Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
35
per & Lybrand treysti sér ekki til
að sjá um endurskoðun fyrir Haf-
skip (USA) vegna þess, að þar var
svo mikið um sérkennilega við-
skiptahætti, sem birtist í bók-
haldinu og ekki virtist standast
verulegar endurskoðunarreglur."
Svar: Vegna auk'innar starfsemi
skrifstofu Hafskips (USA) þurfti
fyrirtækið á verulegri tölvuþjón-
ustu að halda og aukinni bókhalds-
þjónustu. Útibú Cooper & Lybrand
hafði ekki veitt umbeðna þjónustu
nógu fljótt og horfur á hraðri
afgreiðslu vegna ársins 1984 ekki
góðar. Var því samið við fyrirtæki
löggiltra endurskoðenda í New
York, sem heitir Jabions, Siansky
and Sullivan. Cooper & Lybrand
voru reiðubúnir að halda áfram
störfum fyrir Hafskip (USA).
Þetta er staðfest í skeyti til aðal-
skrifstofu Hafskips í Reykjavík 28.
nóvember 1984.
„Lúxusferðalög, þúsund dollara
hótelsvítur á sólarhring, hótel-
reikningar upp á tæpar 800 þús.
krónur og Concord-flugferðir."
Svar: Félagið kannast ekki við
þúsund dollara svítur né neitt í
líkingu við það, hvað þá heldur
einstaka 800 þúsund króna hótel-
reikninga (18 þús. USD). Víst hafa
ferðalög margra starfsmanna
Hafskips verið tíð og tekið tíma.
Hjá slíku er ekki hægt að komast
í rekstri hjá fyrirtæki, sem stund-
ar viðskipti erlendis og rekur eigin
skrifstofur í 6 löndum auk víðtæks
umboðsmannakerfis. Einu sinni
hafa verið keyptir tveir flugmiðar
hjá British Airways (með Con-
cord-þotu). I því tilviki voru for-
stjóri og stjórnarformaður Haf-
skips staddir í Englandi og þurftu
að fara til viðræðna við aðila í
Bandaríkjunum vegna Rainbow-
málsins.
„Golfferðalög forráðamanna
Hafskips, sér-smíðaðar golfkúlur."
Svar: Engar golfferðir voru
farnar á vegum Hafskips. Það er
þekkt venja hjá fyrirtækjum að
nota í auglýsingaskyni merkta
hluti, svo sem dagbækur, penna,
kveikjara. Sama gilti um Hafskip
(USA). Fyrirtækið dreifði til
stærri viðskiptaaðila 3 golfkúlum
í plastumbúðum og voru þær með
merki félagsins, en fjöldafram-
leiddar af Spalding-goíffyrirtæk-
inu.
„800 þúsund króna mánaðarlaun
forstjóra og stjórnarformanns
Hafskips."
Svar: ítrekað hefur í fjölmiðlum
verið fjallað um launamál for-
stjóra og stjórnarformanns Haf-
skips. Meðallaun þeirra á síðasta
ári voru kr. 160 þúsund á mánuði.
Þegar þeir réðust til starfa hjá
félaginu 1977/78 var gerður við þá
starfs- og kjarasamningur.
Tengdist hann m.a. hugsanlegri
bættri afkomu félagsins, sem þá
hugðist vinna sig út úr gjaldþrota-
stöðu, og var að hluta hugsaður
sem eftirlaunaávinningur.
Nú er ljóst, að mikill hluti þessa
8 ára samnings tapast og verður
eftir atvikum að teljast málefna-
legt.
„Skúffufyrirtækið Georgia Ex-
port Import mjólkaði Hafskip um
tugi þúsunda dollara, sem forráða-
menn Hafskips högnuðust á.“
Svar: Samkvæmt m.a. upplýs-
ingum endurskoðunarfyrirtækis
Hafskips (USA) eru greiðslur frá
Hafskip (USA) til Georgia Export
Import þessar:
1982/83 $ 13.000
1984 $ 23.157
1985 $ 14.000
Greiðslur þessar eru að meðal-
tali um 600 þúsund íslenskar krón-
ur á ári. Fyrirtækið var rekið af
forstöðumanni Hafskips (USA),
áður en hann tók til starfa hjá
félaginu. Hér var m.a. um greiðsl-
ur að ræða fyrir aukastörf við
afgreiðslu á skipum félagsins í
New Jersey. Engar greiðslur frá
Georgia Export Import hafa geng-
ið til forsvarsaðila eða starfs-
manna Hafskips hf. á íslandi.
„Dauðaleit að 100 gámum Haf-
skips. Interpol komið í málið."
Svar: Hér er látið að því liggja,
að alþjóðalögreglan Interpol leiti
nú vörugáma Hafskips. Ljóst er,
að eitthvað mun hafa skolast til í
þýðingu og heimildum. Mun al-
þjóðalögreglunni vera ruglað sam-
an við gámafyrirtækið Interpool,
sem Hafskip átti viðskipti við.
„Lánsfé Útvegsbankans tekið og
millifært í önnur fyrirtæki."
Svar: Ekkert fjármagn hefur
verið tekið úr rekstri Hafskips hf.
og millifært til stofnunar eða
reksturs annarra fyrirtækja. í
þessu sambandi hefur fyrirtækið
Reykvísk endurtrygging oftast
verið nefnt. Er vísað til yfirlýsing-
ar fyrirtækisins um mál þetta.
Rétt þykir að benda á, að auk
starfsemi sinnar hér á íslandi rak
Hafskip hf. eigin umboðsfyrirtæki
í 6 löndum, þar með talið í Banda-
ríkjunum. Flestar aðdróttanir í
máli þessu eru þó frá Bandaríkjun-
um komnar og virðast sprottnar
af samskíptaörðugleikum á skrif-
stofu Hafskips (USA) og Cosmos
í New York.
Niðurlag
Það er að sjálfsögðu mikið
hryggðarefni, hvernig til tókst og
að hin nýja sókn félagsins til
bjargar og tekjuauka skuli hafa
snúist upp í martröð í íslensku
skammdegi.
Það var trú forsvarsaðila allt
fram í október, að koma mætti í
veg fyrir gjaldþröt með sölu hinna
einstöku rekstrarþátta og við tæki
þá í versta tilfelli nauðarsamn-
ingaleið.
Hröð og óvenju harðskeytt at-
burðarás gerði vonir þessar að
engu.
Hér er vakin athygli á því, að
hjá félaginu starfaði margt gott
fólk og starfsandi var að ýmsu til
fyrirmyndar.
Viðskiptafyrirtæki félagsins og
margir aðrir farmflytjendur virð-
ast hafa kunnað að meta framlag
félagsins til samkeppni, aukinnar
þjónustu og hagkvæmni á undan-
förnum árum.
Þessi fyrirtæki ásamt öðrum
aðilum atvinnulífsins eru nú hvött
til að veita atvinnumiðlun starfs-
manna Hafskips hf. þá aðstoð, sem
frekast er möguleg í snörpu átaki
tilúrláusnar.
Er að því stefnt, að fyrrverandi
stjórn Hafskips hf. muni styðja
við bakið á sérstöku atvinnumiðl-
unarátaki næstu vikur og mánuði
og mun það kynnt sérstaklega
innan tíðar.
Sjúkraliða-
nám er eitt ár
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
sunnudaginn 15. desember óskar
Sjúkraliðaskóli fslands eftir að koma
á framfæri eftirfarandi athugasemd
um sjúkraliðanám:
„Sjúkraliðaskóli íslands, Fjöl-
brautaskólinn í Breiðholti og
Verkmenntaskólinn á Akureyri
útskrifa sjúkraliða.
Sjúkraliðanámið tekur 1 ár.
Inntökuskilyrði í Sjúkraliðaskóla
íslands eru, að umsækjandi þarf
að hafa lokið prófi úr 2. bekk í
samræmdum framhaldsskóla
(fjölbrautaskóla) eða hlotið hlið-
stæða menntum."
VZterkurog
hagkvæmur
auglýsingamióill!
Gódai og vandadai bœkui
Árni Óla
Reykjavík
f yrri tíma II
Tvœr aí Reykjavíkuibókum Áma Óla,
Skuggsjá Reykjavíiui og Horft á
Reykjavík endurútgeínai í einu bindi.
Saga og sögustaðir verða ríkir aí lííi og
írá síðum bókanna geíui sýn til íortíðai
og íramtídai - nútímamaðurinn öðlast
nýjan skilning á höíuðborg landsins og
íorverunum ei hana byggðu. Eíni bók-
anna er íióðlegt, fjölbreytt og skemmti-
legt. Fjöldi mynda írá Reykjavík íyrri
tíma og aí persónum sem mótuðu og
settu svip á bœinn prýða þessa vönd-
uðu útgáfu.
Birtan að handan
Saga Guörúnar
Sigurðardóttur
írá Torfuf elli
Sveiríi Pálsson skiádi
Guðrún Siguiðaidóttii var landsþekkt-
ui miðill og héi er saga hennai sögð
og lýst skoðunum hennar og lílsvið-
hortum Hún helgaði sig þjónustu við
aðra til hjálpar og huggunar og not-
aði til þess þá hœtileika sem henni
vom geínii í svo ríkum mœli skyggni-
gáíuna og miðilshœíileikana. Petta ei
bók, sem á erindi til allra.
Pétur Zophoníasson
Víkingslœkjarœtt II
Þetta er annað bindið í endurútgálu á
hinu mikla œttíiœðiriti Pétuis, niðjatali
hjónanna Guðríðar Eyjólísdóttui og
Bjama Halldórssonar hreppstjóia á
Víkingslœk. í þessu bindi em niðjai
Höskulds, Brands, Eiríks, Loíts og Jóns
eldia Bjamasona. Fyista bindið kom út
1983, en œtlunin er að bindin verði alls
íimm í þessu bindi eins og því íyrsta,
em íjölmargar myndii aí þeim sem í
bókinni em neíndir.
PÉTUR
ZOPHONÍASSON
VfKINGS
LQqARÆITII
NKUATAL GUÐRlDAR EYJÓLFSDOTTUR
OG BMHNAHALI.OÓRSSONAR
HREPPSTJORA A VlKINGSLÆK
Ásgeii Jakobsson
Einars saga
Guðfinnssonar
Þetta er endurútgáía á œvisögu
Einars Guðíinnssonar, sem verið hefui
óíáanleg í nokkur ár, en hlaut óspart
lot er hún kom fyist út 1978. Þetta er
baráttusaga Einars Guðíinnssonar íiá
Bolungarvík og lýsir einstökum
dugnaðarmannt sem barðist við
ýmsa eríiðleika og þuiíti að yíirstíga
margai hindianir, en gaíst aldrei upp;
vai gœddui ódiepandi þrautseigja
kjarki og árœði. Einnig er í bókinni
mikill íróðleikur um Bolungarvík og
íslenzka sjávarútvegssögu.
SKUGGSJA - BOKABUÐ OLIVERS STEINS SF.