Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Volvo eigendur! Verkstæöi okkar veröa lokuð dagana 24.— 27. — 30.—31. desember vegna orlofs starfs- manna. Varahlutaverslanirnar veröa lokaöar 2.-3. og 4. janúar vegna vörutalningar. \JZZ2l53I* Sfmi 35207 Suðurlandsbraut 16 Kæru eiginkonur Tilvalin jólagjöf til þeirra eiginmanna, sem enn, þrátt fyrir kvennaáratuginn hafa ekki lært að pressa buxurnar sínar: Fatahengi með rafmagnspressu HIH nwi Bláskógar ÁRMÚLl 8 Sími 686080 Bernskuminningar Huldu — eftir Örlyg .....— Sigurðsson Hún var sú glæsilega norð- lenzka stjórstjarna hinna örygg- islausu horfnu áratuga aldarinn- ar og aflgyðja rómantísku ástar- skáldanna, sem grétu sig í svefn af eintómri ást til hennar. Það var hún, sem vakti í brjósti mér þá miður göfugu kennd, sem nefnist afbrýðisemi. Hún tók Dumma bróður minn (Guðmund Ingva) fram yfir mig og lofaði honum að sofa hjá sér í ylvolgu rúminu. Lengi, lengi á eftir fannst mér ég bæði ljótur og leiðinlegur. Við Hulda erum skólameistarabörn að norðan, en hvort undan sínum meistaran- um. Það má með sanni segja, að Hulda hafi samlagazt fjölskyldu minni eftir að foreldrar mínir fluttu norður, að glæsimenninu föður hennar látnum. Þá gætti hún okkar barnanna oft þegar pabbi og mamma brugðu sér af bæ. Þegar Tóta systir mín spurði af barnslegri forvitni hvort vinur hennar Davíð hefði ekki meint dúkkuvagn þegar hann segir í ástarkvæðinu fræga til Dísu (Huldu Árdísar): „Ég gleymdi einni gjöfinni og gettu hver hún er?“ Hulda brá sér himinlifandi í bæinn og kom með stærðar dúkkuvagn handa systur minni fyrir bráðskemmtilegt svar og ljóðskýringu. Þannig var Hulda okkur einstök og góð, skemmtileg og eftirlát. Þá kenndu þau bæði við skólann hún og Fagraskógar- skáldið. Þá var ástin og róman- tíkin í hámarki og ástarskot aldarinnar reið af svo heyra mátti um land allt. I annað skipti hafði ég gilda ástæðu til að fyllast öfund í hennar garð en það var þegar ég eygði ofjarl minn í stórsnjöllum minninga- og afmælisgreinum hennar. Það fara fáir í fötin hennar á þeim ritvelli mannlýs- inga og persónufróðleiks. Enn einu sinni finnst mér ég finna til andlegrar dvergkenndar við samanburð á „Bolsíunum mínum frá bernskutíð" og nýútkomnum bernskuminningum hennar frá Möðruvöllum og Akureyri, sem eru sannkallaðar bókmenntir eins og allt, sem frá henni hefir „Hulda brá sér himin- lifandi í bæinn og kom með stærðar dúkku- vagn handa systur minni fyrir bráð- skemmtilegt svar og Ijóðskýringu. Þannig var Hulda okkur ein- stök og góð, skemmti- leg og eftirlát.“ komið. í þessari nýútkomnu minningabók sinni fer hún á kostum, í mannlýsingum á horfnu fólki og skrásetningu gamalla atvika, aldarhátta og lífshátta, sem er ómetanlegt björgunarstarf fyrir menningar- sögu þjóðarinnar. Henni skýzt ekki yfir margt með sínu list- ræna, velsjáandi auga. Hún er sannkölluð sagnaþula, sem kann að segja sögu án þess að kaffæra lesandann í endalausu stagli og tilvitnunum. Alltaf sér hún skop- legu hliðarnar á hverju máli. Þeir, sem eru jafn skemmtilegir pennar og hún, verða alltaf lesn- ir. Á hundrað ára afmæli Norð- lenzka skólans 1980, kvaddi Hulda sér hljóðs alls óundirbúin og blaðalaus. Þar rifjaði hún upp gamlar og skemmtilegar minn- ingar frá Möðruvöllum og Akur- eyri svo unun var á að hlýða og hlýr hrifnistraumur fór um sal- inn. Önnur góð hátíðaratriði féllu næstum dauð niður hjá þessari listrænu og bráðlifandi frásögn. Þegar ég sagði henni að loknu hófi, að hún hefði „briller- að“ og „slegið í gegn“ sagði Hulda: „Blessaður minnstu ekki á þetta, ég hefði getað haldið svona áfram í alla nótt." Og nú heldur þessi sjarmerandi sagna- þula og listakona ótrauð áfram í þessu fyrsta bindi æfisögu sinnar, sem á eftir að ylja mörg- um um hjartaræturnar. Ég veit, að þegar listakonunni eru þökkuð þessi andans tilþrif er mælt fyrir munn hinna ótalmörgu aðdáenda hennar, sem og þeirra íslend- inga, sem ennþá kunna að lesa og meta góða bók, eins og þessar bráðskemmtilegu Minningar vinkonu minnar, Huldu Á. Stef- ánsdóttur. Við gerðum það Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Kristín Bjarnadóttir: Reyndu það bara! Rætt við sjö konur Útgefandi Bókaforlagið Bríet 1985 Réttindabarátta kvenna — staða kvenna í nútímaþjóðfélagi og afstaða til kvenna, launamis- réttið, allt þetta og langtum fleira hefur leitað á huga kvenna, og karla vonandi líka, í meira mæli á síðustu árum. Konur ryðja sér braut inn í þau störf sem hafa verið kölluð hefðbundin karlastörf og sanna með því að konur eru ekki þær puntulegu veimiltítur sem aðeins fá ráðið við afmörkuð „kvennastörf". Mér finnst nú raun- ar óþarfi að tala um þau í niðrandi tón. f þessari bók er rætt við sjö konur sem gegna ólíkum störfum, stýrimann, sorphreinsunarmann, prófessor, húsgagnasmið, söðla- smið, vélstjóra og loks fangavörð. Innan allra þessara nefndu starfs- greina eru konur mjög fáar. Viðtölin eru öll fróðleg, hvert á sinn hátt. Höfundur hefur lagt alúð við verkið og konurnar hafa margt lærdómsríkt að segja. Sumar þeirra segjast hafa þurft að berjast fyrir að fá að taka til hendinni í viðkomandi starfi sem þær gegna. Aðrar afgreiða málin á einfaldari hátt og telja skuldina vera hjá konum sjálfum, sem hafi gasprað meira en þær hafi gert. Sannieikurinn er svo ugglaust þarna einhvers staðar á milli. Þó að viðtölin séu öll í sjálfu sér forvitnileg, eru þau misjöfn að því er varðar innihaldið og ekki óeðli- legt. Sumar halda sig meira við að tala um starfið meðan aðrar ræða um lífið og tilveruna á ögn breiðari grundvelli og eru það bitastæðustu viðtölin að mínum dómi. Viðtalið við Margréti pró- fessor er í þurrara lagi. Söðlasmið- urinn er víðkunnanlegur, en höf- undi hefur einhvern veginn ekki alveg tekizt að fá hana til að ræða dulítið víðar og sama má segja um húsgagnasmiðinn. Viðtölin við stýrimanninn og sorphreinsunar- manninn voru að mínum dómi einna skemmtilegust og bezt gerð frá viðtalslegu sjónarmiði. Það er galli á viðtölunum að Kristín Bjarnadóttir allar konurnar tala meira og minna í sama tón — ég undanskil að vísu fáein blótsyrði stýrimanns- ins — þær nota sömu orðin, byggja frásögn sína upp án blæbrigða. Þetta verður nú væntanlega að skrifast hjá höfundi. Sem heimild um konur í karlastörfum er þetta snoturlega skrifuð og læsileg bók þrátt fyrir annmarka sem hefur veriðminnzt á.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.