Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
JILSANDER
hefur sigraó heiminn
undirstrikar
persónuleika þinn
SARA Bankastr. Rvk
CLARA Laugaveg Rvk
MIRRA Hafnarstr. Rvk.
NANA Fellagörðum Rvk
SNYRTIHÖLLIN Garðabæ
VÖRUSALAN Akureyri
ANETTA Keflavik
BYLGJAN Kópavogi
SNYRTIVORUBUÐIN
Laugaveg 76, Rvk
SNYRTIVÖRUBÚÐIN Glæsibæ Rvk
GJAFA & SNYRTIVÖRUBÚÐIN
Suðurven, Rvk
NINJA Vestmannaeyjum
NAFNLAUSABÚDIN
Hafnarfirði
Gæði, góö verö
Nýkomnir fataskápar, hillusam-
stæöur og barnahúsgögn er sam-
eina góö gæöi og betra verö.
Fataskápur nr. 304.
100/197 cm m/3 skúff-
um.
Verö kr. 7.225,-
1 -4:-
i i i JL •
Fataskápur nr. 302.
100/197 cm.
Fataskápur nr. 309.
150/197 cm meö 5
skúffum.
Verö kr. 9.980,-
Fataskápur nr. 303
150/197 cm.
Verð kr. 4.995,- Verð kr. 8.150,-
Hillusamstæða nr. 20, hnota. Verö kr.
27.172,-
Borðstofuborð í úrvali
Vönduö sófasett frá kr. 31.000.-
Leöursófasett frá kr. 60.000.-
Þýsk framleiðsla, þýskur gæðastimpill.
c§3 Nýborg
Sími 82470.
Skútuvogi 4, viö hlíöina á Barðanum.
Gullöld
Bókmenntir
Steinar J. Lúövíksson
Skagamenn skoruðu mörkin II
Höfundar: Jón Gunnlaugsso, Sig-
tryggur Sigtryggsson og Sigurður
Sverrisson
Útgefandi: Hörpuútgáfan 1985
Þremenningarnir Jón Gunn-
laugsson, Sigtryggur Sigtryggsson
og Sigurður Sverrisson hafa nú
lokið við að skrifa sögu Akranes-
liðsins allt frá því að það tók að
láta til sin taka í ísienskri knatt-
spyrnu til ársins 1984. Vel kann
að vera að einhverjum þyki það
nokkur ofrausn að skrá sögu knatt-
spyrnuliðs í tveimur bindum sem
samtals eru vel á fimmta hundrað
blaðsíður. En ef einhverjir hugsa
þannig þá er óhætt að segja við
hina sömu að slíkt sé misskilning-
ur. Saga knattspyrnuíþróttarinnar
á Akranesi er í raun ævintýri,
ekki bara vegna þess að frá Akra-
nesi hafa um langt skeið komið
margir af bestu knattspyrnu-
mönnum landsins heldur líka
vegna þess að knattspyrnumenn
Akraness hafa komið þessu fá-
menna byggðarlagi á heimskortið.
Frá því er sagt í bókinni að þegar
Skagamenn drógust á móti heims-
þekktum liðum í Evrópubikar-
keppninni þá fannst útlendingum
það nánast lélegur brandari þegar
sagt var frá því hversu fámennt
byggðarlagið var. En þegar út á
völlinn var komið henti það oftar
en ekki að brosið stirðnaði á and-
litum andstæðinganna og þeir
máttu hafa sig alla við, jafnvel
þótt sumir þeirra fengju meira í
árslaun fyrir að leika knattspyrnu
en allir leikmenn Akranesliðsins
fengu fyrir vinnu sína.
Akurnesingar geta verið stoltir
af knattspyrnumönnum og knatt-
spyrnuliði sínu og eru það líka.
Það kemur vel fram í bókinni að
að nýju
knattspyrnumennirnir standa ekki
einir. Þeir hafa alla bæjarbúa á
bak við sig og víst er að í gegnum
árin hefur einstök stemmning
verið í kringum þetta lið. Að unn-
um sigrum hefur ríkt þjóðhátíðar-
stemmning á Akranesi og oft hefur
það gerst að stór hluti bæjarbúa
hefur safnast saman til þess að
fagna hetjunum sínum. Bæjarbúar
hafa mikinn metnað fyrir hönd
knattspyrnumanna sinna og það
er kannski einmitt vegna þessa
andrúmslofts að hver stjarnan af
annarri hefur kviknað á Akranesi.
Atvik sem einn leikmanna Akra-
nesliðsins lýsir í bókinni segir
mikið um þann hug sem Akurnes-
ingar bera til knattspyrnumanna
sinna. Sá var rekinn af leikvelli í
bikarúrslitaleik og átti von á þvi
versta frá áhangendum liðsins. En
hvað gerðist? Akurnesingarnir í
stúkunni stóðu upp og klöppuðu
fyrir honum. „Það var stórkostleg
tilfinning að vita að áhangendur
okkar sneru ekki baki við mér,
heldur veittu mér ómetanlegan
stuðning. Þeir gáfust ekki upp,
þótt á móti blési og því áttum við
leikmennirnir að gefast upp?“
Stundum er talað um tvö gull-
aldarskeið í knattspyrnunni á
Akranesi. Hið fyrra var er þeir
voru upp á sitt besta Þórður Þórð-
arson, Ríkharður Jónsson, Þórður
Jónsson, Sveinn Teitsson og fleiri.
Seinna tímabilið var er Englend-
ingurinn Kirby þjálfaði og stjórn-
aði liðinu og þá voru meðal aðal-
manna liðsins synir þeirra leik-
manna er gerðu garðinn fyrst
frægan: Teitur Þórðarson, Karl
Þórðarson og Árni Sveinsson. Síð-
ustu árin hafa einnig verið sann-
kölluð gullár á Akranesi en þá
hefur liðið leikið undir stjórn
Harðar Helgasonar sem tvímæla-
laust er mjög hæfur þjálfari.
Annað bindi „Skagamenn skor-
uðu mörkin" fjallar um seinni
Ekkert íslenskt knattspyrnulið hefur
eignast eins margar „stjörnur" og
Akranesliðið. Sigurður Jónsson var
síðastur Skagamanna til að leggja út
í atvinnumennsku.
gullár Akranesliðsins. Þar er sagt
frá mörgum skemmtilegum og
eftirminnilegum atvikum. Leik-
menn, forystumenn og þjálfarar
eru leiddir fram og látnir segja
frá ýmsu frásagnarveröu sem
gerðist bæði hér heima og erlendis.
Bókarhöfundum hefur tekist ein-
staklega vel að lýsa þeirri stemmn-
ingu sem er í liðinu og kringum
það. Frásagnir bókarinnar eru
ágætlega skrifaðar, lýsingar af
leikjum og atvikum ljóslifandi og
viðtölin við leikmenn þannig að
bókarhöfundum tekst að ná mörgu
skemmtilegu fram hjá þeim.
Bækurnar „Skagamenn skoruðu
mörkin" eru mikill fengur fyrir
knattspyrnuáhugamenn og þá ekki
síst Akurnesinga þar sem þær
hafa að geyma frásagnir af því sem
hefur verið snar þáttur í bæjarlíf-
inu þar í áratugi. Bókin er líka
kennslubók í því hve íþróttalíf
getur haft mikið að segja fyrir
bæjarbrag og hversu snar þáttur
það getur orðið í uppeldi og mótun
æskufólks ef vel er á málum hald-
ið, eins og Akurnesingar hafa jafn-
an gert.
Fróðleiksbrotabrot
Bókmenntir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Guðmundur A. Finnbogason: í bak
og fyrir, frásagnir af Suðurnesjum.
Útgefandi: GAF1985
íslendingar hafa löngum verið
gefnir fyrir þjóðlegan fróðleik
svokallaðan, frásagnir af liðnum
tímum, búskaparháttum, mannlífi
og svo framvegis. Margir höfundar
hafa sent frá sér og senda frá sér
afar misjafnlega skemmtilegar
bækur um þetta efni. En áhuginn
er þeim öllum sameiginlegur.
I bók Guðmundar A. Finnboga-
sonar er lengsti kaflinn nefndur
Hjónin í Króki: Eyjólfur Þorgeirs-
son og Guðný Jóhannsdóttir og
ættfólk þeirra, nær þessi kafli yfir
sextíu síður. Höfundur segir að
Eyjólfur hafi verið vel þekktur um
Suðurnes og víða um land fyrir
kveðskap sinn. I stað þess að fræða
okkur um kveðskapinn er farið út
í að rekja ættir Eyjólfs og er það
gert ítarlega og hressilega í marga
ættliði með tilheyrandi útskýring-
um. Fyrir ættfræðiáhugamenn, ég
tala nú ekki um þá sem einhvers
staðar koma inn í allar þær upp-
talningar er þetta ugglaust Ijóm-
andi skemmtilegt. En verður úr,
fyrir venjulegan leikmann séð,
einum og mikið af því góða og
skal þó nákvæmnin ekki löstuð.
Síðla kaflans eru svo birt sýnis-
horn úr kveðskap Eyjólfs í Króki,
sem vitnar um nokkra hagmælsku,
en margt hefði mátt missa sín, að
mínum dómi.
Ýmsir kaflar bókarinnar eru
snoturlega skrifaðir, þótt einhvern
veginn verði höfundi minna úr
efninu en manni hefði fundist
ástæða til. Þar mætti geta kaflans
um Rósu Jónsdóttur, síðustu
manneskjuna í Njarðvíkum er sett
var niður á sveit. Stuttar en hugn-
anlegar frásagnir Jórunnar Jóns-
dóttur eru ágætar og sama máli
gegnir um kaflann Ýmsar sagnir,
skráðar eftir frásögn Finnboga
Guðmundssonar.
Guðmundur A. Finnbogason.
Töluvert er af myndum í bók-
inni, margar til prýði og sóma.
Höfundur er ágætlega ritfær og
greinilega grúskari, en afrakstur-
inn verður ekki sérlega mikill, til
þess eru flestir þættirnir of magr-
ir.
Leyndardómar
fortfðarinnar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
LEYNDARDÓMAR FORTÍÐAR-
INNAR
Höfundur: Anke De Vries
Þýðandi: Álfheiður Kjartansdóttir
Prentverk: Prentsmiðjan Hólar hf.
Útgefandi: Iðunn
Þessa bók var gaman að fá í
hendur, því hún er eins og ungl-
ingabækur gerast beztar. 18 ára
unglingur, hollenzkur, fær þann
starfa að gera upp hús í útjaðri
Magnan, fransks þorps. Þar hafði
búið auðkvinnan frú Stevenson
með syninum William. Voðaat-
burðir ske, frúin heldur í burt og
ár eftir ár stendur húsið autt. Slík
er ógn þorpsbúa af þessu húsi, að
þeir verða hljóðir er minnst er á
það, stígarnir þangað gróa upp, á
þeim finnur Markús ekkert spor,
nema mjúklega bældan gróður
eftir meyjarfót, Lísju. Þau kynn-
ast, og saman taka þau að ráða
gátur dulúðarinnar. Ekki aðeins
um húsið, heldur líka um þá skelf-
ingu er Markús ber í brjósti, tætir
hann og rífur. Lausnir finna þau
skötuhjúin á hvoru tveggja, klær
óttans í brjósti drengsins réttast
upp, — og sektin, sem dulúðin um
húsið óf, er rofin.
Höfundur segir þessa sögu lista-
vel, kann þau tök, að lesandinn
sleppir bókinni ógjarna, fyrr en
sagan er öll. Höfundur hefir boð-
skap að flytja og hæfileika til þess
að tjá hann, enda verðlaunaður
höfundur og löngu víðfrægur.
Þýðing Álfheiðar er mjög góð,
málið lipurt ogh fagurt. Þú hefir
alls ekki á tilfinningunni að þú sért
með erlenda bók í höndum, og ef
nöfnin á sögupersónunum væru
ekki svona framandleg, þá gæti
sagan hafa gerzt í íslenzku þorpi.
Prentverk allt er vel og sam-
vizkusamíega unnið.
Hafi útgáfan þökk fyrir af-
bragðs góða bók.
Sigurður Haukur