómsveit sinni og
enska hljómsveitin Tremeloes leik-
ur fyrir dansi, en sú hljómsveit
hefur átt fjölmörg lög á vinsælda-
listum. Loks kemur fram í fyrsta
skipti svokölluð stórhljómsveit
Gunnars Þórðarsonar og mun hún
leika undir söng Kristjáns Jó-
hannssonar óperusöngvara og
dóttur hans Barböru og ennfremur
mun hún flytja lög af nýrri plötu
Gunnars Þórðarsonar, Borgar-
brag, ásamt söngvurunum Agli
Ólafssyni, Björgvin Halldórssyni
og Eiríki Haukssyni. Nýársdagur
er fyrsti dagur 200 ára afmælisárs
Reykjavíkurborgar og verður há-
tíðin af því tilefni með reykvísku
ívafi. Auk lagaflutnings af borgar-
plötu Gunnars verður frumfluttur
dansinn „Reykjavíkurkvöld" eftir
Sóley Jóhannsdóttur og eru það